Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. mal 1978. á víðavangi Enn ein sönnun Launajöfnunarstefnan hefur verið eitt meginmarkmið nú- verandi rikisstjórnar og skilur hana alveg frá fyrri ríkisstjórnum i þessu landi. Enda þótt það sé mála sannast að rikisstjórn vinstri aflanna sem hér sat að völdum undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, hafi sannarlega unnið að stór- stigum framförum i landinu ogkomið ótrúlega mikilli upp- byggingu i verk á allt of skömmum valdatima, þá verður það að segjast eins og það er.að hún gat ekki beitt sér fyrir launajöfnun m.a. vegna afstöðu launþegahreyfingar- innar. Það er mjög athyglisvert að hafa það f huga að samnings- aðilarnir á vinnumarkaðinum hafa ekki beitt sér fyrir launa- jöfnun i samningum sinum. i hverjum kjarasamningunum á eftir öðrum hefur útkoman orðið sú að þeir sem betur voru stæðir fyrir báru meira úr býtum en hinir sem minna höfðu fyrir. Dómur reynslunnar er ein- faldlega sá að verkalýðshreyf- ing og vinnuveitendur hafa ekki sýnt neina minnstu launajöfnunarviðleitni I verki hvaðsvosem liður yfirlýsing- um. Þetta hefur leitt til þess að rikisvaldið hefur tekið til sinna ráða og beitt sér fyrir raunhæfum úrbótum f þessu efni. Og það má segja að slikt sé ofur eðlilegt. Það á að vera hlutverk rikisvaldsins m.a. að hlutast til um slik þróunarmál þjóðfélagsins og einkum ef aðrir aðilar reynast ekki færir um það. Rangfærslur Þjóðviljans Nú þessa dagana rekur Þjóðviljinn upp það rama- kvein að rikisstjórnin hafi af hræðslu sinni gefið út bráða- birgðalög til hagsbóta fyrir þá lægst launuðu. Þetta er ein- faldlega rangt. Þetta er'u ein- faldlega rangfærslur fram settar í ódýru áróðursskyni. Hið rétta er að efnahagslög rikisstjórnarinnar eru eitt helzta skrefið sem hingað til hefur verið stigið i átt til launajöfnunar á landi hér. Þessi lög voru sett til þess að koma i veg fyrir atvinnuleysi sem einkum myndi skella á þeini lægst launuðu. Hins vegar hlaut þetta að leiða til skerðingar á umsömdum launahækkunum þeirra sem meira höfðu að bita og brenna. Um þetta er ekki deilt og þegar rikisst jórnin beitir sér. íyrir enn frekari aðgerðum í þessu sama skyni og I þess- um sama anda þá er það enn frekari sönnun á þeirri stað- hæfingu að rikisstjórnin lætur hagsmuni hinna lægst launuðu og launa jöf nunarstefnuna hafa forgang. Jákvætt framlag i þessu ljósi er það næsta furðulegt að þeir sem alltaf eru að kalla sig „verkalýðs- sinna” og „vini” fólksins skuli ekki geta viðurkennt staðreyndir og fagnað raun- hæfum aðgerðum til kjarabóta þeim sem minnst hafa i þjóð- félaginu. Bráðabirgðalögin eru já- kvætt framlag til þess að tryggja frið og sættir i þjóð- félaginu. Slikt er auðvitað eitt af hlutverkum ábyrgs rikis- valds. Verkalýðshreyfingin ætti að fagna þessu framlagi og sérstaklega vegna þess að forystumenn hennar eru farn- ir að s já það s jálfir að þeir eru komnir út á hálan is í vafa- sömum aðgerðum sinum. For- ysta verkalýðshreyfingarinn- ar ætti einfaldlega að viður- kenna það, blátt áfram, að bráðabirgðalögin eru enn ein sönnun þess að láglaunafólkið á bezta stuðning sinn og skjól i stefnu og störfum rikis- stjórnarinnar. Sjálfshól Þjóðviljans að þessu tilefni ber engu vitni öðru en vondri samvizku. JS Til sölu Bedford yfirbyggður flutningabill árg. 1968. Nánari upplýsingar i sima (94)1262, Patreksfirði. kosningahátíð ungs fólks i framsokn DAGSKRA: Eiríkur Tómasson flytur ávarp Skemmtiatriði Diskótek í SNORRABÆ föstudaginn 26. maj_ Húsið opnar kl. 21.00 Dansað til kl 02.00 „ . Kosninganefndin Boðsmiðar fást á hverfaskrifstofunum og að Rauðarárstíg 18 Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þurfa aö biöa lengi meö bilaö rafkerti, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggia fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. •RAFAFL Skólavöröustig 19 Reykjavik Simar 2 17 00 2 80 22 Stjörnulið Bobby Charlton gegn úrvalsliði K.S.Í. á Laugardalsvelli, mánudaginn 29. mai kl. 20 * Forsala við TJ tvegsbankann i dag kl. 13—18. Tryggið ykkur miða i tima Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 1.500.- stæði kr. 1.000.- börn kr. 300. „ Bobby Charlton, Tony Towers, Bobby Moore, Joe Royle, David Harvey, Mike Doyle, Peter Lorimer, Terry Hibbitt, Francis Burns, Frank Worthington og fleiri. Einstakt tækifæri til að sjá þessa heimsfrægu knattspyrnumenn leika saman i liði. Siðast sigraði úrvalsliðið. Hvernig fer nú?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.