Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 17
Föstudagur 26. maí 1978. 17 iOOOOQQOQi Óskar Jakobsson kastaði kringlunni þrisvar yfir 60 m Óskar með næst bezta kast á Norðurlöndum — kastaði kringlunni 61,74 m í gærkvöldi á Laugardalsvellinum — Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með að hafa kastað þrisvar sinnum yfir 60 m, sagði Óskar Jakobsson, hinn sterki kastari úr ÍK, sem varð öruggur sigurvegari i kringlukasti á Vormóti 1K i gærkvöldi. Óskar, sem hefur þegar tryggt sér rétt til að keppa á Evrópumeistaramót- inu i Prag i Tékkóslóvakiu i ágúst, kastaði kringlunni 61.74 m, sem er annar bezti árangur kringlukastara á Norðurlöndun- um i ar — aðeins Norðmaðurinn Valvik hefur kastað lengra — 63.50 m, en Sviinn Gardenclass á þriðja lengsta kastið — 60.68 m. Óskar hefur æft mjög vel að undanförnu, sagðist stefna að þvi að komast i undanúrsiit á Evrópumeistaramótinu. — Ég er enn ekki kominn i keppnisæfingu, þar sem ég hef æft eingöngu upp á uppbyggingaræfingum að undan- förnu. — Ég stefni að þvi að vera á toppnum tvisvar sinnum i sumar — fyrst I kastkeppninni gegn Dönum i Kaupmannahöfn 24. júni og siðan á Evrópumeist- aramótinu, sagði Óskar, sem sagðist vera ángæður með að kasta yfir 58 m i öllum köstum sinum á öðrum mótum. Óskar kastaði kringlunni þrisvar sinnum yfir 60 m — fyrst 61.74 m og siðan 60.20 m, 60.02 m og fjóðra kastið maldist 59.68 m. —SOS. Ingunn og Guðni frá keppni — vegna brjóskloss í baki SOS-Reykjavik. — Ingunn Einarsóttir, frjálsiþróttakonan fjöihæfa úr ÍR, inun verða frá keppni í sumar. — Ég hef ákveðið að taka mér algjörlega hvild í sumar, þar sem ég get ekki farið að keppa fyrir en i fyrsta lagi i ágúst, sagði Ingunn, sem meiddist á æfingu á ítaliu — brjósk iosnaði i bakinu á henni, en hún hefur átt við samskonar meiðsli að striöa. Þetta er mikið áfall fyrir Ingunni, sem var búin að æfa vel i vetur og hún ætlaði sér að taka þátt i Evrópumeistaramót- inu i Prag. Guðni Halldórsson, kúluvarparinn sterki úr KR á einnig við svipuð meiðsli að striða. — Ég meiddist á æfingu nú fyrir stuttu og verð frá keppni i þetta tvo mánuði, sagði Guðni. Erlendur Valdimarsson, kringlukastarinn snjalli úr ÍR á einnig við meiðsli að striða og gat hann ekki tekið þátt i kringlukastkeppninni á Vormóti ÍR i gærkvöldi. Erlendur tognaði á vöðva i brjósti á æfingu nú i vikunni. STEFAN HallgrImsson...sem nú keppir fyrir UIA, varð sigurvegari I 400 m hlaupi — hann sést hér t.h. koma I mark á 50.9 sek., en Gunnar Páll Jóakomsson — við hliðina á honum, varö annar á 51.0 sek. Pétur Pétursson UIA varö þriðji og Armenningurinn ólafur Óskarsson (t.v.) varð fjórði. (Timamynd Róbert) — kastaði kúlunni 19,45 m á Laugardalsvellinum i gærkvöldi Strandamaðurinn sterki Hreinn Halldórsson, sem hefur átt við meiðsli að striða að undanförnu, er greinilega að ná sér á strik. Hreinn kastaði kúlunni þrisvar sinnum vel yfir 19 m á Vormóti ÍR á Laugardalsvellinum i gær- kvöldi og nálgast hann óðfluga lágmarkið fyrir Evrópumeistara- mótið, sem fer fram i Prag i Tékkósióvakiu — en það er 19.50 m. Hreinn sýndi það I gærkvöldi, að þess verður ekki langt að biða, þar til hann fer að kasta aftur regluiega yfir 20 m. Hreinn kastaði kúlunni lengst i fyrsta kasti sinu — 19.45 m, en siðan kastaði hann 19.26 m og 19.20 m. — Maður er aldrei ánægður — ef maður er ánægður, þá getur maður alveg eins hætt þessu”, sagði Hreinn i gærkvöldi. Hreinn sagði að hann ætti enn langt i land að ná sinum fyrri styrkleika og þegar hann var spurður hvort það væri ekki stutt i 20 m múrinn, sagði hann að það færi allt eftir þvi, hvort hann nái upp tækninni i köstunum. — Það fer alltaf drjugur timi i að ná tækninni upp og finpússa kastað- ferðina, sagði Hreinn. —SOS. HREINN HALLDÓRSSON... er að ná sinum fyrri styrkieika. Hér sést hann kasta kúiunni 19.45 m i gærkvöldi. (Timamynd Róbert) Sigþór misnotaði vítaspymu — og Pór varð að sætta sig við jafntefli á Húsavik Þór frá Akureyri og Völsungur gerðu jafntefli (1:1) á miðvikudagskvöldið á Húsavik, þar sem félögin mættust i 2. deildarkeppninni I knattspyrnu. Sigurður Lárusson færði Þórsurum óskastart, þegar hann skoraði gott mark eftir aðeins 15 sek. Völsungar jöfnuðu, þegar Sigurbjörn Viðarson skoraði úr vltaspyrnu. Þess má geta að Sigþór Ömarsson, Þór, misnotaði vita- spyrnu fyrir Akureyrarliðið. Brautin var 3,75 m of stutt — í ÍOO m hlaupi karla á Vormóti ÍR ^ Sigurður Sigurðsson hljóp 100 m á nýju Islandsmeti — 10.1 sek., en þvi miður fæst metið ekki staðfest, þar sem meðvindur var of mikiil. Þetta tilkynnti þulur á Laugardalsvellinum I gærkvöldi, J en þar fór fram Vormót ÍR I frjálsum iþróttum. Eftir stutta stund tilkynnti þulurinn að mistök hefðu átt sér stað 1100 m hlaupinu — það hafi aldrei verið hlaupnír 100 m, þar sem brautin var 3.75 m of stutt. Þannig að hiaupnir voru aðeins 96.25 m i 100 m hlaupinu, sem Armenningurinn Sigurður Sigurðsson varð sigurvegari I. FRIÐRIK ÞÓR óSKARSSON...úr 1R, varð sigur- vegari í langstökki a vormótinu — hann stökk 6.63 m, en Helgi Hauksson, Breiðabliki, varð annar — 6.45 m. ELÍAS SVEINSSON...varð sigurvegari i stangarstökki. Þessi keppnisglaði KR-ingur stökk 4.10 m. LARA SEINSDÓTTIR...úr Armanni varð sigurvegari i 100 m hlaupi kvenna — hljóp vegalengdina á 12.4 sek. Kristin Jónsdóttir (Breiðabliki) varð önnur — sjónarmun á undan ÍR- ingnum Þórdisi Gisladóttur, en þær hlupu á 12.5 sek. SIGURBORG GUÐMUNDSDóTTIR...úr Armanni varð sigurvegari i 400 m hlaupi — 59.8 sek. Hin stórefni- lega Helga Halldórsdóttir, 14 ára stúlka úr KR, sem hljóp nú i fyrsta skipti 400 m, varð önnur — 61,8, en Selfyssingurinn Aðalbjörg Hafsteinsdóttir varð þriðja — 64.2 sek. ÞÓRDÍS GtSLADÓTTIR. varð sigurvegari i hástökki, stökk 1.68 m. tris Jónsdóttir, Breiðabliki; sem er aðeins 15 ára, varð önnur —1.60 m. Þess má geta að hún gat ekki tekið þátt i kepppni sl. sumar, vegna meiðsla. GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR ...frá Höfn i Hornarfirði, varð sigurvegari i kúluvarpi — kastaði 12.06 m. HREINN HALLDÓRSSON ...varð sigur- vegari i kúluvarpi — 19.45 m, en Óskar Jakobsson varö annar — 17.68 m og nálgast hann nú óðfluga sitt persónulega met, sem er 17,75 m.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.