Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. mal 1978. 3 Kosningahappdrætti Framsóknarflokksins: Sumarhús, trésmíða- vélar, litsjónvarp, bátur og fleira í boði Fiskur á Raufarhöfn: 40 tonn flutt á bílum — borgar sig engan veginn Kás— í gærdag fengu Raufar- hafnarbúar fjörutíu tonn af fiski send landleiðis frá Skagaströnd með bilum, liklega um 400 kiló- metra leið, aðallega grálúðu og annan handflökunarfisk. Vinna var þvi i fullum gangi i frysti- húsinu i allan gærdag, en búizt var við að vinnslu þessara fjöru- tiu tonna lyki i kvöld. Aöspurður sagði Olafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Jökuls á Raufarhöfn, að þessi vinnsluaðferð borgaði sig engan veginn. Tilkostnaður væri alltof mikill. Nefndi hann sem dæmi, að flutningskostnaður hvers flutts kólós næmi nálægt 27 krónum. Þetta hgfði atvikazt fyrir hreina tilviljun, verið hreinn og klár greiði. Mikill afli hefði borizt aö á Skagaströnd, mest grálúða og annar handflökunarfiskur, sem alltaf væri geysilega sein- unninn, þvi hefði hann hlaupiö undir bagga, þar sem fullt hefði verið á öllum verðstöðvum i nágrenninu. Sagðist Ólafur hafa reiknað út hvort mögulegt myndi að flytja fisk frá Akureyri á bilum, en það er um 300 kilómetra leið, þar sem nauðsynlegt er að fara um Dals- mynni vegna þungatakmarkana. Þetta er vonlaust fyrirtæki. Raunverulega borgar sig aldrei að flytja fisk lengra en 100 kilómetra. Ólafur var að vonum daufur i dálkinn út af atvinnuhorfum á Raufarhöfn, þar sem búast mætti við togaranum i fyrsta lagi i lok júni. Það virtist vera erfitt að fá skilning ráðamanna á þessum mikla vanda. Hann hefði reynt alltsem honum hefði dottið i hug, en sæi ekki fram á annaö en greiðsluþrot, ef ekki rættist úr neinu. 1 lokin sagöist ólafur hafa hreina samvizku, vitandi þaö að hann hefði reynt allt sem hann gæti. Nú biði hann bara rólegur þess sem verða vildi. Hjörtur L. Jónsson Franskur vísnasöngur í Norræna húsinu Fösiudaginn 26. mai kl. 20.30 mun franski visnasöngvarinn Gilbert Sagel syngja i Norræna húsinu. Gilbert Sagel er liðlega þritugur að aldri, fæddur i Bretagne i Frakklandi. Hann hóf söngferil sinn i veitingahúsum á vinstri bakkanum i Paris og starfaði jafnframt með Francois Villon leikhúshópnum. Siðan hef- ur hann sungið viða i Frakklandi og komið fram i sjónvarpi og útvarpi. Hingað til landsins kemur hann á vegum Alliance Francaise úr nokkra vikna söngferðalagi um Bandarikin, þar sem hann hefur fengið mjög góðar undirtektir. A dagskrá i Norræna húsinu verða franskir ástarsöngvar (la chanson d’amour francaise) bæöi eftir hann sjálfan og ýmsa af þekktustu ljóða- og lagasmiöum Frakklands svo sem Georges Brasséns, Jacques Brel, Serge Gainsbourg og Maxime LeForestier. Sagel mun aðeins halda þessa einu söngskemmtun í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Reiðhjólaskoðun í Reykjavík 1978 I byrjun júnimánaðar munu lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavlkur efna til umferðar- fræöslu og reiðhjólaskoðunar fyrir börn á aldrinum 7—14 ára I skólum borgarinnar. Skoðunin og fræðslan fara fram á eftirtöldum stöðum: Fimmtudagur 1. júni Fellaskóli kl. 09.30 Hliöaskóli kl. 11.00 Melaskóli kl. 14.00 Austurbæjarskóli kl. 15.30 Föstudagur 2. júni Vogaskóli kl. 09.30 Langholtsskóli kl. 14.00 Breiðagerðisskóli kl. 15.30 Mánudagur 5. júni Hólabrekkuskóli kl. 09.30 Alftamýrarskóli kl. 14.00 Laugarnessskóli kl. 15.30 Þriðjudagur 6. júni Fossvogsskóli kl. 09.30 Hvassaleitisskóli kl. 11 00 Breiðholtsskóli kl. 14.00 Árbæjarskóli kl. 15.30 Börn úr öðrum skólum en hér eru tilgreindir mæti við þá skóla sem næstir eru heimilum þeirra. Þau börn sem hafa reiöhjól sin I lagi fá viðurkenningarmerki Umferðarráðs 1978. GOÐI tilbúinn i ofninn Um tveggja ára skeið hefur Kjötiðnaðarstöð^ Sambandsins framleitt - GOÐA-rétti fyrir mötuneyti í handhægum umbúðum sem fjótlegt er að hita réttina upp i. Hefur framleiðslan notið vaxandi vinsælda og sifellt bætzt fleiri við sem nota sér þessa þjónustu. ÖIl framleiðsla GODA- rétta er undir eftirlitii rannsóknarstofu Búvörudeildar, sem annast geymsluþolseftirlit varanna og hefur eftirlit meö hreinlæti á vinnustað. Hægt er nú að fá um 29 tilbúna rétti I pakkningum fyrir allt fra éinum til 15 manns. Meöfylgjandi mynd er af tveimur einsmannsbökkum. Hjörtur L. Jónsson hreppstjóri á Eyrarbakka er sextugur i dag. Hjörtur er fæddur 26. mai 1918 að Kambi i Deildardal en hefur verið hreppstjóri á Eyrarbakka um 12 ára skeið. Hjörtur hefur verið fréttaritari Timans um fjölda ára og sendir Timinn honum kveðjur sinar á þessum timamótum og þakkar gott samstarf. Hjörtur mun taka á móti gestum á heimili sinu milli kl. 17 og 18 i dag. Ungliðar í Svan: Safna fyrir utanlandsferð Kás—Næstkomandi sunnuaag kl. 14—15 mun unglingadeild lúðra- sveitarinnar Svans halda tónleika á Lækjartorgi til að vekja athygli á kökubasar og lukkuhappdrætti, sem hún stendur fyrir i húsi Skólarnir á Laugarvatni: Nánari samvinna tekin upp næsta vetur Unglingadeild lúðrasveitarinnar Svans. Iðnaðarmannafélagsins 'við Vonarstræti. Markmiðið með þessari fjár- öflun er að safna fé vegna ferðar deildarinnar til Danmerkur i sumar, en hún mun þá taka þátt i alþjóðlegri hátið ungs fólks i Kaupmannahöfn, „Copenhagen International Youth Festival 1978”. Er þetta i fyrsta skipti sem hópur frá Islandi tekur þátt i móti sem þessu, en þau eru haldin ann- að hvert ár. Unglingarnir hafa æft af kappi i allan vetur, undir stjórn Snæbjörns Jónssonar, sem verður hljómsveitarstjóri i feröinni. Vegna kosninganna, sem fram- undan eru, hefur Framsóknar- flokkurinn efnt til happdrættis. Sú ráðstöfun var nauðsynleg til að mæta þeim óhjákvæmilega og mikla kostnaöi, sem þær hafa i för með sér. Miðar verða sendir til umboös- manna um allt iand, en einnig til einstaklinga, þar sem sérstakir umboðsmenn eru ekki og þeim treyst til aö kaupa miða og fá ná- granna ogvini til að gera þaö. Það er flokknum ómetanlega mikils viröi að geta treyst á stuöning manna i fjáröflun sem öðru og margar hendur vinna létt verk. Aðalatriðiðer að sem flestir leggi hönd á plóginn. Þaö er lika staöreynd, að happdrætti flokks- ins mætir jafnan velvild og skiln- ingi út fyrir raðir framsóknar- manna, enda eru kaup á happ- drættismiðum ekki fyrst og fremst yfirlýsing um stuðning við flokkinn, heldur miklu fremur um skilning á þýðingu frjálsrar og öháðrar stjórnmálastarfsemi i landinu. Aö þessu sinni eru margir ágætir vinningar i boði, þ.á.m. er landsspilda fyrir sumarhús i Grimsnesi, sambyggt trésmiöa- vélasett, sem samanstendur af mörgum tækjum, tvö litsjón- varpstæki, kappsiglingabátur með tilh. útbúnaði, hljómflutn- ingstæki, feröavinningar o.fl. tJtdráttur i happdrættinu fer fram 16. júni nk. og veröur ekki frestaö. Menn eru þvi eindregiö hvattir til að panta sér miða nú þegar, ef þeir hafa ekki fengið þá senda og aðrir að senda greiöslu fyrir þá miða, sem þeir hafa þegar fengið. Skrifstofa happ- drættisins, Rauöarárstig 18, Reykjavik er opin daglega á sama tima og kosningaskrifstof- urnar og þar eru miðar seldir. Þeir, sem fengið hafa giróseðil með miðun, geta hinsvegar fram- visað greiðslu i hvaða peninga- stofnun eða pósthúsi sem næst - þeim er. Sextugur i dag Hjörtur L. Jónsson hrepps- stjóri á Eyrar bakka Eftir nokkrar umræður fræðsluyfirvalda á Suðurlandi og aðila i menntamálaráðuneytinu i vetur um framtið og hlutverk skólanna með það fyrir augum að nýta sem bezt aðstæður á staðn- um, bæði er varðar húsnæði og kennslukrafta, og fjölga um leið námsgreinum. tþessu sambandi má nefna, að Menntaskólinn og Iþróttaskólinn munu halda áfram kennslu með eðlilegum hætti á sinum sviðum, en fjölgað verður brautum i Héraðsskólanum. Þar er ætlunin að bæta við nokkrum námsgrein- um, ef r.æg þátttaka fæst. Þessar greinar eru: bóknámsbraut I, bóknámsbraut II, hússtjórnar- braut, hússtjórnarnámskeið, félagsmála- og iþróttabraut og uppeldisbraut. Siðan verður, að fenginni reynslu næsta vetrar, metiö hvort þessi skipan geti hentað til fram- búðar og orðið i samræmi við var- anlega skiptingu framhaldsskóla á Suðurlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.