Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 26. mal 1978. Xðnaður grundvöllur áframhaldandi fólks- fjölgunar — segir Ingvi Ebenhardsson Viötakandi bæjarstjórn þarf fyrst og fremst að taka uppbygg- ingu atvinnulifsins til meðferðar, því atvínnutækifærin og fólks- fjölgunin fara ekki orðið saman. Borið hefur á atvinnuleysi, sér- staklega hjá konum. Þó nokkur hluti fólks verður að sækja vinnu annað, m.a. til Reykjavikur. Þetta ástand verður að breytast sagði Ingvi Kbenhardsson, aðalbókari hjá sýslumannsembættin u og 1. maöurá lista Framsóknarmanna á Selfossi. — Hvað hefur þú helzt i huga? — Selfoss er þjónustu- og iðn- aðarbær. Þvi viljum við leggja sér- staka áherzlu á aukna iðnaðarupp- byggingu og teljum hana grund- völlinn fyrir áframhaldandi fólks- fjölgun hérna á Selfossi. Bæjar- félagið er nú að stofna iðnþróunar- sjóð sem ætlaður er til að greiða fyrir þeim fyrirtækjum, sem hér viija setjastað, sérstaklega i byrj- unarerfiðleikunum, og með þvi rayna að laða fyrirtæki á staðinn. Þá þarf einnig að gera átak til að skapa skólafólki meiri vinnu en verið hefur, og þvi á sveitarfélagið auðvitað að gangast fyrir. Það mætti byggjastá ræktunarstörfum við fegrun og snyrtingu bæjarins, einnig að bærinn örvaði atvinnu- rekendur til að taka fleiri unglinga i vinnu. — Aðrar framkvæmdir, Ingvi? — Varanleg gatnagerð er stöðugt verkefni og þarf að leggja mikla áherzlu á að vel verði unnið á þvi sviði. Talað hefur verið um bygg- ingu dagheimilis fyrir börn og heimili fyrir aldrað fólk, en það vantar tilfinnanlega. Þá þarf að athuga um byggingar á félags- legum grundvelli, en þar á ég við bæði verkamannabústaði og leigu- ibúðir. Sl*": SELl Sigríður M. Hermannsdóttir: Hafsteinn Porvaldsson: Teljum okkur hafa byr í Sigfús Kristinsson og dóttir hans, Sigríður. Sigfús keypti þetta hús gamalt og hefur nú gert það að bæjarprýði. Hafsteinn Þorvaldsson sjúkra- húsráðsmaður á Selfossi og 2. maöur á lista Framsóknarfiokks- ins hafði þetta að segja uin kosn- ingabaráttuna á Selfossi: Kosningabaráttan er nú i fullum gangi og stefnumarkandi greinar og stefnuskrár flestra framboðanna komnar fram. Af þeim málflutningi er ljóst að svo til enginn málefnalegur ágreiningur virðist uppi um rekstur og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Það er þvi ljóst að kosningarnar hér á Selfossi nú snúast fyrst og fremst úm menn, forustu og völd i málefnum hins nýja kaupstaðar næstu 4 árin. Verður það vilji Selfossbúa að forustuhlutverkið verði áfram i Sigfús Kristinsson: Hér þarf samvinnu í stað sundrungar — i fyrstu bæjarstjórnarkosningum á Selfossi Tækifærir — ef við kunnum að nota þau Litið var við hjá Sigfúsi Kristinssyni, byggingameistara á Selfossi, en hann rekur stærsta byggingafyrirtæki á Suðurlandi. eru atvinnumálin. Okkur vantar stór framleiðslufyrirtæki, sem veita jafna vinnu allt árið. Þá tel ég það þjóðfélagsvandamál hvað 15 til 16 ára unglingum Hvaða verk ert þú með I gengur illa að fá vinnu og svo er gangi núna Sigfús? — Það eru lokaáfangi Sjúkra- húss Suðurlands, Búnaðar- bankahús i Hveragerði, um 1000 ferm vörugeymsluhús fyrir M.B.F., endursmiði á frystihúsi Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli, uppsetning á húsum fyrir Landbúnaðarsýninguná á Selfossi, smiði blokkar með 6 söluibúðum og fleiri verkefni. En nú eru á launaskrá hjá mér 42 menn. — Hvað vilt þú segja um mál- efni ykkar nýja kaupstaðar? — Þáð málefni sem mér finnst ekki hafa verið sinnt nægilega einnig hér. Það er nauðsynlegur liður i uppeldi unglinga að þau fái vinnu yfir sumartimann. — Hvað vilt þú segja um kosn- ingarnar i vor? — Það er min skoðun, að með vali fulltrúa til forystu um 4 ára skeið sé að ýmsu leyti mörkuð stefna i atvinnumálum. Það er þvi áriðandi að til forustu veljist hinir hæfustu menn, réttsýnir og duglegir. Samvinna og heiðar- legt samstarf framfarasinnaðra manna þarf að ráða ferðinni. Þá tel ég það og i anda lýð- ræðis, að sömu menn sitji ekki of lengi, þvi þá er hætta á vissri stöðnun, en nýir menn koma meðferskar hugmyndir og eiga að fá að spreyta sig. — Ég tel að með nýju stjórnar- fyrirkomulagi sé æskilegt að fá nýja menn með ferskar hug- myndir, en af fimm efstu mönnum B-Iistans er aðeins einn sem starfað hefur I hreppsnefnd áður, sagði Sigriður M. Hermarfsisdóttir röntgentæknir, sem vinnur í Sjúkrahúsinu á Selfossi. Hún er jafnframt fimmti maður á lista Framsóknarmanna á Selfossi. — Hver telur þú mest aðkallandi málin nú? — Það sem efst er á baugi eru máléfnialdraðra og yngstu borgar- anna, sem mjöghafa verið vanrækt Full vinna undanfarið ár Fiskverkunarhús Straumness hf., sem Selfosshreppur átti að hluta, hefur nú verið selt Glcttingi hf. i Þorlákshöfn, sem hefur rekið þar saltfiskverkun i eitt ár. Verk- stjóriGlettings á Selfossier Jóhann Jónsson. — Hefur gengið vel Jóhann? —■ Hér hefur verið full vinna undanfarið ár og 15 til 25 manns verið í vinnu hjá okkur. Frá áramótum höfum við tekið á móti rösklega 1400 tonnum af fiski og húsið er fullt eins og þú sérð. Glettingur hf. á þrjá báta og tveir þeirra voru á vertiðinni i vetur, aflahæstir yfir landið með I kringum 1000 tonn hvor. — En yfir sumarið? — Þá vinnum við að fiskþurrkun, svo að þaðer stöðug vinna allt árið. Að vfsu er færra fólk að sumrinu. Einnig höfum við smáaðstoðu til frystingar og rekum hérna fisksölu með bæði nýjan fisk og saltan. — hjá Glettingi hf. á Selfossi Jóhann Jónsson, verkstjóri I fiskverkun Glettings hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.