Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 24
H U Sýrð eik er sígild eign RCiÖCiH TRÉSMIDJAN MBIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 Föstudagur 26. mai 1978 108.tölublað — 62. árgangur. Gagnkvæmt tryggingafélag GISTING MORGUNVERDUR HSSSnrtnon SIMI Páll Guðmundsson skipstjóri á Guðmundi RE: Skipaflotinn ekki of stór — en við beitum honum ekki rétt GV — Ég hef ekki viljaö viöur- kenna aö viö séum meö of stór- an fiskiskipaflota, en veiö beit- um honum ekki rétt. Ef dæminu er snúiö viö erum viö meö of stóran flota nú, eins og viö beit- um honum, sagöi Páll Guömundsson, skipstjóri á Guömundi RE, I viötali viö Tim- ann. Páll sagöi aö brýn nauösyn væri á ákýrt markaöri stefnu i fiskvelöimálum.sembyggöist á mun meiri rannsóknum á fisktegundum, sérstaklega þeim sem nú væru litt nýttar en veriö hefur og á veiöa- og veiöarfæratilraunum. Leit og tilraunir veröa aö fara fram á fullkomnum rannsókixarskip- um, til aö heildaryfirsýn náist yfin stærö fiskstofna, göngur og vinnslumöguleika. pessi leit á litlum og oft ófullkomnum skip- um er oft árangurslltil og þaö sem verra er, þaö dregur úr mönnum kjark til aö binda vonir viö aukna sókn I fisktegundir sem ekki hafa veriö nýttar. Arangurinn af fiskileit er oft bundinn viö aö rannsakaö sé á meira dýpi en minni skipin eru fær um aö gera. sagöi Páll. Páll sagöi aö veröákvaröanir á lítt nýttum fisktegundum eins og kolmunna og spærlingi, en lágt verö fæst hér fyrir þessar fisktegundir, leiddi ekki hvaö sizt til þess aö veiöar flotans væru svo einhæfar sem raun er á. Páll Guömundsson skipstjóri. BSRB: Betur má ef duga skal Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar kom saman til fundar I gær til aö ræöa um kjara- málin og þá einkum bráöabirgöa- lögin nýju, sem rikisstjórnin kynnti í fyrradag. í ályktun, sem gerö var á fundinum, kemur m.a. fram, aö meö lögum þessum telji stjórn BSRB aö nokkuö sé dregiö úr kjaraskeröingu hinna lægst- launuöu meöal opinberra starfs- manna, eftir fyrsta júni. Samt sem áöur megi betur ef duga skuli, þvi aö enn sé um verulega skeröingu aö ræöa miöaö viö samningana frá I fyrra, ef litiö er á taxta eftirvinnu og álags. Bendirstjórn bandalagsins á þaö, aö hvorki meö kjaraskeröingar- lögunum, sem svo eru venjulega nefnd, né heldur meö öörum skammtímaráöstöfunum I efna- hagsmálum hafi rikisstjórninni tekizt aö hamla gegn veröbólg- unni, en hún hafi þvert á móti aukizt aö undanförnu. Hlif heimilar losun úr Popeta í Hafnarfirði SSt — Trúnaöarmannaráö Verkamannafélagsins Hlifar I Hafnarfiröi samþykkti á fundi sinum i gær aö heimila Olíu- félaginu hf. aö losa 5000 lestir af benzini úr rússneska oliu- flutningsskipinu m/s Popeta I Hafnarfiröi. Eins og kunnugt er af fréttum synjaöi Hlíf fyrir nokkru um losun úr skipinu i Hafnarfiröi, og var skipinu þá siglt til Reykjavlkur ef vera kynni aö þar yröi veitt heimild til losunar og hefur skipið veriöþarnokkra siðustudaga. 1 frétt frá Hlif um heimildina segir svo: „Þaö skal sérstak- lega tekiö fram, að þessi ákvöröun trúnaöarmannaráös er i engum tengslum viö setn- ingu bráöabirgðalaga rikis- stjórnarinnar i launamálum. Hins vegar taldi ráöiö rétt aö endurskoöa afstööu sina eftir aöljóst var oröiö aö meirihluti farmsins yröi losaöur annars staöar. Kosnmgautvarp á stuttbylgju: Heyrist í V-Evrópu og jafnvel i Vesturheimi Kosningautvarp vegna sveítar- stjórnakosninganna 28. mal veröur sent út á þremur bylgju- lengdum og ætti aö heyrast vel I Vestur-Evrópu og jafnvel Vestur- heimi lika. Otvarpaö veröur á þeirri bylgjulengd sem hádegis- útvarp er venjulega sent út á, eöa 12175khz (24,6 metrar). Auk þess hefur Póstur og simi útvegaö tvær nýjar bylgjur til aö útvarpa á. Hefur útsending héöan á þessum bylgjum veriö prófuö I Eríglandi, írlandi, Hollandi og Vestur- Þýzkalandi og heyrðist vel á öllum stööum. Þessar nýju bylgjur eru 7676,4khz (39,08 metrar) og 9104,0 khz (32,95 metrar). Byrjaö veröur aö útvarpa á þessum bylgjum klukkan 19 sunnudaginn 28. mal, en auk þess hefur veriö ákveöiö að útvarpa á þessum bylgjum frá klukkan 19, laugardaginn 27. mai, og til dag- skrárloka. Er þetta gert til þess aö Islendingar erlendis geti prófaö á hvaöa bylgju bezt er aö hlusta á hverjum staö. G-lán húsnæðismálastjórnar: Lán til eldri íbúða hækka í 13 milljónir KEJ —-Hámark einstakra G-lána húsnæöismálastjórnar mun nú hækka úr einni milljón I 1,8 millj Ónir, segir i brefi frá félagsmála- ráöuneytinu I gær. Eftir þessa hækkun nema lán til kaupa á eldri Ibúðum helmingi lána húsnæöis- m á 1 a s t j ó r n a r i n n a r til nýbygginga. Ennfremur óskar ráöuneytiö umsagnar húsnæöis- málastjdrnar um það, hvort ekki væri æskilegt aö rýmka gildandi lagaákvæöi um lán til endurbóta á eldra húsnæöi, þannig aö heim- ildin sé ekki takmörkuð viö hús- næöi öryrkja og ellilifeyrisþega. 1 bréfi, sem félagsmála- ráðherra ritaði húsnæöismála- stjórn 19. maí sl. segir m.a.: „Eins og húsnæöismálastjórn er kunnugt hefur félagsmála- ráöuneytiö haft mikinn áhuga á aö auka lán til kaupa á eldri ibúöum til þess að fá betri nýtingu á sllku húsnæöi og til aö greiöa fyrir ungu fólki, sem vill eignast Ibúöir I eldri hverfum. Ráöuneytið flutti því snemma árs 1975 frumvarp til laga um aö hækka þá heildarupphæö, sem heimilt var aö verja á ári hverju I þessu skyni, úr 80 milljónum króna I 160 milljónir króna árlega, og var þaö frumvarp samþykkt, sbr. lög nr. 24 23. mal 1975. Vegna mikillar eftirspurnar eftir þessum lánum beitti félags- málaráðuneytið sér fyrir þvi ári siðar aö afnema hiö umrædda hámark. 1 staöinn skyldi heildar- fjárhæöin ákveöin árlega af ráö- herra og húsnæðismálastjórn. Verulegar hækkanir hafa.oröiö á heildarfjárhæö þessara lána á siðustu árum, eöa úr 80 millj- ónum áriö 1974 I 720 milljónir á þessu ári. Þegar húsnæöismálastjórn samþykkti i marzmánuöi sl. að hækka hámark einstakra lána úr 600 þús. kr. 11 millj. kr.,lét ráöu- neytið þaö koma fram, aö þótt þessi breyting væri mjög til bóta, teldi þaö þessa hámarksupphæö helzt til lága, og æskilegt væri aö hækka hana. 1 framhaldi af frekari athugunum á máli þessu telur ráöuneytið rétt aö hækka nú hámark hinna einstöku G-lána úr 1 millj. kr. I kr. 1.800.000,00, þannig aö þau nemi allt aö helmingi lánsupphæöar til nýrra ibúöa og óskar eftir nánari til- lögum húsnæöismálstjórnar um framkvæmd þeirar hækkunar.” Hrútafjörður: Miklar kalskemmdir — tún nýbúin að ná sér til fulls eftir fyrri ár Kás- Þaö er þó nokkurt kal I túnum á bæjunum hér I kring, þó aö ég geti ekki sagt meö vissu hvaö þaö er mikiö, eftir er aö rannsaka þaö nánar. Llklega er þetta svona viöar I hreppnum, en hér á Melum er kal mjög mikið, sagöi Jónas Jónsson bóndi á Melum I Hrútafiröi I samtali viö blaöiö i gærdag. Sagöi Jónas, aö þetta væri eina skuggahliöin á annars ágætu vori, en hann æli þá von enn, aö eitt- hvað rættist úr þessu. Ef voriö yröi rakt og hlýtt gætu horfurnar batnaö. En fari hins vegar eins og horfir má búast viö miklum vand- ræöum hérna varöandi heyfeng fyrir næsta vetur. Nú er þetta kal ekki frost- hörkum aö kenna, heldur hafa svellalög lagzt yfir túniö hérna meö fyrrnefndum afleiöingum. Jónas sagði, að tún heföu kaliö mikiö á árunum rétt fyrir sjötiu, og sums staðar heföu þau ekki verið búin aö ná sér til fulls. Sumariö i fyrra hefði raunveru- lega veriö fyrsta áriö meö fullri uppskeru eftir þau haröindi, en nú heföi ólániö enn duniö yfir, þótt ekki væri fullvist hverjar afleiöingar þaö heföi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.