Tíminn - 05.07.1978, Blaðsíða 12
12
Miftvikudagur 5. júli 1978
Miðvikudagur 5. júli 1978
^Lögregla og slökkviliðj ^ Ferðalög
Reykjavik: Lögreglan
simi lllGti, slökk viliöiö og
sjúkrabili'eið, simi 11100
Kópavogur: Lögreglan simi
41200, slökkviliðiö og sjúkra-
bifreið simi 11100.
Hafnai íjörður: Lögreglan
simi 51166, slökkvilið simi
51100, sjúkrabifreið simi 51100.
Bilanatilkynningar
Vatnsveitubilaiiir simi 86577.
Smiabilanir simi 05.
Hilanavakt borgarstofnana.
Simi: 27311 svarar alla virka
daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8
árdegis og á helgidögum er
svarað allan sólarhringinn.
Rafmagn: i Reykjavik og
Köpavogi i sima 18230. 1
Hafnarfiröi i sima 51336.
Ilitaveitu bila nir: kvörtunum
verður veitt móttaka i sim-
svaraþjónustu borgarstarfs-
manna 27311.
Heilsugæzla
Slysavarðstofan: Simi 81200,
eftir skiptiborðslokun 81212.
Sjúkrabil'reið: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100,
Hafnarfjörður, simi 51100.
Ilafnarfjörður — Garðabær:
Nætur- og helgidagagæzla:
Upplýsingar á Slökkvistöð-
inni, simi 51100.
Læknar:
Revkjavik — Kópavogur.
Dagvakt: Kl. 08:00-17:00
mánud.-föstudags, ef ekki
næst i heimilislækni, simi
11510.
Kvöld- nætur- og helgidaga-
varzla aputeka i Reykjavik
vikuna 30. júni til 6. júli er i
Ingólfs Apoteki og Laugarnes-
apóteki. úað apótek sem fyrr
er nel'nt. annast eitt vörzlu á
sunnudögum. helgidögum og
almennum fridögum.
Ilafnar buðir.
Heimsóknartimi kl. 14-17 og
19-20.
lieimsóknartimar á Landa-
kotsspitala: Mánudaga til
föstud. kl. 18.30 til 19.30.
Laugardag og sunnudag kl. 15
til 16. Barnadeild alla daga frá
kl. 15 tíl 17.
Kópavogs Apótek er opið öll
kvöld til kl. 7 nema laugar-
daga er opiö kl. 9-12 og
sunnudaga er lokað.
Kvennadeild Slysavarnafé-
lags íslands ráðgerir
skemmtiferð i Þjórsárdal og
að Sigöldu laugardaginn 8.
júli.
Upplýsingar veittar i simum
37431 og 32062.
Tilkynnið þátttöku sem fyrst.
Ferðanefndin.
Útivistarferðir
Föstud. 7/7
Kl. 20 Þórsmörk Tjöld. Stóri-
endi i hjarta Þórsmerkur.
Gönguferðir við allra hæfi.
Laugard. 8/7
Kl. 8.30 Fimmvörðuháls 2 d.
Gengið frá Skógum.
Norðurpólsflug 14. júlí. Örfá
sæti laus. Einstakt tækifæri.
Sumarley fisferöir
Hornstrandir—Hornvik 7.-15.
júli.Fararstj. Jón I. Bjarna-
son.
Hornstrandir — Hornvik 14.-
22. júll'.
Ilornstrandir — Aöalvik —
Hornvik. Einsdagsferðir —
vikudvalir — hálfur mánuður.
Föstudagana 7. júli og 14. júli
kl. 15 og laugard. 22. júli kl. 8
með Fagranesinu frá Isafirði.
Skráning hjá djúpbátnum og
Útivist.
Upplýsingar á skrifstofu,
Lækjargötu 6a,simi 14606.
Útivist
Miðvikudagur 5. júli
Kl. 08.00 Þórsmerkurferð. Til
baka samdægurs.
Kl. 20.00 Gönguferð um Búr-
fellsgjá að Kaldárseli. Auö-
veld ganga. Verð kr. 1000 gr.
v. bilinn.
Farið frá Umferðarmiðstöð-
inni að austanverðu.
Föstudaginn 7. júli kl. 20.00
1) Þórsmörk. Gist i hús.
2) Landmannalaugar. Gist i
húsi.
3) Hveravellir—Kerlingarfjöll
Gist i húsi.
4) Gönguferð á Tindfjalla-
jökul.(1448 m) Gist i tjöldum.
Sumarleyfisferðir.
8.-16. júli. Hornstrandaferöir.
a) Aðalvik. Fararstjóri: Guð-
rún Þórðardóttir.
b) Hornvik. Fararstjóri:
Tryggvi Halldórsson.
c) Furufjörður—Hornvik.
Gengið með allan útbúnað.
Fararstjóri: Páll Steinþórs-
son. Dvalið verður i tjöldum
og farnar þaðan gönguferðir
við allra hæfi. Siglt verður
með Fagranesinu og geta þeir
sem þess óska fariö með skip-
inu og komið til baka, sam-
dægurs eða að viku liðinni,
þegar hóparnir verða sóttir.
15.-23. júli. Kverk-
fjöll—H vannalindir. Gist i
húsi. Fararstjóri: Torfi
Agústsson.
19.-25. júli. Sprengi-
sandur—Arnarfell—Vonar-
' skarð—Kjölur. Gist I húsum.
Fararstjóri: Árni Björnsson.
25.-30. júli. Lakagigar —
Landmannaleið. Gist i
tjöldum.
Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni.
F.t.
Tilkynningar
Upplýsingaskrifstofa Vestur-
Islendinga er i Hljómskálan-
um. Opiö eftir kl. 2 e.h. dag-
lega i sima 15035.
Dregið hefur verið i Ferða-
happdrætti Knattspyrnudeild-
ar K.R. og vinningsnúmer inn-
sigluö.
Vinningsnúmer verða tilkynnt
i dagblöðunum þann 15/7.
Atthagafélag Strandamanna I
Reykjavik
minnir á sumarferðina til
Vestmannaeyja laugardaginn
8. júli. Upplýsingar i sima
35457.
Enn eru ósóttir 2 vinningar i
happdrætti Lyonsklúbbsins
Fjölnis. Vinningur á miða nr.
10809 Sharp litsjónvarpstæki
og vinningur á miða nr. 20068
sólarlandaferð með Sunnu.
Akureyringar
Islenzka ihugunarfélagið
heldur kynningarfyrirlestur
um innhverfa ihugun, fimmtu-
daginn 6. júli kl. 20.30 að
Möðruvöllum (M.A.) og er öll-
um opinn.
Minningarkort
Minningarkort Óháða safn-
aðarins verða til sölu i Kirkju-
bæ i kvöld og annaö kvöld frá
kl. 7-9 vegna útfarar Bjargar
ólafsdóttur og rennur and-
viröið i Bjargarsjóð.
Þeir sem selja minningar-.
spjöld Liknarsjóðs Dómkirkj-
unnar eru: Helgi Angantýs-
son, kirkjuvörður, Verslunin
öldugötu 29, Verslunin Vest-
urgötu 3 (Pappirsverslun)
Valgerður H jörleifsdóttir,
Grundarstig 6, og prestkon-
urnar: Dagný simi 16406,
Elisabet simi 18690, Dagbjört
simi 33687 og Salome simi
14926.
Minningakort Styrktarfélags
vangefinna fást i bókabúð
Braga, Verzlanahöllinni,
j bókaverzlun Snæbjarnar,
Hafnarstræti og i skrifstofu
félagsins. Skrifstofan tekur á
móti samúðarkveðjum i sima
15941 og getur þá innheimt
upphæðina i giró.
Minningarkort liknarsjóðs
Aslaugar K.P. Maack i Kópa-
vogi fást hjá eftírtöldum aðil-
um : Sjúkrasamlagi Kópa-
vogs, Digranesvegi 10. Verzl.
Hlið, Hliðarvegi 29. Verzl.
Björk, Alfhólsvegi 57. Bóka og
ritfangaverzl. Veda, Hamra-
borg 5. Pósthúsið Kópavogi,
Digranesvegi 9. Guðriði
Arnadóttur, Kársnesbraut 55,
simi 40612. Guðrúnu Emils,
Brúarósi, simi 40268. Sigriði,
Gisladóttur, Kópavogsbraut
45, simi 41286. og Helgu
Þorsteinsdóttur, Drapuhlið 25,
Reykjav. simi 14139.
krossgáta
dagsins
2797.
Lárétt
1) Blóra 5) Forsögn 7) Burt 9)
Boröaöa 11) Reka bú 13) For
14) Maöka 16) Röö 17) Japla á
19) Hlutar.
Lóörétt
1) Erindrekstur 2) Spil 3) Háö
4) Lön 6) Göngulög 8) Ferð 10)
Safna 12) Ættingi 15) For 18)
Röö.
Ráðning á gátu No. 2796
Lárétt
I) Maltöl 5) Lýs 7) Gá 9) Skar
II) Als 13) Uml 14) Lata 16)
TU 17) Alein 19) Flagða
Lóörétt
1) Magáll2) LL 3) Týs 4) Osku
6) Erluna 8) Ala 10) Amtiö 12)
Stal 15) Ala 18) Ég.
[ Davld Graham Phillips:
J
237
SÚSANNA LENOX
(Ján Helgason \sí0£^'
yfir hönd Súsönnu. — Eg bið ykkar þar. Eg vil helzt fara þangaö á
undan ykkur til þess aö útvega okkur gott borð.
Þegar stúkudyrnar höföu lokazt á eftir honuin, neri Friddi saman
höndunum og dæsti af ánægju. Þarna var maöur, sem gat gert hon-
um greiöa og reyndist fús til þess. -Ég hef þekkt hann árum saman,
sagði hann —og hann er ágætis náungi. Hann sat oft timunum sam-
an í vinkrá, sem ég rak einu sinni i Allenstræti.
— Allenstræti? hrópaði Súsanna og þaðfór hrollur um hana.
— Þá var ég tuttugu og tveggja ára. Hann krufði manngeröir, eins
og hann kailaði það. Og ég sá honum fyrir nógu mörgu manntegund-
um til þess að spreyta sig á, þótt minn atvinnurekstur væri aðallega
miðaöur viö spjátrungana og þeirra kvenfólk. Hamingjan góða,
hvað manni finnst þetta fjarlægt nú orðiö —og langt umiiðið!
— Eins og annað lif, sagði Súsanna.
— Já, þaö cr satt. Þetta er annað jarölif mitt. Okkar annað lif. Ég
fuilyrði að það er baráttan um að ná fótfestu, sem gerir karla og
konur að þeim þorpurum, sem raun ber vitni um. Nú gæti ég ekki
gert flugu mein — gætir þú það? En þú hefur lika aldrei verið for-
liert. Þess vegna varðstu svo lengi að sætta þig við þetta eymdarlif.
Súsanna brosti út I myrkrið, sem fylti stúkurnar. Tjaldið hafði
þegar veriö dregið frá, og þau töluöu Ihálfum htjóðum. Og hún sagöi
brosandi:
— Af þeim ástæðum mun ég aldrei framar sökkva niður I eymd né
veröa þar viðloða.
Raddblærinn vakti athygli hans. En hann skildi hvork hann né
svipbrigöin á andliti hennar, sem hann sá þó greíníiega, því að
Ijósið frá stúkulámpanum féll beint framan i hana.
— Hvað sem þvi liður, þá erum við Brent gamlir kunningjar, hélt
hann áfram, þó að við höfum ekki haft mikiö saman að sælda siðan
hann varö frægt leikritaskáld. Hann spáði þvi alltaf, að ég myndi ná
mér upp og verða heiöariegur borgari. Og nú þegar það er komið
frain, vill hann enn rétta mér hjálparhönd. Hann lætlar að koma
okkur f kynni við ýmsa vini sina, ef viðkærum okkur um.
— En við kærum okkur ekki um þaö aö Svo stöddu.
— Þú ert komin nógu vel á vég til þess, og það er ég lika, sagði
Palmer og hún vissi, aö bak viö þessi orð bjó bjargföst ákvoröun".
Lágt reiðilegt suss heyrðist frá stúkunum I kringum þau, og þau
þögnuöu. En stundarkorni siöar voru þau setzt upp I bifreiðina, og
þá tók Súsanna upp þráðinn þar sem hann hafði oröiö niöur að falla.
— Ég sagði Brent að við kærum okkur ekki um aö kynnast vinum
hans að svo komnu.
— En hvers vegna I fjandanum geröirðu það?, sagöi Friddi. Þetta
var i fyrsta skipti sem hún braut i bág við fyrirætlanir hans. Þetta
var I fyrsta skipti, sem hún var minnt á þann Fridda, sem hún haföi
þekkt i fyrri daga.
— Vegna þess, sagði hún rólega, að ég vil ekki kynnast fólki undir
fölsku yfirskini.
— Hvaöa þvættingur!
— Ég geri það ekki, sagði hún jafn rólega og áður.
Hann hélt að hún ætti aöeins við einn þátt þess, sem var annað en
látið var i veðri vaka — þann þáttinn, sem minnstu máli skipti i
hennar augum. Hann mælti:
— Þá geruni við hjúskaparsamning og undirritum hann en dag-
setjum hann fyrir nokkrum árum — áður en nýju hjúskaparlögin
gengu i gildi.
— Ég cr þegar gift, sagði Súsanna. — Gift bónda vestur I Indiana-
riki.
Friddi rak upp roknahlátur. — Hamingjan góöa! Ekki nema það
þó! Hann virti fyrir sér kápuna hennar, sem fóöruö var með hreysi-
kattarskinnum og rak aftur upp hlátur. — Og bónda vestur I Indi-
ana-riki! Svo varð hann allt i einu eins og hann átti að sér. — Þegar
ég hugsa mig um”, sagði hann, — þá mun þetta vera I fyrsta skipti
sem þú segir mér eitthvaö um fortið sina.
Það fór hryllingur um hana alla, þvi að minningarnar hafa svipuð
áhrif á menn og atburðirnir sjálfir höfðu upphaflega. Hún fann jafn-
vel þefinn I herbergiskytrunni á bæ Jeppa. Lifið i Allenstræti og öðr-
um skúmaskotum og sorabælum var aðeins eins og óljós draumsýn.
En þaö gegndi öðru máli um Jeppa Ferguson, það gegndi öðru máli
um þaö kvöid, er saklaus sál hennar sætti viðlika meðferð og jarm-
andi lamb, sem miskunnarlaus úlfur slitur i sundur og rífur I sig. Sá
a^burður vakti ekki fyrir henni eins og óljós draumsvn. heldnr var
hann æ nýr raunveruleiki, sem hana sundlaði og hryllti við, i hvert