Tíminn - 05.07.1978, Síða 13

Tíminn - 05.07.1978, Síða 13
Miðvikudagur 5. júli 1978 13 Yfirlýsing Neytendasamtakanna vegna athugasemda Söluf élags garð- yrkjunmanna um sölu á tómötum í tilefni af fréttum þess efnis, að Sölufélag garöyrkjumanna stæði fyrir eyðileggingu á tómötum og gúrkum á s.l. ári sendu Neytendasamtökin fyrirspurn til Sölufélagsins og ábendingar um fullnýtingu á þeim vörum sem eyðilagðar eru árlega. Ney tendasamtökin telja öafsakanlegt, að árlega skuli eyðilagt mikið magn af neyzlu- vörum og virðist að um það geti verið að ræða, að með þessu háttalagi Sölufélagsins sé veriö að halda uppi óhóflega háu verði á tómötum og gúrkum. bann 1. júli s.l. sendi Sölufélag- ið frá sér furðulega yfirlýsingu til fjölmiðla varðandi þetta mál. Af þeim sökum vilja Neytendasam- tökin taka fram eftirfarandi: 1. Neytendasamtökin eru samtök neytenda sem hafa það að markmiði að gæta réttar neytenda en eru aldrei söluaðili enda er það i samræmi við lög Nýtt tímarit Vitund og Veruleiki FI — Koniið er út nýtt timarit, sein nefnist Vitund og Veruleiki og er gefið út af Þjóðmálahreyf- ingu Islands og Samtökum um tiðarhyggju. Þetta er fyrsta tölu- blaðið og birtast þar m.a., hring- borðsumræður um mannúðar- stefnu, kynning á bandariska sál- könnuðinum Erich Fromm og heimspekingnum Buckminster Fuller. Þá eru greinareftir Birgi Svan Simonarson, Egil Egilsson Guttorm Sigurðssonog fl. Blaðinu ritstýrir Guðmundur S. Jónasson og Offsettækni prentar. Það fæst i helztu bókaverzlunum. I frétt frá útgefanda segir, að Þjóðmálahreyfingin sé deild úr hinni alþjóðlegu hreyfingu Prout- ist Universal. Sú hreyfing byggir ánýrri þjóöfélagsheimspeki Pro- gressive Utilization Theory og mun starfa að menningar og félagsmálum. PROUT er altæk hugmyndafræði er hefur sina eigin söguskoöun, stéttagrein- ingu, hagfræðikenningar og bend- iránýjar leiðir iuppeldis, mennt- unar-og þjóðmálum. PROUT er i andstöðu við bæði hughyggju og efnishyggju, þó aö hún tengi sam- an sannleikann i þeim báðum. VITUND VERULEIKI Hrtfigímrðsutwraeöar mannúðarvtcfmi: *rtn«>rV«pt» Mtjlr **«««*» *Jm> Aó»W»a>v«>» V. -» n*»r t-rnlria* A »»w*>w<o ícrtí* - A«Mw«a *'■»» (nnmw*4<n I sömu frétt eru Samtök um framtiðarhyggju kynnt sem óháður og ópólitiskur vettvangur fyrir áhugasama einstaklinga til að sameinast um umræðuhópa, rannsóknarhópa ogstarfshópa er taka fyrir málefni, sem varða félags- og menningarmál sam- timans. Frítekjumark almannatrygg- inga hækkar um 65% GEK — Þann 1. júli siðastliðinn tóku gildi bráðabirgðalög sem fela i sér 65% hækkun svokallaðs fritekjumarks almannatrygg- inga. Samkvæmt þessum nýju lögum ereinstaklingi heimilt að hafa 297 þúsund krónur i tekjur án þess að tekjutrygging skerðist og hjónum er heimilt að hafa 415 þúsund krónur, án þess að tekjutrygging skerðist. Með þessari hækkun er gert ráð fyrir að allir þeir sem höfðu tekjutryggingu á siðastliðnu ári, haldi henni óskertri hafi tekjur þeirra aðeins hækkað i samræmi við launahækkanirnar og verð- lagsbreytingar á timabilinu. 50% aukning á einu ári meðal byggingariðnaðarmanna MóL — A timabilinu frá 31. marz i fyrra til sama dags i ár, fjölgaði iðnaðarmönnum i byggingariðn- aðinum um 50%, samkvæmt niðurstöðum könnunar Lands- sambands iðnaðarmanna og segir þar að þetta sé vel þekkt fyrir- bæri þegar um þrengist i bygg- ingariðnaði. A sama tima fjölgaði iðnnem- um stöðugt fram að áramótum, en fækkaði siðan um 11% og staf- ar það aðallega af þvi, að iðnnem- ar útskrifast sem fullgildir iðn- aðarmenn á þessum tima. Lokað vegna sumarleyfa, frá 17. júll til 8. ágúst. s;l 8^ .w- í íi ;m if***.** r^KSfic ftt tnrftTTIt1 Islandsmót í svifflugi á Hellu um næstu helgi samtakanna og alþjóðareglur neytendasamtaka. 2. Aðferðir sölufélags garöyrkju- manna minna á aðferðir einok- unarhringja og annarra fyrir- tækja sem- vilja komast hjá eðlilegum markaðslögmálum um framboö og eftirspurn með þvi að eyðileggja hluta af fram- leiðslunni til þess að halda uppi óeðlilegu verði á vörunni. 3. Margt bendir til að um van- skipulagningu sé að ræða i áætlunargerð um framleiðslu og sölu hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna er varðar þessar tegundir matvöru og leiðir til þeirrar óstjórnar að matvælum sé hent i miklum mæli. 4. Stjórn Neytendasamtakanna telur rétt að sölufélag garð- yrkjumanna upplýsi almenn- ing um, hvað sé söluverð tómata til þeirra fyrirtækja sem kaupa svokallaða offram- leiðslu til iðnaðar. 5. Hugmyndir þær sem miða að þvi að koma tómataframleiösl- unni inn i niðurgreiðslukerfið telja Neytendasamtökin út i hött, þar sem það kerfi hefur sýnt sig i að skapa fleiri vanda- mál en lausnir. Hvað varðar tilboð Sölufélags garðyrkjumanna til Neytenda- samtakanna og annarra úm að aðrir aðilar en Sölufélagið annist um sölu á þessum matvælum virðist sem stjórnendur Sölufé- lagsins vilji varpa allri ábyrgð á skipulagningu, stjórnun og rekstri fyrirtækisins yfir á ann- arra herðar. Stjórn Neytendasamtakanna væntir þess að stjórn Sölufélags Garðyrkjumanna taki sem fyrst að skipuleggja framleiðslu sina, þannig að neytendur og framleið- endur megi vel við una. Flugmálafélag tslands gengst fyrir tslandsmbti I sviffiugi, sem hefstá Heilu-flugvelli laugardag- inn 8. júli n.k.og stendur 1 9 daga. Samtals eru 9 svifflugur skráðar til keppni. Þetta er 9. tslandsmót- ið í svifflugi sem Flugmálafélagið heldur, en tvö fyrri móta urðu þó ógild vegna ónógs fjölda gildra keppnisdaga. Flugvélar draga svifflugurnar á loft i 600 m flughæð þar sem dráttartauginni er sleppt, og reynir keppandi siðan að fljúga þá keppnisleiö, sem mótsstjórn ákvað fyrir þann dag. Sviffíug- urnar haldast á lofti með þvi að notfæra sér hitauppstreymi en til þess að þaö myndist þarf yfirleitt að vera sólskin. Keppt verður i hraöaflugi, á allt að 106 km löng- um þrihyrningaleiöum, eða á leiöum að og frá tilteknum púnktum. Ennfremur er gert ráð fyrir keppni i fjarla^gðarflugi eftir tilteknum ferlum, eða um fyrir fram ákveðna púnkta. Keppendur sanna flugsitt um framangreinda punkta meö þvi að ljósmynda þá úr lofti samkvæmt ákveðnum reglum. Keppendur verða þeir Bragi Snædal, Garöar Gislason, Haukur Jónsson, Leifur Magnússon, Sig- mundur Andrésson, Sigurbjarni Þórmundsson.Stefán Sigurðsson, Sverrir Thorláksson og Þór- mundur Sigurbjarnason. Auk þeirra eru i hverju keppnisliöi einntil þrir aöstoðarmenn. Móts- stjóri veröur Dr. Þorgeir Pálsson og varamótsstjóri er Þorgeir Arnason. Fjórar sviffluganna eru i eign Svífflugfélags tslands, og tvær veröa frá Svifflugfélagi Akureyr- ar. Þessar svifflugur eru meö rennigildifrá 1:25 til 1:30 þ.e. þær lækka flugið um 1 m fyrir hverja 25 eða 30 m sem þær fljúga áfram, og er þá miöað við kyrrt loft. Hinar þrjár svifflugurnar eru i einkaeign og hafa rennigildi 1:25til 1:36. Auk framangreindra sviffluga verða einnig á Hellu-flugvelli mótor-sviffluga Svifflugfélags Islands, sem er tveggja sæta, og hefur flug með eigin vélarafli, svo og tveggja-sæta kennslusviffluga. Búizt er við að töluverður fjöldi svifflugmanna og annarra áhuga- manna.um flugmuni búa i tjald- búðum á Hellu-flugvelli móts- timabilið. Þessi Trabant jeppi sem var a bílasýningunni AUTO '78 er til sölu á mjög góðu verði og greiðsluskilmálum, ^ Rr_ 86() «00,- Allar nánari upplýsingar veitir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.