Tíminn - 08.07.1978, Page 9

Tíminn - 08.07.1978, Page 9
Laugardagur 8. júli 1978 9 á víðavangi ÞjóðstjórnartiUaga Geirs Hallgrímssonar t vi&tali við Geir Hallgrims- son forsætisrá&herra, sem birt er i Mbl. i gær, ræ&ir hann m.a. um möguleika á þjóð- stjórn. Forsætisráöherrann segir: ,,Ég tel vissulega aö vanda- málin séu svo alvarleg, að þjó&stjórn komi til greina t.d. meö samkomulagi allra fiokka um 2ja ára samstarf, eingöngu til þess a& koma ver&bólgunni ni&ur og koma sér saman um ákveönar leik- reglur svo aö viO sprengjum ekki þjóöfélag okkar innan frá. En þess ber aö geta, aö engin trygging fæst fyrir þvi meö myndun þjóöstjórnar, aö unnt veröiaðsætta þjóöfélags- öflin, þó svo aö til sliks sam- starfs yröi efnt af hálfu allra stjórnmálaflokka. t þessu mati felst, aö enginn stjórn- málaflokkanna ræöur þannig yfir hagsmunasamtökum, aö þau láti i einu og öllu aö vilja hans. 1 stefnu Sjálfstæöis- flokksins, „þjóðarsátt,” felst ekki endilega ósk um þjóö- stjórn, heldur þá nauösynlegu hugarfarsbreytingu, sem er forsenda þess, aö viö éfna- hagsvandann veröi ráöiö, aö Geir Hallgrimsson sátt komist á um ráöstöfun og skiptingu þjóöartekna. Raun- hæf úrræöi i þvi efni veröa aö ráöa feröinni bæöi i afstööunni til þjóöstjórnar sem annars konar samsteypustjórna. Þjóöstjórn gæti heldur aldrei staðið til lengdar þvi a& lýöræöisskipulagiö gerir ráö fyrir stjórnarandstö&u, sem hefur mikilvægu hlutverki aö gegna og hefur sem slik áhrif á stjórnarstefnuna. En auövit- aö ver&a flokkar aö vera sam- kvæmir sjálfum sér og hafa sömu stefnu og markmið i stjórn og stjórnarandstö&u, en á þaö hefur þótt skorta hér á landi.” Mbl. reitt 1 forustugrein Mbl. i gær, kemur fram augljós reiöi yfir þvi, aö Alþýöubandalagiö viröist hafa takmarka&an áhuga á nýsköpunarstjórn. Mbl. segir m.a.: „Þessi tviskinnungur og hráskinnsleikur Alþý&u- bandalagsins bendir til þess, aö þrátt fyrir kjörfylgiö sé þessi fiokkur litt hæfur til stjórnarþátttöku. Innan Al- þý&ubandalagsins er svo sterk andstaöa gegn þátttöku flokksins i rikisstjórn aö ætla ver&ur a& hluti flokksins yr&i alltaf i stjórnarandstö&u jafn- vel þótt ákvör&un þingflokks- ins félli aö iokum á þann veg, aö taka þátt i rikisstjórnar- samstarfi. Þá er þaö lfka um- hugsunarefni aö reynslan sýn- ir, að Alþý&ubandalagiö sem slikt getur alls ekki tryggt hóf- sama kröfugerð af hálfu verkalý&ssamtakanna. t siö- ustu vinstri stjórn áttu ráö- herrar Alþý&ubandalagsins sæti en engu aö siöur voru geröir i febrúar 1974 kjara- samningar, sem voru I engu samhengi viö greiöslugetu at- vinnuveganna. Þaö dæmi og fjölmörg önnur sýna, aö þátt- taka Alþýðubandalagsins I rikisstjórn er nákvæmlega engin trygging fyrir þvi, aö verkalýösforingjar Alþýöu- bandalagsins fari sér hægar I kröfuger&inni. Tviskinnung- urinn, hikiö og fyrirsjáanleg stjórnarandstaöa hluta flokks- ins vekur vissulega upp spurn- ingar um þaö, hvort Alþýöu- bandalagiö sé stjórnmála- flokkur, sem hæfur er tii aö taka þátt I rikisstjórn.” Erfitt er aö skilja þessi um- mæli Mbl. öðruvisi en aö þaö sé aö brýna þaö fyrir Alþýöu- flokknum, aö stjórnarþátttaka Alþý&ubandalagsins skipti engu aöalmáli, og Alþýöu- flokkur og Sjálfstæöisflokkur geti þvi tekiö höndum saman án þess. ' Þ.Þ. Vekringarnir Heldur er bágboriö ástand meö frægustu vekringana núna rétt fyrir landsmótiö. Fannar er meiddur og mjög tvisýnt um hvort hann getur verið með. Hrannar og Vafi hafa verið fullóöruggir með að liggja I sumar, sjaldan legiö nema annan sprettinn, stund- um hvorugan. Neisti frá Akur- eyri hefur enn ekki skilað heil- um spretti á velli á sumrinu, Óðinn frá Akureyri hefur nokkrum sinnum keppt i sum- ar, en ekki skilað góöum árangriog Óðinn frá Gufunesi er skráður til leiks, en sagnir eru nokkuð á reiki um hvort hann haf i náö sér nægilega vel af fótameini sinu til að öruggt sé að hann keppi. As frá Laugarvatni viröist nokkuö öruggur með að liggja en hefur þó ekki skilaö af- gerandi góðum sprettum 1 sumar. Þór er óþekkt stærö i höndunum á Sigga Sæm. og nefna má hesta einsog Viiling, sem Trausti Þór er með og náði einu sinni 24,0 sek og Funa hjá Gunnari Arnarsyni, sem hefur heldur verið að sækja sig. Gæðingadómar á Landsmóti Sendar hafa verið út reglur fyrir þátttakendur i gæöinga- keppni á landsmóti 1978. Þar segir meðal annars til um hvernig haga skuli keppni: 1. Fetgangur af stað, siðan sýnt tölt og látið sjást greinilega hraðamunur (hæga tölt — milliferða tölt— hraða tölt). Ýmsir álitu að nú væri ætl- unin að dæma tölt eftir dómkerfi Evrópusambandsins og þvi sneri blaðam. sér til Sigurðar Haraldssonar, sem er formaður dómnefndar alhliöa hesta á mótinu, og spurði hvort sú væri meining- in. Hann sagði það alls ekki vera, heldur væri túlkunin i bréfinu óþarflega sterk. Mein- ingin væri sú, að i seinni tið hefði þess orðið nokkuð vart að hestar gætu aðeins sýnt einn hraða á tölti, sumir hægt aðrir hraöara, en þegar breyta ætti út af kæmi i ljós, að þeir hefðu ekki verið þjálf- aðir til að tölta á öðrum hraða og töpuöu þvi taktá. Þess vegna væri óskað eftir að hest- ar sýndu hæga tölt og hraða- breytingu upp I milliferð til að greina góða töltara frá einhæfum. Hraða tölt er ekki óskað eftir að sýnt veröi þegar töltið er dæmt, en B-flokks hestar sýna það sem yfir- ferðagang. Enn um gæðinga- keppni Sagt var frá þvi hér I fyrradag að framkvæmdanefnd lands- móts heföi ákveðið að hver knapi mætti aöeins riöa einum gæðingi til dóma i hvorum flokki. Þessi ákvöröun mætti verulegri andstööu, eins og viö var að búast, og mun nU hafa verið afturkölluö, enda var mótshaldi mjög stefnt i hættu, hefði henni verið framfylgt. S.V. Reynsla íslenskra bænda á heyvinnsluvél-- ‘ unum frá þýsku Fella verksmiðjunum hefur sýnt og sannað að vélarnar eru traustbyggðar og henta vel ísienskum staðháttum. Hundruð Fella véla eru nú í notkun hér á landi allt síðan 1965 Fella sláttuþyrlurnar eru nú komnar til lands- ins 160 cm vinnslubreidd. Vélin er mjög ein- föld að gerð. Sláttutromlurnar eru drifnar með einni reim og viðhaldskostnaður er því mjög litill. Áætlað verð kr. 527.000. Greiðsluskilmálar Globusi LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Skátasamband Reykjavíkur, auglýsir eftir framkvæmdastjóra frá 1. ágúst eða 1. september næstkomandi. Umsækjendur þurfa að hafa áhuga á og helst reynslu af æskulýðsstörfum. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf sendist blaðinu, merkt Skátasam- bandið, fyrir 10. júli 1978.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.