Tíminn - 22.07.1978, Side 7
Laugardagur 22. júli 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Slðumúla 15. Simi
86300.
Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuöi. „. . ,. ,
Blaöaprent h.f.
Efnahagslögin voru
óhj ákvæmileg
Sú athugun, sem nú fer fram á vegum þeirra
þingflokka, sem vinna að stjórnarmyndun, mun
leiða það i ljós, að nauðsynlegt verður að gera
mjög viðtækar efnahagsráðstafanir, ef fjölmörg
atvinnufyrirtæki eiga ekki að stöðvast og stórfellt
atvinnuleysi að fylgja i kjölfarið. Sú athugun mun
einnig staðfesta það, að þessi vandi hefði orðið
stórum meiri, ef efnahagslögin hefðu ekki verið
sett á siðasta þingi. Þá hefði kaupgjald hækkað
enn meira, aðallega þó hjá þeim betur settu og
verðlagið svo hækkað i kjölfar þess. Hækkun
verðlagsins hefði svo leitt til nýrra kauphækkana
og þannig koll af kolli. Verðbólgan hefði þá orðið
mun miklu hærri en hún þó er nú.
Það liggur þannig ótvirætt fyrir, að vandinn
hefði verið stórum meiri, ef efnahagslögin hefðu
ekki verið sett. Vegna þeirra verður þeirri rikis-
stjórn, sem tekur við, auðveldar að fást við hann
en ella. Fari svo, að látið verði undan kröfum
þeirra sem heimta samningana i gildi, mun það
fljótt koma i ljós, að það getur ekki gerzt nema i
orði en ekki á borði. Atvinnureksturinn mun ekki
þola þá útgjaldahækkun, sem hlýzt af þessu, og
þvi verður að eyða áhrifunum af fullgildingu
samninganna með einhverjum hætti.
Þegar svo er komið, ris sú spurning, hvort hægt
verði að gera það á einhvern annan og réttlátari
hátt en gert var með efnahagslögunum. Óhætt er
að fullyrða, að slik leið verður vandfundin.
Efnahagslögin voru byggð á þeim grundvelli, að
þeir, sem hefðu breiðust bökin, skyldu bera
mestar byrðar. Visitölubætur þeirra skyldu
verða helmingi minni en ella meðan láglauna-
fólkið héldi sinu. Ef samningarnir kæmu aftur i
gildi, yrði hagnaður mestur hjá hátekjumönnum.
Vilja þeir flokkar sem urðu sigurvegarar i kosn-
ingunum og kenna sig við jafnrétti og bræðralag,
stuðla að þvi að slik skipan verði varanleg?
Þegar hita kosningabaráttunnar lýkur, og'
menn fara að athuga staðreyndir betur og þær
koma einnig gleggra i ljós, hljóta menn að sann-
færast um, að eins og á stóð voru efnahagslögin
óhjákvæmileg og réttlát. Þeim fylgdi ekki heldur
meiri kjaraskerðing en svo, að kaupmáttur tima-
kaups verkamanna er meiri nú en hann hefur
nokkru sinni áður verið, nema ef vera kynni i
nokkra mánuði á árinu 1974.
Þegar málin skýrast þannig betur, verður nú-
verandi rikisstjórn ekki sakfelld fyrir það, að hún
hafi gripið til óþarfra og ranglátra ráðstafana.
Það sannast þvert á móti, að hún hefur á rétt-
sýnan hátt gert óhjákvæmilegar ráðstafanir til að
hamla gegn verðbólgunni og afstýra atvinnuleysi
fram yfir kosningar, þegar þeir flokkar, sem
þjóðin treysti bezt, fengju tækifæri til að sjá um
áframhaldið. Hitt verður svo ekki deilt um, þvi að
það sýna kosningaúrslitin, að þetta hefur verið
pólitiskt óklókt af rikisstjórninni. Henni hefði
farnazt betur, ef hún hefði sýnt einhver
Potemkintjöld fyrir kosningar. En þetta getur átt
eftir að breytast og þarf að breytast. Þvi aðeins
mun þjóðinni vel farnast, að hún meti meira þá
stjórnmálamenn, sem þora að segja sannleikann
fyrir kosningar, en hina sem beita blekkingum og
gefa fögur loforð, sem þeir vita, að ekki er hægt
að efna.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Frestar Callaghan
kosningum til vors?
Taka Bretar upp 35 tima vinnuviku?
í BREZKUM BLÖÐUM eru
nú hafnar vangaveltur um
þaö, aö Callaghan forsætis-
ráöherra muni ekki efna til
þingkosninga i haust, heldur
reyna aö fresta þeim til vors
eöa hausts 1979, en kjörtima-
bilinu lýkur ekki f yrr en i októ-
ber 1979. Sjálfur lætur Callag-
han ekkert uppi um þetta,
enda hefur hann öörum
hnöppum aö hneppa um þess-
ar mundir. Hann og nánustu
samstarfsmenn hans eru aö
undirbúa hvita bók um stefnu
rikisstjórnarinnar I launamál-
um, en hún er talin væntanleg
fyrir næstu mánaöamót. 1 til-
efni af þessu átti Callaghan
viöræöur viö fulltrúa verka-
lýössamtakanna 18. þ.m. og
viö fulltrúa atvinnurekenda
19. þ.m.
Undanfarin þrjú ár, hefur
rikisstjórnin lýst yfir árlega i
júlímánuöi ákveöinni stefnu i
launamálum, sem yröi fylgt
næstu tólf mánuöina. Megin-
atriöi þessarar stefnu hefur
veriö þaö, aö launahækkanir
færuekki yfir ákveöiö hámark
á þessu timabili, en gegn þvi
hét rikisstjórnin vissum aö-
geröum í verölagsmálum og
skattamálum. Fyrstu tvö árin
féllust helztu verkalýössam-
tökin á þetta hámark, en ekki
á síöasta ári, en þá lýsti rikis-
stjórninyfir þvi, aö hún myndi
beita sér fyrir þvi aö laun
hækkuöu almennt ekki meira
en 10%. Taliö er, aö þótt
verkalýössamtökin samþykki
þetta hámark ekki formlega
hafi flestþeirra gert þaö óbeint
og stjórnin því getaö treyst á
stuöning þeirra. Callaghan er
nú aö vinna aö yfirlýsingu um
hver stefnan i launamálum
skuli vera næstu tólf mánuö-
ina. Viöræöur hans viö verka-
lýöshreyfinguna þykja benda
til.aö hún muni geta sætt sig
viö mjög hófiegt hámark
launahækkana, en hins vegar
vilji hún i staöinn fá 35 klukku-
stunda vinnuviku. Kröfur um
stytta vinnuviku eru m.a.
byggöar á þvi, aö styttingin
munidraga úr atvinnuleysinu.
Atvinnurekendur munu hins
vegar ófúsir til aö stytta
vinnuvikuna, nema þá I áföng-
um. Beöið er nú eftir þvi, hver
veröur afstaöa rlkisstjórnar-
* innar til vinnutimastyttingar-
innar.
STJORN Verkamanna-
flokksins er nú I minnihluta á
þingi. Frjálslyndi flokkurinn
hefur veitt henni stuöning slö-
ustu misseri, en hefur lýst yfir
þvi, aö honum veröi lokiö,
þegar þingiö lýkur störfum aö
þessusinni. Af því hafa menn
yfirleitt dregiö þá ályktun, aö
Callaghan muni efna til þing-
kosninga I október. Nú eru
ýmsir fréttaskýrendur farnir
aö efast um þetta. Úrslit
tveggja aukakosninga, sem
fóru frami siöustu viku, benda
til þess, aö Verkamannaflokk-
urinn sé aö styrkjast aö nýju,
en tæpast nógu mikiö til þess
aö vera öruggur um sigur.
Fyrir ári sýndu skoöanakann-
anir fylgishrun hjá honum.
Efnahagsþróunin hefur hins
vegar veriö hagstæö aö
undanförnu og þaö hefur
styrkt stööu flokksins. Dýrtiö-
in hefur stórminnkað og er nú
komin niöur i 7.4%. Einnig
hefur dregið úr atvinnuleysi.
Margar spár benda til, aö
þessi þróun haldist næstu
mánuöina. Þvl gæti veriö
æskilegt fyrir Callaghan aö
draga kosningar á langinn.
Nokkurt atriöi er þaö einnig,
aö ný kjörskrá tekur gildi i
febrúar og venjulega á Verka-
mannaflokkurinn meira af
yngstu kjósendunum en
Ihaldsflokkurinn.
Þaö hefur ýtt undir þá spá-
dóma, aö Callaghan reyni aö
þrauka til vorsins, aö hann
getur átt von á nýjum liös-
auka. Ihaldsmenn gera sig nú
liklega til aö nota sér aöstöö-
una 1 lávaröadeildinni til aö
tefja fyrir aö frumvörp um
heimastjórn Skotlands og
Wales nái fram aö ganga aö
þessu sinni. Skozki þjóöernis-
flokkurinn mun hins vegar
leggja áherzlu á, aö frum-
varpið um skozku heima-
stjórnina verði samþykkt, þótt
hann sé ekki aö öllu leyti
ánægöur meö þaö. Meö tilliti
til þess kynni hann aö veita
rikisstjórn Verkamanna-
flokksins stuöning á næsta
þingi, ef frumvarpiö dagaöi
uppi á þinginu nú.
ÞOTT skoöanakannanir
bendi til þess, aö fylgi Verka-
mannaflokksins og thalds-
flokksins sé nú svo svipaö, aö
tvisýnt sé um úrslitin, viröist
þaö ótvirætt, aö mun fleiri
kjósendur treysta CaUaghan
betursem forsætisráöherra en
Margaret Thatcher. Af hálfu
Verkamannaflokksins veröur
þvi lagt mikiö kapp á þann
áróöur, aö kjósendur veröi aö
tryggja forystu Callaghans
áfram. Þetta getur þó ráöizt
nokkuö af þvi, hvernig Callag-
han tekst aö móta launastefn-
una næstu tólf mánuöi. Takist
honum þaö á þann hátt ab al-
menningur láti sér vel lika,
mun hann vafalítiö styrkja
stöðusinaog spurningin er þá,
hvort ekki sé hyggilegast fyrir
hann aö láta til skarar skriöa
strax. Þ.Þ.
Healey fjármálaráöherra og Callaghan á ieiötogafundinum i Bonn