Tíminn - 28.07.1978, Page 1

Tíminn - 28.07.1978, Page 1
Föstudagur 28. júlí 1978 - 161. tölublað - 62. árgangur Er SÍS auðhringur? — Sjá bls. 11 Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Dæmi Alþýðubandalagsins gengur ekki upp: 10% niðurfærsla kostar Ofl rni 11 i n i»J|n — stendur I mönnum að Cé\I llllilj dl Ud finna þá upphæð HEI Það geröist helst i stjórnarrnyndunarviöræðunum i gær, að fjallaö var um þær tillögur sem Alþýðubandalagið lagði fram i gær um lausn efna- hagsvandans. Sagði Steingrimur Her- mannsson, að bæði Fram- sóknar- og Alþýðuflokksmenn hefðu gert sinar athugasemdir við útreikninga Alþýðubanda- lagsins. Tillögur þeirra fælust i mikilli tekjuöflun bæöi til niður- greiðslna á verölagi og til milli- færslu til útflutningsatvinnu- vega nna. Við Framsóknarmenn, sagði Steingrimur, höfum alltaf lagt á Ese — Eins og menn hafa vafalaust veitt athygli þá hefur hinn umdeildi gosbrunnur i Tjörninni ekki verið starfhæfur að undanförnu og að sögn Hafiiða Jónssonar garðyrkjustjóra þá mun ástæðan vera sú, að bæði komst vatn inn á legu i dæluútbúnaði og eins voru unnin „skemmdarverk” á tæki, sem komið var fyrir á tjarnarbakkanum og átti að stjórna þvi hvenær gysi úr brunninum og þá hve mikið i hvert sinn. Nú er hins vegar verið að Ijúka við að gera við það sem afiaga fór, þannig að strókurinn úr gos- brunninum ætti að geta farið að gleðja vegfarendur og aðrar endur sem á vappi eru f kring um Tjörnina. Tipamynd: G.E. það rika áherslu, aö við viljum gjarnan fara niðurfærsluleið- ina, ekki sist ef hægt er með þvi aðlosna viö gengisfellingu. En i fáum orðum sagt sýnist okkur þetta dæmi Alþýöubandalagsins ekki ganga upp. Bæði teljum við að kostnaöur sé vanmetinn, tekjur ofætlaðar og ýmsum mjög mikilvægum liöum sleppt. Þá sagði Steingrimur aö þaö Framhald á bls. 19. Maður fórst í bruna Kona hans flutt á sjúkrahús í Reykjavík Kás — Sá hörmulegi atburður skeði á Siglufiröi I gær, aö eldur kom upp i húsinu númer 10 við Lindargötu, með þeim afleiðing- um að maður á fimmtugsaldri, eigandi hússins, kafnaði I reyk. Eldsins varð vart klukkan tuttugu minútur gengin i tvö i gærdag, og gaus hann upp mjög snögglega, þannig að húsið, sem er bárujárnsklætt timburhús, varð nær alelda á svipstundu. 1 húsinubjó átta manna fjölskylda, ogtókstaðbjargaöllumsem voru heimavið, að einum undanskild- um. Kona mannsins sem lési, brenndist nokkuö, og var flutt suður með flugvél frá Vængjum. Ekki ef vitaö til að aðrir hafi slas- ast. Slökkvistarfiö gekk vel, og tókst að ráöa niöurlögum eldsins á skömmum tima. Svo mikill varð hitinn frá hinu brennandi húsi, að gluggar i næsta húsi sprungu. Eldsupptök voru enn ókunn i gærkveldi, en húsiö er talið gjör- ónýtt eftir brunann. Vantar 4-6% upp á að grundvöUur sé fyrir rekstri frystUiúsanna Segir Guðmundur framkvæmdastjóri I Fiskiðjunni JB —Sem fram kemur i annarri frétt i blaðinu, hafa öll fisk- vinnslufyrirtæki i Vestmanna- eyjum, sagt upp fastráðnu starfsfólki sinu með viku fyrir- vara og boðað lokun. 011 nema Isfélag Vestmannaeyja, sem eftir þvi sem blaðið kemst næst, hyggst halda rekstri áfram. Framkvæmdastjóri Fisk- vinnslunnar h.f. i Vestmanna- eyjum tjáði blaðinu i gær, að siðustu þrir til fjórir mánuðir hefðu veriö afar erfiðir rekstri fyrirtækisins, og heföu þeir átt I miklum erfiöleikum meö að standa skil á eðlilegum reikn- ingum, greiðslu á hráefni og launum. Sagöi hann, að eins og venja væri yrði húsinu lokaö yf- ir þjóðhátiðina, en alls óvist værihvenærvinnsla yröi hafin I þvi að nýju. Taldi hann, að sú ákvöröun rikisstjórnarinnar, m.a. að tryggja frystihúsunum greiöslur úr Verðjöfnunarsjóði nægði ekki til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra, og þvi yrðu þau aö hætta rekstri. „Þaö vantar ennþá 4-6% upp á aö sá grundvöllur náist, og munum við ekki hefja rekstur fyrr en hann hefur verið tryggð- ur. Hvort það verður, og hvernig það veröur gert vitum við ekkert um hér. Það vita þeir i Reykjavik, sem á málum halda,” sagöi hann. Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja: I okkar þjóðfélagi verður að vera rekstrargrundvöllur fyrir fiskvinnslunni — ella getum við sagt okkur tíl sveitar JB —Fyrirsjáanlegt er stórfellt atvinnuleysi verkafólks i fisk- iönaði í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum á næstunni, en sem fram hefur komið i frétt- um, hafa frystihús þar sagt upp öllu fastráönustarfsfólki sinuog boðað lokun fyrirtækjanna. Fjöldi þess verkafólks, sem hér um ræðir skiptir hundruöum, en auk þess fólks sem I landi vinn- ur stöövast einnig bátarnir. Blaðið ræddi I gær við Jón Kjartansson, formann Verka- lýðsfélagsins i Vestmannaeyj- um, en i Vestmannaeyjum hafa öll fiskvinnslufyrirtækin, að undanskildu Isfélagi Vest- mannaeyja, sagt upp fólki. Jón kvaö hljóöið ekki gott I fólki i Eyjum þessa dagana. — „ööru nær,” sagði hann, „þetta setur allt i loft og hleypir öllu 1 bál og brand.” sagði hann, að bæöi verkalýösfélögin i Vestmanna- eyjum, Snót og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja hefðu tilkynnt um yfirvinnubann i þeim stöðv- um, sem hafa boöað lokun. Gekk það i gildi að lokinni dag- vinnu I gær, kl. 5. Jón sagði, aö þetta væri einkum hugsað sem táknræn mótmæli, og það segði sig kannski sjálft að það væri til litils að vera aö setja yfirvinnu- bann á hús sem væru að loka. Hins vegar sagði hann, að félög- in heföu i gærmorgun sent frystihúsaeigendum bréf meö ályktun frá fundi i stjórnum og trúnaöarmannaráðum félag- anna I fyrrakvöld, þar sem ályktaö var um tilmæli Verka- mannasambands Islands að aðildarfélög þess frestuðu út- flutningsbanninu. Telur fundur- inn að útflutningsbannið sé til- komið vegna kjaradeilna aöila vinnumarkaðarins og bein af- leiðing af lögum rikisstjórnar- innar I efnahagsmálum og bráðabirgöalögum við þau, þar sem atvinnurekendur voru leystir undan þvi að greiða um- samin laun. Litur fundurinn svo á, aö ekkert hafi gerst I þessari deilu sem réttlæti þaö að bann- inu sé aflétt. Var þaö þvi skoðun fundarins, að þaö væri ekki tilefni til að af- létta útflutningsbanni á þeim stöðvum, sem þegar hafa boöað lokun og sagt upp fólki, og þar meö halda opnum leiðum til út- flutnings frá þeim fyrirtækjum, sem ekki væri unnið i aö ööru leyti. Jón sagöi aö sér virtist sem ákvörðun frystihúsaeigenda að loka, þrátt fyrir fyrirgreiöslu rlkisstjórnarinnar á dögunum væri pólitisk ákvörðun, til að þrýsta á komandi rikisstjórn, sem tæki viö súpunni aö velja þeim góða bita, en hann teldi ekki rétt að láta þá pólitisku ákvörðun bitna á verkafólki. Varðandi uppsagnirnar sagði hann, að i kauptryggingar- samningi segði, að hægt væri að segja upp fólki vegna hráefnis- skorts. Þaö heföi alltaf tiökast i Eyjum, aö einn togari hefði ver- iö látinn landa á mánudag eftir þjóðhátið, en nú hefði sá veriö látinn sigla svo og smærri bát- ar, þannig aö hráefniö yröi ekki til staöar, eftir hátiðina nú. Aö endingu var Jón spurður hvort hann teldi sjálfur, aö grundvöllur væri fyrir rekstri fyrirtækjanna, og sagði hann þá: „1 þjóðfélagi sem okkar,þar sem allt stendur og fellur með fiskiönaöinum, verður aö vera rekstrargrundvöllur fyrir hon- um, annað er heimska. Þvi ella getum við öll sagt okkur til sveitar og gerst aftur undir- dánug við einhvern, sem getur haldið okkur uppi.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.