Tíminn - 28.07.1978, Side 6

Tíminn - 28.07.1978, Side 6
6 it'il'i Föstudagur 28. júli 1978 Úlgeiandi Frainsóknarnokkurinn Framkvæmdasljóri: Kristinn Finnbogason. Kilstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Augiýsinga- sljóri: Sleingrimur Cíislason. Kitstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúia 15. Simi 8<;:mo. Kvöldsimar blaöamanna: 86582, 86495. Eftir kl. 20.00: 86287. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. ... , ... Blaöaprent h.f. Boðorð dagsins Margt bendir til þess að viðræður um myndun samstjórnar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks séu nú á timamótum. Flest hnigur að þvi að i dag eða á morgun liggi það fyr- ir hvert stefnir. Nú reynir þvi alvarlega á það hver viljinn er til verksins. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag verða greinilega að sliðra sverðin, en ýmsar hnútur hafa gengið á milli þeirra i blöðum siðustu daga. Samstöðuna innbyrðis i þessum flokkum báðum verður og að styrkja ef traust á að rikja. Foringjar Alþýðuflokksins virðast hafa lagt sig fram i viðræðunum þrátt fyrir allt. Hins vegar hefur afstaða Alþýðubandalagsins ekki verið fyllilega ljós, og heyrst hefur að efasemdir séu um raunverulegan áhuga þess á stjórnarþátttöku og um samstöðuna i eigin röðum um aðgerðir. Samstjórn þessara flokka nú kæmi að völdum við alls ólik skilyrði en áður hafa verið þegar svo- nefndar vinstri stjórnir hafa setst að völdum. Að- stæðurnar nú eru á flesta lund örðugari og fleira að varast. Það er alveg ljóst að vinstri stefna nú fær ekki framgang án aðhaldssamrar skipulagshyggju i opinberum fjármálum og fjárfestingarstjórn. Hið sama gildir, hvort sem mönnum likar betur eða verr, um kaupgjaldsmál og þróun eftirspurnar i efnahagslifinu. Það verður hins vegar aldrei talin vinstri stefná til farsældar að vilja ekki horfast af raun- sæi i augu við efnahagsmálin eins og þau eru eða halda að vandi verði leystur með tilfæringum ein- um saman sem aðeins fela i sér frestun raun- hæfra viðbragða. Enn fremur má það fullvist telja, að vinstri öfl- in nái þvi aðeins árangri að ábyrg stefna i kjara- málum liggi fyrir þegar i upphafi og hafi fyrir fram verið útkljáð við fulltrúa launþega og at- vinnurekstrar. Engin hástemmd loforð mega standa i vegi fyrir þvi að tekið verði á þessum málaflokki af alvöru og með hag fólksins fyrir augum. Manna á meðal og i fjölmiðlum hefur nokkuð verið rætt um svo nefnda ,,gengisfellingar- stefnu”. En gengisfelling er ekki stefna, hvorki góð né slæm, heldur er gengisfelling afleiðing jafnvægisleysis i þjóðarbúskapnum. Sem slik leysir hún heldur engan vanda i sjálfu sér, heldur er hún nokkurs konar mælistika á það sem þegar hefur farið úrskeiðis i frjálsu hagkerfi. Með markvissri vinstri stefnu i efnahagsmál- um, sem byggir á hagsmunum fólksins og frelsi þess til athafna, næst það jafnvægi sem styrkir gjaldmiðilinn ekki siður en æskilega þróun kaup- máttar. Með ábyrgri stefnu er og hægt að ganga til verks við erfiðar aðstæður og verja almenning þeim áföllum sem hljótast af afturkipp þegar of hratt hefur verið siglt. Ábyrg og markviss vinstri stefna, sem virðir frjálsræði og hagsmuni almennings, er boðorð dagsins. Slagorð og óraunsæi leiða aðeins i haifs- auga i þessum efnum og bera ekki vitni raun- verulegum vilja til að takast á við verkefnin. JS. ERLENT YFIRLIT Vopnasalar líta til Kína hýrum augum Herinn verður búinn nýjum vopnum Hua, Yeh og Teng (taliö frá hægri) ÞRIR æðstu menn Kinaveldis eða þeir Hua Kuo-feng, Yeh Chien-sing og Teng Hsiao-ping hafa allir flutt fyrir skömmu langar ræður, sem fjallað hafa um eitt og sama efni eða and- ann i hernum, sem ætti að byggjast á kenningum Maós, hlutverk hans, sem væri það að standa vörð um rétt og sjálfstæði Kinverja.og mikil- vægi þess, að hann verði efld- ur með nýtizkulegum vopna- búnaði. Þótt allar væru þessar ræður i einum og sama anda, vakti ræða Tengs sérstaka at- hygli að þvi leyti, að hann lagði áherzlu á, að ekki mætti túlka kenningar Maós of ein- strengingslega, heldur yrði að samlaga túlkun þeirra breytt- um aðstæðum og nýjum tima. Að öðrum kosti gætu þær mis- skilizt. Þeir félagar lögðu mikla áherzlu á, að herinn yrði að vera i nánum tengslum við Kommúnistaflokkinn, enda þótt hann starfaði sem sérstök heild og hefði ekki bein af- skipti af stjórnmálum. Innan hans yrði að rikja hinn rétti kommúnistiski andi og hann þyrfti jafnan að vera viðbúinn að standa vörð um kenningar Marx, Lenins og Maós. Þetta hefði hann lika trúlega gert á liðinni tiö. t þvi sambandi má minna á, að það var herinn, sem átti mestan þátt i þvi, að rétta Kina við aftur eftir menningarbyltinguna og tryggja völd Chou En-lais og félaga hans að nýju. Aftur var þaö herinn, sem greip i taum- ana og tryggði Hua og siðar Teng sigur i átökum við „þorparana fjóra”. Sennilega hefur Yeh, sem er hershöfð- ingi, gegnt mikilvægu hlut- verki ibvi tafli, og yfirleitt er hannígiynd talinn valdameiri en Hua og Teng, ef hann beitir sér. Hann gegnir nú orðið stöðu, sem svipar til forseta rikisins i öðrum löndum. ÞAÐ þykir komið i ljós, að þéir þremenningar ætli ekki að láta sitja við orðin tóm, hvað varðar eflingu hersins. A vopnasýningum, sem hafa verið haldnar vestan tjalds aö undanförnu, ber nú ekki á öðr- um meira en skoðunarmönn- um frá Kina. A sölusýningu, sem brezkir hergagnafram- leiðendur héldu nýlega i Aldershot, var kinverska sendinefndin langfjölmennust og notaði timann bezt til að skoða hinar fjölbreytilegu vopnategundir, sem þar voru sýndar og voru ekki færri en tiu þúsund talsins, en þarna sýndu vopnaframleiðendur viðs vegar að vörur sinar. Þeir lögðu sig fram við aö útskýra gæði vörunnar sem bezt fyrir kinversku fulltrúunum, enda gerðu margir þeirra sér vonir um, að þar væri á ferð stærsti viðskiptavinur þeirra i fram- tiöinni. Sérfróðir menn um hermál Kina telja sig hafa heimildir fyrir þvi, aö hern- aðarútgjöld Kina verði 36 milljarðar dollara á þessu ári og þar af verði um 10 milljörð- um varið til vopnakaupa á Vesturlöndum. Fyrir vopna- salana var þvi ekki eftir litlu að slægjast, þar sem kin- versku fulltrúárnir voru. Það er mat hernaðarlegra sérfræðinga, að þessi miklu vopnakaup geti vart talizt óeðlileg, þegar litið sé til þess hversu vanbúinn herinn sé að nær öllum vopnum, miðað viö það, sem þekkist annars stað- ar. Herinn skorti bæði litil og stór hergögn á nær öllum sviö- um, tiltölulega litið hafi verið keypt af erlendum vopnum siðan samvinnan rofnaði viö Sovétrikin, en áður fengu Kin- verjar mikið af vopnum það- an. Hergagnaiðnaður Kin- verja sjálfra sé enn skammt á veg kominn, og styðjist mest við rússneskar fyrirmyndir, sem séu orðnar meira og minna úreltar. Meðal bandariskra vopna- framleiðenda rikir litil ánægja yfir þvi, að bannað er að selja vopn frá Bandarikjunum til Kína, m.a. með tilliti til þess, að þau kunni að verða notuð gegn Taiwan. Það verða þvi evrópskir vopnaframleiöend- ur, sem einkum munu hagnast á vopnasölunni til Kina, nema bandariskir vopnasalar finni einhverjar krókaleiðir til aö komast framhjá banninu. HVAÐ mannafla snertir, er kinverski herinn nú talinn sá stærsti i heimi. Talið er að hann telji nú um 3.950 þúsund- ir manna. Til samanburðar má geta þess, að talið er að rússneski herinn telji um 3.670 þús. manns og bandariski her- inn um 2.000 þús. manns. Her Kinverja er hins vegar talinn að öllu leyti verr búinn. Þetta mun hins vegar breytast eftir að hann fær betri búnað, sem bæði mun byggjast á auknum innflutningi og aukinni fram- leiðslu i landinu sjálfu. Þá gæti hann ekki aðeins átt eftir að verða fjölmennasti her i heimi, heldur einnig sá öflug- asti. Sagt er, að herinn hafi siðan i byltingunni notið vinsælda i Kina, m.a. vegna þess, að hann hafi bæði stundaö alþýð- lega framkomu og hjálpsemi við almenning. Þannig hefur hann verið boðinn og búinn til starfa, ef einhver óhöpp hafa komið fyrir, t.d. af völdum náttúruhamfara. Algengt er einnig, að hann hjálpar til við samgöngubætur. Að vissu leyti er hann þvi eins konar vinnuher. Ungir menn hafa sótzt eftir að komast i herinn og sennilega dregur ekki úr þvi eftir að hann fær betri og nýtizkulegri búnað. þ.Þ. Herinn er vinsæll i Kina

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.