Tíminn - 29.07.1978, Page 3
Laugardagur 29. júli 1978
3
Gunnar Thoroddsen
„Mjög
hallað
réttu
máli”
sagði
Gunnar Thoroddsen
um skrif Visis
HR — „Það var mjög hallaö
réttu máli ileiðara VIsis i gær,
þar sem talað er um að ég hafi
gert tilraun til að ná undirtök-
um i útgáfustjórn blaðsins”,
sagði Gunnar Thoroddsen ráð-
herra þegar Timinn ræddi við
hann i gær.
Gunnar sagði ennfremur, að
hann hefði verið beðinn á sfn-
um tima af stórum hluthöfum
blaðsins að taka sæti I stjórn
VIsis. Þá voru deilur uppi um
ritstjóra og hefði hann gert
þetta fyrst og fremst til að
reyna að koma á sáttum milli
deiluaðila. ,,A aðalfundinum
þar sem ég var kosinn I stjórn,
lagði ég til, að sú samkomu-
lagsleið yrði farin að bæði
Jónas Kristjánsson og Þor-
steinn Pálsson yrðu ritstjórar
VIsis, og eftir þau úrslit skipti
ég mér lltið af málefnum
blaðsins. Fór ég úr stjórn
strax á næsta aðalfundi” bætti
Gunnar við.
Þá var hann spurður út i
ummæli sin á umræðufundi
Sjálfstæðisflokksins nú fyrir
skemmstu, en þar sagði hann,
að Morgunblaðið og Visir
hefðu ekki stutt flokkinn sem
skyldi i siðustu kosningum.
„Morgunblaðið og Visir
hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn
allt frá stofnun hans 1929, og
það sem ég lét i ljós var að ég
vænti þess að sá stuðningur
héldi áfram”, sagði Gunnar að
lokum.
Vandamál ullaríðnaðarins:
„Þá gæti vantrúin á íslenskri vöru
breiðst út eins og hundaæðið í Evrópu”
— rætt við Hjört Eiriksson og Bergþðr Konráðsson hjá
Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri
ESE — Engum þeim sem fylgst
hefur með þróun þjóðmála að
undanförnu hefur dulist, að Is-
lenskur iðnaður á I sffellt rikari
mæli undir högg að sækja i sam-
keppninni viö erlendar iðnaðar-
vörur, og nú er svo komiö aö stór-
felld vá er fyrir dyrum i hinum
ýmsu greinum iðnaðarins ef ekk-
ert verður að gert til þess að bæta
samkeppnisaðstöðu islenskra
iðnaðarvara gagnvart hinni er-
lendu framleiðslu.
Prjóna- og fataiðnaður er sú
grein iðnaðarins sem á I hvað
mestum erfiðleikum um þessar
mundir en við þessa grein iðn-
aðarins starfa um 1500 manns.
Útflutningur á unnum prjónavör-
um hefur um árabil átt sér stað til
margra landa og fáar Islenskar
vörur eru betur þekktar eriendis
en einmitt prjónavörurnar.
A undanförnum árum hefur það
einkum verið Iðnaöardeild Sam-
bandsins sem hefur flutt út full-
unnar prjónavörur til hinna hefð-
bundnu markaðssvæða erlendis,
þ.e. Bandarikjanna, Kanada,
Vestur-Evrópu og Sovétrikjanna,
en aftur á móti hefur Iðnaöar-
deildin ekki sinnt pöntunum er-
lendis frá um kaup á óunnum
prjónavörum heldur haldiö fast
við þá stefnu sina að fullvinna
vöruna hér heima.
Nú hefur það aftur á móti gerst
að eitt fyrirtæki hérlendis, Ala-
foss, hefur að undanförnu flutt út
mikið af óunnum lopa til lág-
launasvæða og þá einkum Suður-
Kóreu, þar sem unnar eru úr hrá-
efninu prjónavörur, sem merktar
eru „Icelandic Style” og sökum
þess hve vinnuaflið er ódýrt á
þessum svæðum geta lönd eins og
Suður-Kórea og Puerto Rico boðið
vöruna á allt að þriðjungi lægra
verði en Islenskir framleiðendur
og það á hinum hefðbundnu Is-
Hjörtur Eirlksson
lensku mörkuðum. Ekki þarf að
fjölyrða um hættuna sem af þessu
getur stafað fyrir hinn Islenska
iðnað.
Vegna þessa máls hafði Timinn I
gær samband við þá Hjört Eiriks-
son, framkvæmdastjóra Iðnaðar-
deildar Sambandsins á Akureyri
og Bergþór Konráðsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóra og voru
þeir spuröir álits á þessu máli.
Hjörtur svaraði þvl til, að það
væri vitaö mál að útflutningsiðn-
aðurinn væri kominn I mjög
mikla erfiöleika vegna efnahags-
þróunarinnar hérlendis að undan-
förnu og ekki bætti sú mikla sam-
keppni sem Islenskar iðnaðarvör-
ur ættu I erlendis úr skák.
Hjörtur sagði, að þaö væri úti-
lokað að misbjóða atvinnuvegun-
um á þann hátt sem nú væri gert.
Allt kapp væri á það lagt að
sjávarútvegurinn fengi þær fyrir-
greiðslur sem hann þyrfti I gegn
Bergþór KonrúOsson
um verðjöfnunarsjóð á meöan
iðnaðurinn væri látinn sitja á
hakanum og ekkert um hann
skeytt.
Um útflutninginn á óunnum
lopa sagði Hjörtur að ef bæta ætti
samkeppnisaðstöðu islensks iðn-
aðar, þá yröi að gera eitthvaö I
málunum af hálfu stjórnvalda og
það strax. Það væri krafa fram-
leiöenda að mörkuð yrði ákveðin
stefna i þessu máli sem gilti fyrir
a.m.k. næstu 5 árin. Ef þetta væri
ekki gert þá væri ómögulegt að
segja til um það hvernig færi. Við
höfum nú á hendinni allviðamikil
viðskipti sem okkur eru opin við
Austur-Asiu þ.e.a.s. um sölu á ó-
unnum lopa og I þau viðskipti
verðum viö að fara ef engin
ákveðin stefna verður mörkuð
innan tiðar, hversu óljúft sem það
kann aö reynast. Viö erum hér
meö stóra verksmiðju, sem við
getum ekki látið vera verkefna-
lausa. En ég bendi á, aö þessi viö-
skipti geta hitt okkur sjálfa illi-
lega innan fárra ára. Það er bara
spurningin, hvort stjórnvöld vilja
taka þá áhættu og hugsanlega
stofna með þvi atvinnuöryggi
þeirra rúmlega 1500 Islendinga,
sem i prjóna- og fataiðnaði vinna,
I bráöa hættu, sagði Hjörtur
Eiriksson aö lokum.
Bergþór Konráðsson tók mjög I
sama streng og Hjörtur og benti
á, að það einhliða útflutnings-
bann, sem Sambandið heföi sett
sér á óunnar iðnaöarvörur heföi
þjónað litlum eða engum tilgangi,
þvi að Alafoss hefði sinnt öllum
þeim pöntunum sem Sambandinu
hefðu staðið til boöa, og enn væri
Alafoss að auka við spunaafköst
sin. Bergþór sagði að af þessum
orsökum hefði Iðnaðarráöuneyt-
inu verið ritað bréf um siðustu
áramót þar sem stjórnvöldum
var tilkynnt, að Iðnaðardeild
Sambandsins treysti sér ekki að
óbreyttu ástandi til að hafna þeim
viðskiptum sem stæðu til boða er-
lendis. Við gerum okkur fulla
grein fyrir þvi að þetta getur orð-
ið til þess að auka enn frekar
framboðið á eftirlikingum á is-
lenskum fatnaði, úr Islenskri ull á
hinum hefðbundnu islensku
markaðssvæöum, en eins og
margtekið hefur verið fram, þá
getum við — að óbréyttu — ekki
hafnað þessum viðskiptum. Þá
gat Bergþór þess, að ekkert væri
hægt að segja til um hvaða afleiö-
ingar aukinn útflutningur óunn-
innar vöru til láglaunasvæða
hefði, en vitnaði til orða Þráins
Þorvaldssonar framkvæmda-
stjóra Hildu, um þaö, að ef svo
mikið færi að berast af eftirlik-
ingum af íslenskri vöru inn á hina
Islensku markaði, eins og allt
benti til að yrði, þá myndi vantrú
umboðsmanna okkar og annarra
viðskiptavina okkar á hinni is-
lensku framleiðslu breiöast út
eins og hundaæðið i Evrópu.
Við vUjum ekki gamla
uppbótakerfið
— sagði Kjartan Jóhannsson
HEI — „Já nú er vinstri stjórn
strönduð og verður ekki af henni
nema að það falli að aftur, en eins
og allir vita nást skip stundum af
strandstað mpð flóði, sagði Kjart-
an Jóhannsson.
Um framhaldið sagði hann
ómögulegt að segja, bilið á milli
væri of langt og menn stæðu fast
hver á sinu. Alþýðuflokkurinn
teldi leiðir Alþýðubandalagsins
óraunhæfar. Aðspuröur sagði
hann þessar leiðir geta lækkað
verðbólguna eitthvað, en I stað
kæmi mjög mikill halli á viö-
skiptunum við útlönd. Einnig
væri stór hætta varðandi atvinnu-
ástandið, þannig að hætta væri á
að draga mundi úr atvinnu.
„En kannski er þetta fyrst og
fremst spurningin um það að við
viljum ekki millifærsluleið, viö
viljum ekki gamla uppbótakerf-
ið” sagöi Kjartan.
Kjartan Jóhannsson.
Ragnar Arnalds:
„Samningar í
gildi” prinsippmál
Ragnar Arnalds
en taka síðan hækkúnina í aukasköttum
HEI — „Já, þetta er sprungið
núna”, sagði Ragnar Arnalds i
gær er Timinn hitti hann aö máli.
Astæðuna sagði hann auðvitað
vera ágreining samningsaðila.
Alþýðuflokkurinn leggur til að
gerð verði 7% kjaraskerðing I
formi gengisfellingar, sem ekki -
kæmi inn I visitölu. En Alþýðu-
bandalagsmenn telja að leita
þyrfti annarra ráða. Þeir vilja
hvorki leysa vandann á kostnað
launþeganna né með gengislækk-
un. Þótt á það yrði fallist nú kæmi
sami vandinn upp aftur að nokkr-
um mánuðum liðnum, sagði
Ragnar.
Um það hvort Alþýðubandalag-
ið yrði þá likast til utan stjórnar,
sagði Ragnar aö ekki væri gott að
segja um það, þótt óneitanlega
horföi svo nú. En hann sagðist
ekki sjá i fljótu bragði um hvers
konar stjórn gæti verið að ræða,
ef Alþýðuflokkurinn meinti það
að hann færi ekki I stjórn með
Sjálfstæðisflokknum. Hann ætti
líka eftir að sjá að kjósendur Al-
þýðuflokksins og fylgismenn
þeirra i verkalýðshreyfingunni
yrðu hrifnir af því að efnahags-
vandinn væri leystur með sömu
ihaldsúrræðum og slöasta stjórn
beitti. Þvi vildi Ragnar ekki úti-
loka að vinstristjórnar viðræður
yrðu teknar upp aftur. Ef við ætt-
um fyrir höndum langvarandi
stjórnarkreppu, mætti vel fara
svo, að Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur sæju að við þyrft-
um vinstristjórn, og yrðu þá eftir
nánari ihugun reiðubúnir að fall-
ast á að efnahagsmálin þyrfti að
taka nýjum tökum.
En Ragnar vildi ekki fallast á,
að þeirra leiðir væru uppvakning
á áratugagömlu haftakerfi, eins
og haldið hefur verið fram, þótt
sumar tillögurnar hafi ekki verið
framkvæmdar á undanförnum
árum.
Ragnar sagði, að það sem haft
er eftir Davið Sch. Thorsteins-
syni, að millifærsluleiöin legði
iðnaðinn I rúst væru algerar ýkj-
ur. Hann tryði þvi ekki að 0.6%
veltugjald munaði svo miklu,
enda hefði aöstööugjald verið
lækkað fyrir nokkrum árum. Það
sem gerðist væri, aö fjölmörg
fyrirtæki slyppu ekki lengur við aö
greiða skatt. Um þá spurningu
hvernig lækkun álagningar færi
með dreifbýlisverslunina sagði
Ragnar, að þann vanda yrði auð-
vitað að skoða sérstaklega og það
yrði bara að koma i ljós hversu
langt væri hægt að ganga. Alagn-
ing hefði nýlega verið hækkuð og
hann teldi að allir yrðu nokkuð að
taka sig á, undir núverandi kring-
umstæðum.
Um „samningana i gildi” sagði
Ragnar, að það væri prinsipp mál
að geröir samningar giltu. En
hins vegar væri ekkert þvi til
fyrirstööu að hækka á móti skatta
á háum tekjumXHlýtur það aö
þýða að launahækkunin, sem auö-
vitað yröi fyrst og fremst á háum
tekjum, yrði aftur tekin. Enda
sagði Ragnar, aö óhjákvæmilegt
væri að fá viðbótarálagningu á
þessu ári á háar tekjur og miklar
eignir.