Tíminn - 16.08.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.08.1978, Blaðsíða 6
6 MiövikudaKur ie. ágdst 1978 fliMÍÍMI CHgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumiila 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Fflir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á niiinuöi. Blaöaprent h.f. Burt með skrúfukerfið Undan farnar vikur hefur það smátt og smátt verið að renna upp fyrir forystumönnum „sigurflokkanna” og kjósendum þeirra að framsóknarmenn skýrðu satt og rétt frá ástandi efnahagsmálanna fyrir kosningarnar. Þennan sama tima hafa þessir aðilar verið að jafna sig á þessu og taka aftur i smábitum öll stóru orðin sin. Það ber vissulega að viðurkenna að menn verkjar undan öðru eins, og sjálfsagt má ætlast til þess að þessum mönnum sé sýnd einhver meðaumkun, rétt meðan stærstu bitunum er kyngt. En hvað sem þvi liður verða vandamálin si- fellt meiri og örðugri viðfangs. Ástand efna- hagsmála fer nefnilega ekki eftir þvi hvernig heilsufari „sigurvegaranna” hagar, nema að þvi leyti að ástandið versnar eftir þvi sem slappleiki þessara manna endist þeim til undanbragða. Auðvitað er tómt mál að tala um að halda i gengisskráningu sem þegar er orðin óraunhæf. Gengi á að skrá rétt á hverjum tima, en með strangri aðhaldssamri efnahags- og fjármála- stefnu á að koma i veg fyrir að það hrynji stöðugt. Af þessari ástæðu er það einmitt stórkostlega brýnt nú að menn geri sér ljóst að gengisskrán- ingin ein er ekki stefnumál, heldur mælikvarði á efnahagslegt jafnvægi. Af þessari sömu ástæðu verða menn að gera sér ljóst að þjóð- inni verður ekki lengur boðið upp á gengisfell- ingu eina saman, heldur verður að taka upp markvissa efnahagsstefnu til að brjótast út úr vitahring verðbólgunnar. Undirstöðuatriði i þvi efni hlýtur að verða að afnema það sjálfvirka visitölukerfi sem árum saman hefur verið að koma öllum hlutum i strand hér á landi. Hið eina kerfi visitölu- bindingar sem hugsanlegt er með skynsemi við islenskar aðstæður er þjóðhagsleg visitala,en þá er tillit tekið til þróunar þjóðartekna og við- skiptakjara. Ef menn vilja ekki horfast i augu við það að brjóta verður svikamyllu visitölukerfisins i is- lenskum efnahagsmálum niður, þá er gagns- laust að þykjast ætla að bæta úr þvi sem aflaga hefur farið. Og það eru hrópleg ósannindi þeg- ar menn halda þvi fram að þetta visitölukerfi, sem skrúfar allt upp, sé launþegunum til hags- bóta. Sannleikurinn er sá að skrúfukerfið er meginandstaðan gegn eðlilegri þróun lifskjara og kaupmáttar á íslandi. Um leið og gengið er til verks er sjálfsagt og réttlátt að leggja skatta á þann óeðlilega gróða sem verðbólgan hefur fært þeim sem braskað hafa með hana á kostnað fólksins. Slika verð- bólguskattheimtu er einsýnt að nota til þess að fjármagna þá niðurfærslu sem nauðsynleg verður um nokkurt skeið til að verja þá lægst launuðu áföllum i kjaramálum meðan barist er i brimgarðinum. JS Erlent yfirlit Sáttmálin við Japan styrkir stöðu Kína Sung hallar sér í áttina til Hua AF HALFU Kinverja hefur veriö hafin mikil diplomatlsk sókn sem fyrst og fremst beinist gegn Sovétrlkjunum. Atökin milli hinna tveggja risavelda kommúnista setja oröiö slfellt meiri svip á heimsmálin. Rússar sneru á Kinverja, þegar þeim tókst aö fá Vietnam til aö gerast aöili aö efnahagsbandalagi komm- únistarikjanna. Náin sam- vinna Sovétrikjanna og Vi'et- nam er oröin staöreynd, sem Kinverjar lita aö sjálfsögöu ekki hýru auga. Kinverjar telja sig nú þurfa aö auka gæzlu sina bæöi aö noröan og sunnan þvi aö Vietnam veröur fyrirsjáanlega eitt af mestu herveldum i Asiu og gæti reynzt Sovétrikjunum veru- legur styrkur, ef i odda skærist milli þeirra og Kina. Vietnam getur lika átteftiraö hafa veruleg áhrif beint og óbeint i öörum rikjum Suö- austur-Asiu. Þar getur veriö um fleiri lönd aö ræöa en Kambodiu og Laos, einnig lönd eins og Indonesiu, Thai- land og Filippseyjar, en i öllum þessum löndum rikir meiri ótti i garö Kina en Sovét- rikjanna, sökum þess aö Kina er þaö risaveldi kommúnis- mans, sem nær er. Undir þessum kringum- stæöum dugir ekki fyrir Kin- verja aö fylgja einangrunar- og innilokunarstefnu Maos, enda voru aðstæöur verulega aörar þá en nú. Þá var t.d. Vietnam ekki komiö til sögu i þeirri mynd, sem nú er. HINIR nýju valdhafar Kin- verja hafa lika greinilega markaö þá afstööu, aöþeir séu horfnir frá áöurgreindri stefnu Maos. Gleggsta dæmiö um þaö er friöar- og vináttu- sáttmálinn milli Kina og Jap- ans, sem var undirritaöur i Peking siöastliöinn laugar- dag. Hann er búinn aö vera á döfinni i meira en sex ár, en styrjöldinni milli Kina og Jap- ans lauk fyrir 33 árum, eöa með uppgjöf Japana i siöari heimsstyrjöldinni. Þá höföu Japanir haldiö uppi hernaöar- legum yfirgangi i Kina I ein 15 ár oger taliö aö um 16 milljón- ir Kinverja hafi falliö i þeirri viöureign. Tjóniö.sem styrjöld þessi olh Kinverjum, veröur aldrei metiö til fulls i tölum. Þrátt fyrir þetta, lýstu Kin- verjár þvi yfir 1972, að þeir væru reiöubúnir til aö semja friö viö Japani, án þess að krefjast striösskaöabóta, eins og önnur viökomandi riki höföu gert. Viöræöur um friöarsamn- inga milli Kina og Japans hófust nokkru siðar. Sam- Fukuda forsætisráöherra Japan's. komulag náöist fljótt um flest eöa öll atriði, sem snertusam- band landanna, en til viöbótar geröu Kinverjar kröfu, sem Japanir vildu ekki fallast á. Krafan var sú, aö bæöi rikin lýstu yfir þvi, aö þau myndu vinna gegn yfirdrottnunar- stefnu i' Asiu. Japanir geröu sér grein fyrir, hvaö Kin- verjar áttu hér viö, en Rússar þó enn betur. I raun var þetta dulbúin aðdróttun, sem beind- ist gegn Rússum. Þeir báru lika strax fram haröorö mót- mæli, sem Japanir tóku til greina. Fyrir skömmu, féllu Kin- verjar skyndilega frá þessari kröfu, og var sett i staðinn ákvæði þess efnis, að hvorugt rikið myndi stefna aö yfir- drottnun i Asiu. Þetta féllust Japanir á. Rússar telja sátt- málann tortryggilegan, þrátt fyrir þetta og hafa mótmælt þeim. Sennilega er það þó mest formsatriði og Rússar muni ekki láta þetta hafa áhrif á sambúö þeirra og Japana. Friöarsáttmáli Japana og Kinverja skapar Rússum aö þvi leyti meiri vanda, að enn hafa ekki verið geröir friöar- samningar milli þeirra og Japana. Astæöan er sú, aö Rússar halda enn hluta af Kúrileyjum, sem áöur lutu Japönum og vilja ekki láta þær af hendi. Japanir vilja hins vegar ekki undirrita friðarsamninga, nema þeir fái þessar eyjar aftur. Þetta veldur aö sjálfsögðu nokkurri spennu i sambúö rikjanna, sem getur átteftir aö aukast. 1 samkeppni milli Rússa og Kinverja, bæta umrædir samningar vafalitiö aöstööu Kinverja. EN Kinverjar hafa ekki látiö hér numið staöar. Lengi hafa Rússar og Kinverjar keppt um hylli Kim II Sung, einræöisherra Noröur-Kóreu. Sung hefur hlotiö hernaöar- lega menntun sina i Sovétrikj- unum og hefur fengið mikla aöstoð Rússa. En Kfnverjar hafa lika veitt honum aöstoö og þá mesta, aö þeir hrundu innrás Bandarikjanna i Kóreustriöinu. Siöan hefur Sung reynt að vera báöum trúr en hvorugum háöur. Þetta hefur hins vegar breyst eftir að Hua sýndi Sung þann sóma á siðastl. vori, að heim- sækja Norður-Kóreu fyrst allra erlendra rikja eftir að hann kom til valda. Siöan hafa blöð i Norður-Kóreu tekið af- stöðu með Kinverjum i deilum þeirra við Vietnama og jafn- framt skrifað i gagnrýnistóni um ihlutun Rússa og Kúbu- manna i Afriku. Hua Kuo-feng hyggir nú á enn meiri landvinninga i keppni sinni við Kremlbúa. Um þessar mundir heimsækir hann Rúmeniu og mun halda þaöan til Júgóslaviu. Þaö má þvi næstum segja, að hann sé farinn aö herja á Kremlverja áheima slóöum þeirra. Sú tiö er þvi liöin^ þegar Kinverjar töldu Tito verstan allra endur- skoðunarsinna. Slika breyt- ingu hefur valdatafl kommúnistisku risaveldanna haft i för meö sér. Þ.Þ. Kim II Sung býöur Hua velkominn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.