Tíminn - 16.08.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.08.1978, Blaðsíða 9
MiOvikudagui 16. ágúst 1978 9 IAM —í nýútkomnu hefti af Sjávarfréttum, er frá þvi skýrt að norska fyrirtækið Sigurd Herlofsson hafi selt til breskra I og islenskra aðila, skip sitt NORGLOBAL, sem íslending- I um er vel kunnugt. Þessar fréttir hefur blaðið eftir norsk Itimaritinu Fiskaren og enn er frá þessu sagt i nyjasta hefti Fishing News. IBlaöið hringdi i gær til Jóns Ingvars- snar, forstjóra lsbjarnarins, sem haft hefur skipið á leigu á undanförnum ár- um, og kvaðst Jón reiðubuinn til að veita nánari upplýsingar um málið mjög skjótlega en kaus að fresta að ræða um það að sinna vegna anna. Samkvæmt orðum lögfræðings Sig- urd Herlofsson i Fiskaren, hafði geng- ið á ýmsu áður en af sölunni gat orðið, ,,en nú höfuni við fengið leyfi hjá við- skiptaráðuneytinu og islensku aðiiun- um loks tekist að ganga frá sinum pappirum.” Lögfræðingurinn sagði að Norglobai hefði um miðjan júni lagt af stað á Ný- fundnalandsmið, þar sem skipið yrði eitthvað fram eftir sumri, áður en það yrði formlega afhent nýjum eigend- um, en það mun verða skráð á Ber- muda og sigla undir breskum fána. Biaðið spurði hvort fyrirtækið hefði gert góða söiu, en á það væri litiö aö miklum fjármunum heföi verið varið til að gera skipiö sem best úr garði, og var svarið að fyrirtækið teldi sig hafa ^ert allsæmileg viðskipti og heföi fengiö helming söluverðsins greiddan, en um greiðslu á eftirstöðvum færi eftir þvi hvernig reksturinn gengi, og hve mikiö hráefni það fengi. Hann fékkst ekki til að nefna tölur I þessu sambandi. t Þá segir Fiskaren að skipstjorinn á Norglobal, Eilif Johansen frá Tromsö, hafi tilkynnt að hann muni láta af skip- stjórn, en hinir nýju eigendur taka við skipinu, en hins vegar muni nokkur hluti yfirmannanna verða áfram, um sinn að minsta kosti. íslenskir og breskir i aðilar kaupa Norglobal Qb'iníh mun clrróoott á RprmnHQ Norglobai — enn er ekki upplýst hverjir þeir islensku aðilar eru sem að kaupunum standa. — ætti að vera líklegri en verið hefur” segir Vilmundur Gylfason Vilmundur Gylfason — Margir framsóknarmenn hafa skrifað svo skynsamlega, aö það gæti verið upp úr stefnuskrá Alþýðu- fiokksins þessvegna. HEI —Við unnum i kosningunum og við unnum þær á nýjum mál- um. Ég geri þvi ráð fyrir að það hafi verið inntrikk þeirra Bene- dikts og Kjartans, að ekki hafi verið um það að ræða I þessum viðræðum að búa til nýja stjórn, með nýju prógrammi, svo þetta var tómt mál að tala um. Við ætl- uðum ekki að endurvekja gömlu stjórnina” sagði Vilmundur Gylfason spurður um hvað hann teldi helst hafa orðið til að slita stjórnarmyndunarviðræðunum i gær. — Nú hefur þú Vilmundur manna mest gagnrýnt forystu- menn launþegasamtakanna, tel- ur þú ekki að þeir séu nú að segja þér fyrir verkum? — Nei, mönnum er auðvitað fullkomlega frjálst að gefa út þær yfirlýsingar sem þeir vilja. Þetta eru aðeins móralskar yfirlýsing- ar, sem hniga i ákveðna átt. Við búum i opnu og lýðræöislegu landi, svo þetta er þvi mikils virði. En hvert einasta orð i minni gagnrýni á forustu launþega, stendur óbreytt. — Hvaða stjórn er nú liklegust til að taka við? — Ég er enn þeirrar skoðunar að sú stjórn sem likleg er til að standa sig vel, sé stjórn sem annarsvegar getur sett fram efnahagstillögur og hinsvegar staðið við þær i almenningsálit- inu. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að nýsköpunarstjórn væri heppileg. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur itök hjá vinnuveitend- um. Við og kommarnir byggjum okkar fylgi aftur á móti fyrst og fremst á launþegahreyfingunni. Miðaö við vandann held ég þvi að nýsköpun sé æskilegasta módelið. — Telur þú möguleika á aö Alþýöubandalaginu hafi snúist hugur varðandi nýsköpun? — Um það veit maður ekki. Vonandi hafa þó bráð af þeim læt- in, sem voru fyrst eftir kosning- arnar. Það er augljóst að t.d. um vaxtapólitikina, sem við höfum verið mjög ósáttir um, viröast nú vera uppi i Alþýðubandalaginu tvær skoðanir á lágvaxtastefnu Lúðviks, sem ég lit bara á sem hyglun við braskara. Nálgun Alþýðuflokks og komma ætti þvi að vera liklegri en verið hefur. — Ert þú kannski samþykkur Framhald á bls. 19. Járniönaðarmenn álykta um ríkisstjórn — vilja ekki láta Guðmund J. einan um hituna HEI — „Stjórn Félags járniðn- aðarmanna telur það rökrétt framhald út frá niöurstööum kosninga að Aiþyöubandalag og Alþýðuflokkur hafi samstöðu um myndun rfkisstjórnar og mótun nýrrar efnahagsstefnu, leiðréttingu á verðlagsbóta- skerðingunni og tii að vernda kaupmátt vinnulauna fastlaun- aðs verkafólks við þær efna- hagsaðgerðir sem yfirvofandi eru”. Þetta segir m.a. I ályktun frá stjórn Félags járniðnaöar- manna, er samþykkt var i fyrradag. Einnig er minnt á ályktun 8. þings M.S.I., þar sem félags- menn voru hvattir til aö greiða stjórnarflokkunum atkvæði i nýafstöðnum kosningum og talið að sú hafi einnig verið af- staða yfirgnæfandi meirihluta verkafólks um land allt og for- senda kosningasigurs Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalags- ins. Þá er talið að traust samstarf þessara flokka geti tryggt fram- gang féiagslegra hagsmuna verkafólks, svo sem i húsnæðis- málum, lifeyrismálum og vinnuverndarmálum og stuðlað að þvi að aðilar vinnumarkað- arins komi sér saman um ein- földun á uppbyggingu kaup- taxta og verulegri fækkun þeirra. Svavar Gestsson: líka” HEI — „Alþýðubandalag- ið hefur út af fyrir sig aldrei fengið tækifæri til að reyna stjórnarmynd- un, ég vek athygli á því. Þeir Geir og Benedikt hafa hins vegar gert til- raunir sem ekki hafa tek- ist", svaraði Svavar Gestsson spurningu Tim- ans um hvað nú tæki við. „Það sýnist vera þannig núna, að meirihlutastjórnar- munstur hafi verið reynd, þau sem pólitiskt eru með i mynd- inni, og þá er spurningin hvort annað er til”, bætti Svavar viö. Svavar sagði að sér fyndist hugsanlegt að mynda minni- hlutastjórn verkalýösflokk- anna. Vinstri stjórn hefði veriö reynd og ekki tekist. Hins vegar hefði verið beint til þessara flokka áskorunum frá verka- lýðshreyfingunni, bæöi form- lega og frá einstökum forustu- mönnum hennar. Spurningin væri þvi, hvort þessir flokkar bæru gæfu til að verða við þeim áskorunum, þannig að skaplegt væri. Þá sagði Svavar: „Okkar af- staöa i þessum málum er alveg ljós, vinstri viðræðurnar slitn- uöu á þvi aö viö neituöum aö fallast á kauplækkun, viö vild- um setja samningana i gildi, og sú afstaða er auðvitað af okkar hálfu, alveg skýr ennþá”. Þá var Svavar spurður, hvort hann heföi þá von um að Al- þýöuflokkurinn hafði eitthvaö breytt afstöðu sinni og hann svaraði: „Það vona ég, ég vona aö heimurinn batni alltaf frekar en hitt, og þá Alþýöuflokkurinn lika”. — Og þá Alþýðu- flokkurinn „Vona að heimurinn batni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.