Tíminn - 16.08.1978, Side 7

Tíminn - 16.08.1978, Side 7
Miövikudagur 16. ágúst 1978 7 Steingrímur Hermannsson: FRAMSÓKNARSTEFNAN I tveimur greinum i blaöinu hef ég fjallað um þann efna- hagsvanda, sem viðræður um stjórnarmyndun hafa sniiist um og rakið tillögur Alþýöubanda- lagsins sérstaklega. Ragnar Arnalds svaraði þvl að nokkru leyti hér I blaðinu. Þvl hef ég hug á að svara sérstaklega síö- ar. Nú tel ég hins vegar rétt að gera nokkra grein fyrir hug- myndum okkar Framsóknar- manna. Að vlsu hefur hvað eftir annað verið gerð grein fyrir okkar tillögum hér I blaðinu. Þó virðist mér rétt að draga fram nokkur megináhersluatriði. Stefna Fram- sóknarflokkslns Stefna Framsóknarflokksins var skýrt mörkuð á flokksþing- inu I mars s.l. Hafa þær sam- þykktir allar verið birtar. Þær lögðum við að sjálfsögðu fram I umræðunum. Hins vegar má segja að þeim grundvelli, sem við vildum byggja á við lausn efnahagsvandans hafi þegar I upphafi verið hafnaö. Bæði A,l- þýðuflokkur og Alþýðubandalag kváðu ekki annað koma til greina en aö setja samningana i gildi. Við töldum það óráð. Við töldum ljóst að slikt mundi leiða til stóraukins vanda, sem ekki yrði leystur nema með enn meiri kjaraskerðingu. Tillögur Alþýðuflokksins staðfesta þetta. Einnig er sú gífurlega launa- hækkun sem kæmi á hærri laun andstæð þeirri launajöfnunar- stefnu, sem við leggjum áherslu á. Við svöruðum þessu með þvl að biðja hina flokkana að leggja fram tillögur og útreikninga, sem sýndu, að efnahagsvandinn yrði leystur á viðunandi máta með slikum launahækkunum. Allir vita hver niðurstaðan varð. Dæmið gekk ekki upp. Grundvallar- atriöi Aður en ég ræði nánar um til- lögur okkar Framsóknarmanna tel ég rétt að leggja áherslu á eftirgreind grundvallaratriði: 1. Efnahagsvandinn er orðinn svo gifurlegur að áframhald- andi víxlhækkanir verölags og launa geta ekki leitt til annars en annaö hvort stöðvunar atvinnuveganna og atvinnuleysis eöa endurtek- inna gengisfellinga með stór- kostlegri tilfærslu fjármagns og upplausn. Þvi verður að grlpa til róttækra aðgerða. ■2. Til þess að ná tökum á efna- hagsmálunum mun öll þjóðin verða að færa einhverjar fórnir I bili. Aðalatriðið I þvl sambandi er að atvinnu- vegirnir stöövist ekki og kaupmáttur lægstu launa verði tryggður eins og kostur er. 3. Gera verður þegar ráðstafan- ir vegna aðsteðjandi efna- hagsvanda, sem fyrst og fremst hafi það markmið að halda atvinnuvegunum gang- andi og skapa svigrúm til grundvallarbreytinga I efna- hagsmálum ekki slöar en 1. desember n.k. þegar nýjar samningaumleitanir hefjast. 4. Gengisfelling er aldrei lækn- ing og leiðir aðeins til nýrrar og stærri kollsteypu án við- námsaögeröa. Gengisfelling er þvi ekki okkar tillaga. Hins vegarer röng gengisskráning algeng afleiðing verðbólgu. Svo er tvlmælalaust orðið nú. Allir útflutningsatvinnuvegir landsmanna eiga i miklum vandræðum og svo er einnig um þann iðnað, sem á I sam- keppni við innfluttan iðnaðar- varning. Asóknin I gjaldeyri er einnig glöggt merki um þetta og mun leiða til vaxandi viðskiptahalla. Spurningin er þvi sú, hvort þetta megi leið- rétta með þvi að stlga skrefið til baka, þ.e. með þvl að lækka tilkostnað innanlands. Þvi miður er skekkjan orðin svo stór að til þess þyrftí gifurlega lækkun á öllum sviðum, einnig launa og fisk- verðs. Ekki sýnist mér grund- völlur til sliks. Um vlðtækt uppbótakerfi Alþýðubanda- lagsins sé ég ekki ástæðu til að ræða nánar. Það er aö fara úr öskunni I eldinn. Mér sýnist því liklegt að ekki verði hjá þvl komist að fella gengið til þess að skapa það svigrúm, sem við þörfnumst til raunhæfari aðgerða I efna- hagsmálum. Þá ákvörðun á hins vegar ekki að taka fyrr en séð er hvaða viðnáms- og hliðarráöstafanir koma til greina og sem ætla má að árangur beri. Aðsteðjandi efnahagsvandi Stöðnun blasir nú víða við at- vinnuvegunum og atvinnuleysi. Koma verður I veg fyrir sllkt og skapa svigrúm til raunhæfra aðgerða i' efnahagsmálum. 1 þvi skyni leggjum við áherslu á eftirgreind atriði: 1. Niðurfærslu, bæði til þess að draga úr áhrifum gengisfell- ingar og verðbólgu og lækka f r am le iðsluko stnað. Til greina kemur: a) Lækkun verðlags með lækkun vörugjalds og sölu- skatts, enda komi samdráttur I rikisrekstri og framkvæmd- um á móti. b) Lækkun tilkostnaðar, t.d. með lækkun vaxta á afurða- og rekstrarlánum. c) Niðurgreiðsla eins og tekj- ur leyfa. Tekjuöflun verður sérstak- lega mikilvæg I þessu sam- bandiogverðuraö skoðanán- ar. 2. Tekjuöflun a) Verðbólguskattur. Leita verður allra leiða tíl að skatt- leggja óeölilegan verðbólgu- gróða, einkum einstaklinga. Þetta mætti geraað einhverju leyti strax með aukaeigna- skatti. Steingrfmur Hermannsson b) Skattur á eyðslu, t.d. á við- bótarskammt ferðagjaldeyris og eyðsluvörur. c) Samdráttur i opinberum framkvæmdum. 3. Verðstöðvun til áramóta, a.m.k. áinnlendri framleiöslu og þjónustu. 4. Gengisbreyting eins og óhjá- kvæmilegt reynist til þess að tryggja rekstur útflutningsat- vinnuveganna, þegar ofan- greindar aögerðir hafa verið metnar. 5. Samráð viö launþega um að- gerðir og stefnuna I efnahags- málum hefjist strax. Við telj- um ekki raunhæft að setja samningana i gildi, eins og fyrr segir. Hins vegar kemur að minu mati vel til greina að samþykkja tillögur Verka- mannasambandsinsog greiða fullar verðbætur á lægri laun. Aðalatriðið er að góð sam- staða geti orðið með rlkis- stjórn og launþegum um að- gerðir í efnahagsmálum. Breytt efnahagsstefna Þaö svigrúm, sem skapast meö ofangreindum fyrstu að- gerðum ber að nota til þess að marka i samráði við launþega og aðra aðila vinnumarkaðarins breytta stefnu i efnahagsmál- um. Megineinkenni þeirrar stefnu eiga að okkar mati að vera: 1. Áætlun verði gerð um hjöðn- un verðbólgunnar í ákveðnum áföngum. Stefnan I fjár- festinga- og peningamálum og I rikisfjármálum verði felld að þessum áföngum. Engar hækkanir verði leyfðar á innlendum kostnaði, út- seldri vinnu eða launum, nema sem rúmast innan þeirra verðbólgumarkmiða, sem sett eru. 2. Visitölugrundvöllurinn verði endurskoðaöur þannig að verðbætur miðist fyrst og fremst við afkomu þjóðarbús- ins hverju sinni, en tryggi þó jafnan kaupmátt lægstu launa. Koma verður I veg fyr- ir hraövaxandi vlxlhækkanir verðlags og launa. 3. Jöfnun tekju- og eignaskipt- ingarveröiaðstefntm.a.meö þvl að draga verulega úr hækkun hærri launa, létta fjármagnsbyröi þeirra sem byggt hafa siöustu árin með margföldum fjármagns- kostnaði og með verðbólgu- skatti. 4. Endurskoöuö vaxtastefna til lækkunar á vaxtakostnaöi at- vinnuveganna, t.d. meö þvl aö aðskilja vexti og verðtrygg- ingu, lækka vextina en hækka verötrygginguna, en endur- lána stóran hluta hennar. Einnig kæmi til greina aö stórlækka vexti á afurða- og rekstrarlánum útflutningsat- vinnuveganna en gengis- tryggja, enda fái þeir þá að njóta gengisbreytinga ef verða. Vextir lækki I sam- ræmi við markmiö um hjöðn- un verðbólgu og sem þáttur i þeirri viöleitni. 5. Stjórn fjárfestingarmála verði tekin til endurskoöunar. Útlán sjóða verði samræmd, verkefni ákveðin samkvæmt áætlun og forgangsröðun. Ahersla verði lögð á aukna framleiðslu með hagræðingu og bættum afköstum. Dregið verði úr f járfestingu fyrst um sinn, bæði úr fjárfestingu opinberra aðila og einkaaöila. 6. Niðurfærslu verðlags verði haldið áfram eins og tekjuöfl- un ogaðstaða rikissjóös frek- ast leyfir. 7. Aðhaid i rikisbúskap verði stóraukið. Ahersla veröi lögð á hallalausan rikisrekstur. Framsóknarmönnum er Ijóst, að erfitt mun reynast aö ná veruiegum árangri i baráttunni við veröbólguna, eins og að er stefnt með ofangreindum að- gerðum,eða eftir öðrum leiðutn , nema i samráði við launþega og aðra aöila vinnumarkaðarins. Á þaðber að leggja áherslu. Hins vegar verður sérhver ríkis- stjórn að vera reiðubúin til þess að gripa I taumana strax og af festu ef verðbólgan virðist ætla að vaxa umfram það sem að er stefnt. Um tölulegt gildi þeirra að- gerða, sem hér eru raktar, tel ég ekki ástæðu til að fjalla. Ef menn eru sammála um stefn- una er skynsamlegra að mlnu mati að þeir sem ætla að vinna saman geri það sameiginlega meðsérfræðingum enað hver sé að sliku upp á eigin spýtur. Önnur stefnumál Flokksþingið markaði itar- lega strfnu á öllum sviðum þjóðmála, sem flokkurinn mun aðsjálfsögðuvinna að. Ég tel þó að leggja beri sérstaka áherslu á eftirgreind atriði nú. 1. Landbúnaöur a) Veröjöfnunargjaldið verði greittaf rikissjóði. Fráleitter að ætla bændum, sem eru launalægstir I landinu, að bera einir skaöann af lágu verði á afurðum land- búnaöarins á erlendum mörkuðum. b) Framleiösluráðslögum verði breytt eins og að er stefnt. Teknirveröiupp beinir samningar bænda viö rlkis- valdiö. c) Orlofsmál bænda verði leyst. 2. lönaöur Samkeppnisgrundvöllur Is- lensks iönaöar gagnvart er- lendum iönaði verði styrktur ekki sist meö tilliti tíl vlð- tækraaögerða erlendra rikis- stjórna til þess að jafna slik met og veita islenskum iðnaöi þann stuöning, sem nauösyn- legur er. 3. Sjávarútvegur Lögð verði áhersla á mark- vissa stjórnun og hagkvæmni i sjávarútvegi. 1 því skyni verði gerö itarleg könnun á þvi hvernig æskilegt væri aö endurskipuleggja stjórnun fiskveiöa og vinnslu, t.d. meö þvi að setja á fót sérstaka fiskveiðistjóm. 4. Orkumál Komið veröi á fót einu megin raforkuöflunarfyrirtæki með samruna Lands virkjunar, Laxárvirkjunar og hluta af Rafmagnsveitum rikisins með þátttöku rikis og sveita- félaga. Það fyrirtæki yfirtaki allar virkjanir I eigu rlkisins og stofnlinur. Orkuveitusvæði þess sé landiö allt og selji þaö raforku um land allt meö einni og sömu gjaldskrá. 5. Byggðamál Byggðastefnu veröi fram- haldið með svipuðum þunga og verið hefur. Hins vegar, með tilliti tíl þess aö jafnvægi hefur náðst I fólksfjölgun, tel ég eðlilegt að endurskoöa framkvæmdina. Kemur til greina aö leggja meiri áherslu en gert hefur verið á hagræðingu og endurskipulag atvinnugreina án tillits til landshluta og á bætta þjón- ustu viö íbúa dreifbýlisins. 6. Stjórnarskrármálið Hraða ber endurskoöun stjórnarskrárinnar, m.a. kosningalaga. Leiörétta þarf ósamræmi það sem nú er orð- ið á milli fjölda þingmanna i þéttbýli og dreifbýli og stefna ber að persónubundnara kjöri. Lokaorð 1 þvi sem að framan er rakiö hef ég aö sjálfsögöu fyrst og fremst stuöst viö samþykktir siðasta flokksþings. Sumtmá þó rekja annaö, t.d. til mið- stjórnarfunda (stjórnarskrár- máliö) eða til efnahagsnefndar flokksins (hjöðnun verðbólgu i áföngum, og breytt vaxta- stefna). Fjölmörgum mikilvæg- um samþykktum er sleppt, t.d. ásviði samgöngumála, mennta- mála, heilbrigðis- og félags- mála, svo eitthvað sé nefnt. Aö framkvæmd þeirra mun flokk- urinn að sjálfsögðu einnig vinna. Þá hef ég stuöst viö um- ræður á nýlegum miðstjórnar- fundi og á þingflokksfundum og loks að sjálfsögðu við eigin sjónarmið. Ég tel ofangreind áherslu- atriöi einna mikilvægust i þeirri ummótun islensks þjóðfélags, sem fram veröur að fara, frá handahófi, sóun og verðbólgu- kapphlaupi i þjóðfélag, þar sem rikir markviss framleiðslu- stefna, öryggi og jöfnuður fýrir alla þjóðfélagsþegna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.