Tíminn - 31.08.1978, Page 3

Tíminn - 31.08.1978, Page 3
Fimmtudagur 31. ágúst 1978 3 Ráöherraembætti eru lítt eftirsótt HEI — „Þetta er ennþá allt i átt- ina og stefnt að því að fá botn i málið fyrir morgundaginn”, sagði Ólafur Jóhannesson eftir frekar stuttan fund i sameigin- legu viðræöunefndinni i gærdag. Ólafur sagðist þá vongóður ennþá, en mikil fundahöld voru þá eftir hjá öllum flokkum, bæði þingflokksfundir hjá öllum flokk- um og fjölmennari fundir sem fara með úrslitavald flokkanna. Annars voru menn tviræðir i gær um miöjan daginn og erfitt að ráða i mál manna. Sumum leist fremur illa á útlitið en aðrir voru hressir. Þá var haft á orði semtelja má nýtt viðhorf við stjórnarmyndun, að erfiðlega gengi aö fá menn til aðtaka við ráðherrastöðum. Geir Gunnarsson sagði þaö rétt eftir sér haft i blöðum, að hann vildi ekki setjast í neinn ráöherrastól. Sagt var að kratar hefðu krafist þess i fyrrakvöld að fá embætti dómsmálaráðherra fyrir Vil- mund, en alveg var fallið frá þvi i gærdag. Allt útlit er siðan fyrir að auglýsa verði embætti fjármála- ráðherra laust til umsóknar þvi enginn vilji taka þaö að sér. Mönnum býður i grun kað það verði ekki vinsælt verk að veröa góður fjármálaráðherra á næst- unni. Timinn spurði mætan krata hvernig þetta mætti veraað menn vildu ekki orðið ráðherrastóla. Taldi sá það liggja i þvi að i stjórnarsáttmálanum væru allir endar lausir og ekkert virtist eiga að gera sem kæmi illa við nokk- urn mann. Ef hins vegar ætti að hægja á verðbólgunni kostaði það ýmsar óþægilegar aðgerðir, sem þá myndu bitna á fjármálaráö- herra. I slfkt embætti langaði þvi engan mann sem þyrsti að láta ser annt um atkvæði sin. Eftir þvi sem heyra mátti á mönnum, þykir þeim málefna- samningurinn út af fyrir sig nokkuðgóður, það er að segja svo langt sem hann nær. En málið væri að hann næði ákafiega stutt og eftir það færi allt eftir þvi hvernig mönnum tækist að vinna saman og hvort þeir þyröu að gera það sem gera þarf. Hins vegar væri eftir þessum málefna- sáttmála einnig hægt að láta allt reka á reiðanum og þá héldi áfram 40-60% verðbólga. Við þetta bætist siöan aö auðvitaö er ennþá allt óráðið um það hvernig launþegasamtökin bregðast við i kjaramálum og samningi um nýj- an visitölugrundvöll. Þótt helstu forystumenn stærstu launþega- samtakannna taki nokkuð vel i tillögur þær sem lagðar hafa verið fram, hefur þaö litið að segja þvi valdið liggur hjá hinum einstöku félögum. Það hefur ekki verið tekið út með sitjandi sældinni að negla saman þá rikisstjórn sem allar likur benda nú til að taki við innan tiðar. Undan- farna daga hafa stjórnmálamenn hlaupa af einum fundi á annan frá morgni til miðnættis, og er þaö mál þeirra sem fylgst hafa með þeim hlaupum, að Lúðvlk Jósepsson sé sprettharðastur þeirra allra. A myndinni eru auk Lúðviks, Kjartan ölafsson og ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Timamynd: Róbert. Norræn byggingaráöstefna hefst á Húsavík í dag Dagana 31. ágúst og 1. septem- ber verður haldin á Húsavik XVII. NBM ráðstefnan, en slikar ráðstefnur um norrænar bygging- arrannsóknir, eru haldnir þriðja hvert ár. Að ráðstefnunum standa rannsóknastofnanir byggingiðn- aðarins á Norðurlöndum með þátttöku ýmissa opinberra aðila á sviði byggingarmála. Ráöstefnur þessar eru haldnar til skiptis i löndunum, og nú i fyrsta skipti hér á landi. Það hefir tiðkast að halda þessi þing utan höfuðborg- anna, og er það m.a. ástæðan fyr- ir þvi að Húsavik varð fyrir val- inu. Aö venju er allur kostnaður greiddur af þátttakendum. Aöalverefni XVII. NBM ráð- stefnunnar verður, „Byggingar- rannsóknir fram til ársins 1985.” Af erindum sem flutt veröa má m.a. nefna: 1. Alþjóðleg samvinna á sviði by ggingarrannsókna. 2. Starfssvið rannsóknastofnana byggingariðnaðarins á Norður- löndum og staða þeirra á sviði rannsókna isinum heimalöndum. 3. Byggingarrannsóknir eða rannsóknir á hinu byggöa um- hverfi. 4. Afstaöa byggingariðnaðarins til byggingarrannsókna. 5. Opinber stefnumörkun i bygg- ingarrannsóknum. 6. Stjórnun byggingarrannsókna. Að lokum erindaflutningi skipt- ast þátttakendur i hópa og ræða viöfangsefnin. Þátttakendur eru um 50 talsins, þar af 5 íslending- ar. t hópi þátttakenda eru menn sem annast framkvæmd, fjár- mögnun og skipulagningu bygg- ingarrannsókna. Enda þótt viðhorf til þessara mála séu ólik i aðildarlöndunum geta isl. aðilar lært mikiö af grönnum sinum i þessum efnum. v ' __ ........... 1 \ Vísindamenn frá N.J. Vavilov stofnunni í Leningrad — í geymslur stærsta fræbanka heims AM — Um þessar mundir eru staddir hér á landi þeir dr. Alexey Zykine og dr. Vitaly Scherbakov, en þeir eru hingað komnir frá N.J. Vavilov-alþjóða gróðurræktarstofnuninni I Leningrad i Sovétrikjunum. Blaðamaöur Timans fann þá tvímenningana að máli sl. mánudag og innti þá eftir er- indum þeirra á íslandi og stofn- uninni, sem þeir starfa fyrir. Þeir sögðu okkur að N.J. Vavilov stofnunin væri nú orðin fimmtíu ára, en hún hefur það verkefni að safna fræi ýmissa nytjajurta frá öllum heimslönd- um og á i banka sinum nú um það bil 350 þúsund frætegundir. Stofnandinn, N.J. Vavilov, heimsótti um þaö bil 30 þjóðlönd á 20 ára timabili, þar sem hann safnaði fræi, en hann lést áriö 1943. Samverkamenn hans hafa haldið starfinu áfram og safnað frá hverju landinu á fætur öðru og er nú rööin komin að íslandi. Fræin sem þeir safna eru notuö við plöntukynbætur og hafa fræ og afbrigöi verið send frá Sovet- rikjunum til fjölda landa, og á tslandi hafa þeir náð saman ein- um 100 tegundum, einkum af grasfræi. Þeir dr. Zykine og dr. Scherbakov kváðust hafa heim- sótt Sámsstaði, Hveragerði, Akureyri og Hvanneyri og skoðað ræktunartilraunir, gróðurhús og garðyrkjuskóla á þessum stöðum. Báru þeir lof á mörg gróðurhús hérlendis fyrir nútimalegan útbúnað og enn- fremur luku þeir lofsoröi á framfarir i landbúnaði hér á síðustu áratugum, svo sem stór- stíjga aukningu i heyfengfnaut- griparækt og sauöfjárrækt. Þeir kváöust hafa mikinn áhuga á samskiptum við islenska vis- indamenn um gróðurræktartil- raunir og vildu gjarna senda fræ til tilraunaræktunar hingað. Þeir kváöust sjá mikla framtiö fyrir grasrækt hér, og höfðu einkum i huga að tegundir sem ræktaðar eru hjá Murmansk útibúi stofnunar þeirra, kynni Rússnesku landbúnaöarvisindamennirnir dr. Scherbakov (t.v.) og dr. Zykine. Tlmamyna Koberi. aö vera forvitnilegt að reyna hér, en sögðu aö til þess að full- yrða um árangur slikra til- rauna, þyrfti langan tima. Til- gangur heimsóknar þeirra nú væri forrannsóknir enda væri þetta fyrsta heimsókn visinda- manna frá Vavilov stofnunni, en ekki sú siðasta. Þeir kváðu þær jurtir sem þeir fundu hér, þekkjastmargarhverjar i Rúss- landi, en fjölda tegunda hefðu þeir þó séö nýjar. Þá hafa þeir aflað sér og kynnt sér rit islenskra visdinamanna um landbúnað og gróöurrækt og vonasteftir skiptum á sliku vis- indalegu efni framvegis. Haía safnað um það bil 100 tegundum af íslensku fræi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.