Tíminn - 12.09.1978, Side 1
I
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392
AHflflHHIHHHflHH^HflflHflHHNHI
BBH^HHHBHBHHBHBHHHBHHHBBHBHBHBBBBB
Frystihúsin á Suöurnesium
Aðalvík kom með fullfermi til Keflavikur,
en erfiðlega gengur að fá fólk til vinnu
Kás — í gærdag byrj-
uðu velflest fiskverk-
unarhúsin á Suðurnesj-
um aftur vinnslu eftir
u.þ.b. mánaðarstopp.
Eða eins og forsvars-
maður eins þeirra orð-
aði það: „Jú, það er
verið að reyna að
bögglast af stað aftur.”
Eru þessar aðgerðir i beinu
framhaldi af fundi sem eigend-
ur frystihúsanna á Suðurnesjum
héldu með sér á laugardaginn,
þar sem eftirfarandi samþykkt
var gerð: „1 trausti þess, að
staðiðverði við þau skilyrði sem
gefin hafa verið af stjórnvöldum
um skjóta lausn á fjárhags-
erfiðleikum fyrirtækjanna, og
þegar verði unnið að lausn
áralangs rekstrarvanda sjávar-
útvegs Suðurnesjamanna,
verður reynt að hefja vinnslu á
ný. Fyrirsjáanlegt er að ekki
munu öll fyrirtækin hefja
vinnslu strax. Þó gerir fundur-
inn sér vonir um að unnt verði
að bæta hið alvarlega ástand
sem nú rikir á svæðinu.”
t Keflavik hófu fjögur hús
vinnslu i' gær: Hraðfrystihús
Keflavikur, Hraðfrystihús Ólafs
Lárussonar, Keflavik h.f., og
Baldur h.f., enda skuttogari.nn
Aðalvik kominn inn með full-
fermi, um 150 til 160 tonn. Strax
og húsin höfðu opnað fækkaöi
stórlega á atvinnuleysisskrá.
Starfsmaður á skrifstofu
Hraðfrystihúss Keflavikur
sagði aðmjögerfiðlega gengi að
manna aftur húsið. „Sumt af
þessufólki sem vann hér, virðist
búiðað koma sér i vinnu annars
staðar, jafnvel i fisk úti á landi.
Ég veit ekki hvort þetta er bara
svona fyrsta daginn”, sagði
hann, „eðahvorí þetta á eftir að
ganga svona.”
Verkstjóri hjá Keflavik h.f.
sagði að ekki hefði mikið reynt á
það ennhvernig gengi að fá fólk
til starfa á ný, þar sem þeir
hefðu ekki hafið vinnslu fyrr en
eftir hádegi. Samt virtust furðu-
lega margir mættir, eða um 50
af þeim 70 manns sem venju-
lega vinna i húsinu.
1 Njarðvik hófu bæði Sjöst-
jarnan og RA-Pétursson vinnslu
að nýju, og i Sandgerði Miðnes
h.f. en Jón Erlingsson hafði
hafið vinnslu nokkrufyrr. Fisk-
verkunarhúsin i Grindavik hafa
hins vegar ekki stöðvast að f ullu
eins og þau sem hér hefur verið
minnst á, og munu auðvitað
halda áfram vinnslu.
Frystihúsin opna:
Stórlega
fækkar á
atvinnu-
leysisskrá
Kás — i gær opnuöu mörg af fisk-
verkuiiarliúsuiium á Suðurnesj-
um að nýjú eftir dágott hlé, og
hafði þaðsináhrif til breytingar á
atvinnuleysisskrá, til hins betra.
Fyrir helgi höfðu 110-12 manns
veriðá atvinnuleysisskrá i Kefla-
vik. en um miöjan daginn i gær
hafði þeim fækkað niður i 60. i
Njarðvlk höfðu atvinnulausir ver-
ið á bilinu 11-14, en fyrir hádegi i
gær höfðu aðeins þrir tilkynnt sig.
i Sandgerði var énginn á atvinnu-
leysisskrá, en höfðu verið 16 fyrir
helgi.
1 Vest.mannaeyjum voru enn 24 á
atvinnuleysisskrá, en höfðu verið
153þegar flest var. Búist er við að
þeim eigi enn eftir að fækka
þegar liður á vikuna, þegar Eyja-
berg tekur aftur til starfa, en þá
eru öll fiskverkunarhúsin i Vest-
mannaeyjum tekin á ný til starfa.
Eins og þessar tölur sýna hefur
atvinnuástand breytst til hins
betra á þessum svæðum, og lætur
nærri að fjölda þeirra sem
skráðir eru á atvinnuleysisskrá
hafi fækkað um 2/3 hluta siðustu
vikuna.
Ný verðbóta-
vísitala tók
gildi í gær
— tillit tekiö til niðurfærsluaðgerða
stjórnvalda
MÓL — Ný verðbótavisitala tók
gildi i gær og er hún reiknuö i
samræmi við ákvæði úr tvenn-
um af þeim þrem bráðabirgöa-
lögum, sem núverandi rikis-
stjórn hefur sent frá sér. Hin
nýja visitala, sem kemur f stað
áður tilkynntrar visitölu fyrir
september 1978, reyndist 142,29
stig eða hin sama og var i giidi á
greiöslutimabilinu júnf, júli og
ágúst 1978. t þessari nýju
verðbótavisitölu er tekið tillit til
vfsitöluáhrifa af niðurfærsluað-
gerðum stjórnvalda.
Eins og kunnugt er hækkuðu
laun almennt 1. september s.l.
Nam sú hækkun hjá
ASl-launþegum 4.000 kr. á mán-
uði fyrir fulla dagvinnu að
viðbættum verðbótum frá
desember 1977, eða samtals
4.992 kr. Til launþega innan
BSRB og BHM nemur áfanga-
hækkun þessi 3%, þó aldrei
lægri til BSRB-launþega en
4.000 kr. á mánuði að viðbættri
verðbót frá 1. desember 1977.
En með bráöabirgðalögunum,
sem tóku gildi s.l. föstudags-
kvöld, voru felld úr gildi þau
lagaákvæði, sem giltbafa und-
anfarna mánuði um útreikning
verðbóta á laun og hafa m.a.
falið i sér takmörkun á greiðslu
fullra verðbóta samkvæmt
kjarasamningum. Með nýju
bráðabirgðalögunum taka að
fullu gildi ákvæði kjarasamn-
inga um verðbætur á öll laun,
sem voru 200.000 kr. á mánuði
eða lægri i desember 1977. Eftir
2. gr. þessara laga fá öll hærri
laun sömu verðbótahækkun frá
desember 1977 i krönutölu og
200.000 kr. launin fá, þegar við
þau hefur verið bætt áfanga-
hækkunum 1. júniog 1. septem-
ber 1978. Þetta launamark svar-
ar til mánaðarlauna i dagvinnu
er vorumeðhálfum verðbótum i
ágúst s.l. 231.342 kr. hjá
ASl-launþegum (234.914 kr. með
verðbótaviðauka), og hjá
BSRB- og BM H-launþegum
230.844 kr. (235.758 kr. með
verðbótaviðauka). Þetta sam-
svarar, eftir hinum nýju lögum
og nýrri verðbótavisitölu, mán-
aðarlaunum sem eru 262,605 kr.
hjá ASÍ-launþegum og 264.788
kr. hjá BSRB- og BHM-launþeg-
um.
Að lokum má geta þess, aö
laun fyrir dagana 1.-10. septem-
ber s.l., sem greidd eru eftirá,
skulu gerð upp endanlega eftir
þeim kauptöxtum, sem nú taka
gildi. Laun, sem greidd voru
fyrirfram fyrir þessa daga,
skulu hins vegar haldast
óbreytt.
7% hækkun utanlandsferða
vegna gjaldeyrisskatts
Geysimiklar hækkanir erlendis i aðsigi
AM— í gærkvöldi barst
blaðinu frétt um að ut-
anlandsferðir mundu
hækka um 7% vegna
10% gjaldeyrisskatts, til
viðbótár- við þá 19%
hækkun vegna gengis-
feilingar, sem gilt hefur
frá siðustu mánaðamót-
um.
1 fréttinni segir að rétt sé að
benda á aö þær hækkanir sem hér
um ræðir, séu verulega lægri en
gengisrýrnun sú, sem oröið hefur
frá þvi að feröaskrifstofurnar
gáfu út siðastliðinn vetur verö-
lista sina fyrir feröirnar f sumar.
Nemi gengisrýrnunin á þessu
timabili 55% gagnvart spönskum
gjaldmiöli, samkvæmt beinni
gengisskráningu. Er þá ekki tal-
inn með sá 10% skattur, sem
lagöur er á gjaldeyriskaup vegna
ferðalags.
Sigurður Haraldsson hjá Sam-
vinnuferðum sagði að tiltölulega
fáar ferðir væru nú ófarnar hjá
þeim af auglýstri verðskrá og
gerði hann ráð fyrir að senn yrði
haldinn fundur i Félagi isl. feröa-
skrifstofa um nánara fyrirkomu-
lag á framkvæmd þessara hækk-
ana. Sigurður sagði aö hér væri
augljóslega um geysimikla hækk-
un að ræða og væri þá ekki komin
með i dæmið sú hækkun sem yrði
erlendis, vegna mikilla verö-
hækkana þar. Væri því ekki hægt
að segja hvað yrði, fyrr en gengið
hefði verið frá nýjum samningum
og næsta verðskrá lægi fyrir.