Tíminn - 12.09.1978, Page 3
Þriðjudagur 12. september 1978
ilMMHili
3
Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra:
Undírbúningur hafinn að mörkun
íslenskrar iðnaðarstefnu
Málefni skipaiðnaðarins skjótlega tekin til gagngerrar meðferðar
AM— i gær átti blaðið tal
af Hjörleifi Guttorms-
syni, iðnaðarráðherra, og
innti hann eftir hvaða
ráðstafanir ríkisstjórnin
hygðist gera, til eflingar
stöðu innlends iðnaðar á
næstunni.
Ráðherra svaraði þvi til að á
þessu sviði væri margt i undir-
búningi, þótt hann mundi ekki
nefna ákveðna þætti að sinni.
Samt upplýsti hann að senn yrði
skipaður starfshópur um mál-
efni iðnaöarins og skyldi hann
gera athugun á þeim sviðum,
sem einkum yrði lögð áhersla á i
framtiðinni. Ekki sist mundi
hann kanna vaxtarmöguleika
islensk útflutningsiðnaðar og
önnur iðnaðarsvið. Einnig yrði
til sérstakrar athugunar sú
grein stjórnarsáttmálans, sem
kveður á um að spornaö skuli
gegn óeðlilegri samkeppni við
erlendan iðnvarning, en þar
teljast með þær beiðnir um frest
á tollalækkunum, sem nú eru til
athugunar.
Þessum hópi yrði og ætlað að
vinna að áætlun um islenska
iðnþróun og kynni hann aö geta
haft hliðsjón af áliti þvi er Iðn-
þróunarnefnd skilaði 1975, en
þótt nefndir hefðu unnið að
ákveðnum verkefnum i sam-
ræmi við þetta álit, hefði mjög
skort á að markvisst væri unnið
að þvi, sem Iðnþróunarnefnd
ályktaði um og snertir islenskan
iðnað.
Ráðherra minntist sérstak-
lega á málefni skipaiðnaðarins,
þar sem hann kvað þörf á mjög
breyttum tökum, og þar væri
brýnan vanda aö leysa, sem
ekki þyldi neina bið. Kvað hann
i undirbúningi að marka nýja
stefnu i þessum málum, svo
hægt yrði að nýta fyrirtækin
sem mest og best og ætti það
jafnt við um nýsmiðar og við-
gerðir.
Hjörleifur Guttormsson lagði
áherslu á að þar sem rikis-
stjórnin hefði ekki i hyggju að
laða erlent áhættufjármagn til
landsins, gætti að sjálfsögðu
einskis sliks i áformum hennar,
heldur bæru þau svip af þeirri
meginhugsun að móta islenska
iðnaðarstefnu.
Hann kvaðst hafa áhuga á að
efla ráðuneytið aö sérhæfium
og faglegum starfskröftum,
sem verið gætu til ráðuneytis
um málefni hinna ýmsu iðn-
aðargreina, og auðveldaö skipu-
lagningu og yfirsýn, um leiö og
hann tók fram að með þvi væri
ekki á neinn hátt vegið að þvi
hæfa og vel mennta fólki, sem
fyrir er i ráðuneytinu.
011 matvæli
undanþegin
söluskattí
Ohappí
Leppi-
tungum
I tllðVl'l l IICIUI VCl iu miau UIII
aukna skattheimtu i kjölfar
bráðabirgðalaganna, en þeim
fylgir líka niðurfelling á 20%
söluskatli, af öllum matvæl-
um, sem hlýtur að koina sér
mjög vel sérstaklega fyrir
stórar fjölskyldur.
— nema öl, gosdrykkir og
sælgæti
ATA— Einn liður í bráða-
birgðalögum ríkisstjórnar-
innar um kjaramál er
lækkun á verði ýmissa
nauðsynjavara. Þessi
lækkun er framkvæmd
með því að fella niður sölu-
skatt á þessum vörum og
með auknum niðurgreiðsl-
um.
1 reglugerð með bráðabirgða-
lögunum segir, að sala á matvæl-
um verði undanþegin söluskatti.
Undantekning frá þvi er öl, gos-
drykkir og sælgæti. Undanþága
frá söluskatti nær heldur ekki til
veitingahúsa eða greiðasölu-
staða.
Fjöldi annarra vara, verðmæta
og þjónustu er undanþeginn sölu-
skatti samkvæmt reglugerðinni.
Þar má nefna:
Fiskumbúðir og kjötpokar,
veiðarfæri og efni til veiðarfæra-
gerðar, salt, beita, áburður (þó
ekki i smásöluumbúðum), gras-
fræ og sala innlendra dagblaða,
auglýsingar i dagblöðum bókum
og timaritum, sala á fasteignum,
skipum, loftförum og loftfara-
varahlutum, sala á verðbréfum,
svartolia, olia, kol og koks til
húshitunar og hitunar laugar-
vatns, sala eða leiga á kvikmynd-
um sem gerðar eru til sýningar i
kvikmyndahúsum og sjónvarpi.
Einnig má nefna húsaleigu, út-
fararþjónustu, þjónustu sjúkra-
húsa, fæðingarheimila óg heilsu-
hæla, lækningar og lögfræðistörf
sölu listamanna sjálfra á eig-
in verkum, rafmagn til hitunar
hús og laugarvatns, ’þjónustu
banka og sparisjóða, aðgangseyri
að iþróttasýningum, iþróttamót-
um, skiðalyftum, kappreiðum og
góðhestasýningum.
Reglugerðin öðlast gildi frá og
með föstudagsmorgninum 15.
september.
Þessi niðurfærsluleið rikis-
stjórnarinnar kemur ungu fólki
sjálfsagt talsvert á óvart. Menn,
sem eru að nálgast þritugt,
þekkja ekki hugtakið verðbreyt-
ingu öðruvisi en sem verðhækk-
un, enda munu vera um það bil
tuttugu ár siðan niðurfærsluleiðin
var siðast reynd.
Markarfljót brúað
— inni viö Emstrur
HR— Um þessar mundir
er verið að Ijúka smíði
brúar yfir Markarfljót
inni við Emstrur. Tengir
hún saman afrétti Hvol-
hreppinga og Fljótshlíð-
inga.
Timinn hafði samband við
Ólaf Sigfússon oddvita i Hvol-
hreppi og sagði hann aö brúin
væri mikil hagsbót fyrir Hvol-
hreppinga. Afréttir þeirra væru
austan Markarfljóts og hefðu
þeir oft átt i erfiðleikum með að
koma fé sinu yfir. Þá auðveldaði
þetta einnig alla smölun, þvi nú
væri bilfært inn i Emstrur.
Sagði Ólafur að brúin yrði ein-
mitt tekin i notkun um næstu
helgi þegar smöiun hæfist.
Þá sagði hann að brúin auð-
veldaði mönnum mjög að aka
Fjallabaksleið syðri austur i
Skaftártungu. Hins vegar opn-
aði þessi vegur ekki leiöina
niöur i Þórsmörk þvi Syðri-
Emstruá væru óbrúuð á þeirri
leið, nema hvað þar væri göngu-
brú.
„Kemur sér illa fyrir
marga kaupmenn”
— hvað fyrirvarinn er stuttur
ATA— Tíminn talaði við
Gylfa Birgisson, versl-
unarstjóra i Hagkaup, í
gær.
Hann sagði, að reglugerð
varðandi niðurfellingu sölu-
skatts af matvælum hefði fyrst
borist þeim um fjögur leytið i
gær (mánudag). Iiann sagði, að
fyrirvarinn væri allt of stuttur.
Fram á fimmtudagskvöld verð-
ur greiddur fullur söluskattur
af öllum vörum cn á föstudags-
morgun verður búið að fella
hann niöur af stórum hluta var-
anna.
,,Þaö hefði veriö algert
lámark að gefa okkur frest fram
yfir helgi, þannig að hægt hefði
verið að vinna i endurverðlagn-
ingu um helgina. Eigi þctta að
takast veröur að vinna með
undraverðum hraða og það cr
hætt við þvf, að þessi stutti
fyrirvari komi sér illa fyrir
marga kaupmcnn”, sagði Gylfi.
„Fyrir utan þetta allt veröur
allt bókhald miklu flóknara en
áður. Við þurfum til dæmis aö
senda inn tvær söluskatts-
skýrslur fyrir september”,
sagði Gylfi Birgisson að lokum.
SS — Það óhapp varð i
fyrradag i Leppitungum
við Kerlingarfjöll, að
Helgi Jónsson fjallkóng-
ur frá ísabakka, varð
undir hesti sinum og fór
úr liði um olnbogann.
„Þetta her.ti um fimmleytið
með þeim hætti, að hestur llelga
stakkst á hausinn ofan I lækjar-
farveg og varö Helgi undir” sagði
Skúli Gunnlaugsson, Miðfelii, i
samtali við Timann I gær. „Fyrst
var taliö, að Helgi hefði hand-
leggsbrotnaö, en svo reyndist þó
ekki vera. Það var kallaö eftir
aðstoð f gegnum talstöð dráttar-
vélar, sem þarna var hjá og náði
þyrla I Helga um hálf átta tjáði
Skúli Gunnlaugsson Tfmanum að
lokum.