Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 12
12 Þriöjudagur 12. september 1978 ÍáMílMH „Júntan” í Chile loks Loks hefur það skeð, sem einlægustu andstæð- ingar herforing jaklík- unnar í Chile hafa verið að spá/ allt frá þvi er þessi klíka gerði hallar- byltingu sína árið 1973. Hin fjögurra manna //júnta"# sem ráðið hefur landinu eftir morðið á Allende forseta/ hefur nú klofnað. Hinn friöi, hæverski og metnaðarfulli yfirforingi chile- anska flughersins, Gustavo Leigh herforingi, hefur verið settur út úr embætti af vopna- bræörum sinum þrem innan stjórnar, þeim Augusto Pinoc- het, yfirbjóðanda hersins, Juan Toribio flotaforingja og Cesar Mendoza, yfirmanni carabin- eros, — en það heitir leynilög- reglan. Þótt óvinum júntunnar hafi skeikað hraplega i þessu efni fram til þessa, var það þó ljóst frá byrjun, þegar þéssir fjórir komu fyrst fram i sjónvarpi árið 1973, að mikilla árekstra mætti vænta milli þeirra Pinochet og Leigh. Leigh virtist vera hiö kjörna forsetaefni. Ekki nóg með aö hann var maður gjörvi- legur, heldur var hann og góð- um gáfum gæddur. Foringi flugliös þess, sem með Hawker Hunter þotum, sprengdi upp forsetahöll Allendes, virtist bera höfuð og heröar yfir kumpána sina úr flota og lög- reglu. Merino skorti á hvaö gáfur og metnað snerti, til þess að hann mætti gera sér vonir um aö verða forseti landsins og enn bættist viö bilandi heilsa hans, þegar fram liðu stundir. Mendoza, — sist skarpari en Merino, — var og á allan hátt óhugsandi sem þjóöhöfðingi: — það var og er óhugsandi að menn i efstu sætum þriggja greina hersins, mundu setja yfir sig óbreyttan lögreglumann. Frá þvi fyrsta átti Leigh til aö taka aðra pólitiska stefnu en Pinochet. Óvildin milli þessara tveggja manna kom skjótt i ljós. Fyrsta áfalliö var, þegar Leigh átti viö- tal við italska blaðið Corriera Pinochet, — Leigh samráðherra hans, var tekinn að verða og léttúðugur í tali. della Sera en þar lét hann óskir i ljósi um að aftur yrði snúið til fyrri lýðræðishátta. Pinochet hefur hins vegar lýst þvi yfir aö ekki skuli fara fram almennar kosningar i landinu um sina daga. Annar löðrungur I andlit Pino- chets var það, er Leigh minntist á þaö framtak nokkurra ungra manna, að leggja drög að stofn- un flokks, sem hollur væri Pinochet og mundi með tim- anum afla herforingjanum fjöldafylgis. Spurningu frétta- manns við útvarpsstöðina Radio Agrucultura um þessa hreyf- ingu, svaraði Leigh svo, að þetta yrði aö skoöast einhver „strákapör stúdenta,” og aug- ljóst væri aö slikur flokkur hefði aldrei getaö komið til tals, nema fyrir frumkvæöi Pinochet sjálfs. Athugasemdir Leighs hefðu vart getað verið meira moðg- andi. 1 þessu viðtali lét Leigh loks þriöja lörunginn dynja á Pinoc- het, þegar hann lýsti þvi yfir, að ef það kæmi i ljós aö stjórn Chile hefði átt einhvern hlut að morði utanrikisráðherra Allendes, Or- lando Letelier, mundi hann skoða hvort hann ætti heima i þessari stjórn. Aö þessum kveðjum fengnum, mun Pinochet hafa þótst þurfa aö treysta hnútana utan um völd sin nokkuö. Kennara vantar Viljum ráða strax tvo kennara, er annist kennslu i ensku og viðskiptagreinum, á grunn- og framhaldsskólastigi. Upplýsingar gefur skólastjórinn i sima 95- 5219. SKÓLANEFNDIN A SAUÐARKRÓKI. Sveitarstjóri Suðurfjarðarhreppur, Bildudal óskar að ráða sveitarstjóra nú þegar eða eftir sam- komulagi. Allar nánari upplýsingar veitir undirrit- aður i sima 94-2214 eftir kl. 5 á daginn. Oddviti Suðurfjarðrhrepps. Þriöjudagur 12. september 1978 13 Mihail Ahmétjéf er visindamaður við Jarðfræðistofnun sovésku akademiunnar og hefur i mörg ár tekið þátt i visindaleiðöngr- um sovéskra jarðfræð- ing á íslandi. Hér segir hann frá rannsóknum sinum og ýmsum þátt- um jarðsögu tslands, sem hann hefur athug- að og ritað um. Frásögnin er nokkuð stytt. Það er ekki fyrr en á slðustu áratugum, eftir að bergsegul- mælingar hófust aö hægt er að rekja atburöi fortíöarinnar i timaröö og þau þróunarstig, sem islenskur gróður hefur gengið i gegn um og þær lofts- lagsbreytingar, sem hafa átt sér stað. Upplýsingar þessar byggjast á steingerðum blöðum, aldinum og fræjum og ennfremur á smá- sæjum frjókornum og gróum, sem varöveitast einkar vel, og þó sérstaklega i surtarbrands- lögunum milli blágrýtislaga. Fundarstaöir plöntusteingerv- inga eru á þriðja hundrað viðs vegar um ísland og þó einkum úti við strendur þess, innan um forn basaltlög. Nýjustu rannsóknir sýna, að jarðsaga tslands er ekki ýkja löng, — eöa 15-18 milljónir ára. Ef við ber- um hana saman við sögu jarð- arinnar sem nær yfir a.m.k. 6- 6.5 milljarða ára og segðum að saga jaröarinnar næði yfir eitt ár, þá kæmist jarðsaga Islands fyrir á einum degi. ísland var þakið lauf- skógi Hvernig var þá gróður og loftslag á tslandi, þegar saga landsins var að hefjast? Þaö er skráð I „steinaannála” Vest- fjaröakjálkans, i nánd við Selárdal i Arnarfirði, i surtar- brandsnámunum i Botni I Súgandafiröi og öörum surtar- brandslögum viö strendurnar. A næstunni munu rannsóknir á hinum óbyggðu svæöum nyrst á Vestfjörðum veita miklar upplýsingar um þessi efni. A þessum löngu liðnu timum var Island þakið laufskógum. Mest bar á beyki, en einnig uxu fleiri kulvisar trjátegundir svo sem magnolia, álmur, krist- þyrnir og valhnot. Vinviður dafnaði vel. Loftslag á Islandi var þá hlýtt og rakt og viröist hafa verið likt og nú er i austan- verðum Bandarikjunum suður af New-York. Meöalhiti var hærri en 10 stig á C yfir árið og frost komu sjaldan. Eftir 2 milljónir ára urðu breytingar á gróðurfari, þótt loftslag væri ennþá hlýtt. Lauf- tré tóku aö vikja fyrir greni og furu, en þó ber enn mikiö á ýms- um tegundum lauftrjáa, t.d. magnoliu og lárviði. Beyki var ekki lengur aðaltrjátegundin, en birki, viðir og lerki tóku við. Plöntuleifar frá þessu skeiöi finnast bæöi á Vestur- og Austurlandi, t.d. við Brjánslæk, Gerpi, Seyðisfjörð og viðar. Fyrir u.þ.b. 10 milljónum ára minnkar hlutur laufskóga verulega. Ekki viröist þó hér vera um loftslagsbreytingu að ræða, heldur mun þetta tengt þvi, að yfirborð sjávar hækkaði til muna. Aðaltrjátegundirnar á þessu skeiði voru lerki, birki, álmur, beyki, valhnot og þinur. 1 skógunum hafa einnig vaxiö ýmsar jurtir eins og mosar, starir og grös. Viða á Vestur- og Austurlandi hafa fundist vel varðveitt frjó og aldin, t.d. i Húsavikurkieif og viðar. Ekki hafa enn fundist plöntuleifar, sem einkenna þetta timaskeiö á Norðurlandi. En búast má við, að þær finnist við Dalvik og i Fnjóskárdal. Fyrstu merki um kólnandi loftslag koma i ljós fyrir u.þ.b. 7,5 milljónum ára. Eikin og beykiö, sem voru algengustu trén i laufskógunum hopuðu nú fyrir barrtrjám: greni, furu og lerki. En skógarnir urðu ekki langlifir. Barrskógarnir urðu ekki nema 2,5 milljón ára gamlir. Mest hefur fundist af barrskógarleifum i Norðurárdal á svæöinu kringum Laxfoss, milli Hreðavatns og Langa- vatns. A Norðurlandi hefur mest fundist af slikum leifum nálægt Illugastööum i Fnjóskárdal. íslenska flóran er 3,5 milljón ára gömul Eyðing skóganna var mjög hægfara. Fyrst hurfu laufskóg- arnir. Það geröist fyrir u.þ.b. 6 milljónum ára. Þá tóku viö smágerðir birkiskógar og barr- skógar. Grös og lágur runna- gróöur ruddu sér til rúms i æ rikara mæli. Loftslagið á þessu skeiði mun hafa veriö svipað og nú er i fjallahéruðum Norður- Evrópu og nyrst á Bretlands- eyjum. Fyrir um 5 milljón árum siðan biöu skógarnir endanlegan ósig- ur fyrir birkikjarri og lágvöxn- um viöi. Jurtaleifar, sem fund- ist hafa nálægt Sleggjulæk á Vesturlandi og á nokkrum stöð- um vestan við Löginn, hjá Jökulsá á Brú og á Tjörnesi fslenska flóran 3.5 mill jón ára gömul Brjánslækur á Baröaströnd. Þar finnast leifar rlkjandi trjágróöurs, eftir aö laufskógin- um byrjaöi fyrst aö hnigna færa okkur heim sanninn um þessa þróun. Sú flóra, sem nú rikir á tslandi hefur myndast fyrir um 3,5 milljón árum. Þaö má telja fullvlst, að um það leyti hafi þær jurtategundir, sm nú vaxa á landinu fest rætur. Flóra tslands var miklu fjölbreyttari fyrir isaldir heldur en hún er nú. Nokkrar harðgerðar tegundir, eins og t.d. elrir, liföu ekki af kuldaskeið siöari jökulskeið- anna og dóu út. Loftslag hefur veriö sveiflukennt siðustu 3 milljónir ára, og skiptust á kuldaskeiðog hlýskeið. A kulda- skeiðunum hvarf gróður aö heita má. Jöklar viröast hafa MÉaaaa * • í „steinannálum” Vestfjaröar- fej. kjálkans má finna heimildir um y gróöur og loftslag á tslandi, þegar saga landsins var aö hefj- ast, t.d. f surtarbrandsnámun- um aö Botni í Súgandafiröi engin tilviljun, að þessar teg- undir eiga i meiri örðugleikum með að komast yfir vatn en aðr- ar tegundir. Þótt tsland sé nær Ameriku en Evrópu og ýmislegt mæli með tengslum viö Ameriku (t.d. Golfstraumur- inn), þá eru það miklu fleiri teg- undir, sem tengja tsland viö Evrópu. Þessi tengsl, sem mynduðust yfir u.þ.b. 8-9 milljónum ára eru i samræmi viö hugmyndir jarðfræðinga um landris á Atlantshafshryggnum á nýlifsöld. náð hámarki fyrir 3 milljónum ára, siðan aftur fyrir 1,8 milljón ára og 1,2-1 milljón ára. Og allt fram að nútimaskeiði hafa jökl- ar öðru hverju verið aö þenjast út. Aberandi hlýskeið hafa komið fyrir um 2,5 milljónum ára og aftur á bilinu frá 1,5-1,3 milljónum ára. Þessar tölur þurfa þó ef til vill leiðréttingar við. I stuttu máli má skipta þróun islenskrar flóru i 3 meginskeið. Fyrsta skeiðið nær yfir timabil- iö frá 16/18 milljónum ára til 8 milljóna ára, þegar loftslag var hlýtt og rakt og laufskógar þöktu landiö og beyki var út- breiddasta tegundin. Annað skeið nær yfir timabiliö frá 8-5 milljóna ára og einkennist af þróun barrskóga og siöan eyö- ingu þeirra. A siðasta skeiði, sem nær fram á okkar daga, nær lágvaxinn kjarrgróður og sifreri yfirhöndinni og á Isöldum tekur við heimskautagróður. Tengsl við umheiminn Rannsóknir á fornum jurta- leifum leiða einnig i Ijós hvaða tengsl voru milli tslands og um- heimsins. A hlýskeiðinu voru þaö sömu tegundirnar, sem uxu á tslandi og Noröur-Evrópu, en á nýöld hafa engar leifar fundist af tegundum, sem einkenna flóru þessara landa (eik, kastaniu o.fl.) Þaö er sjálfsagt t Fnjóskárdal er búist viö aö finnast muni plöntuleifar um gróöurriki á tslandi fyrir 10 milljónum ára. Þá létu laufskógar enn undan siga, vegna hækkunar á yfirboröi sjávar. t Fnjóskárdal hefur fundist mikiö af barrskógarleif- Með „almennum sérfargjöldurrT getur afsláttur af fargjaldi þínu orðið 40%, og enn hærri sért þú á aldrinum 12 - 22ja ára - og ekki nóg með það, nú bjóðum við enn betur. Nú færð þú ffötskykfuafslátt tll víðbótar Þessi nýi fjölskylduafsláttur gildir til allra Norðurlandanna, Bretlands og Luxemborgar. Fyrst er reiknað út „almennt sérfargjald" fyrir hvern einstakan í fjölskyldunni - þá kemur fjölskylduafslátturinn til sögunnar á þann hátt að einn í fjölskyldunni borgar fullt „almennt sérfargjald" en allir hinir aðeins hálft. „Almenn sérfargjöld'1 okkar eru 8-21 dags fargjöld sem gilda allt árið til nær 60 staða í Evrópu. Láttu starfsfólk okkar á söluskrifstofunum, umboðsmenn okkar, eða starfsfólk ferðaskrif- stofanna finna hagkvæmasta fargjaldið fyrir þig og þína. flucfélac LOFTLEIBIR ISLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.