Tíminn - 12.09.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 12.09.1978, Qupperneq 15
Þriftjudagur 12. september 1978 15 Guðjón Jónsson — Litlu-Ávík, Ströndum Allra faöir, örlög veist þú min. t angist hrópa ég i bæn til þin. Þú, sem skilur duiinn hugarharm, hjarta minu lyft að þínum barm. Leiði mig þin blessuð hjálparhönd heim á bjarta ódauðleikans strönd. Þar er hvildin þreyttu barni vis þegar sól á efsta degi ris Ó..I • Bróðir minn, Guðjón Jónsson i Litlu-Avik, Ströndum, hefur lotið hinu m ikla valdi. Hann hefur unn- iö sinn æviþátt til enda. Hann mat það mest að vera trúr hinu góða i sjálfum sér. Hann var sérstæður persónuleiki, sem gleymist ekki þeim, er best þekktu. Dulur i skapi, fór ekki troðnar slóðir. Hann var afburða verkmaður og höfðingi í lund. Þetta erþaðsem mérer rikasti huga að segja um Guðjón að leiðarlokum, Fyrst minnist ég Guðjóns er hannvar ungur drengur. óhörðn- uð höndin fór með orf og ljá. Myrkranna á milli hjálpaði hann föður sinum við búskapinn og smiðarnar. Hann var svo lágur i lofti að hann varð að standa á kassa til þess að geta dregið langviðarsögina nógu hátt á móti fullorðnum manni þegar lang- viðnum var flett i þunnar fjalir sem smiða skyldi úr báta, likkist- ur eða aðra muni. Æskuárin liðu i stöðugu striti. Kannski hefur hann átt ýmsar bestu og ljúfustu stundirnar með skepnunum sem hann annaðist og umgekkst af umhyggju og nær- gætni. Enn liður timinn. Maður um tvitugt hyggst hleypa heim- draganum, sjá meira fyrir sér, vikka sjóndeildarhringinn. Það er haustkvöld og hann er ferðbúinn. Ferðakistan stendur opin á gólf- inu, hlaðin hlýlegum ullarfötum, sem móðurhöndin hafði lagt þar. Það er hljótt og þungi i lofti. Allir eru þögulir. Það er alltaf eitthvað sérstakt við kveðju- stund. Gamall maður situr hugsi meö höndundir kinn. Lokssegir hann: „Teningnum hefur verið kastað. Þú ferð, sonur minn, en hvernig fer ég að án þin?” Það er eins og allir standi á öndinni og biði eftir einhverju. Hver ju? Um háttamál gengur ungi maðurinn til föður sins, tekur um herðar honum og segir: „Ég verð hér kyrr hjá þér, faðir minn”. Gamla manninum létti fyrir brjósti. Þeir féllust i faðma. Þetta var ekki siðasta fórnin, heldur hin fyrsta. Eftir þessa ákvörðun vann hann og var foreldrum sinum allt meðan þau lifðu. Eitt sinn mun dögg ástarinnar hafa fallið að hjarta hins unga manns og fagrir draumar borið hann upp I ljósið — en ljósið hvarf. Blómið yndislega fölnaöi og hneig til jarðar. Þjáningin og lifið eru óaðskiljanleg heild. Dýpsta sorg- in er þögul. Sjaldan er ein báran stök. Enn barði sorg að dyrum. Systir hans, Guðbjörg, _var skyndilega burt- kölluð og eftir stóðu sex munaðarlaus börn á aldrinum 1-9 ára. Þau tvistruðust eins og oft vildi verða. Þá tók Guðjón og móðir hans, sem þá var orðin gömul kona ogellilúin, einn drenginn, Hannes Þórölfsson, 6 ára gamlan. Þar sem ér hjarta- rúm, þar er einnig húsrúm sannaöist þar. Missir Guðbjargar var þyngri sorg en orðum taki fyrir Litlu-Avikurheimilið. Systkinin voru mjögsamrýnd. Sum él birt- ir aldrei upp. Sum sár gróa ekki þó að yfir þau hemi. Þetta skarð varð aldrei fyllt. Þar kom löngusiðar að Guðjón gekkaðeiga Þórdisi Guöjónsdótt- ur, ekkju með fimm börn. Þá tók hann enn þunga ábyrgð á herðar sér að ganga þeim I föðurstað. Þann veg þræddi hann af sam- viskusemi og umhyggju. Þau hjón eignuðust tvo drengi, annar dó við fæðingu, en Jón Guðbjörn er uppkominn efnispiltur. Sigriður, stjúpdóttir Guðjóns, lét fyrsta barn sitt bera nafn hans. Sigursteinn Sveinbjörns- son, stjúpsonur hans, hefur alla tið frá þvi hann komst til þroska verið hægri hönd fóstra sins við búskapinn og ræktun jarðarinnar, sem er til fyrirmyndar i hvivetna enda voru hjónin samhent i öllu sem vel fór fyrir heimilið og var gestrisni þeirra rómuð. Enn er það ósagt að mörg börn fjarlægari en getið hefur verið nutu skemmri eða lengri dvalar á heimili Guðjóns, en það mun ágreiningslaust talinn góður þátt- ur i uppeldi þeirra og mótun. Og frá systurbörnunum, sem nú starfa i' fjarlægum löndum, Sveinbjörgu Alexanders og Björgvini Óskarssyni lækni, ber- ast hlýjar kveðjur vermdar ljúf- um minningum. Að leiðarlokum hugsa ég til þin inn fyrir tjaldið, sem fallið er, bróðir, og þakka þér það, sem aldrei verður fullþakkað, alla umhyggju þina og fórn fyrir for- eldra okkar. Ég minnist þess hve heill þú varst i starfi og dagfari, til orðs og verka, öllum einlægur og holl- ur. Þú kastaðir aldrei steini i annarra garð. Ólöf Jónsdóttir. Haustið 1938 — eða fyrir réttum fjörutiu árum tók ég við starfi skólastjóra við heimavistarskól- ann á Finnbogastöðum i Tré- kyllisvik. Byggðin lá þá utan al- faraleiðar og fáar götur greiðar heim og heiman. Það var þvi ekki liklegt að sá hlyti góöan kost sem hugsaði þar til staðfestu. Þetta fór þó á annan veg. Eftir fimm ára starf þar norður frá kvöddum við hjónin byggðina með mikilli eftirsjá og seinna á ævinni þegar við litum um öxl til liðins tima voru kannski minning- ar frá dvölinni þar, besti ylgjaf- inn og skemmtilegast að rekja. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp nú, fjörutiu árum seinna? Sú fregn barst á öldum ljósvak- ans mildan og sólrikan haustdag, að einn af bændum byggðarinnar þar norður frá væri látinn. ,,Um héraðsbrest ei getur þó hrökkvi sprek i tvennt” kvaö Guðmundur skáld Friðjóns- son. En nú var þaö ekki sprek sem hrökk, heldur stofn af sterkri rót. Stofn, sem hafði staðið beinn og óbugaður i öldukasti áránna. Maður sem breytt hafði grýttum karga i gróinn völl oglitlu kotbýli i myndarlegt sveitasetur. Guðjón Jónsson bóndinn i Litlu-Avik var fyrst og fremst stór af sjálfum sér en hann haföi Uka heimanfylgju góða — sterka ættarþræöi. Foreldrar hans voru Jón Magnússón bóndi og bátasmiður i Litlu-Avik og kona hans Sigriður Agústina Jónsdóttir. Þær ættir liggja til þjóökunnra svipmikilla manna svo sem Torfa Einarsson- ar alþingismanns á Kleifum i Steingrimsfirði, Asgeirs Einars- sonar á Þingeyrum i Húnaþingi og Hergilseyjarsystkina Þuriðar og Eggerts Ólafssonar. Faðir Guðjóns og einnig afi hans voru miklir bátasmiðir og var á orði haft að hver sá far- kostur sem þeir legðu hönd að mundi vel reynast. Hann lærði einnig þessa iðn og þótti vel tak- ast. Ég kynntist Guðjóni ekki mikið þau ár sem ég var i Trékyllisvik en mér er minnisstætt þegar ég sá hann i fyrsta skipti,það var á gleðisamkomu i Arnesi. Hann vakti eftirtekt vegna þess hve framkoma hans var látlaus og hógvær. Þegar hann gekk á vit gleðinnar var það án alls hávaða — en svipurinn hlýnaði og brosið var milt. 1 afmælisgrein sem Sigmundur Guðmundsson fyrrum bóndi á Melum skrifaði um Guðjón sex- tugan segir svo: „Guðjón er maður dulur i skapi og fer ekki troðnar slóðir fjöld- ans. Hann er litt gefinn fyrir að trana sér fram og mörgum finnst hann helst til hlédrægur en þeim sem tekist hefur að ná vináttu hans fyrir hittir mikið tryggða- tröll sem hefur öðrum miklu að miðla. Slika menn er gott að eiga að vini.” Hér talar maður sem gjörst þekkir. Það nálgast héraðsbrest i fámennri byggð þegar menn eins og bóndinn i Litlu-Avik hverfa af vettvangi. Með þessum linum vil ég votta sveitungum Guðjóns samúð vegna fallins félaga, félaga sem var minni i orði en mikill á borði. Það er skarð fyrir skildi hjá fjölskyldunni i Litlu-Avik. — En eittsinn skalhver deyja — og orð- stir lifir um mætan mann. Það er huggun harmi gegn. Systir Guðjóns er Ólöf Jóns- dóttir skáldkona. Hún hefur fylgt bróðursinum trúlega siðustu fót- málin. Ólöf min, — Ég sendi þér inni- lega samúðarkveöju. Þ.M. t 1 fámennu sveitafélagi eins og Arneshrepps verður jafnan skarð fyrir skildi þegar einhver af traustustu bústólpum sveitarinn- ar kveður i siðasta sinn viðandlát sitt hér og flyst til annars og betra heims. Slikt skarð verur seint eða ekki bætt, þótt máltækið segi, að maður komi manns I stað. Guðjón Jónsson i Litlu-Avik er fluttur fra okkur til annarrar stjörnu. Arum saman hafði hann kennt þess sjúkleika, sem að lok- um dró hann til dauða. Arum saman lét hann sem minnst bera á þessum sjúkleika sinum og lagði sig fram við öllsin störf, eins og honum var i blóð borið, þótt ekki gengi hann heill til skógar. Guðjón er fæddur i Litlu Avik 22. april árið 1906, sonur Jóns Magnússonar, hins kunna hag- leiksmanns og bátasmiös og Sig- riðar Agútsinu Jónsdóttur. Guö- jón lærði bátasmiðar af föður sin- um og stundaði þær i igripum fram eftir ævi. Eru þeir margir, bændurnir i Ameshreppi, sem eiga báta smiðaða af Guðjóni. Eftir fráfall föður sins, tók hann að sér forsjá búsins, og bjó með móður sinni uns hún andaðist árið 1951. Arið 1952 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni Þórdisi Guöjóns- dóttur og eignuöust þau einn son Jón Guöbjörn, sem heima á i Reykjavik. t Litlu-Avik hefur ávallt verið fremur harðbýlt og erfitt um ræktun vegna grjóts og grýttra mela. En er ný tækni i landbúnaöi tók að berast um sveitir landsins, varð hann einn hinna fyrstu i Ar- neshreppi að taka hana i þjónustu sina. Aflaöi hann sér tilheyrandi véla, og tók að breyta gróöurleys- um og grjótmelum i graslendi. Tókst honum þetta meö fádæma dugnaði, svo aö Litla-Avik er nú óþekkjanleg, frá þvi sem áður var, að þvi er snertir ræktað land, sem nú er orðið mikið aö viðáttu, og bústofn einhver hinn mesti i allri sveitinni. En þess er skylt að geta, að ekki hefur hann staðið hér einn að verki. Svo er um flesta þá, er afrek vinna, aö ekki hafa þæir verið einir á báti þvi: „Maðurinn einn er ei nema nail- ur, með öðrum er hann meiri en hannsjálfur” Þórdis kona hansá sinn mikla þátt I öllum fram- kvæmdum og umbótum sem á jörðinni hafa verið gerðar. Snyrtimennska þeirra beggja hefur verið á orði höfð og um- gengni öll til fyrirmyndar úti jafnt sem inni. Þriðji aöili hefur og átt hér stóran hlut aö, en það er Sigursteinn Sveinbjörnsson sonur Þórdisar frá fyrra hjónabandi, en hann hefur frá æsku starfað að búskapnum og lagt sig ailan fram um uppbyggingu og ræktun jarð- arinnar, og hefur hið mikia starf hans reynst ómetanlegt, ekki sist eftir aðGuðjóntók að kenna þess sjúkdóms sem nú hefursigrað að lokum. Margar ljúfar minningar á ég frá samskiptum okkar Guðjóns og öðru heimilisfólki i Litlu-Avik. Ég fluttist með foreldrum minum að Hrauni, þegar ég var 17 ára, en aðeins er örskammur spölur það- an ofan i Litlu-Avik. Margar átti ég ferðir þangað,ogævinlega var mér vel fagnað af honum og Sig riði móður hans, þeirri góðu sómakonu. Oft sátum við Guðjón við tafl á vetrarkvöldum. Og nokkrum sinnum áttum við leið saman um sveitina i ýmsum er- indum. Fór ævinlega mjög vel á með okkur. En leiðir skildu eins og oft vill verða. Eftir nokkurra ára dvöl á Hrauni, fluttist ég á brott m.a. i atvinnuleit, fyrst i stað, en Guð- jón varð kyrr og stundaði bú sitt og annaöist um aldna móöursina. Aldrei hefi ég komið svo heim i sveitina, aö ekki hafi ég komið aö Litlu-Avik og hafa mér ævinlega verið það miklar ánægjustundir, enda gestrisni þeirra hjóna Þór- disar og Guðjóns einlæg og hlý. Guöjón var alla tiö alvöru- maður. Við hann var gott aö ræða alvarleg mál og þýöingarmikil mál, mál sem þurftu umhugsunar við,en ekki þýddiað ræða um við hvern sem var. Dulur var hann I skapi og lét ekki uppi skoöanir sinar við alla. Ef á annað borð var hægt aö vinna trúnaö hans, varhannallra mann einlægastur, og talaði um það sem honum bjó i brjósti, eða sem hann helst hafði áhuga á. Og það voru sjaldnast þessi almennu dægurmál, sem eru á allra vörum. Ræddum við stundum meöan ég var heima, um lifið og um gátur tilverunnar um alheiminn og stjörnurnar og fleira i þeim dúr. Féll okkur vel að ræða sáman um þessi efni og önnur hliðstæð. Ég vil þakka Guöjóni fyrir öll góö kynni á liönum árum. Og ekki vil ég sist þakka honum fyrir alla þá hjálpsemi, sem hann lét foreldrum minum I té, á meöan þau áttu heima á Hrauni, en hann var þeim ávallt mikil hjálpar- hella, boðinn og búinn þeim til aö- stoðar, ef þau þurftu á hjálp að halda. Slik hjálpsemi var þeim ómetanleg, og verðurekki þökkuð sem skyldi. Við hjónin sendum eftirlifandi konu Guðjóns samúðarkveöjur, og óskum henni styrks i þeim erfiðleikum lifsins sem framund- an eru. Vertu sæll að sinni, gamli vin- ur. Ég veit að nú ertu kominn á annan hnöttannars sólkerfis, þar sem þin biður fegurð og farsæld og uppfylling allra óska. Þvi ekki fer hjá þvi að „þar sem góður maður gengur þar eru guðs veg- ir”, og gangan á guðsvegi hér á jörð leiðir til farsældar á fram- lifshnetti þeim, sem til er flutt, þá héðan er fariö. Ingvar Agnarsson. Tónlistarskólinn í Keflavík Tekið verður á móti umsóknum um skóla- vist á skrifstofu skólans miðvikudaga og föstudaga milli kl. 3 og 5, ennfremur hjá Ragnheiði Skúladóttur, Suðurgötu 9. Umsóknareyðublöð fást i bókabúð Kefla- vikur og i skólanum. Skólinn verður settur föstudaginn 29. sept. kl. 6. Skólanefnd Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Kýr til sölu Nokkrar ungar og góðar mjólkurkýr eru til sölu, á sama stað er einnig til sölu mjólkurkælitankur og mjaltavél. Upp- lýsingar i Ási simi um Akranes. Kennari 3. kennara vantar að grunnskóla Raufarhafnar, húsnæði i boði.Upplýsingar gefur Jón Magnússom i sima (96) 51131 og (96) 51164.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.