Tíminn - 12.09.1978, Side 16
16
Þriðjudagur 12. september 1978
ÍÍEMÉSIE
Leikmenn
KA fagna
á Spáni
Það var mikill fögnuður hjá
leikmönnum KA-liösins, þegar
þeir fréttu um sigur Breiða-
bliks yfir FH-ingum.
Leikmenn KA, sem voru
óheppnir að tapa fyrir Þrótti á
L a u ga r da 1 sv e 1 linum á
fimmtudagskvöldiö, héldu til
Spánarisumarfrisl. föstudag.
Þeir fengu siðan skeyti á
laugardaginn, þar sem þeim
vartilkynnt, að þeir héldu sæti
sinui 1. deildarkeppninni — og
var fögnuður þeirra geysileg-
ur.
Bandaríkja-
menn
sigruðu
í Frakklandi
Bandarikjamennirnir, sem
heimsóttu okkur fyrir viku,
unnu sinn fyrsta sigur á
keppnisferðalagi sinu um
Evrópu þegar þeir mættu
Olympique Marseilles um
helgina. Bandarikjamennirnir
léku ágætis knattspyrnu og
Gary Etherington skoraði eina
mark leiksins þegar skammt
var til leiksloka.
Rúmlega 7000 áhorfendur
sáu leikinn og klöppuðu
Bandarikjamönnunum óspart
lof i lófa eftir leikinn, en þess
ber að geta að Marseilles lék
án þriggja landsliðsmanna.
—SSv—
Staðan
Lokastaðan varð þessi i 2.
deildarkeppninni i knattspyrnu:
KK ........ 18 13 4 1 48: 9 30
Haukar..... 18- 8 5 5 27:22 21
Isafjörður. 18 7 6 5 31:25 20
Þór......'. .. 18 7 6 5 18:16 20
Reynir..... 18 7 4 7 22:21 18
Austri..... 18 6 6 6 17:19 18
Þróttur ... 18 7 4 7 26:30 18
Fylkir ....18 7 2 9 21:22 16
Armann..... 18 5 2 11 22:33 12
Völsungur.. 18 2 3 13 18:48 7
Frá IHF þinginu um helgina.
—Timamynd GE.
HM í V-Þýskalandi 1982
Heimsmeistarakeppnin
i handknattleik 1982
verður haldin i Þýska-
landi. Það var ein af
mörgum niðurstöðum
Alþjóðaþings hand-
knattleiksmanna, sem
lauk á Hótel Loftleiðum
um helgina.
Allar reglubreytingar i hand-
— Alþjóðaþingi handknatt-
leiksmanna lauk um helgina
knattleik munu biða næsta þings,
sem haldið verður i Moskvu, en á
meðal tillagna var ein þess efnis
að engin sókn skuli standa lengur
en 45 sek. i einu, en Rússar hafa
þegar tekið þessa reglu upp og
þakka henni góðan árangur sinn.
Evrópukeppni landsliða mun
ekki fara fram að sinni, þar sem
A-Evrópuþjóðirnar hafa yfirdrif-
in verkefni næstu ár og geta ekki
bætt á sig fleiri leikjum.
Næsta C keppni mun verða
haldin i Færeyjum, en fulltrúi
Færeyja stóð sig frábærlega vel
og var að flestra dómi maður
þingsins.
Oruggt er að C keppnin verður
handknattleik i Færeyjum mikil
lyftistöng þvi ráðgert er að
byggja tvö ný iþróttahús fyrir
keppnina.
Fram kom sú tillaga fyrir þing-
ið að banna noktun klisturs, en
málið var svæft i fæðingu og var
visað til næsta þngs.
Fulltrúar luku upp einum rðmi
um frábæra skipulagningu móts-
ins og lofuðu aðstöðuna á allan
hátt og vist er að þið var HSI til
mikils sóma. —SSv.
Keflvíkingar kórón-
uðu lokasprett sinn
.r «1 fi • i ~ áftur en Ólafnr snvrnfi Steir
Keflvikingar kórónuðu
frábæran lokasprett
sinn i 1. deildarkeppn-
inni i Keflavik á laugar-
daginn, þar sem þeir
unnu sigur (3:1) yfir
með þvi að leggja Vikinga að velli
3:1 og tryggja sér rétt til að leika
í UEFA-bikarkeppninni
Haukar upp
í l.deild
— Á sama tlma og erkifjendurnir
FH féUu i 2. deild
Markverði ísfirðinga
hefur örugglega ekki
orðið svefnsamt á
1 augar da gsn óttina.
Grátleg mistök hans á
66. minútu urðu til þess
að vonir ísfirðinga um
sigur dvinuðu verulega
og þá um leið möguleik-
innn á 1. deildarsæti.
Saklaus sending fyrir markið
frá Hilmari Sighvatssyni virtist
stefna beint i fang markvarðar-
ins, þegar hann hrasaöi klaufa-
lega og boltinn sigldi i mannlaust
markið og staðan var oröin 2:0
fyrir Fylki.
Isfirðingar börðust eins og ljón
það, sem eftir lifði leiksins en
tókst aðeins að jafna. Jón Odds-
son minnkaði muninn i 2:1 á 70.
min — var greinilega rangstæður,
og á 82. min. jafnaði örnólfur
Oddsson. Fyrsta mark Fylkis
gerði Kristinn bakvörður
Guðmundsson með sannkölluðu
þrumuskoti i vinkilinn. A sama
tima börðust Þórsarar eins og
óðir á Akureyri gegn Austra. Þór
þurfti aö sigra i leiknum til að
eiga möguleika á aukaleik við
Hauka um 1. deildarsætið, en það
átti greinilega ekki að verða hlut-
skipti þeirra. Austramenn börð-
ust vel með Agúst I Jónsson i
broddi fylkingar og uppskáru
marklaust jafntefli, sem tryggði
Haukum 1. deildarsæti á næsta
ári. Sannarlega óvænt hjá Hauk-
unum að komast i 1. deild, þvi
varla hafa þeir sjálfir búist við
sliku, en þeir unnu siðustu fjóra
leiki sina á meðan hin liðin tindu
stig hvert af öðru og átti það lika
sinn þátt i þessari óvæntu loka-
stöðu. —SSv—
Vikingum og tryggðu
sér þar með rétt til að
leika i UEF A-bikar-
keppninni næsta
keppnistimabil. Keflvík-
ingar, sem fóru mjög
illa á stað i 1. deild, hafa
ekki tapað leik siðan 25.
júli — siðan hafa þeir
leikið 8 leiki, unnið 7 og
gert 1 jafntefli og hlotið
15 stig, af þeim 20 sem
þeir fengu, út úr þessum
8 leikjum.
Gisli Torfason lék ekki með
Keflvikingum gegn Vikingi, þar
sem hann fór til Spánar daginn
áður I sumarfri. Það var gamla
kempan og þjálfari Keflvikinga,
Guðni Kjartansson, sem tók stöðu
Gisla og skilaði hann hlutverki
sinu vel, að vanda.
óskabyrjun
Keflvikingar fengu óskabyrjun,
er þeir skoruðu eftir aðeins 5 min.
Þórður Karlsson tók þá langt
innkast — knötturinn flaug inn í
vitateig Vikings og hoppaði yfir
Diðrik Ólafsson, markvörð, og til
Einar Asbjörns Ólafssonar, sem
skoraði með skoti af marklínu.
Tvær vitaspyrnur
Siðan bæta Keflvikingar öðru
marki við á 13. min. — Það var
Steinar Jóhannsson, sem skoraði
markið úr vitaspyrnu. Vltaspyrn-
an var dæmd á Jóhannes Báröar-
son fyrir að fella Þórð Karlsson
inni I vitateig. Ólafur Júliusson
tók fyrst vitaspyrnuna — Diðrik
varði skot hans og fór knötturinn
upp i þverslá og þaðan aftur út til
Ólafs, sem skoraði. Guðmundur
Haraldsson, dómari, dæmdi vita-
spyrnuna ólöglega, þar sem
Diðrik hafði hreyftsig i markinu,
áður en Ólafur spyrnti. Steinar
tók þvi seinni spyrnuna og skor-
aði örugglega.
Keflvikingar, sem léku undan
strekkingsvindi i fyrri hálfleik,
gerðu út um leikinn á 43. min., en
þá skoraði Einar Ásbjörn 3:0 úr
vitaspyrnu, sem var dæmd á
Ragnar Gislason, bakvörð Vik-
ingsliðsins, sem handlék knöttinn
á marklinu eftir skot frá Einari
Asbirni.
Glæsimark hjá Jóhanni
Vikingar réðu ekki við þetta
forskot Keflvikinga og tókst þeim
aðeins einu sinni að svara fyrir
sig I seinni hálfleik — mark þeirra
skoraði Jóhann Torfason á 82.
min og var það mjög glæsilegt.
Jóhann skoraði með þrumufleyg
af 32 m færi.—• skot hans hafnaði
uppi undir þverslá, algjörlega
óverjandi fyrir Þorstein Bjarna-
son, markvörð Keflvikinga.-SOS
Guöni Kjartansson dustaði rykið
af skónum og sýndi gamla takta á
laugardaginn.
Selfoss sig-
urvegari
í 3. deild
Selfoss og Magni frá Grenivfk
léku á laugardag úrslita-
leikinn i 3. deild a Akureyri.
Leikmenn Magna, semannars .
áttu mjög góða leiki i öðrum
úrslitariðlinum fyrir viku,
náðu sér aldrei á strik og Sel-
fyssingar sigruðu örugglega i
leiknum 3:0.
Tryggvi Gunnarsson skor-
aði strax á 10. min. fyrir Sel-
foss og á 75. min. bætti marka-
kóngurinn Sumarliði Guð-
bjartsson öðru marki við og
Stefán Larsen gulltryggði sig-
urinn með góðu marki fimm
yminútum fyrir leikslok,—SSv.