Tíminn - 12.09.1978, Qupperneq 23
Þriðjudagur 12. september 1978
23
flokksstarfið
FUF í Reykjavík — Félagsgjöld
Vinsamlegast munið að greiða heimsenda giróseðla fyrir félags-
gjöldum ársins 1978, eða greiðið þau á skrifstofu félagsins,
Rauðarárstig 18 á auglýstum skrifstofutima. Stjórn FUF i
Reykjavik.
Hafnarfjörður.
Fundur i Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna i Hafnarfirði,
fimmtudaginn 14. sept. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Rætt um
vetrarstarfiö. Markús A Einarsson ræöir stjórnmálaviöhorfiö.
Stjórnin.
0 Skák
sinum yfir á drottningarvæng-
inn, þvi svörtu peðin á kóngs-
væng eru mjög ógnandi. Eftir
52. Kf3 f5 53. Kf4 Kf6 kemur upp
óljós staða, sem Karpov hefur
ekki áhuga á að tefla, þvi hann
hefur þriggja vinninga forskot i
einviginu.
52. — a4
Að sjálfsögðu.
53. He4 Kf6 54. Hxa4 —
Nú losnar svartur úr klemm-
unni, en ekki verður séð, að
hvitur eigi betri leik.
54. — Ke7 55. Hxh4 —
Eftir 55. Ha8 Hxb7 56. Bxb7
Rxb7 vinnur svartur peðið á d7
og heldur jafntefli með riddara
á móti hrók.
55. — Kxd7 56. Hf4 Kd6 57. Hb4
Peðið á b7 er siðasta tromp
hvits.
57. — Kc7 58. Hc4+ Kd7 59.
Bg4+ Ke8 60. IIe4+ Kf8 61. Bd7
Hxb7
Snotur jafnteflisleið.
62. He8+ Kg7 63. Hxd8 Hb2 +
1 þessari stöðu rituöu keppendur
þegjandi jafntefli á eyðublöðin.
Leiki hvitur 64. Ke3 kemur 64. —
Hxg2 og hvitur getur ekki unnið
með biskupi og hrók gegn hrók.
Ef hvitur leikur 64. Kf3 lendir
hann i leppun.sem hann sleppur
ekki úr eftir 64. — Hd2.
0 Tveir næstu dagar
um. Er þá sérstakiega átt við
Jórdaniu.
UM ÞESSI MÁL ræða leið-
togarnir núna i Camp David
og ljóst er að ekki verður auð-
velt að finna varanlega lausn
á deilunni áratuga löngu.
—MÓL
Blikarnir
15 min. kafla áttu Janus fjórum
sinnum, Leifur og Pálmi allir
möguleika á aö skora, og hjá
Blikum áttu Jón Orri og Sigurjón
að getað skorað.
A 80. min. komst Birgir Teits-
son i dauðafæri en skaut vel
framhjá markinu. En FH-ingum
voru ekki ætlaðir lengri lifdagar i
1. deildinni. Tvö mörk á siðustu
fimm minútum leiksins slökktu
vonarneista FH-inga algerlega.
Fyrstskoraði Sigurjón Rannvers-
son eftir herfileg varnarmistök og
siðan Birgir Teitsson eftir að hafa
labbað i gegnum vörn FH.
Um leikinn er ekkert hægt að
segja, nema hann var hreinasta
hörmung af beggja hálfu og fer
vel á þvi að þessi lið fylgist aö
niður i 2. deild. Lið FH er eins og
eitt flakandi sár, og til að bæta i
þaðsalti munu Haukar, erkióvin-
ir þeirra, taka sæti þeirra i deild-
inni að ári. Vert er að geta. dóm-
ara leiksins, Róberts Jónssonar.
Það var varla, að hann færi út
fyrir miðjuhringinn allan leikinn,
enda dómgæsla hans i samræmi
við það. —SSv—
Eyjamenn unnu
en Fram-þann sfðari. Ekki hefði
verið ósanngjarnt að liðin deildu
meðsér stigunum, en heppnin var
ekki á bandi Fram i þetta sinnið.
Af Vestmannaeyingum var Orn
Óskarsson langbestur, en Sigur-
lás átti einnig góðan leik svo og
Þórður Hallgrímsson og Páll i
markinu. Friðfinnur réði ekkert
við Pétur Ormslev og kom þar af
leiðandi illa út úr leiknum. Af
Frömurum báru þeir Pétur og
Guðmundur Hafberg af eins og
gull af eiri, en Gunnar
Guðmundsson barðist vel og
Kristinn Atlason var sterkur þann
tima, sem hann var inni á, en
óþarflega grófur á stundum.
Maður leiksins: Pétur
Ormslev, Fram
BE/SSv
0 Ráðherrarnir
ráðherranna hafa tekið seinni
kostinn og keypt bilinn sjálfir á
þennan hátt. Rikið greiðir allan
kostað af rekstri bilsins, hann
er allmikill. Sagði Höskuldur
Jónsson að fæstir gerðu sér
grein fyrir hve mikill akstur
fylgdi ráðherraembættunum, en
dæmi væru um það að bifreiðar
þeirra ækju 60-70 þúsund kiló-
metra á ári.
Höskuldur kvað þetta form
einkum vera gagnrýnt við
endursölu bilanna, en þá yxi
mönnumgjarnaniaugum mikill
munur á kaupverði og söluveröi
og væri þá oft ekki litið á þróun
verðlags á þeim tima sem i frá
væri liðinn. Hann sagði það
skoðun sina að þetta fyrirkomu-
lag væri óhentugt og að betri
væri að rikið ætti bilana sjálft.
Arið 1970 hefði og orðið sú
breyting á að forstjórar ríkis-
stofnana voru sviptir bifreiðum
sinum og þeim fenginn árlegur
bifreiðastyrkur, sem miðaður
væri við tiltekinn kilómetra-
fjölda og hefði þetta verið mikil
skeröing á kjörum þessara
manna.
0
en þvi ætið verið visað aftur til
þeirra eða ekkert gert. Nú ætluðu
þeir að láta á það reyna hvort
slikt stæðist fyrir lögum.
Hjalti kvað málið að engu leyti
standa i sambandi við hinn nýja
viðskiptaráðherra er nú sæti, þvi
þeir hefðu staðið i þessu stappi
frá þvi i vetur.
„Við erum i raun og veru að
stefna út af ákvörðun sem siöasta
ríkisstjórn tók sagði Hjalti Geir
Kristjánsson að lokum.
40 sidur
sunnu
«(MáiW5S«S&3S&
hljóðvarp
Þriðjudagur
12. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7. 10 Létt lög og morgunrabb.
(7.20 Morgunleikfimi).
7.55 Morgunbæn.
8.00 Fréttir.8.10 Dagskrá. 8.15
Veðurfr. Forustugr. dagbl.
(útdr.)
8.30 Af vmsu tagi: Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Jón frá Pálmholti les sögu
sina, „Ferðina til Sædýra-
safnsins” (5).
9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til-
kynningar.
9.45 Sjávarútvegur og fisk-
vinnsla. Umsjónarmenn:
Agúst Einarsson, Jónas
Haraldsson og Þorleifur
Ólafsson.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Viðsjá: ögmundur
Jónasson fréttamaður
stjórnar þættinum.
10.45 Upphaf Sjálfsbjargar.
Gisli Helgason tekur saman
þátt um samtök fatlaðra.
11.00 Morguntónleikar/
Dvorák-k vartettinn og
Frantsek Posta leika
Strengjakvintett i G-dúr op
77 eftir Antonin Dvorák. /
Narciso Ypes og Sinfóniu-
hljómsveit spænska út-
varpsins leika Litinn gitar-
konsert i a-moll op. 72 eftir
Salvador Bacarisse, Odón
Alonso stjórnar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Veðurfregnir. Frettir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
15.00 Miðdegissagan:
„Brasiliufararnir” eftir Jó-
hann Magnús Bjarnason.
Ævar R. Kvaran leikari les
(24).
15.30 Miðdegistónleikar: Wil-
helm Kempff leikur á pianó
Sinfóniskar etýður op. 13
eftir Robert Schumann.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir)
16.20 Popp.
17.20 Sagan: „Nornin” eftir
Helen Griffiths. Dagný
Kristjánsdóttir les þýðingu
sina (10)
17.50 Viðsjá: Endurtekinn
þáttur frá morgninum.
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
19.35 Um exis tensialisma.
Gunnar Dal rithöfundur
flytur þriðja og siðasta
erindi sitt.
20.00 Fiðlukonsert I A-dúr op. 6
eftir Johan Svendsen. Arve
Tellefsen og Filharmóníu-
sveitin i ósló leika, Karsten
Andersen stjórnar.
20.30 Útvarpssagan: „María_
Grubbe” eftir J. P. Jacob-
sen. Jónas Guölaugsson is-
lenskaði. Kristin Anna
Þórarinsdóttir les (15).
21.00 tslensk einsöngslóg.
Kristinn Hallsson syngur,
Guðrún Kristinsdóttir leikur
með á pianó.
21.20 Sumarvaka.a. Cr annál-
um Mýramanna. eftir As-
geir Bjarnason fyrrum
bónda i Knarrarnesi á Mýr-
um. Haraldur Ólafsson
lektor les annan lestur. b.
Alþýðuskáld á Héraði, — ni-
undi þáttur. Sigurður Ó.
Pálsson skólastjóri segir frá
þremur höfundum, Einari
Bjarnasyni, Metúsalem J.
Kjerulf og Einari J. Long,
og les kvæði og stökur eftir
þá. c. Kaupakona I Rangár-
þingi fyrir sextiu árum.
Oddfriður Sæmundsdóttir
segir frá sumarvinnu á
unglingsárum sinum og fer
með tvö frumort ljóö. d.
Kórsöngur. Karlakór Dal-
vikur syngur. Stjórnandi:
Gestur Hjörleifsson.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Harmónikulög. Toni
Jacqe og félagar leika.
23.00 Youth in the North.
Þættir á ensku um ungt fólk
á Norðurlöndum. Sjötti og
siðasti þáttur: Sviþjóð. Um-
sjón: Stanley Bloom.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Þriðjudagur
12. september 1978.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Hættuför i Heljardal (L)
Kanadisk heimildamynd. A
liðnum áratugum hafa all-
margir gullgrafarar og
landkönnuðir farið inn i svo-
kallaðan Heljardal i
óbyggðum Kanada, en þar á
að vera auðug gullnáma.
Enginn mannanna sneri
aftur, en lik margra þeirra
hafa fundist höfuðiaus.
Fyrir nokkrum árum var
gerður út leiðangur til
Heljardals til þess að reyna
að grafast fyrir um afdrif
mannanna, og var þessi
mynd tekin i þeirri ferð.
Þýðandi og þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
21.20 Kojak (L) Vargar I
véumÞ>ýöandi Bogi Arnar
Finnbogason.
22.10 Sjónhending (L) Er-
lendar myndir og málefni.
Umsjónarmaður Bogi Ag-
ústsson.
Gítartónleikar
— Símons H. ívarssonar og Carl R. Hanggi
Á næstunni munu gitarleikararn-
ir Simon II. tvarsson og Carl R.
Hánggi, frá Sviss vera á ferðinni
um landið og munu þeir halda
fjölmarga tónleika vlðs vegar um
land.
Fyrstu tónleikar þeirra verða i
Vestmannaeyjum 14. september,
en siðar verða tónleikar i Njarð-
vikum 16. september, Húsavik 19.
september og þann 20. september
verða þeir með kynningu á gitar-
tónlist i Barnaskólanum á Akur-
eyri.Daginn eftir verða tónleikar
i Akureyrarkirkju og 21.-22. sept-
ember verða þeir Simon og Carl
meðtónleika á tsafirði. Tónleika-
ferðinni lýkur siðan meö tónleik-
um i Bústðaakirkju i Reykjavik,
að kvöldi 24. september.
A efnisskránni sem er mjög
fjölbreytt eru verk frá þvi um
1510 allt til dagsins i dag og meðal
höfunda eru tónskald eins og J.S.
Bach, Fernando Sor, Villa Lobos
og Manuel de Falla.
Þeir félágar Simon og Carl hafa
undanfarin þrjú ár stundað nám i
Vinarborg hjá hinum fræga pró-
fessor I gitarleik, Karl Scheit og
lauk Carl lokaprófi þaðan s.l.
haust með mjög góðum vitnis-
burði. Simon H. tvarsson þarf
varla að kynna, en hann hefur
margsinnis leikið á hljómleikum
hérlendis, auk þess sem aö hann
hefur komið fram i útvarpi og
sjónvarpi.
Carl R. Ilanggi og Simon H. Ivarsson
tónleikaferð sinni um landið.
Þeir félagar koma víöa við á
+
Múrari
getur tekið að sér múrverk úti á landi.
Simi 75860.
Auglýsingadeild Tímans
Hjartans þakkir færum við öllum þeim er auösýndu okkur
samúð við andlát og jarðarför móður okkar.
Halldóru Sigurðardóttir
Svinafelli.
Sigrún Pálsdóttir,
Jón Pálsson
og vandamenn.
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
Margrétar Halldórsdóttur
frá Hjallalandi, Álftamýri 50.
Þóra Þorleifsdóttir, Helgi Jóhannesson,
Ilörður Þorleifsson, Hulda Tryggvadóttir,
Laufey Þorleifsdóttir, Albert Þorbjörnsson,
Nanna S. Þorleifsdóttir, Helgi Ingvar Guðmundsson.
Guðlaug Þorleifsdóttir, óskar V. Friðriksson,
Leifur Þorleifsson, Marta Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.