Tíminn - 24.09.1978, Page 2

Tíminn - 24.09.1978, Page 2
2 Sunnudagur 24. september 1978 Dufgus: Launastefna II Síöasta sunnudag var rætt um hvaö helst mætti ver&a til þess a& draga Ur launamisrétti. Þar sem þær hug- myndir sem fram voru settar fóru nokkuö aflaga i prent- un er ekki úr vegi a& endurrita þa& yfirlit sem þar átti aö standa. 1) A& eingöngu ver&i samiö um brúttótaxta, 2) aö frjálsræöi um á hvaöa tima vinna fer fram ver&i auk- i&, án þess aö þaö heföi áhrif á launagrei&slur, 3) a& yfir- vinna veröi takmörkuö til muna og helst aö hún veröi af- numinaö mestu, án þess aö þaö minnkaöi afköst þjóöar- búsins, 4) aö komist veröi aö samkomulagi um eölilegt bil milli launa hinna ýmsu stétta, þar sem tekiö veröi til- lit til menntunar, ábyrgöar og starfsreynslu og 5) aö skýr ákvæöi veröi sett um nýtingu vinnutima. t þættinum siöasta sunnudag var siöan fjallaö sérstak- lega um brúttótaxta, og hvernig notkun þeirra gæti leitt til meira réttlætis i launamálum, ásamt einfaldari samningsgerö og virkari áhrifum launþega sjálfra á meðferö sinna eigin fjármuna. Hér á eftir veröur fjallaö um takmörkun yfirvinnu og frjálsræöi um hvenær vinna fer fram. Takmörkun yfirvinnu Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja aö hér á landi er unnin mikil yfirvinna i fjölmörgum atvinnugreinum. Þaö er ekki óalgengt að yfirvinnan sé um eöa yfir 30% I viöbót viö dagvinnuna. Ég hygg aö þetta sé verulega mikiö meira en annars sta&ar þekkist, i sumum löndum er yfirvinna sáralitil, en annars staöar er hún meiri. Ég hef ekki haft spurnir af aö yfirvinna færi aö jafnaöi um- fram 10-20% annars sta&ar i heiminum, en ég hef aö sjálfsög&u engar tæmandi upplýsingar um þaö. Hins vegar er alls staöar stefnt aö þvi aö draga sem mest úr yfirvinnu. Hamborgarhöfn er einn af stærstu vinnustöö- um i heimi. Fram aö si&ustu kjarasamningum var skylduyfirvinna þar 10% miöaö viö dagvinnu. Þaö mark lækkaöiisiöustu kjarasamningum ni&ur i 5%. Þannig er mjög viöa reynt aö draga úr yfirvinnu. Fjölmargir vinnustaöir hér á landi bjóöa aö staöaldri upp á yfirvinnu sem samsvarar 25% á dagvinnu, þ.e.a.s. 10 stunda fasta vinnu. Viö þaö bætist svo óhjákvæmileg timabundin aukavinna, sem veldur þvi aö yfirvinna fer i 30% eða meira. Þessi mikla yfirvinna hefur valdiö minni afköstum svo að jafnvel er tvisýnt um aö afköst 10 stunda vinnudagsins séu oft og tiöum nokkru meiri en þótt aöeins væri unnið i 8 stundir. Viö þurfum aö skipuleggja alla vinnustaöi þannig aö einungis sé gert ráö fyrir 8 stunda vinnu aö hámarki og einungis væri gripiö til yfirvinnu i sérstökum tilfeilum, þarsem ekki veröur hjá þvi komist. Til þess aö svo megi verða þarf tvenntaö veratyrir hendi. 1 fyrsta lagi frjáls- ari vinnutimi. Þar sem sum störf er nauðsynlegt aö vinna eftir venjulegan vinnudag, þarf vinnutimi i þeim aö hefjast siöar en I öörum störfum. En þetta hefur fram að þessu veriö leyst á þann hátt aö starfsmaöur hefji vinnu kl. 8 aö morgni en bæti viö sig yfirvinnu eins og starfiö krefst. 1 ööru lagi þarf hér^ins og annars staöar að taka tillit til sérstööu atvinnuveganna. Hér háttar svo til aö stór þáttur atvinnulifsins er háöur miklum sveifl- um, sjávarútvegurinn. Svo mun veröa um langa fram- tiö, þó aö unniö sé aö þvi aö draga úr þessum sveiflum og verulegur árangur hafi náöst á þessum áratug. 1 sveiflu- kenndum atvinnugreinum þarf vinnutimi aö vera sveigjanlegur, þannig aö heimilt sé allt aö 30% yfirvinna timabundiö, en þaö siöan jafnaö út meö styttri vinnu- tima á öörum timum. Hér veröur lagt til aö aldrei veröi heimilt aö vinna lengri tima miöaö viö heilt ár en sem svarar 5% umfram dagvinnutima. Frjálsari vinnutimi Þjóðfélagiö er aö breytast. Mestar likur eru á aö þær breytingar veröi örar á næstu árum. Veldur þaö mestu um sókn konunnar út á vinnumarkaöinn. Þessar breyt- ingar eru eölilegar og sjálfsagöar, og þaö er skýlaus nauðsyn að þjóöfélagið i heild taki miö af þessum breyt- ingum, þjóöfélagiö aölagist breyttri skipan vitandi vits og freisti þess að hún leiöi til góös en ekki ills. Eölilegast er aö minnkandi yfirvinna tengist þessari þróun. A meðan almennast var að aöeins annaö hjóna starf- aði utan heimilis,kom þaö litt aö sök.þó að flest þjónusta færi fram á sama tima, það hjónanna sem ekki starfaði utan heimils haföi möguleika á aö annast nauösynleg samskipti við þjónustustofnanir. Þegar bæöi hjónia starfa utan heimilis veröur nauösynlegt aö hægt sé aö njóta allrar þjónustu utan vinnutima. Þaö veröur nauö- synlegt aö verslanir hafi lengri starfstima, bankar og aörar greiöslustofnanir sömuleiöis, ennfremur allar aðrar þjónustustofnanir sem hér yröi of langt mál upp að telja, rakararstofur, hárgreiöslustofur, bilaverksfæöi o.s.frv. 1 þjóöfélagi framtiöarinnar veröur nauösynlegt aö hægt veröi aö reka öll erindi utan vinnutima. Þaö þýðir að taka veröur upp breytt form vinnutima. Vinnu- timinn veröur aö vera miklu dreiföari frá þvi snemma aö morgni og alllangt fram á kvöld. Og þaö veröur aö gerast án þess að þaö valdi launamisrétti. Þess vegna er þaö lagt til hér, aö dagvinna geti fariö fram hvenær sem er á timabilinu frá kl. 6aömorgni til kl. 22 aö kvöldi. Þaö er ekki ósennilegt aö þegar þaö veröi oröiö al- menn regla, aö bæöi hjóna vinni utan heimilis.komi upp sú staða, aö annaö þeirra eöa bæöi óski eftir þvi aö vinna styttri vinnudag en átta stundir, þó aö þaö yröi væntan- lega almennasti vinnutiminn enn um sinn. Meö sveigj- anlegum vinnutima, eins og aö framan er lagt til.aukast möguleikarnir á þvi aö hægt sé aö skipuleggja vinnu- staði þannig aö þeir bjóöi upp á mismunandi lengd vinnutima, t.d. eina átta stunda vakt og aöra 5 stunda vakt, svo að eitthvaö sé nefnt. Þetta mundi á mörgum vinnustööum auka nýtingú fjármagns og þar meö mögu- leika til hærri launa. Börnin og þjóðfélagið 1 þeirri umræöu sem að undanförnu hefur fariö fram um stööu konunnar og um eölilegar og nauösynlegar breytingar á stöðu hennar i þjóðfélaginu viröist mér aö eitt mikilvægt atriöi hafi gleymst,en þaö er staöa barn- anna. Aukin réttindi konunnar koma fyrir litið ef þau koma niður á börnunum. En uppeldi barna er vissulega þaö sem skiptir mestu máli i hverju þjóðfélagi. Mér hefur virst, aö sú ein lausn sé talin koma til greina nú um stundir aö koma upp geymsluhúsnæöi fyrir börnin, þar sem þau geti dvaliö á meöan foreldrarnir eru úti á vinnumarkaðnum. Þetta hygg ég aö sé slæm lausn og raunar óviöunandi. Ég ætla ekki aö halda þvi fram.aö barnaheimili séu öllum börnum óhentug, um það veit ég satt aö segja ekki nóg. . En hins vegar ætla ég aö halda þvi fram.aö barnaheimili séu óhæf fyrir mörg börn, um það hef ég næg dæmi. Þó aö barnaheimili veröi sjálfsagt nauösynleg aö nokkru marki i nánustu framtiö koma þau aldrei i sta&inn fyrir foreldra, þaö er sjaldgæft a& á barnaheimilum skapist sú öryggiskennd, sem hverju Barni er nau&synleg til e&lilegs þroska,né þau tilfinn- ingatengsl sem úrslitum geta ráöið um lífshamingju barnsins. í þjóöfélögum fyrri tima höföu börnin eölileg sam- skipti viö foreldrana báöa á heimili og i starfi. Þessi samskipti hafa aö verulegu leyti rofnaö á siöustu öldum meö breyttum atvinnuháttum og myndun borga. Sam- skipti barnanna viö fööur hafa rofnaö verulega, en upp- eldishlutverkiö hefur færst yfir á móöurina. 1 staö þess að ganga nú ennþá lengra og færa uppeldishlutverkið út fyrir heimiliö hygg ég,aö nú gefist tækifæri til þess aö snúa þessu aftur til rétts vegar. Ég hygg.aö fjölmargir foreldrar myndu óska þess a& vinna á breytilegum tima og annast um börnin til skiptis. Þetta hygg ég að yröi stórt spor fram á viö og aö viö höfum möguleika til þess að stiga þaö spor nú. Ferðaleikhúsinu vel tekið á Edinborgarhátið og boðið að koma aftur Einþáttungar Odds hlutu misjafna dóma rtmivAL TNK lcelandic Ihealre leaves one cool 1f l ftQ* of »t«f thífctrf »«*•.* v> ití Ji'Wauóu, tíw» | i vr.tutá muvh irref . rtft wftú ílö t»í Mig ftut tft t>.' þut ,‘t l* AitticMlt th U euibmtmx Htiftyf \U>- pnmamtí'i' whiuþ uv s.minu'i Tfkc^írc <>í Ivriamt hwc Wmght to th> ‘ *«»*»'***> vSS *r» l»M, « U.líd.'.i , >;«> »i*>*Tíiulis LnlMm;»l<.|* h, »<ift i, 'mT?,'1 ti'xaaf By ALLEN WRICHT " Oddiiicí. " . *if*v#rve U«l*n4u- m #n«5 yrí vMvrttlvuór tí* *j>t>4l«*ti«w Híthct f.4v h* AWxiini ftir* frt»n vtíytv wittfiíf Thr«> tiitx-c V\*y* *iv rfi'fl4*hvr thi»t *.»« (#« mtma tn t»m('*E«M ’UhM lUuiía ÍHwn,." fkvhi Ji * ’ líam tvr u '• v.swtui x tmhv Hpwl it ihr mhm w.ho tvftuW t<> ft*<t »ftf< *'**ny f tvtum* m fmn. tt h prnme U»*l thv \My fthult ,** v«H«t ‘ ')'V ,ih"*li|1'l5 fcf*1: iilvvwif, Oit t»i*iio «mf n.tli 11(1 tr. «11 *mt* nf nlrtrhl.l Vvtlh V'h *a-1 'Ui/drtv, H thr .juvtitfiftt iti Vhvlhft it fv »h« ph*hh>m \hv gtrJ *1i«» Kvf'i'.tíiir’ly t vjstv t Vix»cu,i* JL ö|t,« tlu' ihc«(0 »t ' SftM Ulf> ■ * <íuí4í>íílh- bn+i'vfi i(t \Uv u«•«»»' Hhu ttift.JiH trn íKHvjhjlMv <>f. Uf& htflh, Í ÍK' ?<•">! líRl f.»T thi > j>íá> -Þ->kf?»i h* iWtUf V v'hrn St««»1‘. '■>,< af,5 i- ' í ÍHtttWÓ ttic lu’W tho |i!*> Of !WSÚ!« ITft fitf liiimí., Mit Krlílln M»*mi«. ni« wilý «Tiv nitli Leikdómurinn i helsta blaöinu I Edinborg, The Scotsman. SJ — íslenska feröaleikhúsiö, ööru nafni Light Nights, er ný- lega koinið heim af Edmborgar- hátföúini i Skotlandi þar, sem þaö liaffti fimm sýningar á ensku á þrem einþáttungum eftir Odd Iljörnsson i leikstjórn hans. Kallaftist syningin Oddi- ties og voru fluttir einþáttung- arnir Amalia, Jóðlif og Arrietta. Sýningunum var vel tekift, en ekki hrifust skoskir gagnryn- endur alls kostar af leikritum Odds Björnssonar. Hann má þó vel vift una þvi einn gagnrýn- andinn lfkti honum hvorki mcira né minna en vift Ionesco, Beckett og Noel Coward. Allen Wright gagnrýnandi The Scotsman, er óánægður meö að OddUr sé hvorki alþjóö- legur né islenskur i leikþáttum sinum, heldur gleypi hráar hug- myndir og stilbrögö frá erlend- um höfundum. Einþáttungarnir þrir séu augljóslega runnir frá leikritum áðurnefndra þre- menninga, „The Bald Prima Donna” (Sköllóttur söngkon- unni), „Happy Days” og síöast enekki sist „Blithe Spirit” eftir Noel Coward. 1 ööru skosku blaði „Evening News” fékk Oddur betri dóma, en gagnrýnandi þess segir aö Jóölif sé „skarplega hugsaö, vel skrifað og umfram allt skemmtilegt”. Gagnrýnandi Scotsman dáist aö þvi aö Islendingar sæki Skota heim og leiki á ensku. Hann kveöur aöalleikkonuna, Krist- inu Magnús leika af öryggi og bera af hinumleikurunum sem hann fer ekki um öörum oröum. Feröaleikhúsinu var boðiö aö koma aftur og leika á Edinborg- arhátiö, sem haldin er árlega. Náttúru- lækninga- dagurinn í dag í dag, sunnudag 24. sept. er hátíðisdagur náttúrulækn- íngamanna. Deginum hefur verið valið heitið náttúru- lækningadagurinn og er hann haldið hátíðlegur árlega eins nærri fæðingadegi Jónasar Kristjánssonar og við verður komið, en Jónas fæddist 20. september árið 1870. Nú, eins og jafnan áður, verður dagurinn haldinn hátiölegur á heilsuhælinu i Hveragerði. Náttúrulækningadagurinn er kynningardagur náttúrulækn- ingastefnunnar og einnig er þá kynnt sú starfsemi, sem fram fer á vegum náttúrulækningamanna. t Hveragerði er rekið heilsuhæli sem tekur 170 manns, en mörg hundruð eru á biðlista næstum allt árið. Þar er i byggingu nýtt og stærra hæli og ein álman er kom- in i notkun. En fé vantar til þess að halda byggingunni áfram. Þar er rekin stór garöyrkjustöð og þaðan fær heilsuhæliö grænmeti sitt, sem er eingöngu ræktað með lifrænum áburði. I Reykjavik reka náttúrulækningamenn mat- sölu og verslun aö Laugavegi 20 og bakari. Ætlunin er að reisa heilsuhæli á Akureyri, þegar fjár- ráð leyfa. t nærri fjörutiu ár hefur þaö verið stefna náttúrulækninga- manna að efla og útbreiða þekk- ingu á lögmálum heilbrigös lifs og sömuleiðis þekkingu á heilsusam- legum lifnaöarháttum Að kenna mönnum að varast orsakir sjúk- dóma og útrýma þeim, að vinna að þvi að þeir sem veiklaðir eru orðnir eða sjúkir, geti átt kost á hjúkrun og lækningu hérlendis. Að stuðla að stofnun náttúrulækn- ingafélaga viös vegar um landið. Náttúrulækningadagurinn er, eins og getið var i upphafi einnig minningardagur um Jónas Krist- jánsson lækni^upphafsmann nátt- úrulækninga á Islandi. Hátiðin á morgun hefst klukkan 13.00 með hátiöamat i borðsal heilsuhælisins, og þar verða margir gómsætir réttir á boðstól- um. Siðan.hefst sérstök hátiöa- dagskrá i samkomusalnum. A eftir gefst gestum kostur á aö skoöa heilsuhælið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.