Tíminn - 24.09.1978, Síða 11
Sunnudagur 24. september 1978
n
Rauðvfn er þungt -
svona um hádegisbilið
Ég tók ekki á mig langa
göngutúra i þetta skiptið i Paris
og var litið á eintali við frægar
byggingar, — mest vegna þess
að „veislan i farangrinum” hjá
mér var flensa frá íslandi í
fimm daga af tiu. Ég lagði þó á
mig fagran göngutúr frá Óper-
unni og snobbhverfinu þar niður
að Signu, fram hjá Louvresafn-
inu, sem vitlegra er að ganga
framhjá en fara inn i, nema þá
maður hafi vikuna fyrir sér.
Siðan þrammaði ég smástund á
Nýju-brú (Pont-Neuf) sem
reynaar er elsta brúin á þessum
slóðúm — frá þvi i byrjun 17.
aldar. Bóksalarnir á Signubökk-
Fallegasta brosið, sem vió feng-
um. Var einhver að segja, að
Parisarbúar væru hættir að
brosa ,,SÍS”?
jgiirro I
"pRfSEmTt
Þaö er ýmislegt, sem gerist undir brúm Parisar eins og segir I alþekktum söng: Sous les ponts de Paris.
um voru að koma sér aftur i
gang eftir dægilegan hádegis-
verðmeð rauðvini og voru dálit-
ið hvumpnir, þegar ég byrjaði
að róta i dótinu hjá þeim. Ég
fann ekkert bitastætt i þetta
skiptið, en hefði sjálfsagt fundið
eitthvaðhefði ég gefið mér betri
tima. Notre-Dame kirkjan er
þarna rétt við hendina og þótti
mér vissara að skreppa þar inn
til þess að dást að rósagluggun-
um enn einu sinni. Þessari
gönguferð lauk i Latinuhverf-
inu, fyrir framan Panthéon-hof-
ið, en þar hafa Fransmenn kom-
ið fyrir sínum mestu mönnum
m.a. Voltaire, Hugo, Zola og
Napóleon.
Frá Panthéon hefði verið
gaman að ganga að Mouffe-
tard-götunni, sem er örstutt frá,
en þar búa og hafa búið margir
Islendingar. Friðrik Páll Jóns-
son fréttamaöur bjó þar lengi og
Einar Már Jónsson, lektor við
Sorbonne býr þar enn. A þessum
slóðum gista einnig Viðar Vik-
ingsson, sem er að læra kvik-
myndastjórn og skammt frá
Ragna Sveinsdóttir, sem undir-
býr magisterritgerð i frönsku.
„Múffan” eins og íslendingar
kalla götuna gjarnan, er þekkt
fyrir grænmetismarkaði sina og
útimarkaði alls konar. 1 þessari
götu var flóamarkaður allt frá
1350, en sá hvarf árið 1953.
„Múffan” var tákn gömlu Par-
isar og skartaði á bókakápum
ekki siður en Eiffel-turninn og
Notre-Dame. Seinast þegar ég
sátilvarþessigataaðbreytast i
eina allsherjar tiskuverslun og
griska veitingastaði, sem væg-
ast sagt voru ólystilegir. Von-
andi fær eitthvað af grænmeti
að fljóta með, en minna af
mannakjöti, sem hér á að hafa
verið selt meira og minna á
miðöldum.
Margt býr I þokunni
Það er skrýtið, hvað maður
kemst i raun að litlu, þegar
maður æðir um stórborg. Eina
ráðið til þess að finna andrúms-
loftiðværi kannski að setjast við
hlið þeirra, sem betla í neðan-
jarðarlestunum og fá þá tii þess
að segja sér, hvernig lifið i
borginni er. Þrátt fyrir mann-
mergð á götum úti, er mjög
sennnilegt, að stór hluti borgar-
búa sjái aldrei dagsins ljós
nema á hlaupum og sé annað
hvort i neðanjarðarlest á leið til
vinnu eða hirist i köldum búðum
og skrifstofubáknum. Vegna
þessa koma fram ýmsar flækjur
ámannssálina. Það er ekki auð-
velt aðgreiða úrþeim, en menn
gera sitt besta. Sumar aðferð-
irnar fá okkur hin til þess að
brosa.
Gluggum i bók, sem blaða-
maðurinn og rithöfundurinn
Guy Breton skrifaði fyrir fimm-
tán arum og ber titilinn „Nætur-
leyndarmál Parisarborgar”.
Þar er að finna viðtöl viö marga
undarlega persónuleika, sem
Breton komst i kynni viö á næt-
urgöltri sinu, einnig eru taldir
upp trúarhópar og hjadýrkend-
ur. Einna merkilegastir eru
nafladýrkendurnir, en þeir
dýrka eigin nafla og ihuga hann
mjög gaumgæfilega einu sinni i
viku. Fyrir erfiði sitt hljóta
sumir hverjir hreinleika og
sakleysi Adams. Sjá þeir þá allt
i einu naflann opnast sem auga
inn i hy ldýpi aldanna. Taka þeir
þá að dansa ákaft af fögnuði.
Nafladýrkendur, sem svo
ákaft leita hreinleika hins fyrsta
manns, játa auðvitað á sig ýms-
ar syndir og i lok hverrar ihug-
unar skrifta þeir hver fyrir öðr-
um. Hika þeir þá ekki við að
krydda yfirsjonir sinar morð-
um, bankaránum og nauðgun-
um. Að lokum fara allir að
gráta. Láta þeir ekki huggast,
fyrr en yfirstjórnandinn gengur
á milli og útbýtir beiskum
brjostsykri!
Fyrsti nafladýrkandinn, sem
Guy Breton komst f kynni við,
fór strax að tala um vandamál
sin: ,,Við eigum öll viö mikil
vandamál að striöa. Ég verð aö
segja yður í trúnaði, að mitt
vandamál er tengt konum i ein-
kennisbúningum. Þær koma
mér alveg útaf laginu. Þegar ég
sé kvendáta titra ég. Mér hefur
verið sagt, að þær gangi i kaki-
brjóstahöldum. Haldið þér
að það geti verið satt?”
Breton hafði aldrei lent i
kvendátum og gat ekki upplýst
neitt um brjóstahöld þeirra. Þá
fékk hann framan i sig spurn-
inguna: ,,En þér? Hvað er það,
sem kemur yður úr jafnvægi?”
Nú voru góð ráð dýr. Breton
laug upp á sig bitáráttu
og sagðistekki geta að þvi gert,
að þegar hann væri i neöanjarð-
arlestinni á kvöldin gripi hann
ætið áköf löngun til þess að bi'ta i
nefi á næsta manni. Þetta var
mjög ósennilegt og hlægilegt.
En nafladýrkandinn varð him-
inlifandi og svaraði að bragði:
Vinur minn! Naflinn getur gert
mikið fyrir þig. Sjáumst á laug-
ardaginn!
Það voru aðrir dýrkendur,
sem ég varð áþreifanlega vör
við i Paris nú og það voru fata-
dýrkendur. Þeir streymdu alis
staðar að úr Frakklandi til þess
að sjá sýningar á hausttiskunni
— fra þvi i vor. öll hótel voru
yfirfuU og um tima var ég á göt-
unni. Ég varð þvi fegnust að
stiga upp i flugvélina áleiðis til
Keflavikur og fá, hver veit? —
hangikjöt með brúnuðum kart-
öflum likt og á leiðinni út. —
Stutt naflaihugun bjargaði mér
frá þvi, en þetta er nú okkar á
milli sagt.
,,Nei, ekki þetta bölvaður", hrópaði útigöngu-
maðurinn um leið og Christian Errath mundaði
vélina. En túristar eru grimmur þjóðflokkur og
áfram var „skotið”.