Tíminn - 24.09.1978, Side 15
Sunnudagur 24. september 1978
15
Lesin skrift meistara Kjarvals — flúruö og fagurlega myndskreytt.
nefnir Undir norrænum himni.
Þegar maður hefur lesið þessi
ljóð, skilur maður nafn bókarinn-
ar á tvennan hátt. öðrum hættin-
um er erfitt að lýsa eða koma orð-
um að. I hinum felst svo margt.
Allar góðar óskir mættu búa þar, i
þessum himni hans,og eftir hans
mati og eðlishneigð að rætast
svona smám saman, sameigin-
lega. að treinast sem lengst þjóð-
um þeim, er eiga heiðrikjuna með
honum. Þvi hvað sem um hvert
einstakt ljóð mætti segja, eru hin
einkennilegu heildaráhrif þau, að
höfundurinn virðist vera uppfull-
ur af einhverju sjálflýsandi efni,
sem hann af skynjunargáfu sinni,
með þvi að prenta ljóðin i græn-
um lit, fær lesandann til að viður
kenna i rautt. Það er náttúrulega
litarmotstaða, en með þessu móti
komaósýnilegafram hinir litirnir
milli bókar og lesarans.”
„Brúðarkjóllinn” vakti
hrifningu i Kanada
— Er það ekki rétt, sem mig
minnir ég hafi heyrt, að ljóð eftir
þig hafi (svo maður tali ljóta is-
lensku) „gert lukku” og „slegið i
gegn” vestur i Kanada?
— Jú, það er vist rétt. Það fór
fram mikiö tónleikahald á heims-
sýningunni i Montreal 1967 og
meðal annars söng Karlakór
Reykjavikur þar. Eitt af þvi sem
kórinn söng, var lag Páls P. Páls-
sonar við ljóð mitt, Brúðarkjðl-
inn. Seinna sá ég i blöðum þýð-
ingu á textunum, sem fluttir voru
þarna og þá komst ég að raun um
það, að tveir textar höfðu einkum
„slegið i gegn” og það voru Brúð-
arkjóllinn og Ó, min flaskan friða,
— en Brúðarkjóllinn fékk fyrstu
einkun. — Nú er Sinfóniuhljóm-
sveitin að æfa Brúðarkjólinn svo
trúlega verður ekki langt þangað
til við getum fengið að heyra
þetta lag Páls P. Pálssonar.
— En þetta er ekki eini sóminn,
sem þér hefur verið sýndur sem
ljóðskáldi?
— Nei, að visu ekki. Það eru
kvæði eftir mig i þriðja bindi rit-
safnsins tslenzk ljóð, sem Menn-
ingarsjóður hefur verið að gefa út
á undan förnum árum. Og nafn
mitt er vist komið á blöð bókar-
innar International Authors and
Writers Who’s Who.
Segðu mér nú eitt, Kristján
skáld, þú stendur á sextugu — og
hvernig er þér svo i hug, þegar þú
litur i kringum þig af þinum sex-
tiu ára sjónarhóli.
— Þessu svara ég með þvi að
hafa yfir örstutt ljóð eftir mig.
Það heitir A legsteini, og er
svona:
Ég varði lifinu i ljóð,
var ljóð af lifinu,
nú lifi ég i ljóðinu. _vs
Sveppir valda dröfnum og
blettum í gömium bókum
A siðum gamaila bóka og ann-
ars prents, birtast oft gulbrúnir
blettir og dröfnur. í smáum
mæli þarf ekki um eyðileggingu
á bókinni að vera að ræða, en
stundum ræðst þetta á pappir-
inn i þeim mæli að liturinn virð-
ist ganga í gegn um heilar síður
og kann jafnvel að þekja siðuna
alla. Sumir eigendur gamalla
bóka og prents lita svo á að slik-
ir blettir auki aðeins i verðgildi
eignar þeirra, en sú er ekki
raunin.
„Slijcir blettir hafa þveröfug
áhrif á verðgildið,” segir Sally
Edgecombe hjá fornbókasölun-
um J. Qarke-Hall. „Einkum ef
þeir koma fram i myndum.
Mögulegt er að fjarlægjai blett-
ina með þvi að þvo siðurnar, en
það er kostnaðarsöm aðferð.”
Þessir gulbrúnu blettir eru
kunnir i' öllum bókasöfnum og
hafaveriðmönnum ráðgáta um
aldabil. Ýmsir vitringar hafa
getið sér þess til að orsökin sé
sveppagróður, en þessi upplit-
aði eða blettótti pappir er jafnan
ómorkinn ogsýnist heill þegar á
hann er litið berum augum.
Aðrir hafa getið sér til um þá
orsök, að þetta sé af efnafræði-
legum toga spunnið, likt og
óhreinindum i pappirnum, sem
komi svona fram vegna raka
eða annarra hvetjandi áhrifa.
A bókasöfnum hefur sveppurinn drjúgan tima til vaxtar. Hann er
hálfa öld að þroskast
Prófesor G.C. Meynell og Dr.
R.J. Newsam við Kent-háskóla,
hafa nú sýnt fram á að orsökin
er sveppagróður, sem þrifst i
raka og hita. í timaritinu
„Nature” segja þeir, að ekki sé
vænlegt að reytia að rækta
sveppi þessa, þvi hætta væri á
að þeir blönduðust einhverjum
fjarskyldari frændum sinum á
meðan, en þeir eru nefnilega
hálfa öld að vaxa. Jákvæður
árangur af raaktunartilraun gæti
þvi aðeins leitt i ljós nærveru
einhvers annars og hraðvaxandi
svepps.
Rannsóknaraðferðin sem þeir
völdu var þvi'sú, að skoða fyrir-
bærið i smásjá. Notuðu þeir
Framhald á bls. 3^3
Eigum þessi
fallegu finnsk hönnuðu
BOXI sófasett
með áklæði eftir eigin vali
Kappkostum
að hafa úrval húsgagna við allra hæfi
Bilastæði og mngangur er einnig Hverfisgotumegin
\ Verið velkomin /