Tíminn - 24.09.1978, Síða 21
Sunnudagur 24. september 1978
21
fjöldinn um tólf þúsund manns.
Ferjan er aðeins 7 tonn að stærð
og orðin gömul.
Bátaútgerð hefur lengi verið
rekin frá Litla-Arskógssandi —
og þar lengi barnaskóla- og
samkomuhús sveitarinnar, en
nú i Stærra-Arskógssandi. Þeg-
kuðunga- og skeljaskrauti sem
Anna hefur komið laglega'fyrir
á hellusteinum i horni garðsins.
Þarna gefur að lita hörpudiska,
meyjardoppur o.fl.
A Flataskersmyndinni blasir
Hrisey við beint á móti en t.v.
sér i Ólafsfjarðarmúla, en frá
veginum fyrir hann er Utsýn við
og fögur.
Við plastgroðurhus í Vaglaskógi 27/8 1978
Hellur skreyttar skeljum og kuðungum i garðinum á Stóru
Há mundarstöðum 30. ágúst 1978
A Storu-Hámundarstoðum 29. agust 1978
ar undirritaður gekk i skóla á
„Sandinum” var nær öll byggð-
in undir brekkunni rétt ofan við
fjöruna. Húsin voru flest grafin
inn i brekkuna (melsins) og
voru úr torfi með timburþili að
íraman. Niðri var sjóbúð, en
þiljuð ibúð uppi á lofti. Uppi á
melnum stóð „húsið”, timbur-
hús Sigurvins útgerðarmanns og
barnakennara og einnig As-
mundarbærhlaðinnúrtorfi. Við
hann var lengi eini blómagarður
á Sandinum og prýddi þó litill
væri.
Söndungar voru og eru hörku-
duglegir sjómenn, eins og fleiri
á Ströndinni — m.a. kunnir há-
karlaformenn ásumum bæjum.
Má lesa um suma þeirra hjá
Hagalín og Theodóri Friðriks-
syni. Nú er öll byggð á Sandin-
um kominn upp á háan bakk-
ann. Mörg myndarleg hús, sum
með blómagörðum i kring, þó
þarna sé æði næðingssamt á
bersvæðinu. öllu skýlla er á
Hauganesi og þar er meiri garð-
rækt. Ibúar heldur fleiri.
A Arskógssandi búa duglegar
ræktunarkonur og skulu nefnd-
ar tvær: Agústa Jónsdóttir og
Soffía Sigurðardóttir. I fremur
litlu og lágu gróðurhúsi og úti-
reitum elur Agústa upp fjölda
skrautjurta. Er ótrúlegt hve
margar tegundir hún hefur
reynt og reynir, sumar mjög
sjaldgæfar i ræktun hér á landi.
Fræ og smájurtir fær hún viða
að innanlands og utan — bæði
fjölærar jurtir og sumarblóm.
Selur einkum fjölærar jurtir.
Maður Agústu,Valeras Kára-
son, byrjaði ræktun á unga
aldri, kom upp skrúðgarði og
aðstoðar nú konuna dyggilega.
Soffia kom fyrir löngu upp
laglegum skrúðgarði, hefur
reynt margar tegundir og látið
ýmsafá jurtir. Hún stundar lika
steinasöfnun hin siðari ár, viðs
vegar um landið og á sögunar-
og sslipunarvél, fæst við leirker
og þostuIinsmálningu.Maður
hennar Konráö og synir þeirra
stunda sjóínn, m.a. hrefnuveið-
ar i og með, selja kjötið nýtt eða
reykt. Kaupa Japanir verulegt
magn af hrefnukjötinu. Þeir
senda eftirlitsmenn og lögðu
heimamönnum reglur um með-
ferð. Taldi Konráð þá mjög
nýtna — og vilja ekki að neitt
fari til spillis að óþörfu.
Að Litla-Árskógi er mjög
skemmlegur skrúðgarður og
verður e.t.v. rætt um hann siðj
ar. Þar suður viðÞorvaldsdalsá
er skógræktarreitur sveitarinn-
ar, en fram á Þorvaldsdal
fannst bæði birki og reynir,
gamlar skógarleifar, þegar beit
létti á landinu um skeið. Á
Stóru-Hámundarstöðum er dá-
lítill trjáreitur rétt við veginn.
Fram meðgiröingunni (utan við
hana) var gróðursett stórnetla á
kafla en fáeinir hnausar með
sigurskúf og Spánarkerfli innan
girðingar. Hafa allar tegundirn-
ar breiðst út inni i trjáreitnum,
einkum þó sigurskúfúr og kerf-
ill, sem mynda stór jurta-
þykkni, afar gróskuleg, undir
trjánum, 1 metra á hæð eða
meir. Eru þessar jurtir að-
gangsfrekar um of, en undur-
fagrar eru þær í blómi. Sums
staðar teygir umfeömingur
fagurbláa blómklasa upp úr
jurtastóðinu.
Heima viðbæinn er gamall bló-
magarður sem eldri kynslóðin
Anna Baldvinsdóttir og Harald-
ur Daviðsson annast af kost-
gæfni, en yngri kynslóöin hefur
tekið við búinu og er m.a. að
byggja hús yfir 400 fjár. Anna
reynir nýjar og nýjar jurtir og
er orðin furðu fjölbreyttur gróð-
ur i skrúðgarðinum. Snjóþungt
er þarna á vetrum. Sligar fönnin
stundum tré og vaxtartiminn er
talsvert styttri en inni á Akur-
eyri — og oft mun svalara veð-
ur. Samt erhægt að rækta furðu
margt i skjóli á Arskógsströnd.
Birt er mynd af Haraldi, dóttur
og dótturdóttur i steinhæð önnu
i garðinum, og aðra mynd af
garðinum á Störu-Hámundarstöðum 29/8 1978
Hafnargerö við Flatasker 29/8 1978
Ungbarnið
TINY
Eftirlæti allra telpna
Dúkka sem:
Grætur - Drekkur úr pela
og vætir bleyju
INGVAR HELGASON
Vonorlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 84511
DIESEL
Viö útvegum dieselvélar og fylgihluti
til ísetningar í ýmsar geröir bifreiöa.
Frekari upplýsingar gefur
HAFRAFELL HF
VAGNHÖFÐA 7, SÍMI 85211
------:-.........