Tíminn - 24.09.1978, Qupperneq 22

Tíminn - 24.09.1978, Qupperneq 22
22 Sunnudagur 24. september 1978 A litilli eyri inni i Svartárdals- botni stendur Stalnsrétt. llún má heita umkringd fjöllum og holt- um, og Svartáin rennur til vesturs úr Stafusgilinu meöfram Vöku- hvammi og sunnan viö eyrina og beygir svo til norðurs vestan Kéttareyrarinnar, eins og hún er kölluö nú og hverfur milli ásanna, sem byrgja sýn út Svartárdalinn. Vestan árinnar eru Stafnsteigar en á móti, austan dalsins, er Svartárdalsfjall þar sem jeppa- vegur liggur austuryfir áleiöis ,,noröur” I Skagafjörö og kemur til byggöa nálægt Mælifelli. Sunnan eyrarinnar, ntilli Stafns- gils og Fossadals eru Háutúngur og I Lækjarhliðinni I þeitn vestan- verðum blöur safniö, meöan hross eru réttuö. Slðan er þaö rekiöyfir brú á ánni inn I nátthag- ann og blöur næsta morguns, aö fjárréttir hefjist. I Stafnsrétt er smalað af Eyvindarstaðaheiði, þar eiga af- rétt Bólstaðahliöarhreppur i A- Húnavatnssýslu og Seyluhreppur og Lýtingsstaðahreppur i Skaga- firði. Fyrr á öldum var réttin á Eyvindarstööum i Blöndudal, en árið 1812 var hafin bygging Stafnsréttarinnar og henni lokið árið eftir. Þetta var m.ikil rétt, hlaðin úr grjóti og stóö þangað til i sumar að hún var fjariægð og ný byggð i staðinn. Frá þvi að ég fyrst heyrði Stafnsrétt nefnda, hefur nafn hennar verið sam- hljóma ævintýrinu i huga minum, og ævintýriö var sú stóðrétt sem flestir hestamenn vildu sjá og helst taka þátt i. Fróðir menn telja að þegar flest hross voru réttuð þar, hafi þau verið um tólf hundruð. Nú hafa verið settar nýjar reglur m gróðurvernd á Eyvindarstaöaheiði og hross eru þar óvelkomin, þess vegna voru nú réttuð þar vei innan við eitt hundrað hross og sumir álita að þar veröi aldrei aftur stóðrétt. Menn segja, að hins vegar hafi aldrei verið réttað þar jafn margt fé og nú, eða um tuttugu þúsund að mati glöggra manna. Það er þó ekki svo að neinir meinbugir séu á að rétta hross i hinni nýju rétt, siður en svo, hún er sterklegt mannvirki og likleg til að þola mikil átök og er aö auki falleg. Réttin Eins og fyrr sagði stendur rétt- in á litilli eyri og vegna þrengsla Þessir höföingjar virtust óaöskiljanlegir, þeir höföu krækt saman hornum. Þegar sllkt skeöur á fjöllum, veröur fátt til bjargar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.