Tíminn - 24.09.1978, Blaðsíða 26

Tíminn - 24.09.1978, Blaðsíða 26
Sunnudagur 24. september 1978 Nútíminn ★ ★ ★ Graeme Taylor Þó a6 allt séu þaft andans menn sem eru i Albion Band og fátækir af þvi sem kallast beinharðir peningar, þá verður ekki annað sagt en að Phil Pickett sé sæmilega efnaður. Pickett, sem er aðal- blásturshijóðfæraleikari Albion Band á nefnilega stærsta trébiásturshljóðfæra- safn sem til er á Bretlands- eyjum i einkaeign og er það lauslega metiðá um 18 þúsund sterlingspund. Pickett er sprenglærður i tónlistarfræð- um og hefur hann meira að segja prófessorsnafnbót sem slikur. llann er að sjálfsögðu allur á kafi i klassískri tónlist fyrir utan það að vera i Albion Band, en eitt er það sem hann gerir, eða réttara sagt honum feilur vel i geð, sem ekki ætti upp á pallborðið hjá starfs- bræðrum hans i háskólanum, en það er „punk” tónlist, og m.a. telur hann að Ian Dury sé hreint frábær i sinni list. Ekki verða hér taldir upp þeir skólar sem Pickett hefur stundað nám I, en þess aðeins getið að þeir eru ófáir. Phil Pickett Mike Gregory Pete Bullock Margir hafa orðið til þess að útnefna Ashley Hutchings sem meistara breskrar þjóðlagatónlistar og til vitnis um hæfileika hans nægir að nefna að hann hefur staðið að baki allra bestu bresku þjóðlagahljómsveitanna og þá um leið nokkurra af bestu hljómsveitum heims. Sjálfur segir Hutchings aö ef aö hann eigi að nefnast meistari þá verði það að takast fram að hann sé fátækasti meistari I heimi. Hutchings er maöur smár vexti og fámæltur, en þeir sem til hans þekkja bera fyrir honum tak- markaiausa virðingu sem stjórnanda og tónlistar- manni og á þvf sviði hefur hann sannaö hæfileika sina svo að ekki veröur um villst. 1 hljómsveit eins og Albion Band, sem nú er skipuð nlu hljóðfæraleik- urum, er viöbúið að upp komi erfiðleikar og þá er það verkefni Hutchings að leysa úr þeim þannig að öllum liki og að hagur hljómsveitarinnar sé ekki fyrir borð borinn. Annars sér hann um meira en að stjórna hljómsveitinni og þykir hann stjórna bass- anum ekki siður. Ashley Hutchíngs Ric Sanders John Trams Mike Gregory trommuleikari er einn af þeim meðlimum Albion Band, sem að segja má að sé orð- inn rótgróinn. Hann er velskur að uppruna, sem að sjálfsögðu er mikil synd þegar um er að ræða hljómsveit sem byggir á enskri menningararfleifð. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum um dagana, s.s. Kuschia, „reggae” hljómsveitinni Greyhound o.fl. Greg, eins og hann er nefndur,var ráðinn i Albion Band f gegnum tónlistarblað sem mælti með honum, en Asley Hutchings hafði þá veriö að svipast um eftir trommuleikara vegna þess að Dave Mattacks hafði ekki getað gefið ákveðin svör iUm það hvort að hann myndi tromma með hljómsveitinni. Nú sjá þeir Mattacks og Greg báðir um ásláttinn, en Greg sér þó meira um hið hefð- bundna trommusett. Aðall Gregs er sá hvað hann er hreinskilinn og hæverskur. t þvi sambandi má geta þess aö hann hefur gagnrýnt þá trommuleikara sem eru með trommur á heilanum og segist hann læra meira af þvi aö horfa á góðan trommuleikara en að fara með bæklinga um trommusett með sér I rúmið. Nýjasti meðlimur Alion Band er Pete Bullock. Hann er sonur kolanámumanns frá Derby og frá unga aldri hefur hann lagt stund á klassiska tónlist og jazz þannig að jafvel hann er undrandi á að vera kominn út I þjóðlagatónlistina. Hann lagði stund á tónlistarnám við háskólann I Birmingham og að loknu námi hafði hann ofan af fyrir sér með kennslu, auk þess sem hann var I bæjarhljómsveit- inni. Vendipunkturinn I lifi Bullocks var þegar hann átti að taka við embætti skólastjóra I smátónlistar- skóla, en um það leyti hitti hann mann að nafni John Tams. sem þá var með hliómsveitina Excelsior Band en hún var „country” hljómsveit. Tams bauö Bullock aö vera með, hvað hann þáði, og þá var ekki aftur snúið. Tams gekk stuttu siöar I Albion Band og . eitt sinn þegar vantaði hljóðfæraleikara til aö vinna við upptöku á sólóplötu Hutchlngs, sló Tams á þráð- inn til Bullocks og bað hann að vera með og það hefur hann verið siðan. Kic Sanders hleypti á sinum tima nýju blóði i Albion Band ineö hinum frábæra fiöluleik sinum og eftir að hann fór aö njóta sin hefur tónlist hljóm- sveitarinnar nálgast jazz rokkiö æ meir. Sanders hóf feril sinn með hinum frábæra japanska tón- listarmanni Stomu Yamastha og einnig hefur hann leikið með Dave Bristow. Sanders er eins og nokkrir aðrir Albion meðlimir innan vébanda annarra hljómsveita, en hann hefur um langt árabil leikiö meö hljómsveitinni Soft Machine. Þá hefur hann einnig leikiö meö sinni eigin hljómsveit Surrounding Silence, en hún kemur fram af og til ef vel liggur á honum. Sanders hefur þetta um veru sina I Albion Band að segja: „Ég hef alltaf haft gaman af hefðbundinni þjóðlegri tónlist, en hún ásamt jazz rokkinu er mér llfsfylling. Mér finnst sem tónlistarsmekkur manna hafi mikiö breytst til batnaðar á undanförnum árum og þá tek ég mikiö tillit til þess hvað tónlistarmenn eru orðnir opnari en áður. Aður en Taylor gekk I Albion Band var hann að eigin sögn heldur ráövilltur poppari. Hann hafði leikiö um skeið I hljómsveitinni Gryphon og siðar með Precious Little, sem m.a. gerði garðinn frægan á klúbbum i Kaupmannahöfn. En er honum barst tilboð um að gerast liösmaður Albion Band árið 1976, hikaði hann ekki, lieidur greip gæsina og eftir þvi hefur hann ekki séð siðan. „Ég hef mjög gaman af þvi að spila rokk, þrátt fyrir að það sem við i Albion erum að gera samræmist þvi ekki. Annars hef ég alltaf haft gaman af hinum ýmsu tón- listarafbrigðum og t.d. hef ég mjög gaman af þvi sem Ashley og Fairport Con- vention gerðu i gamla daga”. Taylor, sem er einn gltar- leikara Albion, segist eiga sér einn gitarleikara umfram annan sem fyrirmynd, en það er gitarleiki Grateful Dead Jerry Garcia. John Trams, sem er fyrr- verandi blaðamaður, gekk I Albion Band árið 1976. Hann hefur á þeim tima sem liðinn er síðan.mest megnis séð um söng og munnhörpuleik, auk þess sem hann er aöalkynnir hljómsveitarinnar á hljóm- leikum. Þá er hann og góður lagasmiður og þau eru orðin nokkur lögin eftir hann sem Albion Band hefur flutt opin- berlega. Trams, sem er frá Derby skiri, hefur lengi haft mikinn áhuga á þjóðlagatón- list og meðal áhugamála hans á þvi sviði er irsk þjóölagatón- list. A sinum' tima stofnaði hann hljómsveitina Excelsior, og með honum I þeirri hljóm- sveit var t.d. Pete Bullock, sem áður hefur verið nefndur. Að mörgu leyti lítur-Trams á Albion sem „fjölskyldufyrir- tæki” og þannig vill hann reka það. Eitt af hans áhugamálum er að efnisval hljómsveitar- innar verði leikrænna, en þar er hann á öndverðum meiði við félaga sinn Simon Nicol. Þjóðlagatónlist hefur löngum átt upp á pallborðið hjá breskum og úr bresku þjóðlífi hafa sprottið á siðari árum margar frábærar þjóðlagahljómsveitir. Nægir þar að nefna hljómsveitir eins og Fairport Convention og Steeleye Span. Nú er það hljómsveitín Albion Band sem heldur merki breskrar þjóðlagatónlistar á lofti og er það mál þeirra sem grannttil þessara hluta þekkja# að Albion Band gefi Fairport og Steeleye Span ekkert eftir/ nema síður sé. Saga Albion Band er saga margra hljómsveita og eru þar fyrrgreindar hljómsveitir undanskildar. Ashley Hutchings stofnandi Atbion Band.sem nú er aðalmaður hljómsveitarinnar, átti á sínum tíma þátt í að stofna bæði Fairport og Steeleye Span. Það var skömmu eftir 1970 að hann stofnaði Albion Country Band en auk hans voru í henni Roger Swallow, Simon Nicol, John Kirkpatrick, Sue Harris og Martin Carthy. Hljómsveitinni var ætlað eins og nafn hennar reyndar ber mað sérVáð flýtjá „country" tónlist. Ekki er hægt að segja að lífið hafi gengið átaka- laust hjá hljómsveitinni, enda fór svo um hana árið 1973, að hún leystist upp. Hitchings og kona hans Shirley Collins tóku eftir þetta þátt i stofnun hljómsveitar- innar Etchingham Steam Band, og með henni léku þau i nokkur ár eða fram til ársins 1976. Það ár stofnaði Hutchings, eða endurvakti réttara sagt, Albion Band, en undir nafninu Albion Dance Band og var henni ætlað það hlutverk sem hinum -hafði mistekist þ.e. koma spílamennskunni á fastan f járhagslegan grundvöll I fyrrasumar hætti siðan Shirley Collins í hljómsveitinni og skömmu síðar ákvaðu þeir sem eftir voru að leggja niður dansnafnbótina og þá um leið það markmið sett að starfa aðallega sem danshljómsveit og má segja að það sé upp- haf ið að Albion Band eins og hljómsveitin er í dag. Hér á eftir verður leitasf við að bregða Ijósi á Albion Band eins og hljómsveitin er í dag, og fer hér á eftir kynning á hverjum einstökum meðlimi auk þess sem birt eru brot úr viðtölum, sem blaðamaður Melody Maker átti við þá fyrr á þessu ári. ALBION BAND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.