Tíminn - 24.09.1978, Síða 29

Tíminn - 24.09.1978, Síða 29
Sunnudagur 24. september 1978 29 Kvikmyndir Jens Kr. Guðmundsson Óperan Quadrophenia kvikmynduð — Jimmy Pursey í aðalhlutverki Laga- og texta- smiðurinn Pete Towns- hend, sem jafnframt er leiðtogi rokkhljóm- sveitarinnar Who, hefur i mörgu að snúast þessa dagana. Fyrir nokkrum dögum var frumsýnd i Bretlandi ný kvikmynd, ,,The Kids Are Alright”, með honum og hljómsveit- inni Who i tilefni 15 ára afmælis hljómsveitar- innar. Um svipaö leyti sendu hann og Who frá sér nýja hljómplötu samnefnda kvikmyndinni. Daginn eftir frumsýningu myndarinnar lést trommuleik- ari Who, Keith Moon. Lát hans er mikið áfall fyrir hljómsveit- ina. Auk þess að vera einn besti rokktrommuleikari i heimi var Keith Moon mjög skemmtilegur og líflegur persónuleiki. Það kom þvi fáum á óvart þegar Pete Townshend lýsti þvi yfir, að ekki yrði fenginn nýr trommuleikari i hljómsveitinni, heldur ætlar hljómsveitin að notast við „session”menn i hans stað, eftir þvi sem henta þykir hverju sinni. A árinu 1975 gerði kvik- myndaíeikstjórinn sérstæði Ken Russell kvikmynd, sem byggö er á plötu, sem Who sendi frá á árinu 1969 og bar heitið „Tommy”. - Nú stendur til að leikstjórinn Frank Rhoddam kvikmyndi verk, sem byggt verður á plötu Pete Townshend. Jimmy Purrsey (t.h.) á erfitt með gang eftir að hafa lent i áflogum, — einu sinni enn. sem Pete Townshend og Who sendu frá sér árið 1973 og bar nafnið „Quadro-phenia”. Verk þetta fjallar um svo- kallaða ,,mod”-kynslóö. Henni tilheyrðu uppreisnargjarnir unglingar, sem komu frá yfir- stéttarheimilum og klæddust skrautlegum fötum. Auk þess neyttu þeir eiturlyfja, töluöu sérstakt götumál og svölluðu meiraen góði fólki þykir sæma. Ekki er ennþá alveg ákveðið hverjir muni fara með aðalhlut- verkin i myndinni. Þó koma meðlimir Who til með að leika eitthvað. Með aðalhlutverkiö, hlutverk Jimmys, eru sterkar likur á að söngvari hljómsveitarinnar Sham 69, Jimmy Pursey fari með. Pete Townshend sá Sham 69 i sjónvarpinu fyrir skömmu og leist þannig á Pursey aö hann væri eins og sniðinn fyrir hlut- verk nafna sins. Jimmy Pursey er einn vin- sælasti blaðamaturinn i Bret- landi þessa dagana. Hann er einn af þessum svokölluðu góð- kunningjum lögreglunnar. Fyrir það hefur t.d. hljómsveit hans, Sham 69, verið meinaö að leika i Bandarikjunum. Aðspurður hefur Pursey lýst yfir áhuga sinum að spreyta sig á hlutverki nafna sins i „Quadro-phenia”. Hann hefur verið mjög hrifinn af plötunni alveg frá þvi hún kom út og kann hana utan að. Auk þess þykir hann eiga ýmislegt sam- eiginlegt með aðalhetju verks- ins. Þannig að hann ætti að eiga tiltölulega auðvelt með aö setja sig inn i hlutverkið. „Tommy” fékk mjög góða dóma á sínum tima og er reyndar enn talið vera eitt af mestuverkum poppheimsins og jafnframt kvikmyndin eitt af mestu verkum kvikmynda- heimsins. „Quadro-phenia” er af flest- um talið mun betra verk en „Tommy” Þaö er þvi ástæða til að biða spenntur eftir útkom- unni. —énz (Á næstunni: Convoy í Regn- boganum Einhvern tímann á næstunni tekur Regnbog- inn til sýningar kvik- myndina „Convoy". Leikstjóri er Sam Peck- inpah. Hann hefur frægur orðið fyrir myndirnar „Guns In The After- noon", „Major Dundee", ,,The Wild Bunch", „ Bring Me The Head Of Alfredo Garcia" o.fl. Ekki verður sagt, meö góðri samvisku, að „Convoy” sé ein af bestu myndum Sam Peckin- pahs. En hún stendur samt fyrir sinu. I sumar hafa kvikmyndahús borgarinnar verið afkastamikil við að bjóða viðskiptavinum sinum upp á að sjá svokallaöar hraðakstursmyndir. Þær samanstanda af hröðum og mjög glannalegum akstri. „Convoy” er ein af þessum Kvikmyndir Kris Krisrofferson venjulegu og dæmigerðu hrað- akstursmyndum. Aðal „töffari” myndarinnar er Krist Kristofferson. Hann ekur um á 18 hjóla vörubifreið. Ernest Brognine leikur vonda, klaufalega lögreglustjórann. AIi MacGraw leikur blaðaljós- myndara og unnustu Kris Kristoffersonar. Aðrir leikarar i „Convoy” eru m.a. Burt Young, sem leikur svo skemmtilega m.a. i „Rocky”, „Kolbrjálaðir Kór- félagar” og „Imbakassanum” og Franklyn Ajaye. Þó „Convoy” sé ekki ein af bestu myndum Sam Peckinpah þá er hún i hópi betri hrað- akstursmynda og nýtur þvi nokkurra vinsælda erlendis sem slik. Enda skarta fæstar hrað- akstursmyndir stórstjörnum á borð við Kris Kristofferson, Ali MacGraw og Burt Young. —énz Jens Kr. Guömundsson ísland — Búlgaría Fyrirhuguð er stofnun samtaka til efling- ar auknum kynnum tslands og Búlgariu. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku i samtök- um þessum sendi nafn, heimilisfang og símanúmer i pósthólf 107 Reykjavík. Undirbúningsnefndin. Rannsóknarstyrkir frá Alexander von Humboldt-stofnuninni. Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt að Alexander von Humboldt-stofnunin bjóði fram styrki handa erlend- um visindamönnum til rannsóknastarfa við háskóla og aðrar visindastofnanir I Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Umsækjendur skulu hafa lokiö doktorsprófi I fræðigrein sinni og eigi vera eldri en 40 ára. — Sérstök umsóknar- eyðublöö fást i menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, Reykjavik en umsóknir skulu sendar til Alexander von Humboldt-Stiftung Schillerstrasse 12, D-5300 Bonn 2,— Þá veitir þýska sendiráðið (Túngötu 18, Reykjavik) jafn- framt nánari upplýsingar um styrki þessa. Menntamálaráðuneytið 20. september 1978 w 1 Kópavogi Lítið og skemmtilegt einbýlishús Höfum i einkasölu fjögurra herb. einbýlis- hús með stækkunarmöguleikum ásamt sextiu ferm. bilgeymslu. Falleg lóð við Vallargerði Kópavogi • Sölumenn: Örkin /sf Páll Helgason Fasteignasala Eyþór Karlsson Hamraborg 7. Lögmaður 200 Sigurður Helgason Kópavogi. Simi 44904. Heimilislæknir mun opna stofu að Laugavegi 43, frá 1. okt. 1978. Simatimi kl. 9-10, i sima 4-37-10. Stofutimikl. 12-15, simar 2-23-50 og 2-11-86. Ingunn H. Sturlaugsdóttir. læknir. Nauðungaruppboð Samkvæmt ákvörðun skiptaréttar Strandasýslu, verður haldið opinbert upp- boð, þriðjudaginn 3. október 1978 kl. 11. Selt verður lausafé þrotabús Háafells h.f. svo sem rafstöð og ýmis tæki og áhöld til notkunar við rækjuvinnslu. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaður Strandasýslu. Sumarbústaðaland Litið starfsmannafélag óskar eftir landi undir sumarbústað til leigu eða kaups. Æskileg staðsetning er á suður- eða vest- urlandi. Upplýsingar um landkosti og verðhugmyndir skulu hafa borist af- greiðslu blaðsins fyrir 2. okt. n.k., merkt ,,Sumar og sól”.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.