Tíminn - 29.09.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. september 1978 Iðnaðarráðherra skipar nefnd til að móta heildar- stefnu í iðnaðarmálum Markmiöið aukin atvinna og Hjörleifur Guttormsson iAnaðarráðherra ásamt samstarfsnefndarmönnum og ritara hennar. Á myndina vantar Davið Scheving Thorsteinsson og Þórleif Jónsson. Timamynd Tryggvi. f 1 ölbreytni í atvinnulífi — leita á næstunni til nefndarmanna vegna vandamála ullar-, skipa, húsgagna- og rafeindaiönaöarins SJ — Iðnaðarráðherra hefur skipað niu manna samstarfsnefnd um iðnþróun á íslandi. Hlutverk nefndarinnar er: Að vera iðnaöarráðherra til ráðgjafar um mótun heildar- stefnu i iðnaðarmálum og leggja fyrir tillögur um það efni. Að efla samstarf hinna ýmsu aðila iðnaðarins um að fram- kvæma þær aðgerðir, sem sam- staða næst um innan nefndar- innar og á vettvangi rikis- stjórnar og Alþingis. Að gera tillögur til iðnaðar- ráðherra um ráðstöfun jöfn- unargjalds af iðnaðarvörum, samkvæmt lögum nr. 83, 1978 vegna ársins 1979, og svo sem siðar kann að verða ákveðið, i þágu iðnþróunaraögerða i sam- ræmi við mótaða stefnu. Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráöherra sagöi á fundi með fréttamönnum að fram til þessahefði rikisvaldið ekkihaft nægilegt frumkvæði um mótun islenzkrar iðnaðarstefnu og þær framkvæmdir.sem henni þyrftu að fylgja. Gat hann þess aö þó hefði ýmislegt verið vel gert I þágu iönaðarins og nefndi sér- staklega starf Iðnþróunar- nefndar á árunum 1973-1975 og skýrslu hennar um eflingu iðnaðar á Islandi fram til 1985, sem væri mjög mikilvæg úttekt, er hafa mætti gagn af i áfram- haldandi starfi. Samtök iðnaðarmanna og iðn- rekenda hafa ekki setið auðum höndum undanfarin ár heldur markað sér stefnu og kynnt sjónarmið sin varðandi iðn- þróun. Einnig hafa samtök launþega komið fram með til- lögur um aðgerðir til eflingar islenzkum iönaði. Samstarfs- nefndinni, sem nil hefur verið skipuö, er einnig faliö að taka til athugunar þessar tillögur og móta úr þeim heildstæða stefnu- mörkun, sem ríkisstjórnin geti lagt fyrir alþingi svo sem sam- staöa næst um. —Mér er ljóst aö her hlýtur að verða um áfangavinnu að ræöa og ætlunin er að vinnubrögð nefndarinnar verði slik að hiín fái viðbrögð við tillögum sinum á starfstimanum, sagði iðnaðarráðherra. —Skýrslur sem unniö er að jafnvel i-nokkur ár samfleytt eru góðar og gildar, en gallinn er sá aö þær hefa tilhneigingu til að rykfalla. —Markmiðið hlýtur að vera að iðnaöurinn geti veitt fleira fólki atvinnu en nú er. Ennfremur er mikilvægt að auka á fjölbreytni i atvinnulifi landsmanna bæði hér á þétt- býlissvæðinu, en e.t.v. enn frekar út um hinar dreifðu byggöir landsins. Iðanðurinn þarf að geta boðiö starfsfólki sinu góö lffskjör fýrir eðlilegan vinnudag, en einnig aðlaðandi vinnustaöi þar sem öryggi er tryggt. Til þess að þessi markmiö næðust kvað iðnaöarráðherra fjölmörgóbein atriðiþurfa til aö koma svo sem bætt verk- menntun og verkmenning og kæmi þar til kasta alls skóla- kerfisins ekki sizt eftir- menntunarog fullorðinsfræðslu. Ennfremur skipti góð iön- hönnun miklu máli og væri i henni sjálfsagt að taka mið af langri hefö islenzks heimilis- iðnaðar og ætti hann þar jafnt við þá hefð sem tiðkast hefði i smiðju bóndans og dyngju hús- freyjunnar á liðnum öldum. Formaður samstarfsnefndar- innar um iðnþróun á Islandi er Vilhjálmur Lúðvíksson, sem einnig var formaður Iön- Framhald á bls. 23 Byggingar vísitala hækkar um 10% Kás —- Reiknuð hefur verið út ný visitala byggingarkostnaðar fyrir timabilið október-desember. Hækkar hún um 10.6% frá þvi sem var á siðasta timabili, þ.e. júii-september. Það er Hagstofan sem hefur reiknað út hina nýju byggingar- visitölu, og þá á verölagi I fyrri hluta september á þessu ári. Reyndist hún vera 240.8 stig sem lækkar niður I 240 stig. Samsvar- andi tölur reiknaöar eftir verðlagi I fyrri hluta júni 1978, fyrir tima- bilið júli-september, voru 217 stig. Hækkúnin er þvi 23 stig, eða 10.6%. Samsvarandi tölur fyrir bygg- ingarvisitölu samkvæmt eldri grunni eru 4767 stig fyrir tima- bilið október-desember, en voru 4318 stig á timabilinu júli- september. Guðmundur Gíslason form. SIB: Höfum ekki ákveðið næsta skref okkar” ESE — Eins og fram kemur annars staðar I blaðinu i dag þá hefur Samband islenskra banka- manna harðlega mótmælt skipan visitölunefndarinnar svokölluðu og telja bankamenn sig eiga rétt á þvi að hafa fulltrúa i nefndinni. Timinn sneri sér af þessu tilefni til Guömundar Gislasonar, for- manns Sambands islenskra bankamanna ogvar hann að þvi spurður hvort þeir hefðu fengið einhver frekari svör við bréfi þvi sem þeir sendu rikisstjórninni 26. sept. s.l. Guðmundur sagði svo ekki vera. Undirtektir þær sem þeir hefðu fengið hjá forsætisráðherra og viðskiptaráðherra er þeir ræddu viö þá, hefðu verið þaö litlar og neikvæðar að hann ætti ekki von á þvi að frekar heyrðist frá þeim. Það hefði veriö alveg augljóst af viðræðum viö þá aö þeir heföu verið búnir aö gera upp hug sinn I þessu efni og að þeim ákvörðunum yrði ekki breytt. Þá hefði það mátt á þeim skilja að það hefði aldrei verið ætlunin að Samband isl. bankamanna yrði með I þessari nefnd og reyndar hefðu þeir taliö að sambandið hefði þar ekkert aö gera, þar sem bæði BSRB og BHM gætu gætt hagsmuna þeirra i nefndinni. Þetta ætti sambandið mjög erfitt með aö sætta sig viö, þvf að enda þótt helmingur þeirra félags- manna ynni I bönkum og spari- sjóðum i eigu annarra aðila. Samband isl. bankamanna hefði sin eigin lög sem það semdi eftir og þaö semdi ekki við rikisvaldið, heldur við bankana sjálfa. Ekki sagði Guðmundur búið að ákveða hvað gert yrði I þessu máli. Fundur yrði haldinn i dag og verið gæti að þá yröi ákveðiö hvert yrði næsta skref Sambands isl. bankamanna i málinu. Valgeir Gestsson, formaður Sambands grunnskólakennara: Vænti átakalausrar lausnar Athugasemd við forsíðufrétt A forsiðu Timans miöviku- daginn 27. sept. sl. er fyrirsögn um deilu kennarasamtakanna um launajöfnun kennarapróf- anna, er ég tel mjög villandi. Hún er svohljóöandi: „Æfingakennsludeilan: Gætum þurft að beita skæruverkföllum og fjöldauppsögnum”. Umrædd deila er ekki deila um æfinga- kennslu heldur um þaö hvort kennarar eigi að hafa sömu laun hafi þeir lokiö prófi frá Kennaraskóla Islands eöa' Kennaraháskóla íslands en hvort prófið sem er veitir kennsluréttindi við grunnskóla. Samband grunnskólakennara hefur frá þvi I mars s.l. reynt I viðræöum við fjármála- ráðuneytiö og menntamála- ráðuneytið aö ná samkomulagi um túlkun ákveðinna greina I kjarasamningum til þess að leysa deiluna. Avallthefur veriö stefnt að þvi, að semja um málið án aðgerða, sem alltaf eru neyðarúrræði og ætti aldrei aö þurfa aö gripa til. Engin ákvörðun hefur verið tekin af hálfu stjórnar eða fulltrúaráös S.G.K. um aðgerðir utan fundarhalda kennara um málið. I viðtalinu við blaðamann Timans að loknum fundi fulltrúaráös S.G.K. 26. sept. s.l. svaraði ég aöeins spurningu blaöamannsins um hvaöa að- gerðir væru hugsanlegar ef slikt kæmi til umræðna á næsta fundi fulltrúaráösins. 1 ályktun fulltrúaráösins segir m.a. „Fundurinn væntir þess að tillögur menntamálaráöherra sem hann hyggst leggja fyrir fjármálaráöherra næstu daga leiði til lausnar málsins”. Undir þetta vil ég taka, sérstaklega, og vænti þess að átakalaus lausn fáist næstu daga. innlendar fréttlr Olympiuliöiö I skák: Ingvar i stað Inga ESE —Þær breytingar hafa orðið á skáksveit tslands, sem teflir á 23. ólympiuskákmótinu sem haldið verður i Argentinu I næsta mánuði, að Ingvar Asmundsson mun taka sæti Inga R. Jóhanns- sonar sem ekki sér sér fært að taka þátt I mótinu i sveitinni. Ólympiulið Islands fkarlaflokki veröur þvi þannig skipaö: Friörik Ólafsson, Guðmundur Sigurjóns- son, Helgi Ólafsson, Jón L. Arna- son, Margeir Pétursson og Ingvar Ásmundsson. Kvennaliöið verður óbreytt frá þvi sem áður hefur verið uppgefið og fararstjóri verður Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, sem jafnframt mun sitja þing Alþjóðaskáksambandsins, bæði fyrir hönd islenska og danska skáksambandsins. Höfn: Síld- veiöin treg. Kás — „Það er heldur litið að frétta af okkur hérna. t dag var landað um 800 tunnum af sild, sem er sáralitið miðað við fjölda þeirra báta sem héðan róa”, sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson, fréttaritari Timans á Höfn, I samtali við blaðið I gær. „Ekki vantar að nóg sé af sildinni, heldur virðist þetta vera eitthvert millibilsástand Hún er óvenju stygg núna þannig að illa gengur aö veiða hana. Bátarnir voru hérna rétt undan landi i nótt, svo sjá mátti Ijósadýrðina frá þeim langar leiðir. Hins vegar voru fjórir eða fimm bátar nokkru vestar, og fengu þeir reitings afia”. Saman- burður gerður á skatt byrði - hér og erlendis, segir Tómas Árnason Kás — „I fyrsta lagi hættir mönnum til að gleyma þvl, að þeir borga skattana sina eftir á, þannig að veröbólgan sker þá niður um 30-40%. t öðru lagi verða menn að gæta þess, að rikissjóð verður að reka i jafnvægi", sagði Tómas Arnason, fjármálaráöherra I viötali viö Timann i gær, þegar hann var spurður að þvi hvort hann teldi skattabyrði orðna óhóflega hér á landi. ,,£g hef áður sagt það," sagði Tómas,” að ég er að láta taka saman skýrslu um samanburö á skattbyröi hér á landi og erlendis. Þegar sú skýrsla liggur fyrir mun ég skýra frá þeim samanburði sem þar kemur i Ijós.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.