Tíminn - 29.09.1978, Page 5
Föstudagur 29. september 1978
5
Samband fsl. bankamanna:
Mótmælir skipan
vísitölunefndarinnar
• • A1 "'i.. / * A
— Settl niður spinir I vor og fær nú ágætis uppskeru
ATA — Ég hef alltaf veriö grúsk-
ari og gerði þetta bara af fikti,
segði Jóhannes Jónsson frá
Asparvik, er blaðamenn Tlmans
fylgdust með þegar hann tók upp
kartöflur við hús sitt i Kópavogi.
Þaö óvenjulega við þessar
kartöflur er það að þær uxu af
kartöfluspfrum, en ekki útstæöis-
kartöflum.
— Ég hef aldrei heyrt um sllka
kartöflurækt fyrr, sagði
Jóhannes. Ég haföi sjálfur enga
trú að þetta tækist, setti fáeinar
spirur niðuri vor og var I seinna
lagi með það. Otkoman af þessu
varð ótrúlega góð. Þaö eru ekki
færri kartöflur undan þessum
grösum en grösunum, sem
spruttu af útsæðiskartöflunum,
sagði Jóhannes.
— Ég ætla að gamni minu aö
láta þessar kartöflur spira i vet-
ur, setja nokkrar þeirra niður i
vor, brjóta spirurnar af öðrum og
láta þær niður einnig. Það verður
fróðlegt að fylg jast með þvi hvort
þær frjóvgast.
Jóhannes frá Asparvik er eng-
inn byrjandi i kartöfluræktun.
Þaurúmlega 24 ár(sem hann hef-
ur átt heima á Reykjavikursvæð
inu hefur hann alltaf sett niður
kartöflurogaldrei hefur iqjpsker-
an brugðist.
— Ég hef gert ýmsar kúnstir
ræk tuninni, sagði Jóhannes
og mérhefur þótt gaman að gera
tUraunir. Þetta með spirurnar er
tilraun sem virðist hafa tekist
bærilega. Það er ekki vist að það
spari tima að setja niður spirur i
stað kartaflna, sennilega er það
seinlegra, en það sparar óhemju
peninga, sagði Jóhannes frá
Asparvik að lokum.
, STOR
RYMINGARSALA
á gólfteppum og bútum
AFSLATTUR
Við erum aðe/ns
að rýma fyrir nýjum
birgðum
pi Stendur i nokkra daga
TÉPPfíLfíND
Grensásvegi 13
Símar 83577 og 8343o!
ESE — t bréfi sem Samband is-
lenskra bankamanna hefur sent
rikisstjórninni er skipun visitöiu-
nefndarinnar svoköiluðu mót-
mælt harðlega.
Telja þeir það óeðlilegt að Sam-
band bankamanna skuli ekki eiga
fulltrúa i nefndinni þar sem i
henni séu fulltrúar frá öllum öðr-
um heildarsamtökum launþega i
landinu.
í bréfi bankamanna til rikis-
stjórnarinnar segir m.a.:
Sú ákvörðun rikisstjórnar-
innar, að útiloka ein heildarsam-
tök launþega, Samband isl.
bankamanna, frá þátttöku i
nefndinni er óskiljanleg.
Ekki verður annað séö, en að
nefnd þessari sé ætlað það hlut-
verk að freista þess að ná sam-
komulagi um nýtt visitölukerfi,
sem gildi fyrir alla launþega I
landinu, þar á meðal félagsmenn
Sambands isl. bankamanna.
Samtök bankamanna eru hins
vegar útilokuð frá þvi að hafa
áhrif á gang mála og niðurstöðu
nefndarinnar.
Þá segir ennfremur:
Þrátt fyrir yfirlýsingu við-
skiptaráðherra hinn 22. þ.m. um
að skipan nefndarinnar verði ekki
breytt, krefst stjórn SIB þess, að
fá fulltrúa I greinda nefnd á sama
hátt og önnur heildarsamtök
launþega I landinu.
Verði ekki fallist á þessa sjálf-
sögðu kröfu stjórnar Sambands
isl. bankamanna verður að lita á
vinnubrögð rikisstjórnarinnar I
þessu máli sem iitilsviröingu við
Jóhannes frá Asparvik tekur upp kartöflu undan fyrsta grasinu og sér
aö tiiraun hans hefur heppnast. Mynd: Róbert
Eru útsæðiskart-
Uppskeran af spirunum, sem
Jóhannes setti niður i vor.
Kartöflurnar voru undan fimm
grösum. Mynd: Róbert
Hún er girnileg þessi kartafla og ekkert smælki, eins og best sést af
samanburðinum við tóbakspontuna. Mynd: Róbert.
stéttarsamtök bankamanna.
Ennfremur lýsir stjórn Sam-
bands Isl. bankamanna yfir þvi,
að verði ekki breyting á stöðu
rikisstjórnarinnargetur það leitt
til þess, aö endurskoðuð verði að-
staða samtakanna tii þátttöku I
öðrum nefndum um kjaramál,
sem rikisstjórnin hefur boðiö
bankamönnum þátttöku I.
Nordkultráðstefnan 1978
Bókmenntaverðlaun
Norðurhjarans
verði veitt
FI — í lokaályktun Nordkult-
ráöstefnunnar 1978, sem haidin
var i Rovaniemi i Norður-Finn-
landi dagana 29. — 31. júli sl.
var þvi fagnað sérstaklega aö
grænlenskir rithöfundar hafa nú
stofnaö eigin samtök. Þá var
lýst þvi áliti, aö Samarithöfund-
ar eigi að verða þátttakendur í
samnorrænum samtökum. Ráð-
stefnan litur á menningu Sama
sem sjálfstæöan þátt hins nor-
ræna mennjngarsamfélags, en
viðurkennir jafnframt, að
Samaþjóðin búi viö þær menn-
ingarlegu og efnahagslegu að-
stæöur, að stuðningur norrænna
þjóða, saman og hverrar fyrir
sig, verði að koma til.
1 annarri ályktun ráðstefn-
unnar segir, að brýn nauðsyn sé
á stuðningi við útgáfu á bók-
menntum Norðurhjarans. Og til
Norðurlandaráðs var skotiö
þeirri hugmynd, að til viðbótar
bókmenntaverðlaunum Norður-
landaráðs kæmu sérstök bók-
menntaverðlaun Norðurhjar-
ans.
Menn af þjóöernisminnihlut-
Framhald á bls. 23