Tíminn - 29.09.1978, Side 6
6
Kiistiidaf'ur 29. septemher l!»7S
Otgefandi Kramsóknarflokkurinn
V
Krainkvæmdastjóri: Kristinn Kinnbogason. Kitstjórar:
Pórarinn t'órarinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrlmur Gislason. Kitstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og' auglýsingar Slöunnila 15. Sfmi
8«:ioo. . ' .
Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86:187. Verft i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Erlent yfirlit
Oliugróði Norðmanna
minni en áætlað var
Allar áætlanir hafa fariö úr böndunum
List hins
mögulega
Gott dæmi um nauðsyn þess að heildarendur-
skoðun islensku stjórnarskrárinnar ljúki hið fyrsta '
eru þær umræður sem að undan förnu hafa átt sér
stað um réttmæti skattauka til að ráða bót á tima-
bundnu neyðarástandi i efnahagsmálum. Það hef-
ur komið fram að einhverjir telja að með slikum
efnahagsúrræðum sé þröngvað að mannréttindum
i landinu, og er sjálfsagt og brýnt að um slikt efni
sé fjallað við endurskoðun stjórnarskrár, svo
mikilsvert sem það er, einkum ef i ljós kemur að
meirihlutavilji er fyrir takmörkun á umboði
stjórnvalda að þessu leyti.
1 þessu sambandi ber að hafa það i huga að hinar
umdeildu efnahagsaðgerðir nú eru timabundnar
aðgerðir til þess eins ætlaðar að koma i veg fyrir
atvinnuleysi og gjaldþrot fyrirtækja. Af sam-
starfsyfirlýsingu rikisstjórnarinnar verður það
alls ekki lesið að það sé stjórnarstefna að auka
skattaálögur til frambúðar, heldur er þvert á móti
tekið sérstaklega fram að strangt aðhald verði
haft með rikisfjármálunum, upp verði tekin
stjórnun á fjárfestingarmálum almennt og rikis-
umsvifum haldið innan ákveðinna marka af efna-
hagslifi og þjóðartekjum.
Að þessu leyti er reyndar talsverður munur á
núverandi rikisstjórn og fyrri vinstristjórnum,
sem lögðu áherslu á auknar framkvæmdir og
aukna einkaneyslu i stefnuyfirlýsingum sinum.
í þessu sambandi er réttmætt að enn einu sinni
sé á það minnt að núverandi rikisstjórn var mynd-
uð á elleftu stundu og vitað að fram undan voru
óskapleg efnahagsvandræði i upphafi september-
mánaðar, ef ekki yrði gripið tafarlaust i taumana.
Forsætisráðherra hefur sjálfur komist svo að orði
á almennum og fjölmennum fundi i Kópavogi nú i
vikunni að samstarfsyfirlýsing stjórnarflokkanna
hafi verið „unnin i akkorði án bónus” vegna þess
að skipið hafi ekki verið „komið lengra en i mesta
lagi i hafnarmynnið” þegar honum var loks falið
það verkefni að koma saman rikisstjórn.
Og forsætisráðherra bætti þvi við að meðal ann-
ars af þessari ástæðu væri það eðlilegt og æskilegt
að samstarfsyfirlýsingin yrði endurskoðuð með
tilliti til framtiðarstefnumála nú um næstu ára-
mót, þegar hinar fyrstu efnahagsaðgerðir hafa
komið fram allar og skilað árangri.
Það er oft sagt að stjómmál séu „list hins mögu-
lega” en ekki i reyndinni leikur að háleitum hug-
sjónum. Nokkuð mun vera til i þessu, og mega
menn þó aldrei missa sjónar á þeim hugsjónum og
langmiðum sem vaka fyrir allri þjóðnýtri stjórn-
málastarfsemi. Hinu verður sjálfsagt ekki neitað
að það kann að vera vandinn meiri fyrir þá stjórn-
málamenn sem gengu fram undir glæstum gunn-
fánum og unnu fagra sigra með fagurgala sinum
að standa nú andspænis þeim gráa og kuldalega
efnahagsveruleika sem slútir yfir þjóðlifinu á
þessu hausti.
JS
KINS 0(1 döur hefur veriö
sagt frá hér i blaöinu, setti
norska rikisstjórnin nýlega
bráöabirgöalög um bindingu
verölags og kaupgjalds næstu 15
mánuöi eöa til ársloka 1979. A
þeim tima má hvorki hækka
kaupgjald eöa verölag, nema á
innfluttum vörum. Gert er ráö
fyrir að þetta muni rýra kaup-
mátt meðallauna um 4% á um-
ræddu timabili.
Þótt ýmsum kunni að þykja
þaö ótrúlegt.er oliugróöinn sem
Norömenn hafa gert sér vonir
um, ein helzta orsök þessara
ráðstafana. I trausti þess aö
mikill gróöi af oliuvinnslu úr
hafsbotni myndi koma til sög-
unnar innan skamms tima, hef-
ur rikisstjórn Verkamanna-
flokksins veriö ógætnari i efna-
hagsmálum en hún heföi senni-
lega verið ella. Kaupgjald hefur
verið látið hækka og fram-
leiöslukostnaður þvi orðiö meiri
i Noregi en i samkeppnislöndun-
um, t.d. Vestur-Þýzkalandi.
Jafnframt hefur ekki verið
skeytt um.þótt mikill halli hafi
oröið á verzlunarjöfnuöinum.
Norömenn hafa safnað gifurleg-
um skuldum erlendis siöustu ár-
in. Allt hefur þetta verið byggt á
þvi, að oliugróðinn myndi bæta
úr þessu, þegar hann fær aö
renna i þjóöarbúiö. Nú eru hins
vegar allar horfur á að hann
verði minni og komi siöar til
skila en sérfræðingarnir höföu
áætlaö. Jafnframt hefur reynzt
miklu dýrara að byggja
vinnslustöövarnar en áætlað
haföi verið. Margt i þessum efn-
um minnir óneitanlega á
Kröflumálið hér.
Rikisstjórnin hefur gripiö til
áöurnefndra efnahagsráöstaf-
ana að verulegu leyti vegna
þess.aö áætlanir hafa brugðizt
varöandi oliuvinnsluna og oliu-
gróðann.
ÞAÐ MA nefna sem dæmi um
þetta.aö áætlað var fyrir þrem-
ur árum aö þaö myndi kosfa um
14,4 milljaröa norskra króna aö
koma upp fullnægjandi vinnslu-
stöövum á Statfjordsvæöinu
Odvar Nordli forsætisráöherra
svonefnda. Nú er hins vegar
oröiö ljóst aö kostnaðurinn
verður minnst 35 milljarðar
norskra króna. Siöustu tölur,
sem hafa verið greindar i þess-
um efnum,varða vinnslustöðina,
sem er kölluð Statfjord B. 1
desembermánuði siöastl. var
áætlaö aö hún myndi kosta sjö
milljaröa norskra króna. Nú er
þessi áætlun komin upp i 10
milljarða norskra króna. Þessu
verki á ekki að verða lokiö fyrr
en 1981 og þykir ekki ósennilegt
ef dæmt er eftir fyrri reynslu að
þessi siöasta áætlun eigi eftir að
hækka mikið á þeim tima.
Þaö eru aö sjálfsögöu margar
ástæöur, sem valda þessum
hækkunum. Oliuvinnsla á hafs-
Per Kleppe fjármálaráöherra
botni er enn svo ný af nálinni og
aðstæöur svo mismunandi aö
erfitt er aö áætla kostnaöinn
fyrirfram. Nýjar og nýjar
öryggiskröfur eru alltaf að
koma til sögunnar og hækka að
sjálfsögöu kostnaöinn. Einstak-
ar framkvæmdir tefjast af ýms-
um ástæöum og drátturinn.sem
hlýzt af þvi,eykur kostnaöinn á
margan hátt. Margt fleira sem
ekki hefur veriö fyrirsjáanlegt i
upphafi, hefur aukiö kostnaö-
inn.
HIN mikla kostnaðarhækkun,
sem hefur hlotizt af framan-
greindum ástæöum, veldur aö
sjálfsögðu þvi að tekjurnar, sem
búizt er viö af oliuvinnslunni,
verða bersýnilega stórum minni
en áætlað haföi veriö i upphafi.
Samkvæmt slðustu áætlun
veröa tekjurnar, sem reiknaö er
með af oliuvinnslunni á árunum
1978-1981, um þriöjungi minni en
áætlaö haföi veriö i upphafi.
Þessi mikla lækkun stafar ekki
eingöngu af þvi, að fram-
kvæmdirnar hafa oröiö dýrari
en reiknaö var meö. Þær stafa
einnig af þvi,aö oliuverðiö hefur
hækkaö minna en spár bentu til
fyrst eftir oliuveröhækkunina
miklu veturinn 1973-1974. Trúin
á hinn mikla oliugróöa byggöist
ekki sizt á þvi,aö oliuverö myndi
fara sihækkandi.
Norömenn sjá nú aö þeir hafa
treyst um of á oliugróðann.
Oliuvinnsla úr hafsbotni er
meiri erfiöleikum bundin og
ekki eins arðvænleg og menn
héldu i fyrstu. í þeirri trú hefur
stórfelldu fjármagni veriö variö
til oliuvinnslunnar og ýmsar
aörar atvinnugreinar fengiö
minna fjármagn en ella. Nú
telja margir.aö betra heföi veriö
aö fara hægar i sakirnar og
stuðla aö meira alhliöa upp-
byggingu atvinnulífsins. Þaö er
ékki nýtt aö menn veröi þannig
vitrari eftir á, alveg eins og i
sambandi viö Kröflu,en segja
má,aö þar lögöu menn inn á að
ýmsu leyti nýja og litt þekkta
braut eins og i sambandi viö
oliuvinnsluna. Ýms ljón hlutu aö
veröa i veginum i báöum tilfell-
um og reynslan,sem fæst viö þaö,
getur átt eftir aö verða að gagni
og borga þannig óbeint
kostnaðinn. þ.Þ.