Tíminn - 29.09.1978, Qupperneq 8

Tíminn - 29.09.1978, Qupperneq 8
8 Föstudagur 29. september 1978 á víðavangi Uppreisn utan stjómmála- flokka! Bókin „Oprör fra midten”, sem vakiö hefur mikla athygli i Danmörku, hefur orðiö tilefni nokkurrar umræöu hér á landi. Mjög varasamt er aö þýöa nafn bóka rinnar beint. þvi „Uppreisn miöjumanna” gæti gefið einhverjum þá röngu hugmynd, aö hér væri á ferðinni einhver boöskapur i ætt viö stefnu Framsóknarflokksins. Meö nafni bókarinnar er hins vegar veriö aö gefa til kynna, aö hún byggi ekki á „heföbundnum” öfguni til vinstri og hægri, aö boöskapur liennar er óbundinn beinum stjórnmálalinum. Þetta er mjög mikilvægt, þvi orða- leikur meö nafn bókarinnar get- ur beinlinis aftraö mönnum i þvi, að skoöa hvað hún hefur að boða. Höfundar bókarinnar eru þeir Niels I. Meyer, Helveg Petersen og Villi Sörensen. Meyer var nýlega staddur hér á landi til aö kynna bókina. Viö þaö tækifæri hafði l>jóöviljinn viö hann viötal, sem birt var sl. sunnu- dag. Fara glefsur úr því hér á eftir: ítök alþjóðlegra auð- hringa hverfi — Þið segiö i bókinni aö öll stórfyrirtæki eigi aö vera al- menningseign. Trúiö þiö aö hægt sé aö yfirtaka þessi fyrir- tæki á friðsamlegan hátt? _ — Hugmynd okkar er aö kaupa fyrirtæki sem nú eru f eigu alþjóölegra auðhringa og losna þannig viö ítök þeirra I landinu. Þessi kaup má annaö hvort kalla borgun eöa skaöa- bætur. Um þessar mundir er danskt stórfyrirtæki aö vinna oliu oggas úr Norðursjó, en ekki hafa veriö gefin nein loforö um aö Danir muni njóta góös af þessum orkugjöfum. Rætt hefur verið um að þjóönýta fyrir- tækið, til að tryggja að afuröirn- ar fari á danskan markaö, og má þvi kannski segja aö hug- myndir þær sem fram koma i bókinni, eigi viö þegar i dag. Ég get ekki séö að fyrirtæki geti veitt viönám, ef ákveöiö væri að þjóðnýta þau, þ.e. gegn fyrrnefndri borgun. Fyrirtæki eru yfirleitt i eigu hluthafa en ekki einstakra manna. Fjár- magniö i eigu þeirra er ekki vopn, og ég get ekki trúaö þvi aö fyrirtækin eigi vopnaðan her- afla. Þar af leiðandi gætu þau ekki gripið til vopna og variö sig gegn kröfum þjóöfélagsins... Hervarnir i algjöru lágmarki — t fyrirlestrinum sem þú hélst I Norræna húsinu nefnd- iröu aöskera ætti niöur fjárveit- ingar til hermála og mætti verja 80% af þvi sem nú fer i herinn til hjálpar þróunarlöndunum. Þú minntist lika á aö sennilega yröi ykkur hent út úr NATO ef þess- ar ráöstafanir yrðu gerðar. — Já, ég sagði það nú meira í grini. Satt aö segja efast ég um að okkur yröi hent út úr banda- laginu, ef við skærum niður herflota okkar, enda væri bandamönnum okkar varla nokkur akkur f þvi. Ef litiö er á tsland sem ekki á eigin her, má segja að félagsgjald ykkar sé hluti af landi ykkar. Þaö er óeðlilegt aö svo miklum pening- um sé eytt i herbúnaö, þó ekki væri nema vegna þess að við sem borgum vopnin yröum fyrst drepin ef til styrjaldar kæmi. Okkar hugmynd er aö hafa hervarnir I algjöru lágmarki og þá aöallega i formi landhelgis- gæslu og þess háttar. Borgaralaun fyrir enga vinnu — 1 bókinni „Oprör fra midten” variö þið viö þróun þeirri sem á sér staö I nútíma- þjóðfélagi. Er skoöun ykkar aö skera eigi niður einhver þau lifsgæöi sem fólk býr viö I dag? — Hjá sumum þjóöfélagshóp- um, já. Mjög mikill munur er á rikasta manni landsins og þeim fátækasta. Jafna þarf þennan mismun, meöal annars með aö skera burt efstu toppana. t dag er gengið hömlulaust i náttúru- auðlindir jaröarinnar, en var- lega þarf að fara í þær.sakir, og miða neyslu nútimaþjóðfélags- ins við það sem raunverulega stendur til boða. Við minnumst á atriöi i bók- inni sem viö köllum borgara- laun. Þau fá allir þegnar þjóöfélagsins, án tillits til þess hvort viðkomandi vinnur eður ei. Borgaralaunin eru rétt nægi- Ieg til að fólk geti lifað af þeim, þaö er aö segja haft i sig og á. Meö þessu móti yröi fólki frjálst aö vinna. Ef fólk vildi veita sér eitthvaö, segjum til dæmis aö fara i ferðalag eða kaupa sér einhver verömæti yröi það að vinna. Meö þessari hugmynd um borgaralaun teljum viö aö fólk yröi sett undir sama hatt, hvort sem þaö stundaði andlega eöa likamlega vinnu. Listamanni veröur gert kleift aö stunda sina iön, án þess aö vera undir markaðnum kominn. Hann get- ur ráöiö því sjálfur hvort hann selur listaverk sin eöa gefur þau. Ef listamanni gengur vel og hann nýtur vinsælda, má hann njóta þess. Ef rithöfundur skrifar metsölubók má hann græöa peninga á skrifum sinuin. Valdið úr höndum sér- fræðinga — Hvert er hlutverk rikisins I þjóöfélagi ykkar þremenning- anna? — Rikið á ekki að vera rikis- bákn. Akvarðanir eiga að koma að neðan i jafn rikum mæli og unnt er. Fólkið á að velja yfir- menn sina en þeir eiga ekki aö vera valdir af rikinu. Þingið fer með stærri mál sem varöa alla þjóöina I heild, svo sem utanrikismál. Hinn al- menni borgari á þó að geta haft áhrif á störf þingsins milli kosn- inga, annaö hvort meö þjóðar- atkvæöagreiösiu eða ályktunum og ábendingum. Æskilegt er að ákvaröanir og framkvæmdir annarra mála fari fram með sem virkastri þátttöku allrar þjóðarinnar. Bæjarfélög og hverfasamtök annist þau mál i staö fjarlægra stjórnenda sem fólk þekkir aö- eins af sjónvarpsskerminum. Meö þessu móti gæti hinn al- menni borgari haft meiri áhrif og fylgst betur meö hvaö er að gerast, hvernig og hvers vegna. Valdiö á að færast úr höndum sérfræðinga, sem halda hlutun- um leyndum og reyna ekki aö auka skilning fólks. i lok viðtalsins við Þjóðvilj- ann segir Niels Meyer uni blaö, sem þeir félagarnir hyggjast gefa út fyrir þá peninga, sem koma inn fyrir bókina: „Viö vonumst til að_ geta drifið fólk upp úr dægurmálum sem nú eiga hug þcss allan og fengið þaö tii aö hugsa lengra fram I timann. Náttúruauðlindir eru ekki botnlausar og viö verðum að gera okkur grein fyrir á hvaöa leið viö erum og hvert hún liggur, i von um aö geta breytt um stefnu áöur en allt er komiö i óefni.” . —SS HORLAND FYLKESKOMMUNE, Norge FYLKESSJUKEHUSET/SJUKEHEIMEN Ljósmæður óskast Við fæðingardeild sjúkrahússins hefur verið ákveðið að bæta við tveim ljósmæðr- um. Gætir þú hugsað þér að starfa á slikri deild i ómenguðu iðnaðarhéraði á Hardangri? Ef svo er, þá bjóðum við þig velkomna hingað. Hægt er að stunda hollt útilif i viðáttum Harðangurs, sumar og vetur. Bústaður 20 minútna ferð frá vinnustað — og sjúkrahúsið aðstoðar við útvegun húsnæðis. Laun eru samkv. kjarasamningum opin- berra starfsmanna i Noregi, launaflokkar 10-17, allt eftir aldri og starfsreynslu. Norskar kr. 57.593-78.145 á ári. Fyrirspurnum, simleiðis eða bréflega, - óskast beint til hjúkrunarstjóra. Umsóknir, ásamt prófskirteini og meðmælum, skulu sendar til: Sjeffsjukepleier ved Fylkessjukehus- et/Sjukeheim i Odda, 5750 Odda Norge. Simi (054) 41022 Til upplýsingar fyrir fjölskyldufólk skal þess getið, að völ er á störfum i margvis- legum greinum málmiðnaðar i héraðinu. Ráðast úrslitin í dag? Vel kann svo aö fara, aö úrslitin i maraþoneinvíginu f Baguio ráö- ist i dag. Þegar 27. einvfgisskákin fór I biö i gær var staöa Karpovs svo vænleg, aö jafnvel aöstoöar- menn Kortsnojs örvæntu. Enski stórmeistarinn R.D. Keene, sagöi t.d., aö ekkert nema heppni gæti bjargaö Kortsnoj, og argentfnski stórmeistarinn Oscar Panno, sem einnig er aöstoöarmaöur Korts- nojs sagöi meö óræöum svip: „Allt getur gerst i biöstööum, jafnvel umslögin meö innsiglaöa leiknum geta týnst”. Út úr byrjun skákarinnar fékk Kortsnoj mun þægilegra tafl, en Karpov tefldi vörnina óaöfinn- anlega og þegar áskorandinn var kominn i bullandi timahrak lék hanngróflega af sér.tapaöi peöi, og trúlega skákinni. 27. skákin Hvitt: V. Kortsnoj Svart: A. Karpov Enski leikurinn 1. c4 — Rf6 2. Rc3 — e5 3. Rf3 — Rc6 4. g3 — Bb4 5. Rd5 (Óvenjulegur leikur i þessari stöðu. Algengara er 5. Dc2, eöa 5. Bg2) 5. - Rxd5 (Stofnar til mikilla uppskipta, 5. — Bc5 kom einnig vel tií greina). 6. cxd5 — Rd4 7. Rxd4 — exd4 8. Dc2 — De7 9. Bg2 (Auövitaö ekki 9. Dxc7 — De4! og svartur stendur betur). 9. - Bc5 10. 0-0 — 0-0 11. e3 — Bb6 12. a4 — dxe3 (Nú fær hvitur fallegt miöborð, en hjá þessum kaupum fékk svartur varla komist til lengdar). 13. dxe3 — a5 14. Bd2 — Bc5 (Ferðalag þessa biskups er orð- ið æriö langt. Hvitur hefur nú óneitanlega rýmri og þægilegri stööu, en eins og svo oft áöur i þessu einvigi á Kortsnoj engan veginn auðvelt meö að notfæra sér yfirburði sina). 15. Bc3 — d6 16. Dd2 — b6 17. Hfel — Bd7 18. e4 — Hfe8 19. Khl — c6! (Agætur leikur, sem sundrar hvita peöamiðboröinu og jafnar taflið að mestu. Nú féll Kortsnoj i þunga þanka og hugsaöi um næsta leik sinn i 45 minútur. Þá áttihann aöeins 25'minútur eftir á 20 leiki). 20. e5 — cxd5 21. Bxd5 — Had8 Hefurðu áhuga á kvikmyndagerð? Stofnfundur Samtaka áhugamanna um kvikmyndagerö veröur haldinn laugardaginn 30. sept. I Tjarnarbiói kl. 14. Allir áhugamenn velkomnir. Undirbúningsnefndin. 22. Df4 — Df8 23. Df 3 — dxe5 24. Bxe5 — Bg4! (Annar mjög góður leikur. Nú verður Kortsnoj aö fara i biskupakaup og þá er mesti broddurinn úr stöðu hans). 25. Dxg4 — Hxd5 26. Bc3 — Hed8 (Ekki 26. — Hxel+ 27. Hxel — Bxf2??, 28. He8 og vinnur). 27. Kg2 — Bd4 28. Hacl — g6 29. De2 — g6 29. De2 — Dd6 30. Bxd4 — Hxd4 31. Db5?? (Herfilegur afleikur, sem kost- ar peð. Eftir 31. b3 þurfti hvítur ekkert aö óttast, t.d. 31. — Hd3, 32. Hbl — Db4, 33. Hedl!). 31. — Hb4 32. He8+ — Kg7 33. Hxd8 — Dxd8 34. De2 — Dd5+ 35. f3 — Hxa4 (Nú átti Kortsnoj aðeins tvær minútur eftir af umhugsunartima sinum). 36. Hc2 — Hd4 37. De3 — b5 38. h4 — h5 39. De2 — a4 40. De3 — b4 41. Hf2 1 þessari stööu lék Karpov biö- leik. Hann hefur óneitanlega góöa vinningsmöguleika, en kannski er of mikiö sagt að segja stööu hans beinlínis unna. JónÞ.Þór.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.