Tíminn - 29.09.1978, Qupperneq 21
Föstudagur 29. september 1978
(sMÍÍÍJiili
21
Bókaflóðið aldrei
stærra en í ár?
Eftir öllum líkum að
dæma mun bókaflóðið i
ár verða stærra en
nokkru sinni fyrr. Tim-
inn hringdi til nokkurra
útgefenda spurði hvers
væri að vænta og fara
svör þeirra hér á eftir:
Hrólfur Halldórsson hjá
Menningarsjóði sagöi að í heild
væri útgáfan lik og undanfarin
ár, — og þó hefði hún ef til vill
aldrei verið stórkostlegri en núna
vegna hinnar miklu Kortasögu Is-
lands II., sem fjallar um timabil-
ið frá dögum Guðbrandar Þor-
lákssonartil ársins 1848. Þetta er
stórkostlegtverk^agði Hrólfur og
ber höfuö og herðar yfir aðrar
bækur, sem við gefum út. — Þess
má geta aö Kortasaga I. kom út
árið 1971. Hún nær frá upphafi til
loka 16. aldar.
Hrólfur sagði einnig aö alfræöi-
bókin i ár fjallaði um læknisfræöi
og væri eftir Guðstein Þengilsson
lækni. Þá nefndi hann tslensk
plöntuheiti eftir Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum, og siðast en
ekki sist Alþingismannatalið sem
er nýlega komið út. Aðalgreinin i
Andvara i ár er eftir Halldór
Kristjánsson frá Kirkjubóli og
fjallar um Hermann heitinn
Jónasson fyrrv. ráöherra.
„Meira en nokkru sinni
fyrr”
— Þetta verður meira en I fyrra
sagöi örlygur Háifdánarson þeg-
ar hann var spurður hvað væri á
döfinni hjá bókaútgáfunni Erni og
örlygi. — Viö gefum út fleiri is-
lenskar skáldsögur en nokkru
sinni fyrr, sagði örlygur, þær
verða fimm núna og yfirleitt er
meira af islensku en þýddu efni I
ár. íslenska efnið er greinilega i
sókn. Meöal þessa innlenda efnis
má nefna bókina Þjóðllfsþætti
eftir Pál Þorsteinsson fyrrv. al-
þingismann. Þá nefndi örlygur
alveg sérstaklega fjóröa og
siðasta bindið af aidurminning-
um séra Gunnars Benediktsson-
ar, tiunda bindi bókaflokksins
Þrautgóöir á raunastund eftir
Steinar J. Lúðviksson. endur-
minningabókina Astir i aftursæti
eftir Guðlaug Guðmundsson en
það eru endurminningar leigubil-
stjóra frá striðsárunum. Og
siðast en ekki sist sagöist örlygur
Hálfdánarson vilja nefna bók
Ólafs á Oddhóli, Afram með
smérið.piltar. örlygur sagði að
þar færi Ólafur tviefkiur að fróð-
leik og skemmtan.
— Viö gefum snöggtum meira
út núna en i fyrra, sagði Jóhann
Vaidimarsson hjá Iðunni, þegar
hann var spurður, — og vafalaust
meira en nokkru sinni fyrr, bætti
hann við. Hann sggði einnig að Iö-
unn myndi nú, eins og áður, gefa
út bæöi þýddar bækur og frum-
samdar á islensku, og hann taldi
að aukningin væri álika mikil i
hvorum flokkinum um sig. Þá lét
hann þess og getiö að útgáfubæk-
ur Iðunnar væru eins og jafnan
áður mjög blandaðar: skáldrit,
fræðirit og barna- og unglinga-
bækur.
Innlendir höfundar og
efni
Böðvar Pétursson hjá Helga-
felli sagöi: Hjá okkur veröur
álika mikiö gefiö út og undanfar-
in ár og það er nær eingöngu efni
eftir innlenda höfunda.
Hafsteinn Guðmundsson,fram-
kvæmdastjóri Bókaútgáfunnar
Þjóðsögu, sagði: — Hér verður
útgáfan sist minni en að undan
förnu, og það er eingöngu innlent
efni, þjóðsagnaefni og margt
fleira, þar á meðal fyrsta bindið
af Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússon-
ar.
Svar Eiriks Hreins Finnboga-
sonar hjá Almenna bókafélaginu
var á þessa leiö: — Það verður
mikið gefið út hér i ár, og mun
meira en i fyrra en talsvert er af
endurprentunum. Efnið er marg-
vislegt.bæði eftir innlenda og er-
lenda höfunda og bæðiskáldrit og '
annars konar efni. Nýjar islensk-
ar skáldsögur eru tvær, þrjár
þýddar skáldsögur og fjórar
ljóöabækur, ein endurminninga-
bók og ein ferðasaga. þrjár
barnabækur, eitt leikrit og nokk-
uð af fræðibókum. Auk þess eru
svo átta bækur i Bókaklúbbi Al-
menna bókafélagsins en þær eru
ekki á almennum markaði.
Þorieifur Hauksson hjá Máli og
menningu sagöi: — Hjá okkur
verðurgefiðúttalsvertmeiraen i
fyrra og aukningin er mest I is-
lenskum skáldritum. Við gefum
út ljóðabækur eftir ólaf Jóhann
Sigurðsson, Guðberg Bergsson og
Hannes Sigfússon, skáldsögur
eftir Guðlaug Arason, Ólaf Hauk
Simonarson og Úlfar Þormóðsson
og smásagnasafn eftir Böðvar
Guömundsson. Haldiö veröur
áfram að gefa út bækur Heine-
sens i þýöingu Þorgeirs Þorgeirs-
sonar. Sú þeirra sem núna kemur
út,' heitir Fjandinn hleypur i
Gamaliel,en alls veröa gefnar út
fjórar þýddar skáldsögur og tvær
þvddar barnabækur hjá Máli og
menningu i haust. Þá mun Mál og
menning einnig senda frá sér rit-
gerðasafn eftir Einar Olgeirsson
fyrrv. alþingismann.
Geir S. Björnsson hjá Prent-
verki Odds Björnssonar á Akur-
eyri sagöi að bókaútgáfan hjá
þeim yrði lik og i fyrra. Við gefum
út ejtirtaldar fjórtán bækur á
þessu ári sagði hann: Um margt
að spjalla eftir Valgeir Sigurðs-
son. Það eru fimmtán viðtals-
þættir. Þá er bók eftir Erling
Daviðsson. Hún heitir Nói báta-
smiður og er endurminnningar
Kristjáns Nóa Kristjánssonar
bátasmiðs á Akureyri. Skoðað i
skrinu Eiriks Isfeld á Hesteyri i
Mjóafirði eru þjóösögur, ævin-
týri, frásagnir af dulrænum fyrir-
bærum o.fl. Jón Kr. ísfeld hefur
búið bókina til prentunar. Næst
koma þrjár skáldsögur: óskason-
urinn eftir Ingibjörgu Sigurðar-
Framhald á bls. 23
Grettis saga í
nýjum búningi
— Ætluð til kennslu i skólum
Grettissaga er komin út I nýj- iö ákatlega vinsæl á Islandi.
um búningi hjá bókaútgáfunni Vinsældir sinar á sagan ekki að-
Skuggsjá I Hafnarfiröi og hefur eins þvi að þakka að hún er
Skúli Benediktsson annast út- ágætlega rituð og fjölbreytt að
gáfuna, en hann hefur áður séð efni heldur og þvi að hún er al-
um hliðstæða útgáfu á Gísla þýðlegust allra sagna.”
sögu Súrssonar. 1 þessari nýju útgáfu Grettis
Iformála Guðna heitins Jóns- sögu eru efnisskýringar neöan
sonar að Grettis sögu (Islensk máls, viö hvern kafla fyrir sig
fornrit VIII. bindi) segir svo: og hverja siöu og auðveldar það
„Grettis saga hefur alla tiö ver- mjög notkun bókarinnar.
L
®andákóii
QjiHinðar (§7(ákomrðoimi
„DANSKENNSLA"
í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði.
Innritun daglega frá kl. 10-12 og 1-7.
Börn — ungl-fullorðnir (pör eða einst.)
Kennt m.a. eftir Alþjóðadanskerfinu
einnig fyrir: Brons — Silfur — Gull. ,,At-
hugið” ef hópar svo sem félög eða klúbbar
hafa áhuga á að vera saman i timum, þá
vinsamlega hafið samband sem allra
fyrst.
Nýútskrifaðir kennarar við skólann eru
Niels Einarsson og Rakel Guðmunds-
dóttir.
— Góð kennsla —
Allar nánari upplýsingar i sima 41557
Bændur
Vil kaupa notaðan mjólkurtank 800-1200
litra.
Upplýsingar i sima 27460 Reykjavik.
nPÍl ÍÍIiill
Kennara vantar
við grunnskóla Tálknafjarðar.
Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 94-
2537 eða 94-2538.
Skólanefndin.
Orkustofnun
vill ráða sem fyrst starfsmann til bók-
haldsstarfa.
Reynsla i tölvuvinnslu æskileg.
Eiginhandarumsóknir með upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf sendist
Orkustofnun Laugaveg 116 Reykjavik eigi
siðar en 5. okt. n.k.
Skrifstofustjóri
- fulltrúi
óskum eftir að ráða skrifstofustjóra, sem
jafnframt er fulltrúi kaupfélagsstjóra.
Góð ibúð til reiðu.
Abyrgðarstarf, sem gefur góða mögu-
leika. Skriflegar umsóknir, er greini ald-
ur, menntun og fyrri störf, sendist til
Halldórs K. Halldórssonar kaupfélags-
stjóra, eða Baldvins Einarssonar, starfs-
mannastjóra Sambandsins
Kaupfélag Vopnfirðinga
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAk'VINNUFÉLAGA