Tíminn - 03.10.1978, Page 6
6
Þriöjudagur 3. október 1978
r
Wimvm
Otgcfandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Slmi
86300.
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á
mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Erlent yfirlit
Skattauppreisn magn-
ast 1 Bandaríkjumim
Getur leitt til sérstaks stjórnlagaþings
Offramleiðsla
landbúnaðarvara
1 umræðum um landbúnaðarmálin gætir oft þess
misskilnings, að ísland sé eina landið, þar sem
landbúnaðarafurðir séu framleiddar umfram þarfir
og eðlilega sölumöguleika. Þess vegna sé hér feng-
izt við vandamál, sem aðrar þjóðir hafi leyst.
Þetta er mikill misskilningur. í nær öllum löndum
Vestur-Evrópu er glimt við þetta vandamál. Orsök-
in eru miklar og margvislegar framfarir á sviði
landbúnaðarins. Meiri og betri ræktun, aukinn véla-
kostur, kynbætur o.s.frv. hafa leitt til þess, að land-
búnaðarframleiðslan hefur aukizt nær jafnt og þétt i
þessum löndum, þótt fólki við landbúnaðarstörfin
hafi alltaf verið að fækka. Það sýnir framtak
islenzkra bænda, að landbúnaðurinn hér hefur
fylgzt vel með þróuninni i þessum efnum. En það
hefur hins vegar leitt til þess, að offramleiðsla hefur
skapað okkur vanda eins og öðrum.
Það er nokkurt dæmi þess, hvernig ástatt er viða
annars staðar, að á siðastl. ári var mjólkurfram-
leiðslan i löndum Efnahagsbandalagsins 14,5% um-
fram þarfir og áætlað er, að hún verði 16% umfram
þarfir á þessu ári. Hér er byggt á upplýsingum hins
merka enska vikurits The Economist (22. júli). Til
þess að mæta þeim vanda, sem þessi offramleiðsla
mjólkurafurða veldur, mun landbúnaðarsjóður
Efnahagsbandalagsins greiða á þessu ári um 3555
milljarða islenzkra króna i ýmsa styrki til landbún-
aðarins. Á næsta ári er gert ráð fyrir, að þessi
upphæð verði enn hærri eða 3921 milljarður króna.
Við þetta bætast svo ýmsir styrkir til landbúnaðar-
ins frá hinum einstöku aðildarrikjum bandalagsins.
1 grein eftir Agnar Guðnason blaðafulltrúa, sem
birtist hér i blaðinu siðastl. laugardag, er það
upplýst, að Danir hafa nýlega flutt út verulegt
magn af smjöri til Kina og fengið fyrir það aðeins
1/3 af heildsöluverði' i Danmörku.
Þannig mætti rekja þetta áfram. Offramleiðsla
landbúnaðarvara er viðar vandamál en hér. Það er
auðveldar sagt en gert að leysa þann vanda. En að
þvi er unnið með fullum skilningi bændastéttarinn-
ar. Þeir menn, sem eru að predika, að þetta sé
aðeins islenzkt vandamál, sýna slika vanþekkingu,
að þeir ættu að velja sér annað til að skrifa um, þar
sem þekking þeirra er vonandi meiri.
Uppsagnir hjá Flugleiðum
Það hefur vakið umtal og gagnrýni, að Flugleiðir
hafa nýlega ákveðið að segja upp öllu starfsfólki,
sem er orðið 67 ára eða eldra. Augljóst er hvað af
þvi leiddi ef þessi regla yrði almenn. Fjöldi
fullvinnandi fólks yrði þá atvinnulaus innan
skamms tima, en þeim landsmönnum, sem ná góð-
um aldri og eru vel vinnufærir, fjölgar stöðugt.
Þeir, sem höfðu náð 65 ára aldri, voru samkvæmt
manntalinu 1977 rúmlega 22 þúsund eða 9,5% lands-
manna. Fyrir sjö árum eða 1970 voru þeir aðeins
8.400 eða 4,1% af landsmönnum.
Þetta sýnir vel hver þróunin er. Menn lifa lengur
og endast betur. Það væri mikil öfugþróun, ef eldra
fólk yrði svipt réttinum til vinnu. Þvert á móti, þarf
að koma á þeirri verkaskiptingu, að þetta fólk geti
haldið áfram störfum. Stórt fyrirtæki eins og Flug-
leiðir ætti að hafa forgöngu um slikt. Það myndi
auka hróður þess. Þ.Þ.
orðinn þekktur um öll
Bandarikin. Andstæöingar
hans reyndu i fyrstu aö lýsa
honum sem .glaumgosa og
komu þeirri sögu á kreik, aö
enginn þingmaöur liti oftar i
spegil en Kemp. Satt mun þaö,
aö hann snyrtir sig vel og
greiöir sér likt og Kennedy
forseti. En hann er allgóöur
ræöumaöur, kemur vel fyrir i
sjónvarpi og þaö gera einnig
kona hans og fjórir synir
þeirra. Hann getur þviátteftir
aö komast lengra áleiöis á
stjórnmálabrautinni.
Þrátt fyrir skattafrum-
varpið, vill Kemp ekki telja
sig i hópi hinna ihaldssamari
repúblikana. Hann hefur
engar tillögur gert um lækkun
útgjalda til að mæta skatta-
lækkuninni. Hann og þeir hag-
fræöingar, sem eru ráöu-
nautar hans, telja þaö óþarft.
Þeir segja, aö skattalækkun
muni auka svo eftirspurn og
veröa einkaframtaki svo
mikill hvati, aö heildartekjur
rikisins muni ekki lækka.
Þaö dregur nokkuö úr
skattauppreisninni, hvaö
þingkosningarnar snertir, aö
fyrir þinginu liggur frumvarp
frá Carter forseta um veru-
lega skattalækkun, þótt þaö
gangi miklu skemmra en
frumvarp Kemps.
SITTHVAÐ bendir til þess, aö
skattauppreisnin veröi til þess
aö kvatt veröi saman sérstakt
stjórnlagaþing til að gera þá
breytingu á stjórnarskránni,
aö þingin megi ekki afgreiða
fjárlög meö tekjuhalla.
Samkvæmt stjórnarskránrfi
ber að efna til stjórnlaga-
þings, ef tveir þriöju rlkjanna
æskja þess. Rikin eru nú 50 og
þurfa þvi 34 riki aö krefjast
stjórnlagaþings til aö full-
nægja þvi ákvasöi, aö stjórn-
lagaþing veröi kvatt saman.
Þegar hafa 22 þing boriö þessa
ósk fram. Þaö þarf ekki nema
12 riki til viöbótar. Þaö þykir
ekki óllklegt aö þau bætist i
hópinn eftir kosningarnar i
haust, en þá fara einnig fram
kosningar til fylkisþinganna.
Þetta mál mun mjög bera á
góma I kosningum til þeirra.
Stjórnlagaþing hefur ekki
veriö haldiö I Bandarikjunum
siöan 1787. Þaö gæti oröiö
sögulegt, ef skattauppreisnin
leiddi til sliks þinghalds.
FLEST bendir til þess aö
skattauppreisnin svonefnda
muni setja meginsvip á
kosningabaráttuna i Banda-
rikjunum aö þessu sinni, en I
byrjun nóvember fer fram
kosning til allrar fulltrúa-
deildar Bandarikjaþings og
þriðjungs öldungadeildar-
innar. Auk þess fara fram all-
margar rikisstjórakosningar.
Þaö má segja, aö skattaupp-
reisnin hafi fyrst orðiö veru-
legt kosningamál eftír alls-
herjaratkvæöagreiösluna i
Kaliforniu siöastl. sumar,
þegar samþykkt var
meö miklum meirihluta aö
lækka fasteignagjöldin i 1% úr
2,5% af fasteignamati. Siðan
hefur hún breiözt út um öll
Bandarikin og margir fram-
bjóöendur i báöum aöal-
flokkunum haft hana sem
helzta kosningamál sitt i próf-
kjörunum, jafnt demókratar
sem repúblikanar. Þannig
geröust nýlega þau tiöindi, aö
Dukakis rikisstjóri i Massa-
chusetts féll óvænt i prjófkjöri
fyrir keppinaut, Edward J.
King, sem hafði gert skatta-
lækkun aö aöalmáli sinu.
Svipaö geröist einnig i próf- .
kjöri i' Minnesota, þar sem
barizt var hart um það sæti,
sem Hubert Humphrey hafði
skipaö i öldungadeildinni.
Sigurvegari i þvi prófkjöri
varö íhaldssamur demokrati,
sem haföi gert skattalækkun
að aöalmáli sinu, en fram-
bjóöandi fr j ál slyn da ri
armsins, sem naut bæöi stuön-
ings frú Humphrey og
Mondales varaforseta, beiö
lægri hlut.
SKATTAUPPREISNIN, sem
er kennd viö Kaliforniu,
beindist fyrst og fremst gegn
fasteignaskattinum. Hann
hefur þótt leggjast ósann-
gjarnast á miöstéttirnar, enda
mun andstaöan gegn honum
hafa veriö mest hjá þeim.
Fasteignagjöldin renna aðal-
lega til borga og sveitar-
félaga og þvi blandast hann
ekki verulega inn i kosn-
ingarnar til þingsins. Þar er
þaö tekjuskatturinn, sem er
einna mest til umræöu. Þar
standa repúblikanar aö þvl
leyti betur aö vigi, aö tveir
þingmenn úr flokki þeirra,
Kemp í fulltrúadeildinni og
Roth i öldungadeildinni, lögöu
Jack Kemp
fram á síöastliönu ári
frumvörp um þriöjungs
lækkun tekjuskattsins. Jack
Kemp var upphafsmaöurinn
aö þessu. I fyrstu létu hinir
eldri og reyndari leiðtogar
repúblikana sér fátt um
finnast, en eftir því, sem fylgi
viö frumvörpin hefur aukizt,
hefur flokkur repúblikana gert
þau meira og meira að sinu
máli. Nú er svo komiö aö þau
eru oröin eitt aöalmál
repúblikana i kosningabarátt-
unni. Kemp getur ekki annað
nema litlu af þeim beiönum,
sem til hans berast um aö
mæta á fundum víös vegar um
landiö. Þaö er meira aö segja
fariö aö ræöa um hann sem
forsetaefni repúblikana.
Jack Kemp, sem hefur
vakiö stíka athygli á sér meö
frumvarpi sinu, er 43 ára
gamall. Hann hefur átt sæti I
fulltrúadeildinni i átta ár fyrir
kjördæmi i New York-rlki.
Aður var hann frægur fót-
boltakappi og var upphaflega
valinn til framboös vegna
þess. Litiö hefur boriö á
honum i fulltrúadeildinni
þangaö til hann flutti skatta-
frumvarpiö. Nú er hann
Edward J. King.
Þ.Þ.