Tíminn - 03.10.1978, Síða 15
15
80 ára
Guðmundur Guðmundsson
bóndi á Efri-Brú í Grímsnesi
Þrjú af fjórum börnum okkar
hjóna voru á sinni tiö i sveit hjá
þeim Guðmundi og Arnheiöi á
Efri-Brú sér til ævilangra heilla
og aukins þroska til likama og
sálar. Þaö voru góöir dagar.
Samt minnist ég Guömundar ekki
nú á mcrkisafmæli hans af
skyldurækni eða til aö greiöa per-
sónulega þakkarskuld, þó ærin
ástæöa væri til (sú skuld veröur
ógreidd hvort eö er), heldur
vegna þess aö kærkomiö tilefni
gefst til aö minnast mikilhæfs
manns meðan hann enn er á
meðal vor og megi hann lifa sem
lengst og honum liöa sem best.
Ekki er svo aö skilja aö áöur
hafi ekki margt gott og þarft
veriö ritaö um þennan mann viö
svipuð tækifæri og þá rakin opin-
ber störf hans i þágu sveitar,
sýslu og samvinnuhreyfingarinn-
ar og stórbóndans ekki heldur
látiö ógetið, enda mun ég ekki
rifja upp þá löngu og farsælu
framkvæmdasögu. Aöeins skal
þess getið að Guömundur hefur
ætið búiö á föðurleifð sinni,
Efri-Brú og gert jöröina aö höfuö-
bóli, með konu sinni, Arnheiöi,
dóttur héraðshöföingjans
Böövars Magnússonar, hrepp-
stjóra á Laugarvatni. Hefur nú
eldri sonur þeirra Böövar tekið
viö jöröinni af foreldrum sinum,
en yngri sonurinn, Guðmundur er
kennari i heimabyggö sinni, og
dæturnar, Ingunn og Steinunn,
búsettar i öörum byggöarlögum.
011 bera þessi börn kynstofnum
sinum og uppeldi fagurt og traust
vitni eru frjálsleg, heilsteypt og
góöviljuð. Enda hefur heimiliö á
Efri-Brú verið annálaö fyrir
myndarskap gestrisni og
menningaráhuga sönglist og
samræðugleði, hjálpsemi viö
náungann framfarahug i skóla-
málum og búnaðarmálum, rækt
og tryggð við sögu og menningu
þjóðarinnar og trú á framtíöar-
sýnir eða hugsjónir, sem breytt
hafaoggerbyltsvohögum fólks á
tslandi á þessari öld aö kotin hafa
orðið að konungshöllum, ein-
angrunin að voldugustu félags-
hreyfingum, bjargarleysiö aö
allsnægtum ogfárra kosta völ að
fjölbrautaskólum.
Aö þessari þröun frá úrræða-
leysibændastéttarinnar á flestum
sviöum til alhliöa möguleika i
andlegu sem efnalegu tilliti, hefur
Guömundur á Efri-Brú stuðlað
alla sína ævi og veriö glæstur og
óbugandi fulltrúi þeirrar lifs-
stefnu sem sigrað hefur alla van-
trú, ótrú og úrtölur og lyft sveita-
menningunni meö hjálp trúar og
tækni hærra i tíö einnar kynslóðar
en allar kynslóöir fátæktar og
fárra kosta liöinna alda þoröu aö
láta sig dreyma um. Ég veit aö
þeir voru margir fleiri aldamóta-
mennirnir sem sameiginlega
lyftu Grettistakinu og breyttu
eyðimörkum i unaösdali i likingu
talað svo i ytri framkvæmdum
sem imennta-og félagsmálasókn
vorra tima. En öðrum er ekki
gert rangt til þó eins þessara
brautryöjenda sé getiö sérstak-
lega þegar við á, — þvert á móti,
— allra sist þegar þaö er haft i
huga að Guömundur á Efri-Brú
hefur ætfð veriö manna hógvær-
astur og manna seinastur til þess
aðhalda sinum þættii samfélags-
byltingunni á lofti. En engin
ástæöa er til aö leyna þvi aö hann
var og er i fylkingarbrjósti vor-
manna bændastéttarinnar bæði i
sinni sveit og sýslu og á landsvisu
bæöi á framkvæmdasviöinu og i
liöi hugsjónamannanna. Honum
og hans likum i sveit og viö sjó er
þaö aö þakka aö
„sárin foldar gróa
sveitirnar fyllast akrar hylja
móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin
frjóa,
menningin vex i lundi nýrra
skóga”
eins og Hannes Hafstein á i
anda á morgni þessarar aldar.
Við sem fæddir erum snemma á
öldinni munum ranghverfu
heillaspárinnar: fátækt og
bjargarskort torfkofa og timbur-
hjalla til sjávar og sveita lófa-
stóra túnbleðla, tros og tilbera-
smjör, ævilangt strit innan og ut-
anhúss án nokkurrar vélar eða
raforku, kreppulán, kotbúskap og
þurrabúð. Þægindi voru óþekkt i
núverandi merkingu skjólalær-
dómur munaöur forréttindafólks,
sjúkdómar og fáfræöi hrjáöu
mannfólkið tækni var óþekkt orð
eins og þægindi flestallar ár
óbrúaðar, árin og orfið frumskil-
yrði alls mannlifs á þessu landi
einangrun staöa á vegalausu
landi aöeins rofin endrum og eins
og þó ekki nærri alls staöar af
landpóstum vermönnum og um-
renningum. Ekkert markaös- eða
félagssamband aö heitið gæti
komiö á milli sveitanna og
sjávarsiðunnar, verslunin enn
mikils til útlend.
En i tiö Guðmundar, afmælis-
barnsins á Efri-Brú hefur sú
breyting lifshátta þjóöarinnar
oröið sem allir þekkja i dag, og
svo ólikt er allt þvi sem var aö
börn og unglingar trúa alls ekki
þvi sem roskið fólk man.telja þær
frásagnir skröksögur eöa ævin-
týri svo fráleitt viröist þeim hiö
liðna. Þeim er næstum vorkunn,
þvi að liklega hefur aldrei i
heimssögunni oröið önnur eins
lifshátta- og lifskjarabylting i tið
einnar kynslóðar og oröiö hefur á
tslandi i tiö aldamótakynslóöar-
innar. Hún ólst upp viö svipaöa
tækni og var hér fyrir 1100 árum
en átti þátt i aö móta þjóölif sem i
öliu er sambærilegt viö daglegt lif
iönvæddustu tækniþjóöfélaga
tuttugustu aldarinnar og á ein-
staka sviöum, svo sem i jaröhita-
virkjun stöndum viö flestum
framar.
Eini bróöir Guömundar á
Efri-Brúer Tómas Guömundsson
skáld. Allir þekkja hann og dá
sem vera ber aö veröleikum. En
þeir sem þekkja Guömund dá
hann lika bæöi fyrir likamlegt og
andlegt atgervi. Hann hefur alla
tiö veriö eldhugi i félagsmála- og
framfaraviðræöu og jafnframt
vikingur til likamlegrar vinnu.
Það er táknrænt fyrir lifsviöhorf
hans allt aö úr Sogsfossunum við
túnfótinn hjá honum tókst fyrst aö
framleiöa ljós til aö lýsa fólki á
landsvisu og kraft til aö létta oki
þungbærasta stritsins af herðum
þessen beislun ljóss og orku til að
auka öllum almenningi upp-
lýsingu og viðsýni og efla fram-
kvæmdir til verulegra framfara,
hafa ætiö veriö hugsjónir hans.
Ég veit ekki hvort Guömundur á
Efri-Brú hefur ort kvæði hann
hefur a.m.k. ekki flikaö þvi. En
allir mega sjá hvaö hann hefur
með ævistarfi sinu skrifaö á
jörðina og mótaö i mannvirkjum
af stórhug, snilld og trú á lifiö.
„Þaö er aö elska byggja og
treysta á landiö.” (H. Hafst.) Ég
hef notið þess aö tala oft við Guö-
mund i trúnaöi og þá hefur hann
leyft mér aö skyggnast dálitiö
undir hönd sina, eins og sagt er aö
ófreskir menn leyfi öörum stund-
um að gera. Sist vil ég bregöast
trúnaði hans meö þvi aö sýna
öðrum beinlinis inn i þann heim
sem hann opnaöi mér i einlægni
en flestaf þvi sem hér hefur verið
fest á blaö á óbeinlinis rætur að
rekja til þess trúnaöar. Svo mikiö
má ég þó segja aö Guðmundur á
Efri-Brú telur sig vera gæfumann
og um þaö e fast enginn sem þekk-
ir hann. Ég býst viö að þakklætiö
til forsjónarinnar eöa guðs sem
gaf okkur landiö sé honum ævin-
lega efst i huga. Guömundur veit
margt sem þeir nema aldrei, sem
hvorki hafa nærst af blóöfjöðrum
landsins frá barnæsku, hlustað á
nið vatna þess gegnum svefninn
né numiö huldumál hljóðra
kletta. Megi huldar og hollar
vættir heimaslóöum hans og
heimafólki vera með i för hér eft-
ir sem hingað til.
Engin hollvættur hefur þó
reynst Guömundi vini minum á
Efri-Brúsllk sem eiginkona hans,
Arnheiöur Böðvarsdóttir. Eöa má
kannski rekja þaö kvonfang til
hollvætta hans? Hver veit? Svo
mikið er vist að mikil heill hefur
fylgt þeim og mun fylgja á leiöar-
enda. Og aldrei nefna v inir þeirra
hjónanna annaö án þess aö geta
hins. Það segir mikla og fagra
sögu.
Til hamingju meö daginn. Lifiö
heil, góðu vinir. Þess óska ég
fyrir mina hönd konu og barna.
Emil Björnsson
Leðurstóll
í verðlaun
A Landbúnaöarsýningunni á
Selfossi I sumar efndu T.M. hús-
gögn til happdrættis i sýningar-
bás 'sinum.
Þegar dregiö var kom upp
númer 15357.
Nú hefur vinningshafi gefiö sig
fram og vinningurinn, leöurstóll
veriö afhentur.
Vinningshafi reyndist vera
Guömundur Hallgrimsson,
Grimshúsum, Aöaldal.
A meöfylgjandi mynd sést er
Sigfús Gunnarsson verslunar-
stjóri hjá T.M. húsgögnum af-
hendir stólinn en móöir Guð-
mundar, Kristjana Arnadóttir
veitti stólnum viötöku fyrir hans
hönd.
Breyttur
afgreiðslutími
Aukin þjónusta í hádeginu —
tilfærsla síðdegis
Frá 1. október 1978 verður afgreiðslutimi
bankans þannig:
ALMENN AFGREIÐSLA:
Mánudaga til föstudaga kl. 9,30-15,30.
SÍÐDEGISAFGREIÐSLA:
Sparisjóður og tékkareikningar: Mánu-
daga — fimmtudaga kl. 17,00-18,00, föstu-
daga kl. 17,00-18,30.
ALÞÝÐUBANKINN HF.
xbanöökólí
&)i"n/'ðar Qrlákf’naróana/
„DANSKENNSLA"
í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði.
Innritun daglega frá kl. 10-12 og 1-7.
Börn — ungl-fullorðnir (pör eða einst.)
Kennt m.a. eftir Alþjóðadanskerfinu
einnig fyrir: Brons — Silfur — Gull. „At-
hugið” ef hópar svo sem félög eða klúbbar
hafa áhuga á að vera saman i timum, þá
vinsamlega hafið samband sem allra
fyrst.
Nýútskrifaðir kennarar við skólann eru
Níels Einarsson og Rakel Guðmunds-
dóttir.
— Góð kennsla —
Allar nánari upplýsingar i sima 41557 -
••••« 2 *• •**• • •* •**% \ 2 | • (h&
íh
••*• Mtönm
Safnið öllum Björn
fjórum ABBA dúkkunum ft
UBenny J
Leikfangahúsið
Skólavörðustíg 10, sími 14806
Sólbekkir
Smiðum sólbekki eftir máli, álimda með
harðplasti. Mikið litaúrval.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Trésmiðjan Kvistur
Súðarvogi 42 (Kænuvogsmegin)
Simi 33177
HARÐVIÐARVAL HF
Skemmuvegi 40 KÓPAVOGI s;"74111
Grensásveg 5 REYKJAVIK s;847 27
Haröviöarklæðningar Spónlagöar spónaplötur
Furu & Grenipanell Spónaplötur
Gólfparkett Veggkrossviöur
Plasthúöaðar spónaplötur