Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 8. október 1978 DUFGUS: FJOLSKYLDAN — félagsleg martröð t ÞióBvilianum sl. sunnudag birtist viötal viB Sigrúnu Júíiusdóttur yfirfélagsráBgjafa viB Klepps- spitalann i Eeykjavik og ber þaB ofanritaBa yfirskrift. ABalfyrirsögn viBtalsins er svo: „Samveruform fjöl- skyldunnar hefur veriB rofiB”. ViBtal þetta er mjög athyglisvert og margt i þvi vafalaust rétt athugaB, en engu aB siBur kemur þar margt fram sem er of grunnt skoBaB og sumt er byggt á hleypidómum. Ekki verBur annaB ályktaB af þvi sem I viBtalinu segir en aB Sigrún leggi of mikla áherslu á þau tilfelli sem félags- ráBgjafar fást viB i daglegum störfum sinum, og úr þeim tilfellum sé siöan geröur þverskurBur af þjóB- félaginu. En þaB eru nú sem betur fer margar aBrar og bjartari hliBar á þjóBfélaginu. AnnaB mál er þaB aB of margir hafa bugast af þeim kröfum sem samfélagiB gerir til þeirra. Hið kapitaliska þjóðfélag. Sigrún telur aB þaB séu kröfur hins kapitaliska þjóB- félags sem valdi ógæfunni. „Fjölskyldan er sem neyslueining svo sannarlega hornsteinn kapitalisks þjóBfélags....” Fólk er nýtt til hins itrasta”. Þetta á viB um hinn vestræna heim aB áliti Sigrúnar.Hún lýsir þvi nokkru nánar hvernig þetta gerist og tekur dæmi frá SviþjóB um aB þar geti foreldrar fengiB sérfræBinga heim til aö annast börnin í veikindatilfellum til þess aö foreldrarnir geti haldiB áfram vinnu sinni eins og ekkert hafi I skorist. Þetta sé hluti nýtingar vinnu- aflsins til hins itrasta. Vestrænar þjóBir búa viB betri efnahagsskilyröi en aörir heimshlutar. Þessi efnahagslegu skilyrBi hafa oröiB til fyrir samspil tækni, starfsþekkingar og notkunar vinnuafls. Og reyndar á skipuleg notkun fjár- magns einnig drjúgan þátt f þessu. Samtök launafóiks hafa knúiö fast á um þessa þróun, og amk. viö hátiÐleg tækifæri hafa forystumenn þeirra taliö sig eiga stærsta þáttinn i þróuninni. Ekki ætla ég hér aö leggja dóm á þaö hver á stærsta þáttinn, en hitt held ég aö megi hiklaust fullyrBa aö launþegasamtök eiga þar mjög drjúgan þátt. Fjölmargt af því sem Sigrún telur vera sök hins kapitaliska þjóöfélags er bein og óumflýjan- leg afleiöing af kröfum þess fólks sem jafnan telur sig vera málsvara litilmagnans, boöbera réttlætisins og andstæöinga alls kapitalisma. Flest aB þessum kröfum hefur náöst fram i andstööu viB allan kapftalisma og er þaB þvi grunnt skoöaö aö varpa ábyrgBinni á hann. Ég vil leyfa mér aB ætla aö meirihluti þeirra krafna sem gerBar hafa veriö um betra og réttlátara samfélag hafi veriö og séu til góös og aö þaö sé æskilegt markmiö aö búa viö góö efnahagsleg lifskjör. AB þróunin frá kapitalisku þjóöfélagi til velferöarþjóöfélags hafi veriö eölileg og sjálfsögB. Hins vegar eru þessari þróun tak- mörk sett og i sumum tilfellum hefur veriB gengiö of langt og stööugt eru uppi kröfur um aB ganga ennþá lengra. Þaö sem ég hygg aö sé neikvæöast viö þá þróun sem er aö veröa i vestrænum löndum er aö þaö er veriö aB svipta menn ábyrgBinni. ÞaB er veriB aB svipta menn ábyrgöinni á sinni eigin velferö og lifi og þaö er veriö aö svipta menn ábyrgöinni á velferB fjölskyld- unnar. Þessu er öllu veriö aö kasta yfir á rikiB. Þetta er neikvæö þróun þvi aö ábyrgöin á sjálfum sér og fjöl- skyldu veitir manninum þá lifsfyllingu sem gerir HfiB þess viröi aö lifa þvi. Þaö er sá skortur á ábyrgö sem einkennir nútimann sem veldur þeirri lifsfirringu sem mun vera oröin helst til algeng nú um stundir. Sök af þessu veröur ekki varpaö á kapitalismann, hversu fegin sem viö vildum. Og ekkert vandamál verBur leyst nema aB gera sér rétta grein fyrir orsökunum. Fjölskyldan i vestrænum þjóðfélögum. „En fjölskyldan i vestrænum þjóBfélögum er tætt I sundur, barniö er sett á barnaheimili, báBir foreldrar- nir vinna úti, afa og ömmu er komiö fyrir á elliheimili o.s. frv.” Þetta er illt aö mati Sigrúnar og skal hiklaust undir þaö tekiö. Hins vegar er þaö meira en vafasamt aö skrifa þetta á reikning kapitalismans, þar sem þessarar þróunar gætir einnig i sósiölskum rikjum og hefur náö lengst I þeim rikjum sem viö nefnum velferöarriki. Þær kröfur sem leitt hafa til þessarar þróunar eru heldur ekki frá kapitalismanum komnar, heldur frá fólki sem sist af öllu vildi láta bendla sig viö kapitalisma. Krafan um aö tæta f jölskylduna I sundur meö þvi aö koma börnunum fyrir á barnaheimilum er sett fram i nafni réttlætisins af málsvörum litilmagnans, skipuöum og sjálfskipuöum. Og sannarlega hefur sú krafa ekki veriö sett fram til þess aö þjóna undir kapl- talismann. Krafa um aö báöir foreldrar vinni úti er hluti af réttindasókn konunnar. Þó aö inn i þaö mál blandist kapitalisk sjónarmiö og ill nauösyn, er rétt- indasóknin aöalatriöiö, og hún er tvimælalaust af þvi góöa, þó aö vissulega veröi aö gæta þess aB aukin rétt- indi kvenna veröi ekki til þess aö skeröa réttindi og vel- ferö barnanna. En lausn þess vandamáls er brýn. Neysluþjóðfélagið. Þaö er harla algengt aö telja neysluþjóöfélaginu allt til foráttu. Þegar þaö er gert er þess þó vandlega gætt aö skilgreina ekki nánar hvaö er átt viö meB neyslu- þjóöfélagi. Þaö er aldrei nefnt hvaöa neysla sé óþörf og hægt væri aö komast af án, vegna þess aö ef þaö væri gert yrBu margir til andmæla. Hins vegar er látiö nægja aB segja aB neyslan sé oröin til vegna áróöurs- starfsemi kapitalismans i formi auglýsinga. Þannig sé neysluþöfin búin til. Þetta er I besta tilfelli orBum aukiö og I meginatriöum alrangt. Neysla hefur aukist á flestum sviöum á þessari öld og margir nýir neysluþættir hafa bætst I hóp þeirra sem fyrir voru. Má þar til nefna simaþjónustu, ýmsa þætti heilbrigöisþjónustu, samgöngur, fréttaþjónustu, menntaþjónustu og ýmiss konar sérfræöiþjónustu. Og þannig mætti lengi telja. Ekki hefur ýtni og sölutækni kapitalismans haft nein áhrif á kröfur manna um aukna þjónustu i þessum efnum né þá þörf sem menn telja sig hafa fyrir þessa þjónustu. A ýmsum öörum sviöum kann þaö aB orka meiri tvi- mælis hver þáttur sölutækni er I neysluaukningu. Þó hygg ég aö of mikiö sé úr þvl gert. Fólk almennt lætur ekki hafa áhrif á sig umfram eBlileg mörk. Viö skulum til dæmis taka feröalög, sem eins og allir 'vita hafa aukist mjög á undanförnum áratugum og hafa veriö auglýst af mikilli hörku. Manninum hefur lengi veriö i blóB borin þrá til feröalaga, sjá sig um I heim- inum, kynnast nýju fólki og nýjum aöstæöum. Löngum hefur efnaleysi komiB I veg fyrir aö fer’Balög yröu almenn. ÞaBer ekki fyrr en hinn almenni borgari hefur efni á feröalögum og er farinn aB leita eftir feröalögum aö feröaiönaöur nútimans ris á legg. FerBaiönaöurinn veröur til þess aö fullnægja þörf sem er oröin fyrir hendi. Þeirri þörf hefur engan veginn veriö fullnægt ennþá, þaö er efnahagsleg geta hvers og eins sem skammtar feröalög. Auglýsingar feröaskrifstofanna kunna aö hafa einhver áhrif á þá átt aB auka feröalög, aö menn taki fé frá annarri neyslu til feröalaga, en þó held ég aö þaö hafi engin megináhrif á ferBir manna. Hins vegar hafa auglýsingarnar áhrif á þaö meö hvaöa ferBaskrifstofu er ferBast. Þannig er þaö i meginatriöum krafa okkar sjálfra um neyslu sem veldur mestu um hversu miklu viö eyöum til neyslu. Ef viö viljum takmarka neysluna veröum viB fyrst og fremst aö snúa okkur aö okkur sjálfum, hver og einn. ÞaB þjónar litlum tilgangi aö búa til einhverja grýlu um aö neyslunni sé troöiö upp á okkur. Þaö er einfaldlega ekki rétt. Með Ferðamiðstöðinni IGEDO DUSSELDORF Alþjóðleg tískusýning 22.-26. október KANARIEYJAFERÐIR í allan vetur LONDON Næsta ferð 21. október B Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9, simar 28133 — 11255 * NORFISHING OSLÓ Alþjóðleg fiskiiðnsýning 20.-26. nóvember Seljum farseðla um allan heim á hagkvæmasta verði ll Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9, símar 28133 — 11255 Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.