Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 24
24 'iiililiii. Sunnudagur 8. október 1978 barnatíminn Kennar- inn og prakk- arinn HÉR MÁ EKKI BERJA! Þessi orð skrifaði kennarinn á húsdyr sinar, af því að nemendur hans höfðu tekið upp þann ósið, að drepa á húsdyr hans er þeir gengu framhjá, þótt þeir ættu ekkert erindi. Daginn eftir að auglýs- ingin var fest upp, var enn barið á dyr. Kennarinn hljóp út i dyrnar og sá einn nemenda sinna hverfa fyrir húshorn. Hugsaði hann þá þegjandi þörfina daginn eftir, er þeir hittust í skólanum. Þegar sá tími kom kallaði kennarinn hinn seka fram á gólfið, lagði hann á kné sér, reiddi höndina til höggs. En allt í einu lét hann höndina síga, sleppti drengnum og reyndi að halda niðri í sér hlátrinum. Orsök þessa var sú, að drengurinn hafði fest miða aftan á buxurnar sínar með þessum orðum árituðum: ,,Hér má ekki berja". A 6 Föndur hornið Núna þegar flestir eru búnir aö taka upp úr kartöflugöröunum sinum er gaman aö sjá hve kartöfl- urnar eru misjafnar aö stærö og lögun. Kartöflur (og reyndar rófur líka) er hægt aö nota til annars en boröa þær. Viö getum t.d. útbúiö okkur stimpla úr þeim. Þá skerum viö frekar stórar kartöflur f tvennt, skerum eitthvert mynstur I sáriö (mynd B) eöa mótum helmingana sem mynstur (mynd C), t.d. blóm, hjarta, ber o.fl. Viö notum þekjuiiti til aö máia mynstriö, þrýstum því á pappir eöa efni. Pappirinn verður aö drekka svolitiö I sig litinn. Þannig getum viö útbúiö dúka, afmæliskort og skreytt ýmisiegt meö því aö nota hugmyndaflugið. Ef viö notum tauþrykk-liti, getum við búiö til varanlega hluti, þvi þeir litir þola þvott. Óþægt fósturbarn Hafið þið heyrt nefnd- an fugl, sem gaukur heit- ir? Hann er algengur far- fugl á Norðurlöndum en hefur aðeins sést hér á landi í nokkur skipti. Gaukurinn er grár á lit og álíka stór og spói. Hann er mesta átvagl allra dýra, þegar miðað er við stærðina, enda gerir hann nálega ekkert annað en að éta. En það sem sérstaklega einkennir gaukinn er það hvernig hann ráðstafar eggjum sinum, sem hann verpir einu í senn með viku millibili, alls 3-6 eggjum á ári. Hann laumar þeim i hreiður annara fugla, einkum smáfugla, sem reyna þó eftir mætti að bægja honum frá, en hann ber að jafnaði hærri hlut og kemur egginu sínu í hreiðrið. Þegar svo er komið, verða smáfugl- arnir að gera sér að góðu að liggja á gauksegginu og unga því út. En þegar gauksunginn er kominn úr egginu, aukast mjög vandræði hreiðurbúa, því að hann ryður hinum eggjunum úr hreiðrinu, og ef ungar komast úr eggjunum, þá étur hann næstum allt frá þeim. Foreldrarnir hafa því ekki við að afla þeim fæðu. Og svo er hann fljótur að vaxa, að innan skamms fyllir hann hreiðrið og útrýmir hin- um ungunum, sem verða að húka úti á trjágreinum eða velta niður á jörðina, og er þeim þá oft hætta búin af öðrum dýrum. Hvað vantar? Þessar tvær myndir sýnast i fljótu bragöi vera eins. En þaö vantar þrjá hluti á myndina til hægri af þeim, sem eru á mynd- inni til vinstri. Getur þú fundiö þá? Lausn Qiipq p ejnm §o ‘Qmaq UBQau jij,Cj nddop euia ‘uuijoj ueuuv V LEIÐRÉTTING Eitt orð I orðaleiknum siðasta sunnudag var vitlaust skrifað. t staðinn fyrir kortatafla á að standa korktafla. Einnig vantaði nokkur strik i reitina, en eflaust hafiö þið séð það. Visirinn, sem fylgja átti skif- unni varð lika eftir, en svona á skifan að lita út, ef þið hafið sjálf útbúið visi. Ég vona, að þetta hafi ekki eyðilagt fyrir ykkur ánægjuna. Blaöamannafélag Islands: Blaðaútgáíu stefnt í voða — með opinberum aðgerðum Stjórn Blaöamannafélags ts- lands samþykkti á fundi i fyrra- kvöld ályktun vegna deilu verö- lagsstjóra og dagblaðanna um verðlag á blöðum, en sem kunn- ugt er hefur verðlagsstjóri ákveð- ið hámarksverð á dagblöðunum. Samþykkt stjórnar Bt er svo- hljóðandi: Blaöamannafélag tslands vek- ur athygli á þeim háska, sem þvi er samfara, ef blaðaútgáfu er stefnt i voða með opinberum að- gerðum. Stjórnvöldum er bent á að ihuga náið hverjar afleiðingar það geturhaft, efútgáfa dagblaða er hindruð með þeim hætti. Með þvi er harkalega vegið að prentfreisi i landinu og komið i vegfyrir eðlileg skoðanaskipti og tjáningarfrelsi sem nauðsynlegt er i hverju lyðfrjálsu landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.