Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 8. október 1978 Réttur er settur yfir H Hér fer á eftir viðtal dönsku blabakonunnar Ninka við danska rithöfundinn Thorkild Hansen, en hin nýja bókhansum réttarhöldin yfir Knut Hamsun, hefur vakið geysi athygli. Viðtalið birtist i sunnudagsblaði Politiken þann 24. september sl. 839 siður, fimm hringir i kring um hnöttinn. Tiu orð á ritvél. Hundrað skref á tréskóm, fram og aftur fyrir framan arininn. Ekki hafa viðfangsefoin gerst auðveldari viðfangs. Þessi ungi, ljósi, sjálfsöruggi, sókndjarfi þrumufleygur, sem getið hefur sér heimsfrægö með bókunum Hamingjusama Arabia, Jens Munk og með „bræla-bókunum,” — nú dengir hann nýjum doöranti á boröið. Þetta er metnaðarlegt þriggjabinda verk, Réttarhöldin yfir Hamsun, — 839 síður. (Fyrir- fram hefur útgáfuréttur verið keyptur i Noregi, Sviþjóð og i Bandarikjunum. Hráefnið var til taks, en aö tengja það saman, gefa þvi lifskraft, til þess þurfti andagift af „Hamsun-Hansen- isku” tagi. Til atlögu, — Þrumu- fleygur! Vigamaðurinn Þriggja ára einangrun. A tréskónum gengur hann aftur og fram um gólfið. öxlunum skýtur hann fram, eins og hann gangi gegn stormi. Skeggkraginn er hvitur... sjálfsöryggiö er þvingað undir auömýkt efans, sem er trúr fylginautur vaxandi listrænna aflsmuna. Hálfmánalöguö gler- augun valda þvi að augnaráðið minnir á Mefistofeles, hvasst og sýnist vera manns, sem er eldri en 51 árs. Að öðru leyti er svip- urinn ungs manns. Harðger viga- maður með úlfsbros á vörum, af vandfýsi og með næmi rikra hæfi- leika hefur hann fundið brandi sinum verðugt viðfangsefiii. ör og drætti tilf inninga má merkja á andliti hans, einnig þá ,,hams- unsku” und, sem nú, — eftir þriggja ára samveru meö öldungi skálda, — brennur á bak við skegg og hrukkur. Meðal ávalra hæða, þar sem hver vikin af annarri opnast út að Kattegat, i eina húsinu á nyrsta odda Sámseyjar, búa Thorkild Hansen og kona hans, Gitte, á einskismannslandi ritmennsk- unnar. 42 ekrur af einmanaleika, þar sem kynjamyndir teiknast á gluggana, þegar kindur og kýr reka granirnar upp að glerinu. Rómantik og reiknivél, slagharpa og loftvog. Hver einasta bók er innbundin, i gullþrykktu leðri þekja þær veggina frá gólfi til lofts. Þetta er vinnuherbergi og húsráðandi snýrbaki að gluggan- um þegar hann vinnur. Innviðir eru allir hvitskúruð fura. Bjart hús þar sem bjartleitt fólk býr. óeðlið — Ég man að ég sagði við Ole (Wivel), daginn sem ég lauk viö „þrælana”: ég veit hvað næsta bók mín mun heita, hún skal heita „Réttarhöldin gegn Hamsun” ...þetta stendur I dagbók minni frá föstudeginum 13. mars 1970. Allar dagbækur minar eru hjá Gyldendal óg einn daginn geta þeir gert við þær hvaö sem þá lystir. Ég rita i dagbækurnar hvern fjárann sem mér dettur i hug, h'ttu á. Kynferöislif mitt er ósköp vanalegt, meira að segja óeðli mitt er vanalegt ...það máttu bóka. Menn geta aðeins rit- að vel um ef ni sem þeir þekkja og um það leyti sem ég var aö ljúka við „Þrælana” hafði églagt nokk- ur afar erfið ár að baki, eitthvað i likingu viö erfiöleika þá sem um er fjallað i „Réttarhöldunum.” Eigi ég að reyna aö fjalla að nokkru um ástæðuna til þess að ég réðist einmitt í þetta viöfangs- efni, þá er hún sú að ég sá i þvi þrjár meginandstæður, sem ég haföi fundið til með mér sjálfum og sem ég tel að flest nútimafólk kannist viö. Fyrsta andstæðan var sú sem verður milli listar og stjórnmála: Sú önnur: andstæðan milli samfélags og einstaklings. Thorkild Hansen ræðir um sannleik, ást, sekt og dauða Baráttan við samningu hins mikla ritverks, hefur sett sin spor á andiit Oghin þriðja, —-að sjálfsögðu, — andstæðan milli manns og konu. Þetta eru að minu viti þær þrjár andstæður, sem rikja á meðal vor og þvi er sögusvið bókarinnar hér og nú, en þú og ég og lesendur okkar eru aöalpersónurnar. Llt- um fyrst á slðasttöldu ástæðuna: raunin er sú að bókin er fyrst og fremst ástarsaga og ég háöi harða baráttu, til þess aö gera Mariu ekki að aöalpersónunni. Hún er sú persónanna tveggja, sem er svolangtum athyglisverð- ari, — það skrifa ég lika stórum stöfum. Lif hennar var harmleik- ur, — skelfilegur, — en hans lif ekki. En Maria elskar harmleik sinn, — elskar sorg slna. Illkvitt- inn maður á borð við Monthelant hefur ritað að kona, sem ekki ber mikinn harm i brjósti, sé sár- óhamingjusöm ....og þvi er varla fyrir að fara hjá Mariu. Ég hlifi Hamsunekki i þvi tilliti, hann var ógurlegur karlræðissinni og afstaða hans til kvenna var ótta- leg. Maria er kona sem mun verða rædd, likt og Nóra, vegna þess hve vandamál hennar eru öllum ljós. Ég sá ekki sólina fyrir Hamsun á yngri árum, likt og all- ir af minni kynslóð, — og varð jafn skelfingu lostinn og aðrir yfir að hann skyldi vera nasisti. Svo taka bækur Mariu að birtast (bók min er ekki ævisaga, — hún er þróun) og það eru bestu bækur allra bókmennta... þær eru réttarskjöl, — muniö eftir Karamasov, minnist Kafka, — og vegna hvers? Vegna þess að þar erum við ákærð, við eigum að verjaokkur, svara til saka. Hvort Kararriasov hafi verið fyrirmynd- in? Nú, fyrst þú spyrð — Látum svo vera! 240 bréf í raun réttri hefur rannsóknin Uklega tekið mig um það bil 10-15 ár. Rannsóknin veröur erfiðari fyrir þá sök, aö hún fer fram á tima, sem virðist vera i útjaðri sjálfs efnissins, þú lest einhver reiðinnar ósköp, en hefur enn ekki tekið þína ákvörðun. Ritun bókar- innar tók þrjú ár. Fyrstu linuna skrifaði ég sumarið 1975. En aldrei á ævi minni hefur heppnin elt migá svipaðan hátt og meðan á þvi stóð. Ég fékk leyfi norska ríkisskjalasafnsins til þess að opna þrjá stóra og innsiglaða böggla, sem enginn hafði rekið nefið i áður... ég fékk leyfið með þeim skilmálum að fjölskyldan samþykkti það. Og fjölskyldan gaf sitt leyfi. Já, ekki nóg með það, svo fæ ég 240 bréf frá dóttur Hamsuns, Celiu, bréf frá Mariu og Hamsun til Celiu. Og þegar allt þetta efnihafðiboriö upp i hendur minar, verður fyrir mér fyrr óþekkt dagbók, sem Hamsun hélt með mikilli leynd i varðhaldi sinu. Við fjölskyldu Hamsun gerði ég þennan samning: Tore og Arild skyldu fá leyfi til þess að lesa handritið og leiörétta allar rang- færslur, en útstrikana mættu þær ekki krefjast. En þær hafa heldur engra útstrikana krafist, bókin er fullkomlega óritskoðuð, — og það þótt hún sé mjög áleitin i ýmsu tilliti. Þær fengu söguna I april, ...svo hélt ég þangað upp eftir, veikur af kvfða ...hvort eitthvað þyrfti að leitrétta? Nei, sagði Tore, ég sit hérna og skæli, eins og krakki. Kvalinn i hel Tvönöfnbar hæst I málarekstr- inum að styrjöld lokinni, — Quisl- ing og Hamsun. Quisling var skotinn, en Hamsun, — þann mann kvöldu landar hans I hel, andlega og likamlega. Takið 86 ára gamlan mann og lokið hann inni á geðveikrahæli, likt og gert eríRússlandi.Spurðukonuhans i þaula um kynlif þeirra, láttu blöðin fá aðgang að öllum upplýs- ingum, ásamt upplýsingum um veika dótturhans. Þú færð honum engan lögfræðing fyrstu þrjú ár málarekstrarins, en heimilar framlengingu varðhaldsins tvivegis. Þú frestar að taka málið upp7-8sinnum á tveimur árum, I von um að hann muni deyja. Þá gerir þú upptæk 110% af öllum eignum hans, — dregur hann fram fyrir hersingu af blaða- ljósmyndurum, þegar hann er nærri fullkomlega heyrnarlaus og nær alveg blindur. Þar er tekin sú mynd, sem seinna á að heita sú hinsta af Hamsun, einum mesta rithöfundi heims. Á myndinni sést maður, sem stendur með saur i höndum sér og sýnir konu sinni og segir: „Er hann ekki fallegur i laginu?” ÞARNA náöum við okk- ur niðri á honum! Sekt Það nýstárlega er að með þessu tel ég mig gefa nýja myndaf okk- skáldsins ur, nokkurs konar safnmynd: Þannig var það að vera við á miðri tuttugustu öld..þessi bók er fyrst ogfremst góð vegna þess hve áþreifanlegt efnið er, ekki vegna þess hve óhlutbundið það er ...réttarhöldin, þar sem við fylgjum honum eftir frá einni mlnútu til annarrar, hvert ein- asta smáatvik ...100 siður — á þvlandartaki, sem þú ert staddur mitt i þvi áþreifanlega, verður hið óhlutbundna til af sjálfu sér, likt og yfirtónar i verkinu. Það er einmitt það, sem gerir lesanda þjóðfélagslegra hugmyndafræði- legra bókmennta svo ráðvilltan, að efnið er svo óhlutbundið, óþol- andi óhlutbundið, ...en þó er það ekki megin atriðið, heldur það að skapa hreyfingu, lif. Nasisti eða ekki? Og „Réttarhöldin gegn Ham- sun,” — ég hvorki sýkna né dæmi. Sekt, littu á, —sh'kt er komiðund- A nyrsta odda Sámseyjar býr rithöfundurinn Thorkild Hansen f einangrun við ritstörf sfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.