Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 6
ó Sunnudagur 8. október 1978 V Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar. Þórarinn Þórarinssón og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjór.n og' auglýsingar Si&umUla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaftamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00. 86387. Verö i lausasölu kr. 110. Askriftargjald kr. 2.200 á mánuöi. , , Blaöaprent h.f. J Óleyst hafréttarmál Þótt segja megi, að hafréttarráðstefnan hafi þegar borið þann árangur, að 200 milna efnahags- lögsaga sé orðin staðreynd, er enn eftir að ná sam- komulagi um nokkur mikilvæg atriði, sem snerta hana. Helztu atriðin, sem enn eru óleyst, eru þessi: 1 fyrsta lagi er að nefna nýtingu þess hluta leyfi- legs fiskafla, sem strandrikið getur ekki hagnýtt sjálft. Samkvæmt textanum, sem liggur fyrir ráð- stefnunni, hefur strandrikið rétt til að ákveða hámarksafla og hvað mikið það getur veitt sjálft. önnur riki eiga að fá afganginn. Mörg þátttökurik- in á hafréttarráðstefnunni telja strandrikið geta misnotað þennan rétt, t.d. með þvi að meta leyfi- legan afla of lágt eða með þvi að ofmeta getu sina til að veiða hann. Viðkomandi riki vilja að deilum, sem risa út af ágreiningi um misnotkun strandrik- is á umræddum réttindum megi skjóta til sérstaks hafréttardómstóls. Þetta vilja strandrikin ekki, en sum þeirra hafa léð máls á þvi, að sérstök sátta- nefnd f jalli um slikar deilur og skili áliti um þau, sem sé þó ekki bindandi fyrir strandrikið. Enn hef- ur ekki náðst samkomulag um þetta atriði, en íslendingar þekkja af eigin raun að miklu getur skipt hver niðurstaðan verður i þessum efnum. 1 öðru lagi er að nefna kröfu landluktra og af- skiptra rikja um sérstök forréttindi til veiða innan fiskveiðilögsögu strandrikja. Hér er um að ræða rikjahóp, sem sennilega getur haft stöðvunarvald á ráðstefnunni, ef til atkvæðagreiðslu kemur. íslendingar hafa fengið það ákvæði inn i textann, að slik forréttindi landluktra rikja, ef samþykkt verða, skuli ekki ná til strandrikja, sem séu að miklu leyti háð fiskveiðum. Samkvæmt þvi yrði ís- land undanþegið slikum forréttindum. Landluktu og afskiptu rikin hafa lýst fylgi sinu við þetta, en að þvi tilskildu að samkomulag verði um kröfur þeirra. Þetta mál er þvi enn óleyst. í þriðja lagi er að nefna að enn er ósamkomulag um hvernig draga skuli mörk landgrunns, sem fellur undir strandriki utan 200 milna efnahagslög- sögu. Textinn gerir ráð fyrir, að strandriki eigi rétt til auðæfa i hafsbotni landgrunns, sem er utan 200 milna efnahagslögsögu. Textinn gerir ráð fyr- ir, að strandriki eigi rétt til auðæfa 1 þriðja lagi er að nefna að enn er ósamkomulag um hvernig draga skuli mörk landgrunns, sem fellur undir strandriki utan 200 milna efnahgslög- sögu. Textinn gerir ráð fyrir, að strandriki eigi rétt til auðæfa i hafsbotni landgrunns, sem er utan 200 milna, en ákvæði hans eru óljós um hver enda- mörk landgrunnsins skuli vera. Um það er ósam- komulag á ráðstefnunni, hvernig þessi mörk skuli ákveðin og getur það skipt Island verulegu máli hver niðurstaðan verður. í fjórða lagi er svo ekki samkomulag um, hvaða reglur skuli gilda um eyjar, og einnig um mörk landhelgi eða efnahagslögsögu, þegar tvö lönd liggja svo nálægt hvort öðru, að þau geta ekki bæði fengið 12 milna lögsögu eða 200 milna efnahagslög- sögu. Þessi atriði geta skipt verulega máli varð- andi Island og Jan Mayen. Fleiri atriði mætti nefna, sem enn er ósam- komulag um varðandi efnahagslögsöguna og land- grunnið, en þessi munu vega mest. En alvarleg- astur ágreiningur á hafréttarráðstefnunni er varð- andi auðæfi úthafsbotnsins og nýtingu hans. Þar þokast þó alltaf i samkomulagsátt. Þar eiga islenzk stjórnvöld eftir að taka afstöðu til fjöl- margra vandasamra atriða, ef til atkvæðagreiðslu kemur. Þ.Þ. Henní berast fjölmörg klögumál 1 BYRJUN þessa árs tók ung kona Carol Bellamy viö for- setastarfinu i borgarstjórn New York. Hún var kjörin forseti borgarstjórnarinnar viö borgarstjórakosningu og borgarstjórnarkosningar sem fóru fram i byrjun nóvember i fyrra. Forseti borgarstjórnar- innar i New York er kjörinn sér- staklega og er jafnframt þvi sem hann stjórnar borgar- stjórnarfundum eins konar full- trúi borgaranna gagnvart borgarstjórninni. Þeir koma til hans meö klögumál sin vegna þess, sem þeim finnst miöur fara i stjórn borgarinnar. Af þeim ástæöum hefur forsetinn ekki atkvæöisrétt á borgar- stjórnarfundum og er þvi jafnan óbundinn af þeim ákvöröunum, sem eru teknar þar. Þannig hefur hann frjálsari hendur gagnvart borgarstjórninni. Staöa hans skapar honum eigi aösiöuraöstööu til aö hafa áhrif á gang mála þar enda ber hon- um aö gera þaö, þar sem annaö meginverkefni hans er aö koma óskum og klögumálum borgar- anna á framfæri. Yfirleitt er hann talinn annar valdamesti maöur borgarinnar næst á eftir borgarstjóranum. Næst á undan Carol Bellamy haföi þekktur lögfræöingur og stjórnmálamaöur, Paul O’Dyer gegnt embættinu. Carol Bellamy ákvaö aö keppa viö hann I prófkjöri hjá demókröt- um. Milli þeirra var þó ekki neinn skoöanamunur, því aö bæöi tilheyröu vinstra armi flokksins. Bellamy héltþví fram aöhún væri færari um aö gegna embættinu, sökum þess aö hún væriyngri og fylgdistbetur með timanum. Jafnframt lýsti hún miklum áhuga á aö vinna fyrir borgarana sem eins konar um- boðsmaöur þeirra. Þessi áróöur féll i góöan jaröveg en þó þótti O’Dyer lengstum viss um sigur. tlrslitin uröu þau aö Bellamy fékk um 55% atkvæöanna en O’Dyer 45%. Vinstra fylgiö skiptist milli þeirra en hægri menn sem töldu sigeiga O’Dyer grátt aö gjalda kusu fieiri Bellamy þótt hún biölaði ekki sérstaklega eftir fylgi þeirra. 1 sjálfri kosningunni sigraöi Bellamy svo frambjóöanda rqiúblikana auðveldlega. SO reynsla sem þegar er fengin af Carol Bellamy sem forseta borgarstjórnarinnar þykir spá góöu. Hún þykir stjórna fundum röggsamlega og taka þeim vel sem leita til henn- ar meö klögumál sin. Hún þykir ákveöin i framkomu en jafn- framt brosmild og getur jafnvel stundum minnt á Carter. Þó segist hún vera heldur feimin I Bellamy getur veriö brosmild eins og Carter eöli sinu en þaö er lika sagt um Carter. Samvinna hennar og Edwards Koch borgarstjóra hefur gengiö sæmilega en samt segist hún minna ánægö meö ástandiö í málum borgarinnar enhann. Það sé aö visu betra en þaö var fyrir tveimur til þremur árum, en erfiöir tfmar séu enn framundan vegna þess aö nauösynlegt er aö draga úr út- gjöldum sökum slæmrar fjár- hagsstööu borgarinnar. Hún segist viöurkenna aö þaö sé ekk- ert auövelt starf aö taka þátt I stjórnmálum og mæta þvi aö- kasti sem oft fylgi þvi, og þurfa svo aö keppa i prófkjöri og kosningu fjóröa hvert ár. Oft hafi hún komiö dauöþreytt heim aö kveldi eftir langan vinnudag. Þaö sé hins vegar góö sárabót þegar menn sjái einhvern árangur verka sinna. Áreiöan- lega gjaldi heimilið þess oft þegar heimilisfaöirinn gegnir argsömu stjórnmálastarfi. Þaö sé vafalifið oft erfitt aö vera eiginkona stjórnmálamanns. En þrátt fyrir þá annmarka sem fylgja stjórnmálabaráttunni megi konur ekki draga sig i hlé, heldur auka þátttöku sina i henni. Það sé jafnt flokkunum og konum sjálfum aö kenna Bellamy aö stjórna borgarstjórnarfundi. hversu fáar þeirra gegni kjörn- um trúnaðarstörfum. CAROL BELLAMY er 36 ára gömul ógift og býr meö móður sinni, sem er hjúkrunarkona. Hún segist hafa alizt upp i um- hverfi hæglátra repúblikana en enginn i fjölskyldunni hafi þó tekiöbeinanþátti stjórnmálum. Hún hafi sjálf haf t litinn áhuga á stjórnmálum á unglingsárum sinum, en þó unniö fyrir John F. Kennedy og siöar skráö sig demókrata þegar hún fékk kosningaaldur. Hún lagöi fyrst stund á sálarfræöi og félags- fræði og lauk prófi i þeim fræðum. Aöþvi loknu gekk hún i friöarsveitirnar svonefndu m.a. vegna þess aö henni var ekki ljóst þá hvaö hún ætti eiginlega aö takast á hendur. Hún dvaldi i tvö ár i afskekktum byggðum i Guatemala, þar sem hún veitti leiðsögn um ólikustu hluti eins og hænsnarækt og hjúkrunar- störf. Um skeið sá hún um út- varpsþátt sem fjallaði um mataræði og heimilisstarf. Eftir heimkomuna frá Guatemala hóf hún laganám og lauk góðu prófi i þeirri grein. A þeim árum var hún mikill andstæðingur Viet- namstriösins og var um skeiö formaður i samtökum lög- fræöinga sem beittu sér gegn þátttöku i þvi. Arið 1972 náöi hún kosningu til öldungadeildar þingsins i New York-riki og var endurkosin tvivegis. Hún gaf svo ekki kost á sér eftir aö hún ákvaö aö keppa um forseta- starfið i New York. Bellamy segist hafa fáar tóm- stundir eftir aö hún varö forseti borgarstjórnarinnar. Helzt noti hún þær til gönguferða um Brooklyn, þar sem hún býr, auk þess sem hún lesi talsvert og fariá kvikmyndasýningará siö- kvöldum. Matreiöslu segist hún hafa lagt að mestu á hilluna enda aldrei haft verulega áhuga á henni. Ef vel ætti aö vera krefjist starf hennar 24 klukku- stunda vinnu alla daga vikunnar en samt kvarti hún ekki undan þvi enda hafi hún valiö það s jálf. Þ.Þ. Erlent yfirlit Bellamy hefur reynst röggsöm sem forseti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.