Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 28

Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 8. október 1978 Sunnudagur 8. október 1978 Lögregla og slökkviliö Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkviliðib og sjúkrabifreið, simi 11100 Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliðið og sjúkra- bifreið simi 11100. Haf narfjörður: -Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51100. Bilanatilkynningar Vatnsveitubilanir sími 86577. * Símabilanir simi 05. Bilanavakt borgarstofnana. Simi: 27311 svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl.j 8, árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinr'- Ráfmagn: i Reykjavik og Kópavogi i sima 18230. 1 Hafnarfirði i sima 51336. IRtaveitubilanir: kvörtunum verður veitt móttaka -i sim_: svaraþjónustu borgarstarfs-l manna 27311. Héilsugæzla Kvöld-, nætur- og helgidaga- varsla apóteka i Reykjavik vikuna 6. okt. til 12. október er i Laugavegs Apóteki og Holts Apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt, annast eitt vörslu á sunnudögum, helgidögum, og almennum fridögum. ' Slysavarðstofan: Simi 81200,' eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnarfjörður, simi 51100. Hafnarfjörður — Garðabær:' Xætur- og helgidagagæzla: Upplýsingar á Slökkvistöð- inni, simi 51100. Læknar: Reykjavik — Kópavogur. Dagvakt: Rl. 08:00-17:00- mánud.-föstudags, ef ekki næst i heimilislækni, simi, 11510. Heimsóknartimar á Landa- kotsspitala: Mánudaga tiþ föstud. kl. 18.30 til 19.30. Laugardag og sunnudag kl. 15 tíl 16. Barnadeild alla dagafrá kl. 15 tíl 17. Félagslíf Félag einstæöra foreldra. Flóamarkaöur veröur I Fáks- heimilinu 7. og 8. okt. kl. 2. Úr- val af nýjum og notuðum fatnaði, húsgögn, búsáhöld, skótau, matvara. Ýmislegt fleira. Lukkupokar fyrir börn. Komiö og geriö góð kaup og styrkið gott málefni. F.E.F. Kvenfélag Óháða safnaöar- ins: Fjölmenniðá fundinn n.k. sunnudagkl. 3 e.h. f Kirkjubæ. Stjórnin. Kvikm y ndasýning i MtR- salnum: Laugardaginn 7. okt. verða sýndar tvær stuttar heim- ildarmyndir. Einnig veröur minnst stjórnarskrárdagsins. Fundurinn hefst kl. 15.00. — MIR. Dómkirkjan: Laugardagur, kl. 10,30 barnasamkoma i Vesturbæjarskóla viö öldu- götu. Séra Hjalti Guömunds- son. Kópavogskonur: Leikfiminámskeið byrjar mánudaginn 9. okt. I Kópa- vogsskóla. Kennt verður mánudaga kl. 19.15 og mið- vikudaga kl. 20.30. (Tónlist). Upplýsingar i sima 40729. Kvenfélag Kópavogs. Prentarakonur: Fundur verður mánudaginn 9. okt. kl. 8.30 I félagsheimilinu. Spiluð verður félagsvist. Aliar hjartanlega velkomnar. c Ferðalög Laugardagur 7. okt. kl. 08 Þórsmörk — haustlitaferö. Sjáið Þórsmörk i haustlitum. Fariö frá Umferðarmiöstöö- inni (austan megin). Nánari upplýsingar á skrifstofunni, öldugötu 3, s. 19533 og 11798. Sunnud. 8/10 KI. 10.30 Hengill. Fararstj. Konráð Kristinsson Kl. 13 Draugatjörn, Sleggja, Sleggjubeinsdalir, létt ganga með Einari Þ. Guðjohnsen. Fritt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.l. benzinsölu. Útivist kffkjanT 1 l ,1 Hafnarfjarðarkirkja: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta fellur niður vegna héraösfund- ar. Séra Gunnþór Ingason. Guösþjónustur i Reykja- vikurprófastsdæmi sunnudag- inn 8. október, 20. sunnudag eftir Trinitatis. Dómkirkjan: Kl. 11 árdegis ferming og altarisganga. Séra Þórir Stephensen. Kl. 2. ferming og altarisganga. Séra Hjalti Guðmundsson. Keflavikurprestakall — Njarðvikurprestakall: Opið hús i Kirkjulundi kl. 6 s.d. laugardag. Sunnudagaskóli i Keflavikurkirkju kl. 11 árdegis. Séra ölafur Oddur Jónsson. Selfosskirkja: Messa kl. 2. ‘ Sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur. Filadelfiukirkjan: Safnaðar- guðsþjónusta kl. 14. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Einar J. Gisla- son. Fjölbreyttur söngur, kær- leiksfórn til kristniboðsins i Afriku. Árbæjarprestakall: Barna samkoma kl. 10.30 árd. Guös- þjónusta kl. 2 e.h. i safnaöar- heimili Arbæjarsóknar. Séra Guðmundur Þorsteinsson. Asprestakall: Fermingar- guðsþjónusta I Laugarnes- kirkju kl. 2 siðd. Séra Grímur Grimsson. Breiðholtsprestakall: Fermingarmessa i Bústaða- kirkju kl. 2 e.h. Altarisganga. Barnasamkomur: I öldusels- skóla laugardag kl. 10.30 árd. og i Breiöholtsskóla sunnudag kl. 11 árd. Séra Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja: Fermingar- messa kl. 10.30. Barnasam- koma i Bústöðum kl. 11 (Ottó A. Michelsen og Gu?mundur Hansson.) Fundur i Æskulýðs- félagi Bústaðasóknar sunnu- dagskvöld. Altarisganga þriöjudagskvöld kl. 8.30 Séra Ólafur Skúlason, dómpró- fastur. Digranesprestakall: Barna- samkoma i safnaðarheimilinu við Bjarnhólastig kl. 11. Guðs- þjónusta i Kópavogskirkju kl. 2. Ferming — altarisganga. Séra Þorbergur Kristjánsson. Fclla- og Hólapr es ta kall: Laugardagur: Barnasam- koma I Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnudagur: Barnasam- koma i Fellaskóla kl. 11 árd. Guösþjónusta I safnaöarheim- ilinu að Keilufelli 1 kl. 2 siðd. Séra Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ferming og altaris- ganga. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. Háteigskirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Séra Arn- grimur Jónsson. Guös- þjónusta kl. 2. Ferming. Prestarnir. Hallgrimskirkja: Messa kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Fjölskyldumessa kl. 2. Séra Karl Sigurbjörns- son. Lesmessa n.k. þriöjudag kl. 10.30. Beðiö fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárus- son. Landspitalinn: Messa kl. 10. Séra Karl Sigurbjörnsson. Langholtsprestakall: Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Séra Arelius Nielsson. Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. Séra Sig. Haukur Guð- jónssonl Laugarneskirkja: Barnaguös- þjónustakl. 11. Messan kl. 2 er i umsjá séra Grims Grims- sonar. Sóknarprestur. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 11 árd. i umsjá Séra Gisla Jónassonar, skólaprests. Fermingarmessa kl. 2 e.h. Fermd verða þessi börn: Guðný Sigurþórsdóttir, Meistaravöllum 29, Hjördis Magnea Guömundsdóttir, Grandavegi 4, Jórunn Páls- dóttir, Fossagötu 8, Þórunn Asdis óskarsdóttir, Nesvegi 70. Æskulýðsstarf Neskirkju: Vetrarstarfiö hefst n.k. mánu- dag 9. okt. Opið hús frá kl. 19.30. Sóknarprestarnir. krossgáta dagsins 2876. Lárétt 1) Muldrar 6) Bors 8) Hlutir 9) Verkur 10) Gyðja 11) Grjóthliö 12) Glöö 13) Dýrs 15) Is Lóðrétt 2) Aldar 3) Eins 4) Frum- byggjar 5) Tindur 7) Rófa 14) Bókstafur L U'L ■_ Ráðning á gátu No. 2875 Lárétt 1) Kanna 6) Fræ 8) Mas 9) Róm 10) Aki 11) Rok 12) Nón 13) Agg 15) Argur Lóðrétt 2) Afsakar 3) Nr. 4) Næringu 5) Smári 7) Smána 14) GG leit/SU °° a°gwy *»*" mér hendina, sem ég var ekki neitt sérlega hrifinn af að taka i, ,,en nú leyfið þér mér máske að verða yður samferða ofurlitinn spöl. — Gjöriö þér svo vel, en ég er i önnum, svo þaö er best að þér komiö strax fram með það, er yöur liggur á hjarta. — Þér eruð i þann veginn að leggja af stað til Suður-Ameriku, sagði hann umsvifalaust. — Svo—o, hvaðan hafiö þér þaö? — Ég get ekki séð að það komi málinu við, rödd hans var hörð og köld, — þér fariö i þessa ferð til þess að leita að Godfrey Blake og ungfrú Blake verður með I förinni, er ekki svo? — — Þaö Htur út fyrir aö þér vitiö vel um allt þetta. Til hvers eruð þér að spyrja? — Til þess aö fá þetta staðfest af yðar eigin munni. — Ég ætla mér alls ekki að gefa yður neinar upplýsingar. Ef þér viljiö fá eitthvað að vita, þá skuluö þér snúa yöur tii herra Vargenal, mála- færslumanns ungfrú Blake. Þér hafiö áöur heimsótt hann og þá misnotað nafn mitt á mjög óviðeigandi hátt. — Þér eruð ekki sérlega skrafhreifinn i dag, herra Brudenell, sagði hann háðslega. — Ég get ekki skilið hvað þaö kemur yöur við, þótt öli Blakefjölskyld- an, — þar meö talinn vinur yðar, Morgrave höfuðsmaður, — færi til Kamtsjaka eða Honolulu. — Fyrirgefiö, herra Brudenell, þér vitiö vel, að mér er mjög umhug- að um að finna minn ógæfusama vin og þá er mjög eðlilegt að ég hafi áhuga á öllu er snertir fjölskyldu hans. En ég er hræddur um að þér beriðekki fuilt traust til min. Eða skjátlast mér I þvi? — Ég vil engar flækjuspurningar hafa. Annars skal ég segja yöur það, að ég ber ekki „fullt traust til yðar” eins og þér oröiö það. Ég stóð þennan ógeðslega þjón yðar að þvi, að vera á njósnum fyrir yöur I Bur- well garöinum og sama kvöldið var hann svo ósvlfinn að veita mér eftirför. A meðan þið látið annað eins viðgangast og þetta, getið þér ekki búist við að mæta öðru en tortryggni. Hann varð raunalegur á svipinn. — Ég sé það nú, að þér hafiö sömu andstyggö á mér og veslings félaga minum. En þér getið þó tæplega álitið, aö hann veiti yöur eftirför samkvæmt minum fyrirmælum, hann er fremur vitgrannur vesalingur, og hann varð svo ástfanginn I ungfrú Blake, er hann sá hana I fyrsta sinn, að hann' fylgir henni eftir siðan eins og tryggur hundur. En fyrst þér ekki viljiö hjálpa mér neitt skal ég ekki tefja yöur lengur. En leyfiö mér aö segja yöur eitt, áður en viö skiljum að fullu og öllu. Ég vona og óska þess einlæglega, að það komi ekki fyrir yður að mæta annari eins óvild og ég hefi mætt, ef svo skyldi bera til, aö þér þyrftuð aö leita að týndum vini yöar. Ég vissi ekki hvernig ég átti að svara þessu og áður en ég hafði komið mér fyrir með svarið var hann horfinn. Ég var lengi á eftir órólegur með sjálfum mér yfir þvl, að ef til vill hafði ég gert manninum órétt. Skeð gat, að framkoma hans væri öll I besta tilgangi, en allt benti til að svo væri ekki og ég hafði ekki gert annað en það, sem ég gat staöiö við á allan hátt. Um kvöldiö fór ég með siðustu járnbrautarlestinni til Southampton og er ég vaknaði morguninn eftir fannst mér sem nýr þáttur lffs mins væriaðbyrja. Okkur ferðafélögunum hafði komið saman um, að verða ekki samferða frá Lundúnum, við vorum hrædd um að óvinir okkar — en það skoöuöum við Mulhausen og félaga hans vera — kæmust á snoð- ir um feröalag okkár. Ég var búinn að blða lengi á járnbrautarstöðinni, þegar stúlkurnar komu, og þegar ungfrú Blake rétti mér hönd sina, blóðrjóð út undir eyru, þá þrýsti ég höndina með svo miklum ákafa, að ungfrúnni hlýtur að hafa þótt nóg um. Viö ókum strax tii gistihússins, sem ég bjó á: þar beið okkar morgun- verður. Þetta var I fyrsta sinn, sem ungfrú Blake var gestur minn og ég hafði reynt að útbúa matborðiö á sem allra bestan hátt. Þegar við vor- um rétt sest að boröinu kom Vargenal, og er við höfðum lokið málttð- inni ókum við niður að höfninni og stigum á skip það, er átti að flytja okkur þessa löngu ferð. Okkur var vlsað til klefa okkar, var sá, er ungfrúrnar skyldu hafa saman, I miðju skipi, en sameiginlegur klefi okkar Vargenals var I afturenda skipsins. Brátt voru skipsfestar leyst- ar og við sigldum af stað. — Það Htur út fyrir að okkur hafi heppnast að losna við Mulhausen, sagði ég — Ég verð að játa, að ég var hræddur við að honum mundi skjóta upp á siðustu stundu. En hann er ekki meb skipinu. Llklega held- DENNI DÆMALAUSI sm/miM ,,Ég get ekki beðiö til klukkan sjö... ég er að deyja úr hungri”. „Já nú er ég svo aldeilis hlessa... það heppnaöist”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.