Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 29

Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 29
Sunnudagur 8. október 1978 illliil.'.ll 29 II ® „Einhvers þarf „Sjömeistarasagan” við” sem áöur mjög mikill bókaáhugi hér á landinu. — Nú hefur þú nýiega haft á oröi hve oröafátækt sé áberandi i skrifum blaöanna. — Já, oröafátækt. Ég man ekki hvort ég hef veriö aö bera hana sérstaklega fyrir brjósti, oröafá- tæktina. En þaö hefur oröiö ein- hver breyting á tungunni, svont hjá almenningi á þeim árum, seir liöin eru frá þvi þessi mikla vél væöing komst hér inn og vimu meö höndunum'til sjós og landí hefur minnkað og kannski horfiö. Það sem menn tala um þaö fær ekki neina hjálp frá vinni eöa vinnuhugtökum. Mikiö ai þessu sem notaö er i vélvæðing unni eru hálf útlend orö og mikif af hámenntuöu og finu alþýöu máli er aö gleymast og menn hafa þaö ekki eins á valdi sinu og áöur Þegar sumir ungir rithöfundar eru að nota þaö þá gera þeir þaö skakkt, þvi sá raunveruleiki er horfinn sem er á bak viö þetta mál i vinnubrögöunum og dag- legu lifi þjóöarinnar. — Enn hefur þú sagt nýlega at hér gæti danskra áhrifa meir i daglegu máli en enskra? — Já, dönsku áhrifin eru ein- kennilega sterk hjá vissri tegund blaöamanna og kannski hjá fólki sem ekki er aö vanda mál sitt en les eitthvaö af danskri af- þreyingarpressu. Þaö er vist hvergi i Danaveldi eins mikiö keypt i einni borg af dönskum vikublööum og hér i Reykjavik. Við erum vist langt á undan Kaupmannahöfn og þaö koma einhverjar hrúgur af þessu og all- ir viröast lesa þetta. Ég hugsa aö ungir blaöamenn hugsi ekki eins mikiö um málvöndun og blaöa- menn geröu áöur. Maöur sér þetta ef maöur ber saman texta i blööum og fer svona tuttugu þrjá- tiu ár aftur i timann. Ég tala ekki um svona á milli nitján hundruö og tuttugu og þrjátiu, þá kemur aldrei fyrir dönskusletta i blaöi þvi menn þoröu þaö ekki. Þá var baráttan gegn dönskuslettunum búin aö ganga hér i marga mannsaldra. Og ef menn slettu dönsku þá var ort um þá grin- kvæöi og fariö meö þaö uppá senu og þessir veslings blaðamenn sem veriö höföu ári of lengi 1 Dan- mörku, eöa kannski ári of stutt I Danmörku, — ja, ef þeim varö þetta á! Þaö var paróderaö og gert grin og spé aö þeim um allt landið. Einhver blaðamáöur sem haföi veriö of stutt i Danmörku sagöi sögu um konu sem gekk á „krukkum,” — „krukka” er hækj á dönsku. Þetta varö hneyksli og skandal um allt landið og var fært upp i leikritum. Þaö voru hvergi sungin kvæöi sama hvar maöur fór, aö ekki væri sungiö kvæöið „Tóta litla tindilfætt”. Svona bara ein dönskusletta og landiö varð allt vitlaust af hlátri. — Nú er áberandi hve rithöf- undar þinnar kynslóöar og höf- undar úr næstu kynslóöum á und- an þér virðast hafa veriö afkasta- meiri f ritstörfum en almennt er nú, þótt afköst þurfi ekki aö skipta öllu máli. Er skýringin sú aö menn hafi haft betra næöi, eöa er orsökin önnur? — Já menn sátu lengur aö vinn- unni. Þaö var færra sem truflaði færra sem kallaöi á. Gunnar Gunnarsson hefur skilaö ákaflega mikilli eftirtekju, feikilega mikiö sem eftir hann liggur. Feikilega stórar bækur, margar, margar blaösiöur og þéttprentaöar og mikil vinna aö lesa þær. Ég veit ekki bara hvort höfundarnir hafa tima til aö skrifa þessar löngu bækur lengur, lesendurnir hafa heldur ekki tima til aö lesa þær. Góö bók fyrir lesanda er bók sem hann getur lesiö á einni kvöld- stund, ef hann er spenntur fyrir henni og vakir tveimur timum lengur en venjulega. En þessar vobalega stóru bækur og þétt- prentuðu upp á fjögur hundruö siöur, þaö er óvinnandi verk að standa i að lesa þaö. Nú eru lika orönar svo margar skemmtanir aörar, þegar fólk situr viö sjón- varp meiri hlutann úr kvöldinu, þá fer timi sem var áöur notaöur af mörgum til lesturs. Rithöfundarnir veröa núna aö keppa viö vissa fjölmiöla og þaö er dálitiö athyglisverbur leikur, þvi fjölmiölarnir hafa svo mörg vopn i höndunum, sem viö höfum ekkiiviö höfum bara pennann og svo bókina ef viö fáum nokkurn forleggjara til aö gefa þetta út. Viö höfum alveg nóg meö aö fylgjast meö þessum ósköpum, sem dynja yfir okkur úr fjöl- miölunum og augu og eyru full og ekkert afgangs energi til aö lesa neinar bækur. Maöur má ekki vera langoröur, má ekki skrifa neinar lýsingar, þvi til dæmis sjónvarpið gefur lýsingu á staö, veöri, birtu, öllu mögulegu, bara á tveimur sekúndum, sem okkur tekur ákaflega langan tima aö skýra I orðum gefa nákvæma mynd af einhverju sem viö sjá- um. — Halldór, nú er veriö aö kvik- mynda þin verk, — nýlokiö gerö sjónvarpsmyndar eftir Silfur- tunglinu og veriö aö kvikmynda Paradisarheimt — Hvernig miöar meö Paradisarheimt? Já, Paradisarheimt. Þaö þarf ákaflega mikinn undirbúning til að taka svona stóra mynd og sá undirbúningur er þegar kominn 1 gang og þaö er veriö aö vinna sitt i hverri áttinni, undirbúa þetta og undirbúa hitt og svo framvegis. Nú er búið aö ganga frá handriti og sýningarbók og þaö er fólk aö vinna að þessu og þeir menn sem eru ábyrgir fyrir verkinu. Þeir hafa veriö hér heima aftur og aft- ur og við erum alltaf i sambandi viö þá en þetta er starf, sem ekki er nú beint rithöfundarstarf. — Nú hefur þú alla tiö fylgst meö hvaö er aö gerast á tslandi i fleiri greinum iista en i bók- menntum. Hvar þykir þér blóm- legast um aö litast um þessar mundir? — Já, þetta er mjög góö spurning ef maöur bara gæti svaraö henni. En sannleikurinn er sá aö ég hef ekki haft tima til aö sinna þessu. Til dæmis málaralist á seinni árum. Ef maður gæti svaraö þessu til fulln- ustu, þá væri þaö afskaplega mik- ið verk. Það kemur stundum fyrir vikum saman að viö fáum hér fimm boðsbréf á viku aö koma að sjá málverk. Maður hefur bara alls ekki tima til aö ganga á eftir þessu öllu, þvi þaö er stúdium. Fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga' á málverkalist, þá er skiljanlegt aö þeir fari á allar þessar sýningar. En fyrir þá sem eru aö hugsa um annab og vinna aö ööru, þeir geta ekki fariö aö sjá málverkasýningar fimm sinnum I viku. — Hvaö um yngri rithöfunda nú á tslandi? — Ja, ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til aö tala um þá þvi ég hef nú ekki svo bókmennta- fræöilega afstööu til rithöfunda aö ég hygg svo ég geti hælt mér af aö hafa stúderað þá. Ég les svona ef mér kemur bók upp I hendur eöa ef ég hef hugmynd um aö þaö sé eitthvað athyglisvert i bók, þá reyni ég aö ná I hana. Þaö eru fjöldamargir ungir rithöfundar, sem eru aö brjóta sér braut og þaö er kannski ekki timi til kom- inn aö fara aö kveöa upp einhvern dóm yfir þeim endanlega. Nú hafa miklar breytingar átt sér stað I þjóðfélaginu á þfnum rithöfundarferli. Hvernig horfir timabil „Rauöra penna” viö þér nú? Hvaöa forsendur hafa helst breytst? — Forsendurnar hafa alveg breytst og ég held aö þær séu alls ekki uppi lengur, þessi sterka og viötæka agitasjón, sem var fyrir þjóöfélagsbyltingu upp úr 1930 til fjörutiu og upp úr striöinu. Þetta er allt horfiö.allt horfiö. Ég þekki ekki neina menn núna sem taka þá afstööu gilda. Þeir eru kannski til og stundum veröur maöur var viö svona greinarstúfa og svona parta úr ritgerðum, sem benda til þessa timabils, sem var eftir rússnesku byltinguna og var ákaflega sterkt kveöiö til hljóös fyrir. Sumt af þessu eru mjög fræðilegir menn og stúdera vis- indalegan marxisma og eru aug- sjáanlega hámenntaöir menn. En þessi almenni áhugi fyrir þjóö- félagsbyltingu sem var hér i kreppunni og upp úr kreppunni — maöur veröur aö leita alveg i vissum hópum, til þess aö finna hann. Sú breyting er á oröin aö þaö hefur svo mikiö gerst i nútima- sögu, alls konar ógurlegar upp- götvanir, sem hafa veriö geröar og hafa kastað okkur inn I timabil sem aldrei hefur verib upplifaö áður. Þessi ógurlega iönvæöing, sem til hefur komið eftir striöiö, breytir öllum hugsunarhætti manna, fólksins, frá þvi sem var á þessum tima, — breytir hag- kerfinu lika. — Nú vill svo til að þaö gerist i dag aöNóbeisverölaunin eru veitt ameriskum Gyöingi, Isaac Bashevis Singer? — Singer, já. Ég er ókunnugur, — hef ekki lesið bækur eftir hann. Ég held aö þaö sé ágætt aö þeir finni svona menn, þeir hafa ekki annaö aö gera i Stokkhólmi, en leita aö einhverjum mönnum, en einu sinni fundu þeir mig, og þá sagði allur heimurinn náttúru- lega: „Hvaöa andskotans maöur er þetta?” Og þetta segir maður enn. Ég vona bara aö þeim þarna hjá akademiunni takist aö hafa heppnina meö sér áfram. — Nú skiist mér aö sá réttur sé i höndum þeirra sem fengiö hafa Nóbelsveröiaun aö gera tillögur um rithöfunda tii veröiauna. Hefur þú fært þér þann rétt f nyt? — Ég hef aldrei komiö nálægt þessari Nóbelsnefnd eða sjóði aldrei komiö nálægt þessu, siöan ég var þar hér um áriö. — Og aö lokum: Er of djarft aö spyrja hvort búiö sé aö gefa nýju bókinni nafn? — Já, það er um nokkur nöfn aö velja og ég veit ekki hvert þeirra forlaginu list best á. Bókin kemur út eftir tiu daga og ég hef hana hérna i próförkum og ég hef stungiö upp á viö forleggjarann aöhún veröi kölluö „Sjömeistara- sagan” Það er vegna þjóösögu um kall, sem var, eins og sumir sveitakallar hafa veriö fram á þennan dag, — þeir eru alltaf aö skrifa bækur. Þeir voru ekki allir miklir stórhöföingjar jafnvel smá kotungar. Og þaö var maöur sem var aö skrifa bók um sjö meist- ara, „Sjömeistarasöguna.” Það haföi veriö óþurrkatiö hjá honum og mikiö hey lá undir skemmd- um. En allt i einu kemur glaövær og fagur dagur og þurrkur og allir fara i aö þurrka heyið og byrja aö taka saman. Svo þegar nokkuö er liöiö á daginn þá hleypur kallinn inn úr flekknum og segir: „Ein- hvers þarf „Sjömeistarasagan” viö,” og heldur áfram aö skrifa sina „Sjömeistarasögu.” Þetta er saga sem faöir minn sagöi mér og ég hef heyrt hana viöa þótt hún hljóti enn aö vera einhvers staðar til. — Hyggur þú á framhald þess- ara bóka um æskuár þin? — Ja, þegar maöur er nú ekki búinn aö setja lokapunktinn viö eina bók, þá hefur maður nóg aö gera viö aö hugsa um þaö og svo er ekkert sem rekur á eftir. Ef manni list svo þá getur maöur farið út i bók en ekki venjulega svona alveg i halarófu, hverja bókina á eftir annarri. Þaö eru til menn sem gera þaö en þeir eru þá venjulega klepptækir, — glæpa- höfundar. En viö sem eigum aö hanga I þvi aö vera bókmennta- legir, viö förum svo rólega. Hér þökkum viö blaöamaðurinn og ljósmyndarinn Halldóri Lax- ness fyrir alúölegar viðtökur og þolinmæði gagnvart okkur og þvi sundurleita efni sem okkur datt i hug aö spyrja hann um. Við fór- um I þessa heimsókn sl. fimmtu- dag og þegar við kvöddum undir kvöld var fagurt um aö litast af hlaöinu á Gljúfrasteini I logni og glampandi haustsól. o Menn og málefni aöeins vangaveltur um þá möguleika og þá valkosti sem ættu aö geta komiö til álita viö endurskoðun stjórnarskrárinn- ar. A þessu stigi er ekki ástæöa til þess aö mæla meö einu frem- ur en öðru, en timabært er þó að menn fari fyrir alvöru aö velta þessum málefnum fyrir sér. Loks er ástæöa til þess aö menn hugleiöi hvortskynsamlegt væri ef til vill að boða til sérstaks þjóöfundar um þetta efni, eink- um ef áhugi er á þvi aö um veru- legar breytingarveröi aö ræöa á stjórnkerfi lýðveldisins. Frá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna Hinn 1. janúar 1979 munu taka gildi nýjar reglur um ákvörðun iðgjalda, er sjóðfélagar i Lifeyrissjóði starfsmanna rikisins, Lifeyrissjóði barnakennara og Lifeyrissjóði hjúkrunarkvenna greiða vegna réttindakaupa i nefndum sjóðum fyrir starfstima, sem iðgjöld hafa ekki verið greidd fyrir áður, en fullnægja skil- yrðum um réttindakaup i sjóðunum. Iðgjöld verða ákvörðuð þannig: a. Þegar um er að ræða starfstíma fyrir 1. janúar 1970, reiknast iðgjöld eins og sjóð- félagi hefði allan timann haft sömu laun og hann hefur, þegar réttindakaup eru gerð og greidd. Ekki reiknast vextir á iðgjöldin. b. Fyrir starfstima frá 1. janúar 1970 og siðar, reiknast iðgjöld af launum sjóðfélaga eins og þau hafa verið á hverj- um tima á þvi timabili, sem réttindakaup- in varða. Á iðgjöld reiknast vextir til greiðsludags. Reykjavik 03. október 1978 Lifeyrissjóður starfsmanna ríkisins Lifeyrissjóður barnakennara Lifeyrissjóður hjúkrunarkvenna TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS J i\«UUrKtuL , *■ ^ ÍTALSKA og SPÆNSKA f. BYRJENDUR hefst mánud. 9. og þriðjud. 10. okt. F. þá sém vilja eiga kvöldin fri kl. 18 spænska mánud. italska þriðjud. F. þá sem vilja koma á kvöldin kl. 21 spánska mánud. italska miðvikud. Námsgjald greiðist við mætingu i stofu 14 Miðbæjarskólanum. Amma min Guðný Guðnadóttir, Hrefnugötu 4 veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 10. október kl. 3. Sigrún Guönadóttir. Maöurinn minn, faðir, stjúpfaöir okkar og sonur minn Þorsteinn Eiriksson yfirkennari, Langholtsvegi 116B veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 11. október kl. 1.30. Solveig Hjörvar Jóhann Þorsteinsson, Helgi, Rósa og Guörún Haraldsbörn, Eirikur Þorsteinsson. Konan min og móöir okkar Guðmundina Arndis Guðmundsdóttir frá Drangsnesi, Vallargötu 8 Sandgeröi veröur jarösett mánudaginn 9. okt. kl. 1.30 frá Fossvogs- kirkju. Andrés Magnússon og börn. Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröaför Jóninu B. óladóttir frá Þórbrandsstööum Aöstandendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.