Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. október 1978 5 LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR NORRÆNA-HÚSIÐ ARMAND MIEHE ,/Þekktasti sirkus- trúðleikari o g látbragðsleikari á Norðurlöndum" önnur hlutverk: Eda Micheisen/ leikkona Mats Söderquist/ Peter Furuskov og Max Miehe Hlátur i landi alvörunnar Sambúð hlátursins og menn- ingarinnar hefur ávallt verið dálitið stirð á Islandi. Ef hlegið er i leikhúsi, byrja menn óðara að efast um hið listræna gildi, og sannir menningarfrömuðir verjast hlátrinum i lengstu lög. Boðskapur trúða og ærslabelgja nær þvi illa fram i sal, og hlát- urinn er aldrei leiddur til önd- vegis á prenti. Islendingar eru fyrir bragðið döpur þjóö, sem telur það ekki viðeigandi aö skemmta sér vel, jafnvel þótt það sé i boði, það gæti vitnað um tregar gáfur og takmarkað vit á stjórnmálum heimsins og bók- menntum. Lifið er fyrst og fremst sorg og alvara. Þetta veldur þvi liklega að við höfum ekki enn eignast trúða á leiksviði. Menn verða að sigla til þess að sjá menn sprauta vatni á sviði, sigla til þess að sjá menn fá rjómatertu i andlitið, eða með öðrum að sigla til þess að sjá trúða (clowns), sem með kátbroslegri framkomu sinni á sviði koma fólki til þess að rifna af hlátri. Við eigum meira að segja varla orð yfir þessa atvinnu- grein, þvi menningarsjóður seg- ir okkur að trúöur sé maður sem leikur fifl, t.d. við hirð konunga. — og þá fer nú að verða dálitill vandi að skilgreina stéttina, en nóg um það. Erlendis þykja trúðar sjáif- sagðir annars staðar en i kon- ungshöllinni. Þeir eru burðarás sirkusanna og þeir koma fram á kabarettsýningum stórborg- anna, og alls staðar vekja þeir kátinu, a.m.k. hjá fólkisem ekki ermeð Hfsgátuna alla inni á sér eins og steinbarn. Og sé betur aö gáð er oft dýpri eða innri merk- ing i leikjum trúðanna, þvi i upphafi skopuðust þeir einkum að áhorfendunum frammi i sal, þvi það voru Forn-Grikkir sem fundu þessa kalla upp á likum tima og lýðveldið, enda er oft á litill munur. Siðan hefur þessi listgrein borist viöa, og fróðir menn telja að nútimatrúðurinn sé einkum og sér i lagi verk italskra höf- unda á 16. öld. Þá var söguþráð- urinn (plot) ritaður, en samtöl eða orðaði textinn var búinn til, eða „improviseraður” jafnóð- um, likt og gert er i leiksmiðjum nútimans, nema að þetta var oft upphugsað á sviðinu sjálfu i miðjum ærslunum. Leikararnir eöa trúðarnir, voru með grimur eða fast gervi. Þetta telja fræöimenn undir- stöðu ærslaleikja siðari tima. Þar nefna menn Moliére og ensku comediuna og ótal margt fleira, þannig að söguleg hefö trúðleikja er jafnlöng leiklist- inni sjálfri. Hingað til lands er kominn frægur trúður frá Danmörku, Armand Miehe. Hann hefur ver- ið i Grænlandi og fer héðan til Færeyja, en hingað kemur hann i boði Norræna-hússins og Leikfélags Reykjavikur. Armand Miehe og ætt hans er talinn hafa viðhaldið aldagam- alli, italskri 16. aldar leikhúshefð, sem getiö var hér um að framan — Comedia dell’arte sem er undirstaða lát- bragðsleiklistar nútimans. Miehe er alinn upp við þessa listgrein, sem forfeður hans hafa stundað mann fram af manni til þessa dags. Með honum koma fram kona hans, Eda Michelsen, leikkona, og hljómlistarmennirnir Mats Söderquist og Peter Furuskov, en auk þess sonur Armand Miehe og Edu Michelsen, og þau hafa hér á landi tvær sýningar eða þrjár. Þau hjón munu einnig halda námskeið, eða kynna trúðlist og látbragðsleik við Leiklistar- skóla rikisins. Sýning Mieheflokksins tekur rúmlega klukkustund, sem er langur þáttur fyrir þetta efni, en sirkusatriði eru yfirleitt styttri — og miðuð við það. Atriðin eru þá andstæða við lifsháskann sem sveiflar sér i rólum hátt yfir hringsviðinu, andstæða við dansandi hesta, eldgleypa og filahjarðir, en öll þessi atriði eru táknmál sirkussins, hins ævintýralega heims sem rúm- ast i tjaldinu og i hinum ótelj- andi vögnum fyrir utan. Menn vita að hverju þeir ganga, og þvi hlýtur það að vera dálitið erfitt fyrir trúöana að koma og horfa yfir kirkjubekki islensku leikhúsanna, þar sem menn stynja af lifsleiða og sárs- auka hversdagslifsins. En Armand Miehe skjátlaöist hvergi. Hann þurfti aðeins að sýna sig, þá byrjuöu börnin aö hlæja og svo komu þeir lullorönu á eftir, alveg eins og i nýju fötunum keisarans, og við áttum skemmtilega, innilega kvöldstund með hinum dönsku sirkusmönnum. Látbragðsleikur Armand Miehe er mjög sérstæður. Hann yfirdrifur minna en margir starfsbræður hans, sem ég hefi séð, og hann varöveitir sérstæð- an stil að hverju sem hann gengur. En fyrst og fremst er hann i nánu sambandi við áhorf- endur — veit hvað klukkan slær. Auðvitaö ristir þetta ekki djúpt, en það mannlega skin þó ávallt i gegn, og við þekkjum okkur sjálf i fjölbreytilegum myndum. Armand Miehe er auðvitað aðalpersóna, en Eda Michelsen hýr einnig yfir miklum hæfileik- um, einkum þar sem hún hefur ekki hið „sympatiska” gervi trúðsins til þess að skýla sér bak við, og hljóðfæraleikurinn, sem tók þátt i leiknum náði góðum árangri, án þess að reyna nokk- Framhald á bls. 35 leiklist ÆCORD1979 Þeir sem hafa lagt inn pant- anir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við umboðið Nokkrum bílum óráðstafað bifreiðar árgerð 1979 eru komnar til landsins Aðeins kr. 3.384 þús. á götuna CIVK1979 á íslandi Suðurlandsbraut 20, sími 38772, Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.