Tíminn - 08.10.1978, Blaðsíða 18
..Við erum
bæði haldin
si ijmu i golf-
á stríði unni”
— segja hjónin Krístín Pálsdóttir
hjúkrunarkennari og
Sveinbjörn Björnsson prentarí
A friðsælum stað í Hafnarfirði
norðan lækjar, nánar tiltckið að
Sunnuvegi 5, búa hjónin Kristin
Pálsdóttir hjúkrunarkennari við
H . í. og Sveinbjörn Björnsson
prentari. Staðurinn er svo frið-
sæll, aö erfitt er fyrir ókunnuga
að finna hann og máttum við
lengi aka og mikiö spyrja áður
en þaö tókst. „Þetta er hálfgerð
felugata”, sagöi Krstln, þegar
hún tók á móti okkur og sam-
sinntihún þvi, að götumerking-
um i gamla bænum hlyti að vera
ábótavant. ,,En hér er gott að
búa. Húsin standa I dæld og þótt
há vaðarok sé i miðbænum verð-
um við ekki vör viö það”.
Kristtn er margfaldur Is-
landsmeistari i golfi, og er maö-
ur hennar haldinn sömu golf-
ástriðunni. Við spurðum hana,
hvenær hún fyndi sér tima til
æfinga. ,,Ég hef nú reyndar
aldrei æft eins litið og i vor. Ég
var f prófum langt fram á
surnar 1 Kennaraháskólanum,
og nú tekur Hjúkrunarskólinn
við, en ég finn mér tíma fyrir
þvl. Golfiö er mjög sérstæö
iþrótt og góð aö þvi leyti, aö
maöur velursérekki aðeins sól-
skinsdaga til æfinga, heldur
skreppur maður lika þótt rok sé
og rigning”.
„Maðurinn minn byrjaði að
leika golf af alvöru árið 1972 og
þá geröist ég kylfusveinn hans.
Égheillaðist straxaf félagsand-
anum, sem rikti meöal kylfing-
anna og þegar Sveinbjörn kom
einn daginn með hálft golfsett
handa mér, hafði ég enga afsök-
un lengur. Leiðin lá upp á „geð-
deild” eða æfingabraut og um
voriö 1973 var ég komin með
brennandi áhuga, tók þátt i
mlnu fyrsta landsmótí og vann
Islandsmeistaratitilinn næstu
þrjú árin. Eftir það fór ég nið-
ur í meistaraflokk og var þar
næstu tvö árin. Nú þykist ég
aftur vera f sókn og er alls ekki
Kristin, Sigrún og Sveinbjörn I fuilum skrúða — eða svo gott sem. Þau
hjón eru sammála um, aö á golfveilinum gieymist daglegt amstur. „Og
að stunda einhverja Iþrótt meö börnunum sfnum eykur fjölskyldu-
tengsl”. Sigrún hefur nú þegar eignast hálft golfsett.
búin að gefast upp, en ég varð
númer fjögur i ár”.
Sveinbjörn maöur Kristínar
birtist igættinni og spurðum við
hann i vinsemd, hvort hann væri
eins góður i golfi og eiginkonan.
Hann brosti við, og sagði, að
kvenfólk væri engin viðmiðun i
golfi. Þar meö var máliö af-
greitt. Sveinbjörnspilar i fyrsta
flokki og var númer tvö þar i ár.
Hann hefur siö i forgjöf, hún 10.
Kristin áréttaði þetta með
kvenfólkið og sagði, aö erlendis
gæfu konur karlmönnum ekkert
eftir, þar sem hún hefði séð tíl á
alþjóðamótum, og miklar vonir
bæru bundnar viö þær, sem
byrjuöu ungar. Nefndi hún sem
dæmi Jóhönnu Ingvarsdóttur
núverandi íslandsmeistara og
Sólveigu Þorsteinsdóttur, sem
báðar eru ungar.
„Merkilegt að hafa leikið handbolta i 10 ár, án þess að vinna nokkurn
tima til verðlauna”, sagði Sveinbjörn, þegar myndinni var smelit, en
hún sýnir hluta af golfverðlaunum þeirra hjóna. Kristin á sælii minn-
ingar úr handboltanum, þvi að FH-ingar urðu tsiandsmeistarar á
meöan hún spilaði meö þeim.
,,Ég mæli með golfi, h var sem
ég fer og einnig viö nemendur
mlna. Ég kenni nú einu sinni
handlæknishjúkrun og kem þar
af leiðandi mikiö inn á endur-
hæfingu. í golfi gengur maður
mikið og mýkir upp alla vöðva i
kroppnum. Nú ekki á maður von
á þvi að slasast I golfi og þetta
er aö veröa ein ódýrasta iþrótt-
greinin. Maður getur átt
kylfurnar fram I hið óendanlega
og árgjaldið býöur upp á æfing-
ar hvenær dagsins sem er.”
„Það er alltaf verið að tala
um ellina sem ömurlegan tima,
en ég held, aö hún sé frábær,
eigi maður aögang að þessu
sportí. Það er hægt að dunda
endalaustúti á golfvelli...” „Tíu
mánuði ársins hér á Hvaleyr-
inni”, skaut Sveinbjörn inn í.
„Og fyrst Kristiner aö tala um
ellina, þá detta mér i hug gömlu
hjónin, sem við kynntumst úti i
Skotlandi, bæöi komin fast að
nlræöu, en svona lika fær með
kylfuna! Þau spiluðu eins og
unglömb og sögðust alltaf fara
4-6 holur a hverjum degi. Þetta
er mjög uppörvandi stað-
reynd”.
Kristin með börnum slnum, Páli Arnari og Sigrúnu. Hún hefur aldrei látið barneignir aftra sér frá þvi
að gera hlutina og keppti eitt sinn, þegar hún var komin fimm og háifan mánub á leiö. „Keppnisandinn
lifir I mér frá þvi i handboltanum”
Ein spurning enn kom fram á
varirnar: „Hafið þið farið holu i
höggi?” Krstin var fyrri til
svars og greinilegt að hún áttí
vinninginn. „Já, þaö skeði úti á
Nesvelli árið 1976, þá fékk ég
holu I höggi — fyrir tilviljun”.
„Já, ég jafnaöi við konuna i
sumar”.
Sunnudagur 8. október 1978
Sunnudagur 8. október 1978
19
SAMBANDIÐ BYGGINGAVQRUR
SUDURLANDSBRAUT 32- EINNIG INNAKSTUR FRÁ ARMÚLA29
BBBBIHalaíalaBBBlalgBtaliHEiIaBíalaBlaBfgBÉEBÍg
— segir Sigríður Candi listamaður
Viö fengum að birta þessa nýlegu fjölskyldumynd, af Sigrföi og Atla Manlio Candi ásamt börnunum
Marinu 18 ára og Indro 14 ára. Manlio talar isiensku reiprennandi.
„Já, það hefur verið svipuð að-
sókn á mina sýningu og verður á
þessum stöðum almennt. Það er
nú aldrei neinn gifurlegur fjöldi,
sem kemur”, sagði Sigriöur
ólafsdóttir Candi, þegar við
heimsóttum hana á heimiii henn-
ar að Keiiufelli 5 i Breiðholti, en
Sigriður hefur nú undanfarið sýnt
myndvefnaðisýningarsai FIM aö
Laugarnesvegi 112 og lýkur sýn-
ingunni í kvöld sunnudag.
Sigriður hefur stundað mynd-
list meira eða minna frá 16 ára
aldri og eru þekktustu myndir
hennar abstrakt málverk. I vefn-
aðinum er aftur á móti farið aö
gæta raunsæis. „Ég hef meiri
áhuga fyrir vefnaðinum eins og
er, lærði að vefa úti i Kanada, þar
sem ég bjó i sex ár og þreifaði
mig svoáfram.I vefnaði er mað-
ur bæði að fást viö málverk og
skúlptúr, sem gefur vissa full-
nægju”.
I stofunni hanga tvö abstrakt-
málverk eftir Sigriöi og kom i
ljós, að þau heita: „Fótatak þitt i
húsi minu”, þar sem notuð er
blönduö tækni, strigi og stifur
pappi. Hitt málverkið heitir „A
heimsenda” og þar er málað á
hráan strigann, þ.e. striga án
húðar og er sem litnum blæöi.
„Ef ég ætti listaverk eftir ein-
hverja heimsfræga kysi ég mér
helst Paul Klee og málara endur-
reisnartimabilsins. Meðal
islenskra ætti ég erfiðara að
velja”.
„Annars hef ég kynnst vel
fornri og nýrri list á feröum með
manni minum, sem er italskur.
Eftir teiknikennarapróf við
Myndlista- og handiðaskóla Is-
lands, fórég til Genfar og Parfsar
á listaskóla og ferðaöist auk þess
mikið um Frakkland, Italiu og
Spán. Eftir að börnin komu til
helgaði ég mig móðurhlutverkinu
i fimmtán ár, en kenni nú af full-
um krafti við Fjölbrautaskólann i
Breiðholti. Þaö er gaman að taka
þátt i mótun þeirrar stofnunar,
þótt það sé erfitt á stundum”.
Maður Sigriðar, Atli Manlio
Candi eins og hann heitir sam-
kvæmt islenskum lögum, var
auðvitað að vinna, þegar okkur
bar að garði, en hann er tækni-
fræðingur og starfar hjá Isal.
Börnin tvö voru i skólanum,
Marina 18 ára, en hún stundar
nám við Fjölbrautaskólann og
Indroeða Indriði, sem er i 9. bekk
i Langholtsskóla.
„Maðurinn minn er ef til vill
ekki dæmigerður Itali. Hann er
kraftmikiil, en kannske ekki svo
ör. Dóttir min likist honum i sér
og hefur erft stærðfræðigáfuna.
Indro er frekar min megin.
Stundum finnst mér Manlio meiri
Islendingur en ég vegna þess
hvað hann nýtur náttúrunnar
mikið og f lestar helgar förum við
eitthvaðútúr bænum. Égtók eftir
þvi úti I Kanada, að heimþrá
Manlio til Islands var miklu
sterkari en min. Já, honum likar
allur matur, nema haröfiskur.
Hann fæ ég ekki að hafa I hús-
inu”. Sigriður hlær.
En hvað með italska matar-
gerð? „Pizza og spaghettiréttir
eru oft á boðstólum hjá okkur og
við höfum gaman af þvi að búa til
þann mat. Ég geri oftast mikla
sósu i' einu, sem ég frysti siðan og
get gripið til. Einnig er i miklu
uppáhaldi hér réttur, sem nefnist
„Lassagna”, en við hann er heil-
mikið bras. Deigið er heimagert
og i flögum, stráð osti og tómöt-
um og bakað i ofni”.
Ertu nokkurn tima i vandræð-
um með, hvernig þú átt að byrja
daginn? „Nei, skólinn byrjar
strax á morgnana og svo er ég á
hlaupum allan daginn. Eg er
aldrei iðjulaus. Hins vegar vil ég
meina, að i eðli minu sé ég löt og
værukær, en leti min fær aldrei
neinn forgang. Ef það er ekki
skyldurnar, þá er það áhuginn,
sem drifur mig áfram”.
„Ég er aldrei iðjulaus”
,Það spila ýmsir á heimiiinu á pianóiö, en það væn nú kannske uppstillt, ef ég settist við þaö”.
[□IsIgEalglálslglsIglglalsIalslsIsIglsIsBIÉiIaBIsIslalsIálgls
polyvlies
ODYR
GOLFDUKUR
Verð pr. ferm.: 2.160 - 2.248
- 2.824
' "" »
í heimsókn
Tímamyndlr G.E. Texti F.I.
I
eðli
löt
minu
er
værukær
en
9