Tíminn - 14.10.1978, Side 6
6
Laugardagur 14. október 1978
iútgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjór-n og' auglýsingar Síöumúla 15. Slmi
86300. ; ' ^
Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á'
mánuöi. Blaöaprent h.f.
V______________________________________________________________J
Erlent yfirlit
Bömer getur orðið
arftaki Schmidts
Dregger ekki lengur hættulegur Kohl
Sundurlyndið í Sjálf-
stæðisflokknum
Blöð Sjálfstæðismanna með Mbl. i fararbroddi
gera sér tiðrætt um, að stjórnarflokkarnir séu ekki
nægilega á einu máli og þvi sé framtið rikis-
stjórnarinnar óráðin. Af hálfu stjórnarflokkanna
er ekki neitt gert til að leyna þessu. Þetta sama
hefur gilt og gildir um allar samsteypustjórnir.
Það er ekki hægt með réttu að krefjast þess, að
ólikir flokkar verði sammála um alla hluti, þótt
nauðsyn krefji að þeir vinni saman um stund,
einkum þó þegar vandi þjóðarinnar er slikur, að
hún þarf á samstöðu sem flestra flokka að halda,
ef ekki á þvi verr að fara.
Það er hins vegar venja undir slikum kringum-
stæðum, að stjórnarandstaðan sé laus við þann
ágreining, sem fylgir stjórnarsamstarfinu. Nú
gerist hins vegar það furðulega, að stjórnarand-
staðan virðist margklofin enda þótt hún sé öll að
nafninu til i einum flokki. Sjálfstæðisflokkurinn er
nú margklofinn flokkur og er klofningurinn ekki
minnstur innan sjálfs forustuhópsins og mið-
stjórnarinnar. Svo mikill er ágreiningurinn, að
flokkurinn hefur orðið að biðja um að fresta
nefndakosningum á Alþingi sökum ósamkomu-
lags. Þingflokkurinn er enn ekki búinn að kjósa sér
formann, en venja er að gera sllkt á fyrsta degi
þingsins. Gunnar Thoroddsen mun vilja halda for-
mennskunni i þingflokknum áfram en getur frekar
hugsað til þess, að hann hætti sem varaformaður
flokksins. Sterk öfl innan flokksins virðast standa
gegn þvi, að hann verði formaður þingflokksins
áfram.
Til þess að leysa forustuvandamálin i flokknum,
virðast nú uppi alls konar hugmyndir og virðist sú
helzt eiga fylgi að fagna, að tekið sé upp sama
fyrirkomulag og hjá Alþýðubandalaginu, þar sem
formannsstöðunni er þrískipt, þ.e. formaður
flokksins, formaður þingflokksins og formaður
framkvæmdastjórnar. Jafnvel mun rætt um að
hafa formennina fleiri. Þetta getur blessazt, þegar
sæmilegt andrúmsloft rikir i flokki, en þegar
sundurlyndi rikir, eru margir formenn ekki til
annars liklegir en að auka það.
Sundurlyndi i flokki fylgir venjulega það, að
stefnan verður óviss og reikul og einstakir
fulltrúar flokksins fara sitt á hvað i afstöðu sinni.
Þetta kemur nokkuð ljóst fram hjá Sjálfstæðis-
mönnum, sem mynda nú i fyrsta sinn stjórnarand-
stöðuna i borgarstjórn Reykjavikur. Meðan þeir
réðu þar lögum og lofum máttu þeir ekki heyra
það nefnt, að starfsfólk fengi að hafa áheymar-
fulltrúa með tillögurétti á stjórnarfundum hjá
borgarfyrirtækjum. Þegar hinn nýi borgar-
stjórnarmeirihluti hyggst framkvæma þetta,
bregzt Sjálfstæðisflokkurinn þannig við, að hann
vill láta þessa fulltrúa einnig fá atkvæðisrétt. Ef
nokkurt samræmi væri væri i þessari afstöðu,
hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp baráttu
fyrir þvi, að starfsfólk fái einnig fulltrúa með
atkvæðisrétti i stjórn einkafyrirtækja. Eða þvi
skyldu starfsmenn þar vera réttminni en hjá opin-
berum fyrirtækjum? Fróðlegt verður að fylgjast
með þvi, hvort Sjálfstæðisflokkurinn gerir þetta
að almennu baráttumáli. Eða er sundurlyndið I
flokknum orðið svo mikið, að hann fylgi éinu hér
og öðru þar? Eins og ástandið er nú I flokknum, er
næsta erfitt að átta sig á þvi, hver stefna hans er
eða verður i framtiðinni. Þ.Þ.
ÞAÐ voru ekki aöeins leiötog-
ar stjórnarflokkanna I Bonn,
sem önduðu léttara eftír aö úr-
slit fylkiskosninganna i Hessen
voru kunn siöastl. sunnudags-
kvöld. Helmut Kohl, leiötogi
kristilegra demókrata (CDU),
mun einnig hafa andað léttara.
Ef flokkur hans heföi unniö i
fylkiskosningunum I Hessen,
heföi foringi hans þar, Alfred
Dregger, getaö orðiö Kohl
hættulegur keppinautur sem
kanslaraefni flokksins. Því er
nú haldiö fram i vaxandi mæli,
að Kohl sé ekki nógu litrikur
persónuleiki tíl þess að geta orö-
iö Helmut Schmidt hættulegur
keppinautur i næstu kosningum,
en skoöanakannanir benda til,
aö Schmidt njóti miklu meira
fylgis en flokkur hans. Dregger
er ótvirætt miklu meiri per-
sónuleiki. Hann er mun mælsk-
ari og ákveðnari ræöumaður en
Kohl og kemur betur fyrir bæöi
á mannamótum og i sjónvarpi.
Fyrir 10 árum, þegar Dregger
varö forustumaöur kristilegra
demókrata i' Hessen, höföu þeir
ekki nema 26% atkvæöa aö baki
sér (úrslit fylkiskosninganna
1966), en voru komnir upp i 47%
undir forustu Dreggers i fylkis-
kosningunum 1974. Þá fengu
kristilegir demókratar 53 þing-
sæti, sósialdemókratar 48 og
frjálslyndir demókratar 9.
Sósialdemókratar, sem höföu
fariö meö stjórnarforustu I
Hessen frá striöslokum, héldu
henni áfram meö stuöningi
frjáislyndra demókrata.
Verulegar likur bentu til þess
nú, að hin skelegga forusta
Dreggers gæti tryggt kristileg-
um demókrötum meirihluta á
fylkisþinginu, en þaö heföi jafn-
framt tryggt þeim stöövunar-
vald í efri deild sambandsþings-
ins i Bonn. Þaö var þvi mikið i
húfi fyrir sósialdemókrata og
frjálslynda demókrata aö halda
velli. Þaö. styrkti sigurvonir
Dreggers, aö hneykslismál
höföu oröiö þess valdandi, aö
forsætisráöherrann, sem var úr
hópi sósialdemókrata, haföi
oröiöað láta af störfum, og um-
hverfisverndarmenn höföu boö-
iö fram sérstaklega, en þeir
gátu orðiö frjálslyndum demó-
krötum hættulegir.
ÚRSLIT kosninganna I Hess-
en uröu á þann veg, aö stjórnar-
flokkarnir héldu velli. Kristileg-
ir demókratar fengu áfram 53
þingsæti, en nokkru lakari at-
kvæðatölu (46% 1 staö 47.3%).
Sósialdemókratar bættu við sig
einu þingsæti, fengu 50, og aö-
eins fleiri atkvæöi (44.3% I stað
43.3%). Frjálsir demókratar
töpuöu einu þingsæti, fengu 8 og
nokkru færri atkvæöi (6.6% i
staö 8%). Óbreytt stjórn verður
þvi i Hessen.
Margar ástæöur eru taldar
hafa ráöiö þessum úrslit-
um.Stjórnarflokkarnir reyndu
ekki aöeins aö láta kosningarn-
arsnúast um fylkismálin, held-
ur engu aö siöur um landsmálin,
sökum þeirra áhrifa, sem úrslit-
ingátu haft á skipan efri deildar
Bonnþingsins. Þá var lofi þvi,
sem kristilegir demókratar
heldu uppi um Dregger, mætt
með harðri gagnsókn. Dregger
hefur skipaö sér langt til hægri
hjá kristilegum demókrötum og
deilt hart á róttæka vinstri
menn. Þá haföi hann varið
Fibiger fyrrv. forsætisráöherra
i Baden-Wiirttemberg.Andstæð-
ingarnir héldu þvl fram, aö
Dregger nálgaöist það aö vera
nazisti, og dugöu tæpast þær
yfirlýsingar hans, aö hann væri
jafn haröur gegn nazistum og
kommúnistum. Undir lokin var
honum orðiö ljóst, aö hann hafði
gengiö helzt til langt i hægri-
sinnuöum áróöri og reyndi þvi
að draga úr honum, en þaö virö-
ist ekki hafa borið árangur.
Siöast.en ekki sizt, mun þaö
svo hafa haft veruleg áhrif á úr-
slitin, aö Holger Börner, sem
tók viö forsætisráöherraemb-
ættinu i Hessen fyrir tveimur
árum, hefur getíðsérgott orö og
aflað sér hylli með alþýðlegri
framkomu sinni. Hann er fyrr-
verandi byggingaverkamaöur,
47 ára gamall, og þykir nú
sennilegt, aö hann eigi eftir að
koma meira við sögu. Sumir
fréttaskýrendur eru farnir að
ræða um hann sem hugsanlegt
kanslaraefni sósialdemókrata,
þegar Schmidt dregur sig i hlé.
Eins og er, eiga vestur-þýzkir
sósialdemókratar nú engan
krónprins.
A MORGUN munu fara fram
fylkiskosningar I Bæjaralandi
og beinist athyglin nú mjög að
þeim. 1 siðustu fylkiskosningun-
um þar fékk flokkur Franz Josef
Strauss, CSU, milli 62-63%
greiddra atkvæöa. Flokkurinn
hefur ákveöiö aö frumkvæöi
Strauss, aö hann taki viö for-
sætisráðherraembættinu i Bæj-
aralandi aö kosningunum lokn-
um og hætti þá þingsetu i Bonn.
Fyrir Strauss skiptir nú miklu,
aö flokkurinn fái nú ekki lakari
útkomu en slðast. Þaö yröi tal-
inn persónulegur ósigur fyrir
hann. CSU hefur nú samvinnu
viö flokk kristilegra demókrata
á þann veg, aö hann býöur ekki
fram I Bæjaralandi, en CSU
býöur ekki fram annars staöar.
Strauss hefur lengi gengiö meö
þær hugmyndir, aö rjúfa þetta
samstarf og láta flokk sinn
bjóöa fram I öllum fylkjum.
Hann hefur nú lýst yfir þvi, að
hann muni ekki hreyfa þvi máli
fyrr en lokiö er fylkiskosning-
um, sem fara fram næsta vor.
Kosningarnar til sambands-
þingsins I Bonn eiga aö fara
fram 1980. Þaö gæti haft ófyrir-
sjáanleg áhrif á vestur-þýzk
stjórnmál, ef kristilegir demó-
kratar skiptust i tvo flokka, sem
kepptu hvor við annan. Flestir
foringjar kristilegra demókrata
munu andvigir þvi.
Þ.Þ.
Börner átti vlöa fylgismenn