Tíminn - 20.10.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.10.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. október 1978 7 1 AftfriftitUkifttt Veikleiki ríkisvaldsins gagnvart sérhagsraimum og þrýstihópum Hvaöa vald hefur Alþingi? 1 hugum flestra er Alþingi æBsta valdastofnun þjóðar- innar. Þarf enginn aö vera i vafa um aö stjórnarskrá og lýð- ræöi gera ráö fyrir þvi, að Alþingi hafi æösta úrskuröarvald i öllu, sem varöar stjórn þjóömála. Samkvæmt lýöræöisskilningi eru meirihluti Alþingis og sú rlkisstjórn, sem viö hann styðst, handhafar æðsta valds I landinu að undanteknum dómsmálum. En hver er raunveruleikinn i þessu efni? Hafa Alþingi og rikisstjórn þaö allsherjarvald, sem flestir gera ráð fyrir? Þaö þarf ekki langa athugun og enga sérstaka skarpskyggni til þess aö sjá aö svo er ekki. Alþingi og rikisstjórn hafa ekki þaö úrslita- og Urskurðarvald, sem flestir ætla. Sumpart kann vald Alþingis aö hafa veriö takmarkaöfráupphafi vega. En aöalatriöið er, aö þróun siöustu ára og áratuga hefur gengiö I þá átt aö skeröa vald Alþingis og rikisstjórnar, dreifa þvi tvist og bast án allrar stefnu og skyn- semi 1 hendur nýjum valda- og áhrifástofnunum utan Alþingis ogrikisstjórnar. Égætla ekki aö rekja þaö nákvæmlega, hvernig þetta hefur þróast, og ég ætla heldur ekki aö gera þvi nein skil, hvernig Alþingi hefur sjálft átt þátt i aö afsala sér valdi sinu. En ég bendi á aö vald- skeröing Alþingis helst mjög I hendur viö vöxt og valdneyslu hvers kyns hagsmunasamtaka og þrýstihópa, þ.e.a.s. félags- skapar, sem I eöli sinu er sér- hagsmunaafl og sækir I þaö aö fá sitt fram án tillits til heildar- hagsmuna. Þaö er athyglisvert, — ef ekki Iskyggilegt —, að krafa hagsmunasamtaka færist æ meira i þaö horf aö þurfa ekki aö beygja sig undir vald Alþingis. Hins vegar látast þau eins og fús til aö semjavið ríkis- valdið, þegar best lætur. Þannig er að vaxa upp ríki I rikinu. Nú mega menn ekki halda, aö ég sé aö beina spjótum mfnum gegn einhverjum sérstökum hags- munasamtökum og þrýsti- hópum. Tilhneiging sérhags- munaaflanna er alls staðar hin sama: Aðganga á vald Alþingis og notfæra sér samtakamátt sinn og þrengstu eiginhags- munasjónarmið til þess aö knýja sitt mál fram. Hitt er annaö mál, aö það hefur reynt meira og oftar á valdskerðingu Alþingis á tilteknum sviöum þjóömála en öörum. Aöalvanda- mál islenskra stjórnmála um áratugaskeið hefur veriö efna- hags- og fjármálastjórn. Vissu- lega ber margt til þess, aö ástandiö er eins og raun ber vitni. En ég er sannfæröur um fyrir mitt leyti, aö megin- ástæðan fyrir þvl, að efnahags- mál stefna tlöum niöur á viö og aö erfitt reynist aö bæta úr ágöllum efnahagslífsins hér á landi, er sú að Alþingi og rlkis- stjórn hafa ekki virkt og viöur- kennt vald til þess aö stjórna mikilvægustu þáttum efnahags- llfsins, sem eru m.a. kaup- gjaldsmál og verölagsmál. Lög og venjur ráöa þvl, aö hvorki rikisstjórn né Alþingi hafa raunverulegt vald i þessum efnum. Að vissu marki mun þaö vera rétt, aö Alþingi hafi sjaldan eöa aldrei haft beint vald á þessum sviöum efna- hagslifsins, þannig aö vafasamt er aö tala um, aö Alþingi hafi afsalaösér valdi i þessu tilfelli. En þá skyldu menn gera grein fyrir þvl, aö ákvöröun kaup- gjalds og verölags er ekki á valdi Alþingis. Alþingi á samkv. lögum og venjum enga beina aðild aö kaupgjaldsmálum né heldur að ákvöröun búvöru- verðs né annarri verölagningu almennt talaö. Þessir þættir efnahagsllfsins leika þvf lausum hala, þegar rlkisstjórn og Alþingi ákveöa stefnu slna i efnahagsmálum. ABstæður eru þannig i reynd, aö Alþingi eöa rikisvaldiö er ekki i valdsmannsstöðu gagnvart hagsmunasamtökunum, heldur i áns konar samningsaöstööu. Getur sannarlega brugöiö til beggja vona, hvernig slik Ingvar Gíslason, alþingísmaður aöstaöa nýtist rikisvaldinu, jafnvel þó aö allsherjarhags- munir séu i veöi aö mati meiri- hluta Alþingis. Reynsla rikis- stjórnar Geirs Hallgrimssonar er þar glöggt dæmi. Aðstaöa nú- verandi rlkisstjórnar sýnist betri á yfirborðinu og er þaö vonandi i reynd. Veikleiki stjórnar- farsins. Allir lýöræöissinnar eru sam- mála um, aö valddreifing sé eölileg og sjálfsögð. En vald- dreifing, sem sundrar alls- herjarvaldinu og stuðlar aö ofurvaldi einstakra embættis- stofnana, hagsmunasamtaka og þrýstihópa utan viö Alþingi og ríkisstjórn, hlýtur aö enda i stjórnarfarslegri óreiðu. Ég óttast aö þróun islensks stjórnarfars sé á þessari leiö. Raunar má sjá hins sama merki iýmsumöörum vestrænum lýö- ræöisrikjum. Ég hef enga trú á þvl, aö þessi þróun veröi stöövuö meö rástöfunum á borö viö þá aö breyta kjördæma- skipun eöa hringla stórum I kosningafyrirkomulagi til Alþingis. Hér þarf annaö og meira til. Einn þáttur þess er heildarendurskoöun sýórnar- skrárinnar, þar sem heiöarlega og rökvlslega er gerö úttekt á þvi, hvar þjóöfélagsvaldiö sé aö finna og hvernigþvi er beitt. Ég hef þá skoöun aö þaö sé mikil þörf „kerfisbreytingar” á sviöi stjórnarfarsins þannig aö eöli- legt lýöræöi, — meirihlutavald —, fái notið sin. Þetta merkir fyrst og fremst að treysta valdastööu Alþingis og ri'kis- stjórnar en draga úr geöþótta- valdi sérhagsmunasamtaka og þrýstihópa. Ég óska ekki eftir „ofstjórn” i neinni mynd, og rikisvaldiðá sist af ölluaö hafa i frammi ihlutunarsem i um hegöun og hugsun einstakra þjóöfélagsþegna. Slikt er and-lýöræöislegt. En er þaö ekki veikleiki í stjórnarfari aö þola ágang á rétt Alþingis I skjóli stjórnmálalegs og lýöræöislegs umburöarlyndis? Vissulega er þaö veikleiki, enda á Alþingi aö ráöa en ekki sérhagsmunasam- tök og þrýstihópar. Sllkt er and- stætt lýöræði og brýtur niöur stjórnskipun landsins. Ernúnóg drukkið eða ekki? eða draga úr henni? Eftir því verður að verðleggja áfengið. Ef menn vilja minnka drykkj- una er hátt verð nokkur hemill. Neysla áfengis veldur rilcis- sjóönum stórkostlegum útgjöld- um. Því þykir flestum rétt, að láta þá vöru sem tjóninu veldur, sjálfa bera nokkurn hlut af því tjóni sem af henni stafar. Þeir, sem viljahafa áfengiö ogkaupa það, eru öðrum fremur látnir taka þátt I því með þvi að lagður er tollur á vlnföngin. Þannig eru tvær ástæður til þess að rikið á aö taka ríflegan toll af áfengi: Til þess aö hafa eitthvað upp I skaða sinn og til þess aö hamla gegn drykkjunni og þar með aö takmarka tjóniö nokkuð. Dæmi annarra þjóða Sviar bönnuðu um siöustu áramót aö brugga öl og vin úr malt-extrakt efnum eins og hér ernú veriöaö tala um aö taka af frjálsum markaði. Líklegt þykir að Finnar fari HALLDÓR KRISTJÁNSSON aö dæmi þeirra um næstu ára- mót. íþessum löndum báöum þora menn að tala um þaö aö þetta sé gert vegna þess aö bruggiö er á- fengi sem komist undan þvi' aö rikissjóöur nái réttmætum tolli til aö mæta slnu tjóni vegna neyslunnar. Jafnframt er þó á þaöaöllta, aöSviar vitaaö hag- ur þjóöar og hagur rikissjóös krefst þess aö áfengisneysla sé minnkuö, og þvi miöa þeir alla áfengislöggjöf sina viö þaö aö svo megi veröa. Þjóðhetjur Kristins Kristinn talar um gamla landabruggara sem hafi oröið þjóöfra^gir og vinsælir af bruggi sinu. Ekki veit ég hverjar þær þjóðhetjur eru, en lengi hef ég vitaö aö misjafnt er það hvaö mönnum er taliö til frægðar. Heyrt hef ég hetjusögur af æðarfuglabönum, landhelgis- brjótum og veiöiþjófum og enda skattsvikurum. Þó hefur mig aldrei langaö að likjast þeim. Má Kristinn þvi eiga sinar þjóö- hetjur I friði fyrir mér, en hitt hélt ég aö hann ætli aö hafa þá lifsreynslu aö honum þætti litill sómi aö þvi aö hrósa áfengis- neyslu. Hringlandi vitlaus Kristinn segir aö áfengismál á Islandi séu meira og minna hringlandi vitleysa. Það eru litl- ar fréttir. Neysla áfengis er nefnilega hringlandi vitleysa og þvi veröur hringlandi vitleysa alltaf áberandi þáttur áfengis- mála. Hjá því veröur ekki kom- ist meðanáfengi er drukkiö. Þvi þarf áfengislöggjöf aö miðast viö þaö aö minnka drykkjuna. Geri hún þaö ekki má vel segja aö hún sé hringlandi vitlaus. Þykir mönnum sem nóg sé drukkið eöa ekki? H.Kr. í tilefni af ritgerö Kristins Snælands um bjór og brugg þy- kir mér ástæða til f áeinna orða. Áfengisverð hefur áhrif á neyslu Þaðviröistvera fast samband milli þess hvaö áfengi kostar og hve mikið er drukkiö. Svo hefur sannast að vera bæði I Svíþjóð og Danmörku. Ódýrt áfengi eykur drykkjuskap. Rikissjóður tapar á drykkjuskap Kristinn Snæland viröist halda aö það sé hagsmunamál fyrir rikissjóöinn að áfengi sé keypt og drukkiö. Þvi sé þaö alvörumál ef áfengi sé haft svo dýrt að minna sé drukkiö þess vegna. Þetta sjónarmið er svo rangsnúið og fávislegt aö segja verður fáein orö til skýringar. Vilja menn örva drykkjuna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.