Tíminn - 20.10.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.10.1978, Blaðsíða 24
Sýrð eik er sígild eign HMftCiÖGil TRÉSMIÐJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafé/ag Skipholti 19, R. simi 29800, (5 línur) Verzlið Jt í sérverzlun með litasjónvörp pg hljómtæki (il iJ. ilil * Ilí! Föstudagur 20. október 1978 — 233. tölublað —62. árgangur Sendar fyrir heyrnartæki í lúxustollflokki „Reiðarslag fyrir börnin” — segir Birgir Ás Guðmundssoh forstöðumaður heyrnardeildar Heilsuverndarstöðvarinnar FI — Já, mér finnst nú hæpið af ráðuneytinu að tolla þessa heyrnar- tækjasenda eins og um iúxusvöru væri að ræða og hefur dálitið verið gert til þess að fá ráðuneytið ofan af þessari ákvörðun en ekki tekist. Þessir sendar eru aðeins i tengslum við heyrnartæki og þvi ómögu- legt að misnota þá á nokkurn hátt. Hins vegar geta þeir verið nauð- synlegir fyrir mjög heyrnaskert börn á skólaaldri. Ég hef bréf upp á það, að Danir hafa litið fram hjá lúxustollinum af mannúðarástæð- um. A þessa leið fórust Birgi As Guömundssyni forstöðumani heyrnadeildar Heilsuverndar- stöövarinnar orð i- samtali við Timann i i gær, en heyrnarlaus skólabörn hafa orðiö fyrir þvi á- falli, að sérstakir sendar, svo- kallaðir TM sendar, sem þeim eru nauðsynlegir til venjulegrar skólasetu, hafa veriö settir i sama tollflokk og lúxusvörur. Þýðir þaö, aö ekki nokkurt barn á möguleika á að eignast slikt tæki. Fob verö TM-sendanna er 371.700 krónur. Opinber gjöld eru samkvæmt bréfi fjármála- ráöuneytisins frá 25. sept. 356 þúsund. Heildarverð er þvi hér á landi 727.700 krónur. „Fyrstu þrjú tækin, sem komu hingaö til lands, voru toll- uð sem hjálpartæki, sagði Birg- ir,en málið fór að vandast, þeg- ar viö pöntuðum tæki fyrir sex ára barn i Arbæjarskóla, sem er að hefja skólagöngu sina. Þá var tækið allt i einu sett i lúxus- vöruflokk, en slikt hleypir verð- inu upp um nær helming.” Birgir sagði, að foreldrar vildu fá þetta tæki fyrir litil börn á forskólaaldri til þess að þau næöu málinu strax. Sendirinn er einfaldur I notkun, en hann er staðsettur nálægt munni mæl- andans og berast boðin I heyrnartæki barnsins. 1 heilt ár hefur verið reynt að fá Tryggingastofnun rikisins til þess að taka þátt i kostnaðinum fyrir fórskólabörn en ekki tek- ist. Tryggingalæknir hefur aftur á móti tekið vel i að kaupa nokkur tæki til útlána fyrir for- skólabörn. Slikt gæti veriö bráöabirgöalausn, en hvorki hefur gengiö né rekið með þaö I ár. Þó hafa þessi mál veriö endurtekin á dagskrá hjá tryggingaráði. Hvaö skólabörnum viðvikur þá hefur menntamálaráðuneyt- ið verið til viðtals um aö borga helming kostnaðar af slikum sendum miöaö við aö þetta séu kennslutæki, en skilyröiö er að þau falli i heyrnartækjaflokk. Nú, þegar verðið hefur hækkað um helming, er menntamála- ráðuneytiö ekki lengur til við- tals um borgun. „Þetta er reiðarslag fyrir börnin,” sagði Birgir As að lokum. ATA — Klukkan 21:45 á miðvikudagskvöld kom upp eldur i húsinu að Hafnarstræti 98 á Akur- eyri, en i þvi húsi er meðal annars Hótel Akureyri til húsa. Það tók slökkvilið Akureyrar tæpan klukkutima að slökkva eldinn, en skemmdir urðu miklar. Það vildi svo vel til aö æfing var fyrirhuguð hjá slökkviliði Akur- eyrar og þvi var allt varaliöið til- tækt á slökkvistööinni, þegar út- kalliö kom. Eldurinn kom upp i einni fjög- urra verslana, sem eru á neðstu hæð hússins, versluninni Tisku- bæ. Eldurinn komst upp á aöra hæð hússins og breiddist þar nokkuðút, en sem fyrrsegir tókst fljótlega að slökkva hann. Tjón varö mikiö i eldinum, bæöi á hótelinu sjálfu, svo og á versl- unum fjórum, og munu allar vör- ur þeirra hafa eyöilagst. Verslan- irnar eru, auk Tiskubæjar: Raf- orka, Brauðgerð Kristjáns Jóns- sonar og Pedró-filmur. Upptök eldsins uröu með þeim hætti, aö feðgin voru að lakka veggi I tiskuversluninni. Annað þeirra dró upp kveikjara og kveikti sér i vindlingi. Varö versl- unin alelda á samri stundu, enda var loftið mettað eldfimum efn- um. Feöginin sluppu ómeidd út nema hvað maðurinn skarst eitt- hvaö á höndum, þar sem hann varö að brjóta rúöu til að komast út. í gær var ekki búið að meta tjónið að fullu, en það mun hafa orðiö mikið. Húsgagnavika 1978 Húsgagnavika 1978 hefst í dag í ÁG húsinu Tangarhöfða 8- 12/ og mun hún standa fram til sunnudagsins 29. október. Timamynd G.E. örin bendir á Hótel Akureyri. Mikið tjón á Hótel Akureyri vegna elds Ellert vill víkja en Þingflokkurinn hlýtur Nú hafa vandræði þingflokks Sjáifstæðisflokksins um for- mannskjörið leystst á farsælan hátt hvort sem allir viðkomandi aðilar eru ánægðir með þau málalok eða ekki, en þingflokk- urinn hefur enn ekki bitið úr nálinni hvað varðar óskir 1. þingmanns Reykvíkinga um setu i nefndum. Nú hefur Ellert B. Schram boðist til aö vikja úr sæti I fjár- veitinganefnd svo aö Albert komist þar aö. En málið er ekki svona einfalt. Ellert getur ekki ráöstafaö sæti sinu i nefndinni að ráða til samþingmanns sins. Þing- flokkurinn hlýtur aö ráða. Fari svo aö Ellert segi sig úr nefn- dinni verður að kjósa mann i hans staö og ræður þá meiri- hluti atkvæöa. Þá er að vita hve mörgum I þingflokki Sjálf- stæðisflokksins hefur snúist hugur siðan fyrst var kosiö i fjárveitinganefnd? Sæmileg loönuveiöi Kás — Sæmileg loðnuveiði var i gær. Fram til ki. 17 tilkynntu sex skip afla til ioðnunefndar, um 2900 lestir. Sólarhringinn á undan tilkynntu niu skip afia, 5350 lestir. Hvessa fór á loðnumiðunum fyrir norðan land upp úr miðnætti siðasta sólarhring, og gerði það bátum erfitt fyrir með veiðarnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.