Tíminn - 20.10.1978, Blaðsíða 21

Tíminn - 20.10.1978, Blaðsíða 21
Föstudagur 20. október 1978 21 „Rútan stefnir norður” Frábær ljóðabók Erlendar Jónssonar ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ FYRIR STRÍÐ Erlendur Jónsson Ljóðabók 1978 Skáld eða fræðimaður Erlendur Jónsson hefur veriB samferða bókmenntunum og ljóBlistinni lengi. Ef maBur sparar sér fræBikenningar, þá er hanntalinn i hópi svonefndra Morgunblaðsskálda, en á MorgunblaBinu hafa menn um nokkurt skeiB teiknað hina gráu daga meB gráum lit í heldur dapurlegum ljóBum, svo ekki sé nú meira sagt, og þá einkum undir þvi yfirskini aB ljóBiB sé einkum tilfinning. Þó hafa verið gerBar dálitlar tilraunir til þess aB finna upp á nýjungum. Dagbók Jóhanns Hjálmarssonar um Stalin var áhugaverB tilraun, en siBan ekki söguna meirl. Um Erlend Jónsson gegnir dálitiBöðrumáli.Hannhefur átt örðugt uppdráttar sem skáld, enda undir ströngum húsaga á blaðinu. Ég held aB menn hafi einkum álitiB hann bókmennta- gagnrýnanda, eBa fyrst og fremst bókmenntafræBing, og hafa menn þá ihuga fræðileg rit hans, íslensk bókmenntasaga 1550-1950 sem gefin hefur verið út fimm eBa sex sinnum, og íslensk ská ldsagnaritun 1940-1960, en hún kom út áriB 1971. Minna var um skáldskap. Nú er það ekki nein goBgá þótt skáld skrifi um bækur. Erlendur er skarpur bók- menntagagnrýnandi, sem tekur menn á beiniB, en sparar lofiB. Hann segir satt og ritar fjörleg- an, gagnorðan stil. ÞaB var þvi mikil hörmung þegar hann gaf út Ljóðaleit, ljóB, árið 1974. ÞaB var vond bók, rituð af hræðslu og skelfingu undir ráBstjórn, og dapurlegur varð eftirleikurinn. Égheldaðmargirhafi iraunog veru afskrifað hann sem ljóðahöfund upp frá þvi. Auðvitað vorum viB vön tilþrifa- litlum og hversdagslegum sam- setningi, þar sem mestur timinn fór i aö lýsa aökomu strætis- vagna, ljósastaurum og um- ferðarmerkjum, en LjóBaleitfn frá 1974 virtist harla litinn árangur bera, þar til nú, að Erlendur sendir frá sér bók, sem er svomikið afbragB i alla staði, að þaö er ens og hún sé eftiralveg nýjan mann. Eintóm snilli kemur i staöinn fyrir hina daufu hugsun, og kvæBin hafa fengiö nýjan, nær óskiljanlegan kraft. Hvaö hefur skeð? Ort var undir fargi Maöur hafði heyrt það utan aö sér, og jafnvel rey nt það s jálfur, að Erlendur Jónsson getur veriö málsnjall f meira lagi, og hann á þaö til að fara á kostum. Einhverra hluta vegna kom þetta þó ekki fram í ljoöagerð hans, sem virtist vera undir þungu fargi, en nú er sumsé fjandinn laus. Að finna hinum nýju ljóöum stað er hreint ekki svo auðvelt. Þetta er t.d. i blóra við það sem áður varortá Morgunblaö- inu. Liklega kemst maður næst þvi með því að telja þessi ljóö vera nútimalegt framhald af skáldskap kreppunnar. Þetta gæti til dæmis verið framhald af ljóðum Jóns úr Vör, sem gengu sér til húðar, nema sem klassik, þegar menn fóru almennt að hafa f sig og á og skuttogarar voru komnir inn á svo aðsegja hvert heimili i útgerðarplássum landsins. Ljóð Erlendar eru hrútfirskt framhaldaf þessu. Hann dregur þjóðlifsmyndir og efnahags- vanda Stórreykjavlkursvæðis- ins nauðuga, yfir Holta- vörðuheiði, niöur i Hrútafjörð og tekur þar að matreiða, þannig að viö sjáum smámuni i nýju ljósi, íöa eigum við að segja nýja þjóð, sem var ekki til, þrátt fyrir alla þessa vinnu og hinar miklu barneignir eftir- strfðsáranna. Kom i heiminn á mánu- degi Erlendur skiptir bók sinni i þrjá ljóðaflokka: Barnaskapur fyrir stríð, Alvaran fyrir stríð og Norðurrútan '39-55. Hann byrjar barnaskapinn svona: „Ég kom i heiminn á mánudegi árið fyrir kreppuna. „Einmuna blfða á hverjum degi,” sögðu blöðin. Túnin voru orðin græn. Páskar voru nýliðnir. Og nýtt hús nývigt á Kleppi. Umboðsmenn auglýstu nýja bila. Nýja bíó sýndi Grimumanninn. Gamla bió sýndi Götuengilinn. Ludvig Storr seldi legsteina, dúfur og handabönd úr postulini. Kexverksmiðjan Frón vildi ráða „nokkrar duglegar, hreinlegar og ástundunarsamar stúlkur.” Bændur örkuðu um jarðir sinar með aldamótin og fyrra striðið I vitunum: munduðu vald sitt eins og breið spjót yfir auðsveipum vinnuhjúum. Rómantiskir unglingar iþröngum, skuggalegum dölum léku drauga og urðu að þjóðsögum.” Myndmálið i ljóðum Erlends Jónssonar er alveg makalaust. ,,Einn heiðan, bjartan júnimorgun er faðir minn dáinn. Nóttin hefur lokað augum hans” Þetta er upphafið að kvæðinu Barnaskapurinn endar, en þar segir frá föðurmissi. Aö visu er það ekkert sérlega frumlegt að kasta sorg minni á vatnið, en þarna birtist sú einlægni, sem ekki fyrirfannst i ljóðaleitinni um árið. Hinu göldrótta llkingamáli verður ef til vill best lýst með þviaðbirta kvæðið Ast I bókum, það er svona: ,,Ég er niu, Jóhanna sautján. Það er ilmur af Jóhönnu. Jóhanna er fin. Jóhanna er falleg Ég elska Jóhönnu. Ef þetta er ekki táknmál og skáldskapur þá þekki ég hann ekki. Ný staða komin upp. Það er talið mjög erfitt aö endurheimta glataða stöðu I mannfélaginu. Það er t.d. erfitt að endurheimta heimsmeistara titilinn i hnefaleikum, það gerði Múhameð Ali þó á dögunum og svipað gildir um titla i skák og öðrum íþróttum. Sama er að segja um bækur. Islendingar fyrirgefa mönn- um aldrei vondar bækur, eða nánast aldrei. Þeir sem byrja vel eru með sverð yfirhöfðinu og þora sjaldan að gefa meira út, hinir sem sækja á brattann eru dálitið betur settir. Maður hélt að Erlendur hefði nú blásið af sem skáld með Ljóðaleitinni frá 1974 — en það er öðru nær. Betri og hressilegri ljóðabók en Fyrir strið hef ég ekki séð I mög ár. Siöasti hluti bókarinnar er ljóðaflokkur um rútuna, það hefst svona: „Yfir borginni situr kolareykur- inn — blár hattur yfir fölu andliti. Undan þessum hatti sprettur rútan: gul von út úr bláu skýi. I dögun vorið '39 stefnir rútan noröur yfir heiöar og fjöll meö hvitum sköflum viö brúnir í átt tD eyöilegra stranda þar sem grænn himinn og grænt haf loka sjónhring Rútan stefnir noröur um skörö, heiöar, dali frá einu kennileiti til annars — einni þoku til annarrar eins og gulur sólskinsblettur yfir ónumda viöáttu” Kvæðið fer hægt á stað og maður á einna helst von á að nú sé Morgunblaðið aftur komið með visna puttana I kvæðin en svo kemur í ljós að svo er ekki. Talað er fuilum hálsi: „Ungur maöur veifar svartadauðaflösku og býöur allri þjóöinni aö súpa á: sýnir á sér hnefana og segir frá slagnum mikla á lokadaginn, kallar ungu stúlkuna „fröken” og spyr hvort þau eigi aö hittast á Sigló i sumar og trúlofa sig meö gullbaug miönætursólar: hlær svo góma salur stendur á gátt og opinberar þannig brunarúst- ir liðinnar kreppu Og spáir striöi'.” Sem sagt makalaus bók. Og maðurinn er orðinn skáld aftur. Jónas Guömundsson Þegar Jóhanna horfir, talar, hlær skil ég allar ástarsögur bókmenntir Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up bifreið, Jeppabifreið og sendibifreið. Ennfremur nokkrar ógangfærar bifreiðar þá.m. Sorp- bifreið. er verða sýndar aö Grensásvegi y þriöjudaginn 24. október kl. 12-3. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNARLIÐSEIGNA Rússneskunámskeið MÍR MÍR efnir i vetur til námskeiöa i rússnesku fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari verður frá Sovétrikjun- um. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að mæta til skráningar i MíR-salnum, Laugavegi 178, laugardaginn 21. október kl. 15 — klukkan 3 siðdegis. Verða þá gefn- ar nánari upplýsingar um tilhögun kennsl- unnar. Stjórn MÍR Sunnlendingar - bændur og byggingamenn Höfum fyrirliggjandi töluvert magn af timbri i ýmsum stærðum á hagstæðu verði. Heflum og sögum timbrið samkvæmt óskum yðar, yður að kostn- aðarlausu. Komið eða hringið og við veitum allar nánari upplýsingar. Byggingafélagið Dynjandi s.f. Gagnheiði 11 Selfossi Simi 99-1826 og 99-1349 Hjólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Nú er rétti timinn til PÓSTSENDUM UM LAND ALLT HF Skiphott 35 105 REYKJAVÍK slmi 31055 að senda okkur hjólbarða til sólningar Eifium fyrirliggjandi flestar stœrdir hjólbaróa, sólaða nýja Mjög gott verð Orðsending til bænda Ath. að veturinn er rétti timinn til að láta yfirfara búvélarnar. Siminn okkar er 99-4166. Bila & búvélaverkstæði A. Michelsen Hveragerði Auglýsingadeild Tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.