Tíminn - 20.10.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.10.1978, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 20. október 1978 Fimmtudagur 19. október 1978 13 Hprleifur Sigurðsson Skýrsla úr 30 ára stríði HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON VERK 1 ÞRJATIU AR OG MINNINGAR FRA KINA Málverkasýning 14.-29. október FIM salurinn Mikilvirkur rithöfund- ur og fræðari, en hlédrægur málari Hjörleifur Sigurösson hefur nú opnaö sýningu i FÍM salnum viö Laugarnesveg, en salurinn er nú smám saman að hrislast inn i miðtaugakerfi okkar, hinn framandlegi kjötbúðarsvipur á húsnæðinu hefur lotið i lægra haldi fyrir nýrri meðvitund um myndlist i þessum sal. Hjorleifur Sigurðsson er um margt sérstæður málari. Hann hefur tekið virkan þátt i opinberu lifi um aldarfjórðungs skeið, ritað i blöð og timarit, verið með útvarpsþætti og hann hefur staðið i forsvari fyrir söfnum og myndlistarfélögum árum saman, en samt verður hann að teljast í hópi hlédrægra myndlistarmanna. Opinber af- skipti hans hafa ekki snert hans eigin list svo mikiö, heldur fyrst og fremst listina almennt og fyrirkomulag menningarmála i landinu, og hefur hann stundum haft mikil áhrif. Hjörleifur Sigurðsson er fæddur í Reykjavik árið 1925 og að afloknu stúdentsprófi stund- aði hann myndlistarnám i Stokkhólmi, Paris og Osló, en las jafnframt listasögu. Föng hans voru þvi tviþætt: Hann lærði til myndlistarstarfa og hann flutti heim tiðindi úr menningarsögu álfunnar, en það siðarnefnda verður seint metið, þvi þjóöin var þá i mynd- listarlegri mótun og ný tiðindi bárust dræmt yfir höfin. Sá sem þetta ritar kynntist Hjörleifi fyrst, er hann ritaði lærðar myndlistargreinar i timaritið Birting og fleiri rit. Hjörleifur vann þá skrifstofu- störf (að mig minnir) hjá Skipaútgerð rikisins, og þá var gott að koma á útgerðina og fá i leiðinni smá spjall um annað og þýðingarmeira en strandferðir og útgerð. Hjörleifur hafði snemma lag á að rita læsilega um myndlist. Hann gat jafnvel útskýrt myndir, en margir eru. nú ólæsir á svoleiðis skrif list- fræðinganna. Visindaleg úttekt á listaverkum, vill oft aðeins verða sendibréf frá einum list- fræðingi til annars, sem al- menningi kemur ekki við frem- ur en innvolsið í kassanum bakvið myndina i sjónvarpinu. Sérstaklega vil ég minnast snjallra greina Hjörleifs i dag- blaðið Visi á árunum 1966-1971. Þær voru alþýðufræðsla og myndlistinni til framdráttar meðan þjóðin var að fá sér ný augu. Myndir frá Kina Skiljanlega tóku slik störf talsverðan tima frá eigin mynd- list. Myndirnar urðu daufar og sýningar voru fáar. Þótt Hjörleifur sé löngu þjóð- kunnur myndlistarmaður, voru myndir hans minna kunnar, en þá fer að verða stutt yfir i það að menn séu álitnir sérfræðing- ar, fremur en sléttir mynd- listarmenn. Sýningin i Hamragörðum 1973 hjálpaði þó upp á sakirnar, en þar kemur hann fram með nýj- ungar, rólegar, lifrikar vatns- litamyndir, og ef menn geta hægt nægjanlega á hjartanu i öllu stressinu, þá er gott að horfa á svona myndir. Þær eru nær ljóði en mörgu öðru þessa heims, og kyrrðin er einkenni þeirra. fólk í listum En hvað um það, myndlistin var I skugga af öðrum störfum, og þessi sýning var i rauninni knýjandi nauðsyn. Það skal játað hér og nú, að þessi sýning kemur mjög á óvart, þvi okkur er það nú ljóst að Hjörleifur Sigurðsson er miklu meiri mál- ari en við vissum. Hann var og er aðeins of hlédrægur til þess að halda verkum sfnum fram. — Þetta er einum of rólegt fyrir mig, ritaði einhver gagn- rýnandi um Hamragarðasýn- inguna. Það kann að vera rétt. Samt hefur list Hjörleifs ávallt búið yfir sérkennilegum þokka. Myndirnar hans eru tær- ar. Liturinn er hvergi „sjúsk- aður”, eða soraður, annað hvort er hann djúpur eða skær. Sérlega skemmtilegar þóttu mér myndirnar frá Kina, og fróðlegt að sjá hvernig það aust- ræna verkar á islenska málara. Kinverjar hafa annað litakort en við, og — liggur mér við að segja — allt annað sjónskyn. Það vefst ekki fyrir Kínverja að mála allan Vestfjarðakjálkann á eina pappirsörk á stærð við siöu i dagblaði. Fólk, búfé, brýr, skuttogarar, lika árabátar og fiskar, allt með, en samt nóg pláss. Hjörleifurer ekki ósnort- inn. Viðáttan kemur þarna fram kemst til skila og nýtt litakort er komið til skjalanna. Eldri verk Það er að visu dálitið tima- frekt að skoða þessar myndir, þvi táknmálið er dauft, og hann hefur gjört góða ferð austur. A sýningu Hjörleifs Sigurðs- sonar er dálitið af eldri mynd- um. Þær var einnig gaman að sjá. Ef þetta á að vera yfirlits- sýning, þá vantar þarna tals- vert á, tá að mynda verk, sem unnin voru með aragrúa smáflata, sumar teknar neðansjávar þar sem hreyfing- ar eru hægar. Hvasslínumyndir eru i kompu ásýningunniogkann hvasslinu- stillinn að hafa komið málaran- um þannig fyrir sjónir, aö hon- Framhald á bls. 23. Arbækur SVFÍ Eitt stórt stökk okkarspararþérmörgsporiní framtíðinni Við tökum okkur upp með allt okkar hafurtask úr húsi Hótels Esju á næstu helgi og höfnum í Toll- húsinu við Tryggvagötu. Gengið erinn í vesturenda hússins. Þar verða því farmsöluskrifstofur okkar og af- greiðsla flugfylgibréfa. Þú getur innleyst fraktbréfið og lagt það í toll ísama húsi ásamt öðrum innflutn- ingsskjölum. Ekki skaðar heldur að gjaldeyrisbankarnir eru í að- eins nokkurra skrefa fjarlægð. Athugaðu að símanúmer Flugfraktar verður nú hið sama og aðalskrifstofu Flugleiða. FUJGIEIÐIR raijfrakt Tollhúsinu v/Tryggvagötu sími 27800 upphafi fáanlegar SJ — Arbók Slysavarnafélags íslands 1978 með starfsskýrsl- um ársins 1977 er nýlega komin út og er bókin jafn- framt 50 ára afmælisrit. Jafn- framt er nú fáanleg hjá deild- um féiagsins og á skrifstofu þess heildarútgáfa árbókanna frá byrjun, samtals 41 bók, sem er heimild um starf félagsins og sögu I 50 ár. Hluti a'rbókanna var ljósprentaður vegna þess að upplag var á þrotum. Heildarútgáfan var gerð i 400 eintökum og er helmingur uppiagsins þegar seldur. Verði er I hóf stilit, en ráðist var f þessa útgáfu vegna áhugamanna um mál Slysavarnafélagsins. Heildarútgáfan kostar kr. , 20.000. Þá er hægt að fá möpp- óskar pór Karlsson erindreki Slysavarna- ur utan um allar bækurnar félagsins með nýju árbókina og heildarútgáf- fyrir kr. 6.000. una‘ Tlmamynd Róbert Sýrlandi Krossferðirnar eru einhver ævintýraleg- asti þáttur mannkyns- sögunnar og eru þaðan komnar margar hetjur i siðari tima bókmennt- um svo sem Rikharður ljónshjarta og Saladin soldán. Við getum lesið um ævintýri þessara manna, sum sönn, önn- ur færð i stilinn og svo auðvitað lygisögurnar. Atburðir og ævintýri krossferðanna ganga aftur i kvikmyndum siðari ára og svo má lengi telja. 9 Krak des Chavaliers er nálægt En i stað þess að lifa sig inn i atburði krossferðanna á þennan máta heima i stofunni sinni er til önnur leið fyrir þá sem efni hafa til. I Jórdaniu og Sýrlandi eru enn til ummerki þessa tima, sum rústir einar en önnur heil- leg. Svo er t.d. með kastalann á meðfylgjandi mynd. Hann er allur uppistandandi og er i miðju Sýrlandi. Kastalinn ber nafnið „Krak des Chavaliers” og var upphaflega byggður árið 1031 og þá af Aröbum. A krossferða- timanum náðu „spitala- Damaskus i Sýrlandi. riddarar” honum undir sig og stækkuðu hann mikið og endur- byggðu árið 1142. Kastalinn er byggður uppi á hæð i 2500 feta hæö yíir sjávarmáli. Frá sér- hverjum þriggja turna kastalans má sjá viða vegu allt i kring yfir sléttur og hæðir. Svo gifurlegt virki er þessi kastalaborg að Saladin mikli soldán áræddi aldrei að reyna að brjótast inn i hann og vann hann þó fjölda borga og kastala af krossförum. Þýtt og endursagt/KEJ Komdu sem crftast, en Ef þú semur um reglu- bundinn sparnað í 12,18 eða 24 mánuði, þá getur þú látið bankann skuld- færa t.d. allt að tuttugu og fimm þúsund krónur mánaðarlega á viðskiptareikning þinn. Að sparnaðartímanum loknum getur þú fengið sparilán til 12, 27 eða 48 mánaða, og falið bank- anum að skuldfæra mánaðarlegar endur- greiðslur á sama hátt Þannig spörum við r sporin Það eina, sem þú þarft tð hafa fyrir, er undir- krift þín og maka þíns. tnnáð byggist á gagn- væmu trausti og ijónustu. liðjið Landsbankann im bæklinginn im sparilánakerfiö. I 1 / t Sparigársöfnun tengd rétti til Mr iíi Sparnaður þinn eftir Mánaðarieg innborgun hámarksupphæö Sparnaður í lok tímabils Landsbankinn lánar þér Ráðstöfunarfé þitt 1) Mánaðarleg endurgreiðsla Þú endurgreiðir Landsbankanum 12 mánuði 25.000 300.000 300.000 627.876 28.368 á12 mánuðum 18 mánuði 25.000 450.000 675.000 1.188.871 32.598 á 27 mánuðum 24 mánuði 25.000 600.000 1.200.000 1.912.618 39.122 á 48 mánuöum l) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af Iánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKINN Sparilón-tiygging í fixmtííð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.