Tíminn - 15.11.1978, Side 6

Tíminn - 15.11.1978, Side 6
6 Mi&vikudagur 15. nóvember 1978 'Otgefandi Framsóknarilokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigur&sson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og- auglýsingar Si&umúia 15. Sími 86300. ; Kvöldsfmar bla&amanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I iausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á mánuOi. BlaOaprent h.f. Hæstiréttur Steingrimur Hermannsson dómsmálaráðherra mælti i fyrradag i efri deild fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um Hæstarétt, sem hann lagði fram fyrir nokkru. Frumvarpið er flutt i samráði við dómendur Hæstaréttar. Frumvarpið fjallar annars vegar um fjölgun dómara i sjö úr sex og hins vegar um, að þrir dómarar nægi til að sitja dóm i kærumálum, nema alveg sérstaklega standi á. 1 greinargerð frumvarpsins er minnt á, að Hæstiréttur sé sú stofnun i rikiskerfinu, þar sem einna minnst starfsmannafjölgun hefur orðið siðari áratugi. Þar hafi aðeins fjölgað um einn dómara siðan 1945. Siðan segir á þessa leið: ,,Hin siðustu ár hefir fjöldi þeirra mála sem til Hæstaréttár er skotið farið vaxandi. Árið 1974 voru málin 223, árið 1975 185, árið 1976 244 og 1977 240. Einkamálin svonefndu eru i miklum meirihluta, en fjöldi opinberra mála er nokkuð breytilegur frá ári til árs. Kærumálum sem leysa ber úr með mjög skjótum hætti hefur fjölgað til muna siðustu árin. Auk málafjöldans sem vaxið héfir er þess og að geta að mörg umfangsmikil mál biða nú úrlausnar eða eru væntanleg til dómsins á næstunni. Á siðustu árum hefir Hæstiréttur kveðið upp efnisdóma i u.þ.b. 120-125 málum ár hvert, um 80 einkamálum, 15 opinberum málum og 25-30 kærumálum, en þessar tölur eru þó nokkuð breytilegar frá ári til árs. Þegar þessar tölur eru bornar saman við fjölda mála sem skotið hefir verið til Hæstaréttar að undanförnu, er ekki að undra þó allnokkur töf verði á að mál sem tilbúin eru til málflutnings verði tekin til meðferðar. Fjölda mála sem skotið er til dómsins verður þó raunar að taka með nokkurri varfærni þar sem t.d. gagnsakir eru sameinaðar aðalsökum og nokkur mál falla niður vegna útivistar eða hafn- ingar. Má ætlafað töfin á að einkamál verði tekin til meðferðar, verði meira en eitt ár frá þvi að máli er frestað til málflutnings ef ekki er að gert. Skjótar úrlausnir af hendi dómstóla eru hið mesta keppikefli i hverju réttarriki, enda sé réttaröryggis i hvivetna gætt við úrlausnir mála. Ber mikla nauðsyn til að búa Hæstarétti starfs- aðstöðu til þess að leysa með skjótum og öruggum hætti úr þeim mikla fjölda mála sem þangað er skotið. Ýmsar leiðir til úrbóta á störfum Hæstaréttar hafa verið ræddar. 1 þessu frv. er lagt til að sú leið verði farin að bæta við einum dómara og fjölga þannig dómurum úr sex i sjö. Jafnframt er gert ráð fyrir þvi að þrir dómarar skipi dóm i kærumálum nema þau séu sérstaklega vanda- söm úrlausnar. Ætti með þessu móti að skapast möguleiki á þvi að dómurinn fjalli um kærumál, svo og minni háttar einkamál og opinber mál, i tveimur þriggja dómara deildum. Yrði það til að hraða meðferð slikra mála fyrir dómstólnum.” Eins og kemur fram i greinargerðinni, er visað til Hæstaréttar til jafnaðar um 220-230 málum á ári, en rétturinn afgreiðir ekki nema um 120-125 mál árlega. Hér verður þvi óhjákvæmilega veru- leg töf á málum að óbreyttu ástandi. Einkum er hætta á, að hin stærri mál verði útundan. Með þeirri aukningu á starfskröfum réttarins og aukinni verkaskiptingu innan hans, sem frv. gerir ráð fyrir, er stefnt að þvi að rétturinn geti hraðað afgreiðslu mála. Hér er þvi um verulega umbót að ræða. Erlent yfirlit Mesti vandi Carters að tryggja dollarann Ráðstafanir hans geta aukið atvinnuleysið CARTER forseti h^fur vi& mörg erfiö vandamál aö glima um þessar mundir. I utanrfkis- málum ber hæst samningana milli Egypta og tsraelsmanna, en þar viröist horfa þunglega um þessar mundir. Næst er aö nefna viöræöurnar viö Rússa um takmörkun kjarnorku- vopna, en sennilegast þykir nú, aö niöurstööur þeirra dragist meira á langinn en búizt haföi veriö viö. Verkefni þau, sem Carter glímir viö á sviöi innan- landsmála, eru þó enn erfiöari viöfangs og skipta hann meira máli pólitiskt. Þar ber fyrst aö nefna veröbólguna, sem fer alltaf heldur vaxandi þrátt fyrir ýmsar gagnráöstafanir af hálfu stjórnvaldanna. Veröbólgan er nú komin I 9,6% og viröist aö óbreyttum aöstæöum ekki ætla aö veröa neitt lát á henni. Carter hefur hvatt til þess aö kauphækkunum veröi haldiö innan viö 7% á næstu tólf mánuöum og veröhækkunum innan 5,7%. Takmarkaöar horfur eru á, aö þessum tilmæl- um hans veröi fylgt, enda þótt hann hafi boöaö refsiaögeröir gegn fyrirtækjum sem brjóti þau. Viö þetta bætist svo, aö ný- kjöriö þing þykir llklegt til aö veröa honum erfiöara en fráfar- andi þing, þvl aö þaö mun veröa heldur Ihaldssamara I vel- feröarmálum og kröfuharöara I sambandi viö vigbúnaö. Fráfar- andi þing reyndist honum þó nógu erfitt. Carter hefur gefiö til kynna á blaöamannafundi, sem hann hélt rétt eftir aö kosninga- úrslitin voru kunn, aö hann myndi viö næstu fjárlagagerö stefna aö þvl aö auka heldur út- gjöldin til varnarmála en draga jafnframt úr greiösluhallanum á fjárlögunum. Hann viröist þannig ætla aö koma til móts viö hiö nýja þing og tryggja sæmi- legt samkomulag viö þaö. Þaö veröur hins vegar hægara sagt en gert aö gera þaö tvennt I senn. aö auka framlögin til varnar- mála og draga úr tekjuhalla rlkisins. Sennilegt telur Carter sig ekki geta fengiö öldunga- deildina til aö fallast á samn- inga viö Rússa um samdrátt kjarnorkuvopna, ef til kemur, nema hann láti undan kröfum um aukinn herbúnaö á öörum sviöum og þá einkum varöandi varnir Atlantshafsbandalags- ENN ER svo ótaliö eitt stærsta vándamáliö, sem Carter glimir viö, og er ef til vill stærst þeirra allra. Þaö er aö Carter forseti. koma i veg fyrir áframhaldandi veröfall dollarans. Fyrst I staö héldu Banda- rikjamenn aö þaö yröi þeim til nokkurs hagnaöar, ef dollarinn lækkaöi nokkuö I veröi. M.a. myndi þaö stuöla aö þvl aö draga úr hallanum á utanrlkis- verzluninni. Þetta hefur hins vegar ekki oröiö reyndin. Viö- skiptahallinn hefur aldrei oröiö meiri en á siöasta ári. Hann veröur nokkru minni á þessu ári, en verður samt svo mikill, að þaö ýtir undir fall dollarans. Bandarikjamenn eru því hættir aö trúa á, aö fall dollarans stuöli aö bættum viöskiptajöfnuði, heldur sé fall hans þegar orðið svo mikiö, aö meiri háttar hrun hans geti verið framundan meö ófyrirsjáanlegum afleiöingum, jafnt efnahagslegum og stjórn- málalegum. Fall dollarans aö undanförnu má nokkuö ráöa af samanburði af honum og dönsku krónunni, sem hefur haldizt nokkurn veg- inn óbreytt á þessum tíma. Ariö 1977 var dollarinn skráöur til jafnaöar á sex danskar krónur. A fyrsta árshelmingi þessa árs var skráningin komin I 5,70 og hélzt þannig fram á mitt ár. í fyrri hluta október var hún komin I 5,25, en sl&an lækkaöi hún stööugt og var komin I 4,80 rétt fyrir mánaöamótin. Svipaö Blumenthai fjármálaráöherra. haföi fall dollarans oröiö gagn- vart öörum gjaldeyri. ÞEGAR hér var komiö sögu, sáu Carter og ráöherrar hans ekki annaö ráö vænna en aö grlpa til róttækra aögerða. Allar ráöstafanir, sem geröar höföu veriö i þessa átt áöur, höföu misheppnazt. Hinar róttæku ráöstafanir, sem gripiö var til um mánaöamótin, voru I stuttu máli þessar: Vextir af lánum, sem Seölabanki Bandaríkjanna veitir bönkum og lánastofn- unum, voru hækka&ir, en I kjöl- far þess má vænta almennra vaxtahækkana. Jafnhliöa voru geröar ráöstafanir til aö draga úr útlánum viöskiptabanka sem svaraði þremur milljöröum dollara. Samiö var viö rlkis- stjórnir Vestur-Þýzkalands, Japans og Sviss um 30 milljaröa dollara lán til kaupa á dollur- um, ef nauðsyn kreföi, til aö draga úr frekari falli hans. Loks var ákveðið aö Bandaríkin yki sölu á gulli, sem þau eiga. Þessar ráöstafanir báru þann árangur, aö dollarinn hækka&i strax að nýju og var skrá&ur á 5,20-5,25 danskar krónur. Þetta hefur haldizt nokkurn veginn siöan. Spurningin er sú, hvort þaö verður til frambúöar. Þaö ræöst mjög af þvi, hvort þeir, sem eiga dollara erlendis, telja hann tryggan I þessari skrán- ingu eöa ekki eöa gera sér jafn- vel von um hækkun hans. Talið er, aö dollaraeign utan Banda- rikjanna sé um 600 milljaröar dollarar, svo aö 30 milljaröar segja litiö, ef stórfelld skriöa færi af staö. Þaö skiptir höfuö- máli fyrir framtlð dollarans, aö þessir a&ilar missi ekki trú á hann, þvi aö keppist þeir viö aö selja hann veröur fall hans ekki stöövaö. Þær ráöstafanir, sem Carter hefur gripiö til, eru fjarri þvl aö vera taldar hættulausar. Þær hljóta aö leii^a til samdráttar I Bandarlkjunum, sem getur haft aukiö atvinnuleysi og minnk- andi viðskipti I för meö sér. Hagfræðingar viröast þó yfir- leitt þeirrar skoöunar, aö þetta verði ekki varanlegt og efna- hagsástandið muni batna aö nýju, ef dollarinn tekur ekki aö falla aftur. Afleiöingar sliks sé erfitt að sjá fyrir, en þær geti ekki aöeins oröiö slæmar fyrir Bandarikin, heldur viöskipta- þjóöir þeirra yfirleitt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.